Morgunblaðið - 12.04.1988, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 12.04.1988, Blaðsíða 8
8 B jMorgunbtnMb /ÍÞRÓTTtR ÞRHXRJDAGUR 12. APRÍL 1988 KNATTSPYRNA / HOLLAND Maxwell vill Cruyff Hyggst gera Utrecht að stórveldi BRESKI fjölmiðlakóngurinn Robert Maxwell vill fá Johan Cruyff til aö taka viö liðí Utrecht í 1. deild knattspyrn- unnar á Hollandi. Maxwell vill gera Utrecht að stórveldi í hollensku knattspyrnunni og binda þar með enda á sigur- göngu PSV Eindhoven. Maxwell hefur boðið Cruyff eina milljón sterlingspunda (um 73 milljónir ísl. kr.) fyrir að taka við liðinu. Þeir hittust fyrir skömmu og Cruyff mun hafa áhuga á að taka við Utrecht ef hann hafnar tilboði Barcelona. Hann hefur sagt að hann muni að öllum likindum skrifa undir samning við Barceiona í vikunni, en hefur einnig látið í ljós áhuga á að vera áfram í Holiandi og þjálfa þar lið í 1. deild. ' Johan Cruyff hefur viku til að ákveða sig hvort hann tekur við Barcelona á Spáni eða gerir hol- lenska liðið Utrecht að stórveldi undir stjóm Robert Maxwell. SALZBURG FLUGLEIÐIR -fyrír þíg- tölvupretitarar Tölvuprentarar f rá STAR styðja þig í starfi. Þeir eru áreiðanlegir, hraðvirkir og með úrvali vandaðra letur- gerða. STAR prentarar tengjast öllum IBM PC tölvum og öðrum sambærilegum. Níu gerðir fyrirliggjandi. Söluaðilar: Andi sf., Hverfisgötu 105,105 Reykjavík Atlantis, Laugavegi 168,105 Reykjavik Einar J. Skúlason hf., Grensásvegi 10, 108 Reykjavík Gisli J. Johnsen sf., Nýbýlavegi 16,200 Kópavogi GunnarÁsgeirsson, Suöurlandsbraut 16, 108 Reykjavík Heimilistæki sf., Sætúni 8, 125 Reykjavík Hugtak hf., Vestmannabraut 25,902 Vestmannaeyjum Hugur hf., Hamraborg 12, 200 Kópavogi Magnús sf., Bolholti 6,105 Reykjavík Penninn, Hallarmúla 2,108 Reykjavík Reiknistofa Vestfjarða, Aðalstræti 24,400 Isafjörður Skrifstofuvélar hf., Hverfisgötu 33,105 Reykjavík Stuöull, Skagfiröingabraut 6, 550 Sauðárkróki Traust, Ragnar Jóhannss., Miöási 11,700 Egilstöðum Tölvusamskipti, Skipholti 35,125 Reykjavík Tölvutæki-Bókval hf., Kaupvangsstræti 4, 602 Akureyri Tölvuvörur, Skeifunni 17,108 Reykjavík TENNIS / DAVIS-BIKARINN Reuter Stefan Edberg er hér „tolleraður" af félögum sínum í sænsku landsliðinu eftir sigurinn á Mecir í síðasta leiknum. Edberq bjargaði Svíum Tryggði Svíum sæti í undanúrslitum með sigri i síðasta leikn- um. Júgóslavía, V-Þýskalandi og Frakkland í undanúrslit STEFAN Edberg tryggði Svíum sæti í undanúrslitum Davis- bikarsins í tennis með naumum sigri á Tékkanum Miloslav Mecir í síðasta leiknum. Leik- urinn stóð yfir í tæpa fjóra tíma, en Edberg sigraði í síðustu hrinunni, 9:7. Svíar sigruðu því 3:2 og eru komnir í undanúrslit ásamt V-Þjóðverjum, Frökkum og Júgóslövum. Tékkar unnu fyrsta leikinn, en Svíar næstu tvo. Eftir það héldu flestir að sigur Svía væri í höfn, en Milan Srejber, sem kom inn í lið Tékka sem varamaður, kom á óvart og sigraði Mats Wilander. Það var því leikur Edberg og Mecir sem réði úrslitum. Mecir sigraði í fyrstu hrinunni, 4:6, en Edberg jafnaði, 6:1. Mecir náði forystunni að nýju, 4:6, en aftur jafnaði Ed- berg, 6:4. Síðasta hrinan réði því úrslitum og eftir langa viðureign tókst Edberg að að knýja fram sig- ur er Mecir sló boltann í netið eftir góða uppgjöf Edberg. Flestir höfðu spáð Svíum sigri í þessum leik, enda eru í liðinu tveir bestu tennisleikarar heims, Wiland- er og Edberg. En Tékkar komu á óvart og vantaði ekki mikið upp á ■'að hnekkja veldi Svía sem hafa fímm sinnum sigrað í keppninni. gerald að mæta Leconte. „Ég vakti langt fram á nótt og horfði á golf í sjónvarpinu. Hefði ég vitað að ég myndi spila morgunin eftir þá hefði ég farið fyrr að sofa,“ sagði Fitz- gerald sem fékk hræðilega útreið gegn Leconte í leiknum. V-Þjóöverjar skelltu Dönum V-Þjóðveijar þurftu ekki að hafa mikið fyrir sigri sínum á Dönum. V-Þjóðveijar unnu alla leikina með yfírburðum, samtals 5:0 og Becker og Eric Jelen unnu tvo síðustu leik- ina á innan við klukkustund. Yfírburðir Þjóveija voru ótrúlegir og það er búist við miklu af liðinu í undanúrslitum, en V-Þjóðveijar mæta Júgóslövum. Nikola Spear, þjálfari Dana, var mjög hrifínn af leik Þjóðveija: „Þeir geta náð mjög langt með þetta lið, jafnvel sigrað. Með Boris Becker í liðinu geta þeir verið öruggir með að minnsta kosti tvo vinninga." Boris Becker mætir Zivojinovic, sterkasta manni Júgóslava: „Hann er mjög góður þegar mikið íeggur við, en hann er svolítið latur. Ef að hann æfði betur gæti hann verið meðal tíu bestu í heiminum,“ sagði Becker, sem er í 4. sæti á heimslist- anum. Júgóslavar sigruðu ítali 4:1 og tryggðu sér þar með sæti í undanúr- slitum i fyrsta sinn. Það var fyrst og fremst frábær leikur Slobodan Zivojinovic sem tryggði Júgóslövum sigur, en hann sigraði Paolo Cane, sterkasta mann ítala í rúmlega fímm tíma leik. Það verða því V-Þýskaland og Júgóslavía sem mætast í öðrum undanúrslitaleiknum og í hinum leiknum mætast Svíþjóð og Frakk- land. Auðvelt hjá Frökkum Frakkar áttu ekki í nokkrum vand- ræðum með Astralíumenn sem léku án Pat Cash. Frakkar sigruðu, 5:0, en þetta var fyrsti sigur þeirra á Ástralíumönnum í Davis-bikamum í 62 ár eða síðan 1925. Þetta var jafnframt í fyrsta sinn í 14 ár sem Ástralíumenn komast ekki í undan- úrslit. Það voru Yannick Noah og Henri Leconte sem lögðu grunninn að sigri Frakka. Þeir sigruðu í tvíliða- leik, þrátt fyrir að hafa ekki leikið sérlega vel. Eftir tapið í fyrsta leiknum var sem allur vindur væri úr Ástralíumönnum og þeir töpuðu síðustu leikjunum, flestum með miklum mun. Noah og Guy Forget unnu svo ör- uggan sigur á Darren Cahill og Mark Woodforte og tryggðu Frökk- um sigur, 5:0. Það var ekki til að bæta ástandið hjá Ástraliumönnum að þeirra besti maður, Darren Cahill, gat ekki leik- ið vegna matareitrunar. Það varð því að kasta upp á hver mætti Henri Leconte í næst síðasta leikn- Borls Bscker lék mjög vel gegn Dönum. Hann mætir Júgóslövum í undanúr- um og það kom í hlut John Fitz- slitum. +

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.