Morgunblaðið - 12.04.1988, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 12.04.1988, Blaðsíða 9
HtotcganMaMft /ÍÞRÓTTIR ÞRWJUDAGUR 12. APRÍL 1988 B 9 KNATTSPYRNA Þjálfari er alttaf ad læra eHthvað nýtt — segir Grzegorz Bielatowics hinn pólski þjálfari Breiðabliks í knattspymu Andrés Pétursson skrífar ÞEGAR Guð almáttugur var að útdeila tungumálunum til þjóða heimsins var hann orð- inn mjög þreyttur þegar kom að tveimur sfðustu þjóðun- um, Finnum og Pólverjum. Hann lauk þvf nú af en þegar upp var staðið kom f Ijós að Finnarnir höfðu fengið alla sérhljóðana en Pólverjamir alla samhljóðana. Þessi gamla gamansaga kom upp f huga blaðamanns á leið f Kópavoginn til fundar við hinn nýja þjálfara Breiðabliks, Pól- verjans Grzegorz Biel- atowics. En hór á íslandi er hann oftast nefndur Gregor og höldum við okkur við þá nafngift. Gregor er hinn þægilegasti maður í umgengni og tók bón blaðsins um viðtal ljúfmann- lega. Hann þjálfaði í Vestmanna- eyjum síðustu þijú ,ár, eitt ár lið IBV en var öll árin að- alþjálfari Týsara. Ekki tókst honum að halda liði ÍBV i 1. deild en árangurinn með yngri flokka Týs er sérlega glæsilegur. Liðið er eitt sterkasta unglingalið landsins, allir flokkar félagsins leika nú í A-riðli og nokkrir leikmenn Týs leika nú með unglingalandsliðum íslands. Fyrsta spumingin sem lögð var fyrir Gregor var hvers vegna hann hefði farið frá Vestmannaeyjum til Breiðabliks. Tíml kominn tll að breyta til „Þetta voru ánægjuleg þijú ár í Vestmannaeyjum og á ég marga góða vini þar. En ég taldi að tími væri kominn til að breyta til og því er ekki að leyna að maður er dálftið einangraður í Vestmanna- eyjum. Hér uppi á landi er þó nokkuð af Pólveijum og það er alltaf gaman að hitta þá og tala pólsku. Breiðablik er með gott lið og taldi ég þetta spennandi verkefni að taka við liðinu. Það er mikið af efnilegum ieikmönnum hjá félag- inu og ég hef fylgst með því á undanfömum ámm. Það hefur verið vel tekið á móti mér hjá Breiðabliki og vinnuað- staðan er mjög góð. Reyndar hafði Bogdan handknattleiksþjálfari mælt með Breiðabliki en hann þjálfaði hjá þeim í handboltanum í eitt ár og lét vel af vem sinni í Kópavoginum. Mér skilst að Kópavogsbúar séu orðnir lang- eygir eftir góðum árangri hjá Breiðabliki í knattspymunni og er það skiljanlegt miðað við stærð bæjarfélagsins. Þetta er stórmál því góður árangur liðs á íþrótta- sviðinu vekur athygli á bænum. En Róm var ekki byggð á einum degi og ég segi að með tíma og þolinmæði muni Breiðablik kom- ast í fremstu röð.“ Nú náðir þú nyög góðum ár- angri í Vestmannaeyjum með yngri flokka Týs en ekki eins góðum með meistaraflokk ÍBV. Hvað viltu segja um það? „Þetta var mjög ánægjulegur og íærdómsríkur tími í Vestmanna- eyjum. Ég var heppinn að hjá Tý var ég með mjög góðan efnivið. Krakkamir voru mjög samvisku- samir og það hefur nú skilað sér í góðum árangri. Síðan má ekki gleyma því að stjómin hjá Tý var mjög dugleg og áhugasöm og má ég til með að nefna þá Birgi Guðjónsson formann, Jónas Sigurðsson og Óla Jónsson. Þessir menn unnu frá- bært starf og á ég þeim mikið að þakka. Það er rétt að ekki gekk nógu vel með meistaraflokk ÍBV. An þess þó að ég sé að afsaka árang- urinn þá missti liðið §óra af lykil- mönnum sínum fyrir tímabilið. Þar að auki handleggsbrotnaði markvörður liðsins í fyrsta leik tímabilsins. Dæmið gekk ekki upp hjá mér og liðinu og því fór sem fór.“ Clniagil CmTOiu iprou Knattspyman tvímælalaust vin- sælasta íþrótt í heiminum, hvort sem er á íslandi eða Póll- andi eða flestum öðrum löndum heims. Hvað er það sem gerir knattspyrnuna svona vinsæla? „Það er fyrst og fremst hvað íþróttin er einföld. Allir geta spil- að og skilið knattspymu. Reglum- ar em frekar einfaldar miðað við margar aðrar íþróttir þannig að auðvelt er fylgjast með leik án þess að vera sérfræðingur í hon- um. Til að leika knattspymu þarf einungis einn bolta og smá svæði til að sparka á. Það er hægt að spila fótbolta einn eða með næst- lega ef maður sér árangur og framfarir af starfí sínu. Þá meina ég ekki aðeins framfarir einstakra leikmanna heldur liðsins í heild. Knattspyman er einskis virði ef ekki er hægt að skapa Hðsheild og láta leikmennina spila fyrir liðsheildina." Vlð Hvað flnnst þér um islenska þjálfara eftir að hafa starfað hér á landi í þijú ár? „Það er alltaf viðkvæmt mál að tala um starfsfélaga sína því það vill oft verða misskilið sem sagt dæmi um þetta er að það er und- antekning ef sjást góðir skalla- menn í 'íslenskri knattspymu, þetta er þjálfunaratriði sem ungi- ingaþjálfarar ættu að taka til at- hugunar. Ég er nú ekki kunnugur starfsemi Knattspymuþjálfarafélags ís- lands en ég sakna þess að knatt- spymuþjálfarar hittist og beri saman bækur sínar. Þá er ég ekki að tala um þjálfunamámskeið heldur ráðstefnu þar sem rædd væra þau mál sem efst væra á baugi hveiju sinni og þeir þjálfar- ar sem hafa verið erlendis nýlega gætu kynnt það sem þar bar fyr- ir augu. Það er mjög mikilvægt fyrir þjálf- ara að vera opnir fyrir nýjungum og tilbúnir að taka góðum ráð- leggingum. Ég hef nú þjálfað í rúm 20 ár og er alltaf að læra eitthvað nýtt. Þjálfari á aldrei að halda að hann viti allt um þjálfun og að hann sé kominn með full- komna æfíngaáætlun. Maður á sífellt að gagnrýna sjálfan sig og það er mjög mikilvægt að fá svör- un frá leikmönnum í sambandi við æfingamar. Ég legg mikið upp úr hreinskilni í sambandi við mínar æfíngar. Eftir æfíngamar á milli og segi aftur að það er áhuginn sem skiptir öllu máli.“ Hvað með kvennaknattspymu? „Stúlkumar geta alveg eins og strákar spilað knattspymu. Ég hef séð mikið af stúlkum sem hafa allt það til branns að bera sem góður knattspymumaður þarf að hafa. Hinsvegar þarf öðra vísi sálfræði á kvenfólk og ég hef ekki unnið það mikið með kvenna- flokkum að ég geti tjáð mig mik- ið um kvennaknattspymu." Áhuglnn skiptir mestu máll Hvað þarf maður að hafa til brunns að bera til að geta orð- ið góður knattspymumaður? „Það er auðvitað fyrst og fremst að hafa áhuga. Síðan era það §öl- mörg atriði sem segja til um hæfni knattspymumanns. Ég gæti líklegast fyllt heilt viðtal um þessa einu spumingu. Ég get ekki lagt of oft áherslu á það að gera allar æfíngar með bolta. Strákar og stelpur sem ætla sér að ná árangri I knatt- spymu ættu alltaf að vera með bolta með sér og æfa sig hvenær sem færi gefst, jafnvel sofa með bolta hjá séri Þessu má lfkja við píanókennslu, það dugir lítið að Morgunblaöið/RAX Grzagorz Blolatowlcs þjálfari Blikanna á æfíngu hjá sfnum mönnum, sem sjást í baksýn. Hér til hliðar er hann svo ásamt aðstoðarmanni sfnum, Vigni Baldurssyni. um óendanlega mörgum leik- mönnum þannig að þetta er mjög sveigjanleg íþrótt. Á sama tíma og þetta er einföld íþrótt, þá þarf mikla hugsun til að ná langt í henni. Knattspyman er jafn mikið leikin með höfðinu eins og með skrokknum. Hugsun- in er jafn mikið atriði og lfkam- legt atgervi." Nú hefur þú verið knattspyrnu- þjálfari í rúm 20 ár. Hver var ástæðan fyrir því að þú lagðir fyrir þig knattspyrnuþjálfun? „Knattspyman hefíir alltaf verið mitt líf og yndi. Þegar ég hætti sem leikmaður langaði mig að starfa áfram við þessa íþrótt. Þá lá beinast við að snúa sér að þjálf- un. Knattspyman er geysilega fjöl- breyttur og skemmtilegur leikur og með þjálfun fær maður að taka þátt í leiknum. Það má á margan hátt líkja knattspymuþjálfun við venjulegt starf. Það er mjög gam- an að vinna að einhveiju sem maður hefur gaman af og sérstak- er í góðri meiningu. Ég hef kynnst mörgum mjög góðum og áhuga- sömum þjálfurum hér á landi. Á sama tíma hef ég séð að of oft era hreinlega einhveijir menn fengnir til að þjálfa lið. Þá er ég að tala um unglingaþjálfunina. Þetta era stundum menn með lítinn skilning á eðli knattspym- unnar og svona menn geta hrein- lega eyðilagt unga leikmenn. Krakkar era mjög opnir fyrir því að læra og ef þau læra ekki hlut- ina rétt í byijun þá er mjög erfitt að leiðrétta það seinna á ferlinum. Það er líka oft sem maður sér þjálfara láta unga stráka hlaupa langar vegalengdir, það er enginn fótbolti. Allar æfíngar á að gera með bolta því þetta er knattspyma en ekki langhlaup sem við erum að þjálfa upp. Grannþjálfunin er geysilega mik- ilvæg og því er nauðsynlegt að velja til þeirra starfa hæfa og vel menntaða menn. Ég held nú að þetta sé á réttri leið hér á landi en betur má ef duga skal. Gott spyr ég leikmennina hvort þeir hafí verið sáttir við æfíngamar og ef þeir era það ekki, þá vil ég fá rökstudda skoðun þeirra af hveiju þeir hafi ekki verið sáttir við hana. Það er n\jög mikilvægt að leikmennimir hafi gaman af því sem þeir era að gera því það heldur áhuganum vakandi. Með góðri svöran frá leikmönnum lær- ir þjálfarinn langmest. En ég er nú kominn dálítið langt frá uppr- unalegu spumingunni, er það ekki? Þjálfiin er mér svo mikið hjartans mál að ég gleymi mér alltaf þegar ég fer að ræða hana.“ Nú hefur þú bæði þjálfað yngri flokka og meistaraflokk. Hvaða aldur f innst þér skemmtilegast að þjálfa? „Það er ekki spuming um aldur, heldur áhuga. Ef ég finn að sá flokkur sem ég er að vinna með hefur áhuga á því sem ég er að reyna að kenna þeim finnst mér gaman að þjálfa þann aldursflokk. Mér finnst alltaf gaman að vinna með yngstu flokkunum þvi þar er áhuginn svo mikill og svo föls- kvalaus. Það er erfiðara að þjálfa eldri flokka þvi það þarf meira til að halda áhuganum vakandi hjá þeim. Hinsvegar geri ég ekki upp læra tónfræði og hvemig píanó er uppbyggt til að ná árangri. Maður verður auðvitað að æfa sig á píanóið oft og reglulega til að ná árangri. Sama er með knatt- spymuna — það er aðeins vinna og aftur vinna sem skapar góðan knattspymumann. Ég skal benda á eitt atriði sem ekki allir taka eftir. Þegar maður horfir á knattspymuleik, þá vekja alltaf fyrst athygli mína leikmenn sem geta losað sig skynsamlega við knöttinn eftir eina eða fáar snertingar. Þetta era yfírleitt leik- menn sem hafa verið duglegir að gera allar æfingar með bolta.“ Svona að lokum Gregor, gæt- irðu spáð fyrir okkur um ís- landsmótið í sumar? „í 1. deildinni held ég að stefni í hörkukeppni Reykjavíkurliðanna Vals, Fram og KR. Þetta gæti orðið mjög skemmtilegt sumar því þessi lið spila öll skemmtilega knattspymu. I 2. deildinni er erfiðara að spá, það era 5-6 sterk lið þar sem munu beijast um 1. deildarsætin tvö. Breiðablik er eitt af þessum liðum og ég vona auðvitað það besta fyrir hönd liðsins míns.“ Gregor, þakka þér kærlega fyrir viðtalið.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.