Morgunblaðið - 12.04.1988, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 12.04.1988, Blaðsíða 10
10 B ftforfliwfrfafttft /IÞROTTIR ÞRJÐJUDAGUR 12. APRÍL 1988 íHémR Ben Johnson ■ ÞÝSKUR lögregluhundur sigraði með yfírburðum viðureign sína við áhorfendur á leik Bayern Mlinchen gegn Schalke í v-þýsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu. Bayem sigraði 8:1 í leiknum, en hudurinn sigraði viðureignina gegn ólátabelgjum áhorfendapallanna með meiri mun. Honum tókst að bíta þá 30 sinnum, en áhorfendum- ir, sem hörfuðu undan skyndisókn- um hundsins, tókst ekki að svara fyrir sig. Mikil ólæti voru meðal áhorfenda á leiknum og var 90 stuðningsmönnum Schalke vikið úr stúkunni og 22 voru handteknir. Hundinum var svo sigað á áhorf- endur eftir að reyksprengjum hafði verið kastað inn á völlinn. ■ VERÓNA hefur ákveðið að áfrýja dóm Knattspymusambar.ds Evrópu, UEFA. Leikmaður liðsins, Silvano Fontolan var dæmdur í eins árs bann vegna lyfjaneyslu og liðið dæmt til að greiða um eina og hálfa milljón kr. í sekt. Fontolan er fyrsti leikmaðurinn sem dæmdur hefur verið fyrir lyíjatöku. ■ HEIMSMETHAFINN í 100 metra hlaupi, Ben Johnson mun verða meðal keppenda á alþjóðlegu fíjálsíþróttamóti í Tókyó í maí. Alls munu um 90 keppendur frá 14 löndum mæta til leiks, en mótið tekur aðeins einn dag. Evelyn Ashford frá Bandaríkjun- um, hefur tilkynnt þátttöku og einnig heimsmethafamir í hástökki og stangarstökki, Patrickl Sjö- berg, frá Svíþjóð og Sergej Bub- ka frá Sovétríkjunum. ■ HUGO Sanchez skoraði glæsilegt mark fyrir Real Madrid gegn Logrones. Líklegt þykir að mark hans verði valið „mark árs- ins.“ Þjálfari Real Madrid, Leo Beenhakker sagði: „Eftir svona mark á að breyta reglunum. Stöðva leikinn, senda alla í sturtu og ná svo í kampavín og halda upp á það.“ ■ ÞJALFARI ítalaka. landsliðs- ins í fijálsum íþróttum hefur sagt af sér í kjölfar ásakanna um svindl á heimsmeistaramótinu í Róm, í fyrra. Þar hafnaði ítalski langstök- kvarinn Giovanni Evanelisti í 3. sæti, þrátt fyrir að hafa stokkið mun skemur en Larry Myricks sem hafnaði í 4. sæti. Eftir ítarlega rannsókn og langan fund kom í ljós að þjálfarinn hafði vitað um þessi svik og hann sagði af sér um helg- ina ásamt fjórum dómurum. Þeir hafa þó allir neitað því að um svik hafí verið að ræða. ■ LEIKMAÐUR Botafogo, sem leikur í 1. deildinni í knattspymu á Brasilíu var stungjnn með hnífí á æfíngu liðsins í Rio de Janeiro um helgina. Leikmenn liðsins voru á æfíngu og fjöldi áhorfenda fylgdist með. Þegar skammt var liðið af æfíngunni réðust áhorfendur inn á völlinn og bakvörðurinn Ronaldo var stugninn í handlegginn svo sauma þurfti fímm spor. Botafogo hefur gengið mjög illa, aðeins sigr- aði í þremur af tólf leikjum sínum og leikmenn liðsins hafa oft orðið fyrir árásum frá áhorfendum. Nú fyrir skömmu sprakk sprengja á leikvelli liðsins með þeim afleiðin- ugm að varamarkvörður liðsins slasaðist. KÓRFUKNATTLEIKUR / ÚRSLITAKEPPNIN Dæminu snúið við í báðum leikjum i Webster frábæri Tók 28 fráköst í leiknum. Haukarfóru á kostum og yfirspiluðu Keflvíkinga. EFTIR slæma útreið í fyrri leik sínum gegn Keflvíkingum í úr- slitakeppni úrvalsdeildarinnar í körfuknattleik, tóku Haukarnir viö sér og sneru dæminu við. Með mjög góðum leik, einkum þó í vörninni, tókst þeim að yfirspila slaka Keflvíkinga og sigra sannfærandi, 85:69. Liðin verða því að mætast í þriðja leiknum um hvort liðið kemst áfram í úrslitaleikinn, en síðasti leikurinn ferfram í Kefiavík í kvöld. að sem líklega gerði gæfumun- inn í þessum leik var frábær frammistaða ívars Webster. Hann átti slæman dag í fyrri leiknum, en í síðari leiknum var það ekkert vafamál hver réði ríkjum í vítateig Hauka. Hann tók 28 fráköst og varði einnig nokkur skot. Hreint ótrúlegur kraftur í honum og- með slíkum leik er vart hægt að tapa. Haukamir byijuðu vel og skoruðu tvær fyrstu körfur leiksins. Eftir það var leikurinn jafn og munurinn varð aldrei meiri en fímm stig í 'fyrri hálfleik. Liðin skiptust á að leiða, en Haukar voru yfír í leik- hléi, 41:39. Haukar fóru vel af stað í upphafí síðari hálfleiks, en Keflvíkingar voru ekki langt undan. Munurinn var 2-8 stig, en Keflvíkinga vantaði herslumuninn til að ná að jafna. Þegar rúmar sex mínútur voru til leiksloka var staðan 64:63, Haukum í vil. Þeir skoruðu þá sex stig í röð og eftir það má segja að úrslit leiks- ins hafí verið ráðin. Keflvíkingum tókst að klóra í bakkan, en fóru illa með færin á síðustu mfnútunum. Það bætti heldur ekki úr skák að Jon Kr. Gíslason fékk sína 5. villu þegar átta mínútur voru til leiksloka og var heppinn að fá ekki aðra tæknivillu sína og þar með leikbann fyrir að skeyta skapi sínu á gólffjöl- unum í Firðinum. Haukar léku hinsvegar af skynsemi og síðustu mfnútuna og skoruðu 9 stig gegn tveimur frá Keflvíkingum. „Verðum akld gestrisnir" „Okkur vantaði liðsandann sem færði okkur sigur í fyrri leiknum. Þá gerðum við þetta saman og unnúm þannig leikinn. En nú vant- aði það alveg og vömin leið fyrir það,“ sagði Jón Kr. Gíslason, fyrir- liði ÍBK, í samtali við Morgunblaðið eftir leikinn. „Þetta var þó aðeins önnur lota og við ætlum okkur sig- ur í þeirri þriðju og þar með í leikn- um sjálfum. Við verðum ekki gest- risnir f Keflavík og ætlum okkur í úrslitaleikinn." „Gott að spila í Keflavík" „Þetta var mjög góður leikur hjá okkur og við komum á fullri ferð. Við breyttum um leikaðferð og það small saman," sagði Pálmar Sig- urðsson, þjálfari Hauka, í samtali við Morgunblaðið. „Við erum fullir af metnaði og ætlum að leika til úrslita. Logi B. Eiðsson skrífar Ég kvíði ekki leiknum í Keflavík. Það er gott að spila þar og liðin eru jöfn innbyrðis. Þannig að ég held að við eigum alla möguleika á að komast í úrslit." Þetta var líklega einn besti leikur Hauka í vetur. Vömin var mjög sterk og hreyfanleg með ívar Webster og Henning Henningsson sem bestu menn. ívar átti vítateig- inn og Henning var á fullri ferð allan leikinn. í sókninni áttu þeir Henning og Pálmar góðan leik. Pálmar var í strangri gæslu allan leikinn, en þegar hann reif sig lausan rnynd- aðist ávallt hætta. Tryggvi Jonsson stóð sig vel í fyrri hálfleik og Reyn- ir Kristjánsson í þeim síðari. ívar Asgrímsson, besti maður Hauka í fyrri leiknum, lék ekki með vegna meiðsla. Hann slasaði sig í vinnunni og missti framan af fíngri. Óvíst er hvort hann getur leikið sfðari leikinn, en hann ætlar þó að reyna. Jon Kr. Gfslason var besti maður ÍBK, þrátt fyrir að hafa ekki leikið jafn vel og í fyrri leiknum. Axel Nikulásson stóð sig einnig vel og Sigurður Ingimundar átti góða kafla. Honum tókst þó á ótrúlegan hátt að næla sér í þtjár villur á einni mínútu í fyrri hálfíeik. Magn- ús Guðfínsson átti einnig góðan leik, en þessir Qórir leikmenn fóm allir út af með fímm villur. Vöm Keflvíkinga var frekar slök og vantaði meiri kraft. Haukamir fengu of mikið af auðveldum skot- um eftir að hafa opnað vömina og greinilegt að Keflvíkingar náðu ekki jafn vel saman og í fyrri leikn- um. Þriðji leikurinn ræður því úrslitum um hvort liðið leikur til úrslita og þar verður án efa ekkert gefið eftir. éM Morgunblaðið/Einar Falur ívar Webster átti frábæran leik gegn IBK. Hann tók 28 fráköst og varði mörg skot. Hér að ofan ver hann skot frá Jóni Kr. Gíslasyni undir körf- unni, og tif vinstri hirðir hann eitt 28 frákasta sinna. Haukar-ÍBK 85 : 69 Úrslitakeppni úrvalsdeildarinnar í körfuknattleik, íþróttahúsið við Strand- götu, sunnudaginn 10. apríl 1988. Gangur leiksins: 4:0, 4:6, 14:16, 25:29, 31:36, 39:36, 41:39, 47:41, 57:49, 60:58, 64:63, 70:63, 70:65’ 76:65, 76:67, 86:69. Stig Hauka: Pálmar Sigurðsson 20, Henning Henningsson 20, Ivar Webster 14, Rcynir Kristjánsson 11, Ólafur Rafnsson 10, Tryggvi Jónsson 8 og Ingimar Jónsson 2. Stig ÍBK: Jón Kr. Gfslason 15, Sigurð- ur Ingimundarson 14, Magnús Guð- finnsson 10, Guðjón Skúlason 9, Axei Nikulásson 8, Falur Harðarson 7 og Hreinn Þorkelsson 6. Dómarar: Ómar Scheving og Jón Otti Ólafsson og dœmdu þokkalega þrátt hrir að vera full flautuglaðir. Ahorfendur: 400.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.