Morgunblaðið - 12.04.1988, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 12.04.1988, Blaðsíða 14
14 B j«»rgnnÞIaÍiib /ÍÞRÓTTIR ÞRŒUUDAGUR 12. APRÍL 1988 ÍÞRÓTTIR UNGLINGA / GRUNNSKÓLAMÓTIÐ í GLÍMU Þátttak- endur mun fleiri en áður Glímusamband íslands stóð fyr- ir grunnskólamóti í glímu nú fyrir skömmu í íþróttahúsi Haga- skóla. Þetta er í annað skiptið sem Glímusambandið skipuleggur slíkt mót. í þetta skiptið voru keppendur 67 frá 17 grunnskólum víðsvegar af landinu. Keppt var í 11 flokkum og var hörð barátta um sigurinn í flestum flokkum. Eftir keppnina afhenti Þorsteinn Gislason fyrrver- andi íþróttafulltrúi ríkisins sigur- vegurunum verðlaun og þakkaði öllum drengilega keppni. Keppendur á þessu móti voru mun fleiri en í fyrra og frá fleiri skólum. Greinilegt er að Glímusambandið hefur snúið vöm í sókn í varðveislu glímunnar hér á landi en hún hefur eins og flestir vita átt undir högg að sækja á undanfömum árum. Hvar er betra að byija en einmitt á yngstu krökkunum og virðist þetta mót hafa fest sig í sessi og búast má við að mun fleiri skólar taki þátt í mótinu á næsta ári. Knár hópur Víkveija frá Reykjavík. Grunnskólamót Glímu- sambands íslands 15 ára drengir: 1. Hilmar Ágústsson Skútustaðaskóla 2. Ásgeir Guðmundsson Núpi 3. Haukur Sigmarsson Laugum 14 ára: 1. Ingi Bergur Sigurðsson Snælandsskóla 2. Sigurbjöm Amgrfmsson Skútustaskóla 3. Vilmundur Theodórsson Laugarvatni 13 ára: 1. Tryggvi Héðinsson Skútustaðaskóla 2. Sigurður Kjartansson Skútustaðaskóla 3. Ami H. Amgrímsson Ljósafossskóla 12 ára: 1. Lúðvik Amarson Melaskóla 2. Jón B. Einarsson Breiðagerðisskóla 3. Ingvar Snæbjömsson Landakotsskóla 10 ára: 1. Ólafur Sigurðsson Ljósafossskóla 2. Torfi Pálsson Laugarvatni 3. Magnús Másson Baraaskóla Gaulverja 9 ára: 1. Láms Kjartansson Laugarvatni 2. Jón Þ. Jónsson Ljósafossskóla 3. Kristinn Gylfason Melaskóla Stúlkur, 15 ára: 1. Ingibjörg Jónsdóttir Laugarvatni 2. Violetta Hauksdóttir Laugarvatni 14 ára: 1. Jóhanna Kristjánsdóttir Skútustaðaskóla 12 ára: 1. Júlía Guðmundsdóttir Laugarvatni 2. Harpa RúnarSdóttir Laugarvatni 3. Bára Birgisdóttir Bamaskóla Gaulveija 11 ára: 1. Guðrún Guðmundsd. Bamask. Gaulveija 2. Marta Jónsdóttir Bamaskóla Gaulveija 3. Guðfinna Helgadóttir Bamask. Gaulv. 10 áræ 1. Vigdfs Torfadóttir Laugarvatni 2. Heiða Tómasdóttir Laugarvatni 9 ára: 1. Karólína Ólafsdóttir Laugarvatni 2. Sabfna Halldórsdóttir Laugarvatni 3. Ingibjörg Helgadóttir Melaskóla Sigurvegaramir í flokki 9 ára stúlkna: f.v. Karólína Ólafsdóttir frá Laugar- vatni, Sabfna Halldórsdóttir frá Laugarvatni og Ingibjörg Helgadóttir úr Mela- skólanum. IUíiJ y „Gaman að keppa í glímu" - segja Anna Lísa, Hildurog Ingibjörg KR-lngamlr ungu: Anna Lísa Bjömsdóttir, Hildur Þórisdóttir og Ingi- björg Þóra Helgadóttir að nýmæli var tekið upp á þessu móti að stúlkur tóku þátt. Eftir því sem greinarhöfund- ur veit best þá er þetta í fyrsta skipti sem stúlkur taka þátt í opinberu móti í glímu. Blaðamaður rakst á þrjár þessara stúlkna sem voru að æfa sig á fullu í einu homi íþróttasalarins. Þessar yngismeyjar heita Anna Lísa Bjömsdóttir, Hildur Þóris- dóttir og Ingibjörg Þóra Helga- dóttir. Þær eru allar 9 ára gamlar og koma allar úr Melaskólanum í Reykjavík. „Við erum einu KR-ingamir á mótinu. Þess vegna ættir þú að taka mynd af okkur,“ sögðu þess- ar geðþekku ungu stúlkur og hvemig gat blaðamaðurinn neitað slíkri bón. Þetta er fyrsta mótið þeirra allra og sögðust þær nýlega hafa prófað glímu í fyrsta skipti. Sögðu þær að nokkrar vinkonur þeirra hefðu líka byijað að æfa glímu en þær væru þær einu eftir. Spumingu blaðamannsins hvort þær ætluðu sér að vinna til verð- launa bönduðu þær hæversklega frá sér. „Stelpumur í skólunum úti á landi em mikið betri en við, en okkur fínnst gaman að taka þátt í mótinu," sagði Anna Lísa feimnislega og stöllur hennar Hildur og Ingibjörg tóku undir það með henni. Þá var komið að stelpunum að keppa og blaðamaðurinn gat ekki rætt við þær lengur. Þær áttu kollgátuna KR-ingamir ungu að þær myndu ekki vinna en ef hefði átt að veita verðlaun fyrir mestu keppnisgleðina hefðu þær örugg- lega sigrað. Eykur áhugann á glímu Hjá strákunum var hart barist í flestum flokkum. í einu hléinu tókst blaðamanninum að króa þijá unga og efnilega glímu- menn úr HSK af og spyija þá spjör- unum úr. Þessir heiðursmenn heita Magnús Másson úr Gaulveijarbæj- arhreppi, Torfí Pálsson frá Laugar- vatni og Ólafur Oddur Sigurðsson úr Hvöt. Þeir voru mjög hressir með þetta mót og sögðu að slíkt mót væri mikil lyftistöng fyrir glímuáhugann hjá krökkum. Þeir viðurkenndu að erfíðara væri að fá jafnaldra sína til að stunda glímu en t.d. fótbolta. Hinsvegar tjáðu þeir blaðamannin- um að áhuginn væri að aukast og kynningarátak Glímusambandsins hefði mælst vel fyrir í skólum lands- ins. Þetta kynningarátak fer þannig fram að þekktur glímumaður fer í skóla og sýnir íþróttina í íþrótt- atfma. Félagamir sátu f rólegheitum og biðu eftir að mótinu lyki en keppni í þeirra flokki var þegar lokið. Þeir skiptu verðlaununum bróðurlega á milli sín þannig að Ólafur fékk gullið, Torfi silfrið og Magnús bronsið og virtust þeir mjög sáttir við þau skipti. Blaðamaðurinn kvaddi þá og óskaði þeim velfamað- ar á glímusviðinu í framtíðinni.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.