Morgunblaðið - 16.04.1988, Side 31

Morgunblaðið - 16.04.1988, Side 31
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 16. APRÍL 1988 31 Tíu daga prísundá enda Reuter Ræningjar kúvæsku farþegaþotunnar slepptu í fyrrakvöld öldr- uðum farþega um borð úr gíslingu. Hann heitir Gomma Abd- ulla al-Shati. Ræninjgarnir sögðu hann þjást af sykursýki og væri ekki hægt að annast hann um borð. Hér sýnir maðurinn hvernig hendur hans voru bundnar á meðan á tíu daga prísund- inni stóð. - segir leikritahöfundurinn Shat- rov í viðtali við sovéskt dagblað Moskvu, Reuter. í SOVÉTRÍKJUNUM hefur í fyrsta sinn verið fjaUað um sjálfsmorð seinni konu Jósefs Stalins í fjölmiðlum. Leikritahöfundurinn Míkhaíl Shatrov, sem hefur verið fremstur i flokki þeirra sem hafa krafist aukins fijálsræðis í Sovétríkjunum, greindi frá þvi í sovésku dag- blaði nýverið að Nadezhda Allilújeva hafi svipt sig lífi árið 1932. í samtali við dagblaðið Moskovskí Komsómólets sagði Shatrov frá því að framkoma Stalins í garð eiginkonu sinnar hefði orðið til þess að hún framdi sjálfs- morð. Þegar atbufðurinn átti sér stað stóð yfír ríkisvæðing land- búnaðar í Sovétríkjunum og hung- ursneyð geisaði um allt land. „ Eg er ekki að segja að Stalín hafí ver- ið ókurteis í garð kvenna almennt," er haft eftir Shatrov í viðtalinu, „við vitum að eiginkona hans framdi sjálfsmorð og að hann var ruddafenginn maður.“ Yfirlýsing frá ræningjum kúvæsku farþegaþotunnar; Kveðjur til sona bylting- ar blóðs, frelsis og trúar Algeirsborg, Reuter. EFTIR að hafa sleppt einum gislanna 32 í gær sendu flugræn- ingjar kúvæsku farþegaþotunn- ar frá sér yfirlýsingu þar sem þeir segjast reiðubúnir að gjalda fyrir lausn 17 fanga i Kuwait dýru verði. „Kveðjur til íslamskra þjóða hvarvetna sem réyna að koma á fót ríki guðs og útrýma Bandaríkjun- um, stuðningsmönnum þeirra og öllum kúgurum,," segir í yfírlýsing- unni. Og ennfremur: „Kveðjur til allra göfugra manna á jörðunni, allra píslarvotta og trúmanna. Kveðjur til bræðra okkar hér í Alsír, sona byltingar blóðs, frelsis og trúar. Nú á þessum þriðja áningarstað flugvélar píslarvættisins fínnst okk- ur nauðsyn krefja að útskýra fyrir fólkinu hér að markmið okkar eru skýr og heilsteypt. Við freistum þess að fá bræður okkar í Kuwait lausa. Þeir komu höggi á Bandaríkjamenn og vest- ræn ríki sem mergsogið höfðu múslíma og sundrað þeim. Fjölmiðlar heimsins, sem eiga Bandaríkin að bakhjarli, kalla okk- ur hryðjuverkamenn. Hvað eru þá Bandaríkin sem vörpuðu kjamorku- sprengjum á japanskar borgir, stofnuðu ísrael og styðja á alla lund? Bandaríkjamenn ræna farþega- vélum yfír Miðjarðarhafínu en samt eru þeir ekki kallaðir hryðjuverka- menn. En ef eitthvert okkar hreyfir sig, þá stendur ekki á fordæmingu heimsins. Við erum menn með sannfær- ingu. Við vildum gjaman komast hjá þeim aðferðum sem við beitum nú en við munum ekki láta af kröf- um um að 17 bræður okkar í Kuwa- it verið látnir lausir jafnvel þó það kunni að verða dým verði keypt." Undir yfírlýsinguna var ritað: „Flugvél píslarvættisins". Nadzehda Allilújeva var önnur kona Stalíns, þau gengu í hjóna- band árið 1918. Fyrri kona hans Ékaterína Svanídze, lést árið 1917. Vestrænir sagnfræðingar hafa skrifað um sjálfsmorð Allilújevu en talið er að Shatrov sé fyrstur til að nefna það á opinberum vett- vangi í Sovétríkjunum. Isaac Deutscher, sem ritaði ævisögu Stalíns, segir Allilújevu hafa framið sjálfsmorð í nóvember árið 1932 eftir að sló í brýnu milli hennar og Stalíns frammi fyrir öðrum hátt- settum sovéskum embættismönn- um. Segir Deutscher að hún hafí gagnrýnt hreinsanir Kommúnista- flokksins og kennt flokknum um hungursneyðina í Sovétríkjunum. Hafí Stalín þá niðurlægt hana frammi fyrir viðstöddum. Eftir at- vikið segir Deutscher að hún hafí farið og svipt sig lífí síðar þennan sama dag. Stalín örlagavaldur í ævisögu Níkíta Khrústsjovs, sem ekki hefur verið gefín út í Sovétríkjunum, segir að orðrómur hafí verið á kreiki um að Stalín hafí skotið eiginkonu sína, en Khrústsjov taldi líklegra að hún hefði framið sjálfsmorð. Shatrov segir ástæðu þess að hann hafí far- ið að grúska í fortíð Stalíns vera þá að einræðisherrann hafi verið örlagavaldur í fjölskyldu Shatrovs. Báðir foreldrar hans voru líflátnir á valdatíma Stalíns. Shatrov segir að föðursystir sín hafi þekkt Lenín og starfað með honum fyrir bylt- ingu. Föðursystir Shatrovs kynntist eiginmanni sínum, Alexei Ríjkov, í gegnum Lenín. Ríjkov var forsætis- ráðherra í fyrstu ríkisstjóm Leníns. Hann var tekinn af lífí árið 1938 Sovétríkin: Framkoma Stalíns leiddi til sjálfsmorðs eiginkonu hans Mikhaíl Shatrov. Reuter fyrir upplognar sakir. Fyrr á þessu ári var Ríjkov hreinsaður af öllum þeim ásökunum sem bomar vom gegn honum við Moskvu-réttar- höldin. Nýjasta leikrit Shatrovs, „Áfram, ávallt áfram" íjallar um árekstra Stalíns og Leons Trotskíjs þar sem þeir em staddir í víti. Leikritið var lofað af gagnrýnendum eftir að það var gefíð út f janúar en ekki em allir á sama máli og bókmennta- gagnrýnendur og hefur verkið enn ekki verið tekið til sýningar. Shatrov er sagður vera meðal þeirra menntamanna sem næstir standa Míkhaíl Gorbatsjov Sovétleiðtoga. Þegar leikrit eftir hann var fmm- sýnt í Moskvu á síðasta ári vom Gorbatsjov og Raísa kona hans meðal frumsýningargesta. ERLENT s0°Langar þig í myndbandstæki? * 15 aðgerða þráðlaus fjarstýring. * HQ (High Quality) hreint ótrúleg myndgæði. * Sjálfvirkur stöðvaleitari. * Myndleitari i báðar áttir. * Fjórtán daga upptökuminni og fjórar skráningar á þeim tima. * 30 stöðva minni sem gerir þér kleift að horfa á eina rás en taka upp af annarri. QSR (Quick Start Recording) skyndiupptaka. Óháð upptökuminni. Spólar sjáflvirkt að byrjun þegar spólan er búin. Þegar spóla er sett í fer það sjálfkrafa i gang. (Frame by Frame) nákvæm skoðun atriða með skref- spóíun. Scarttengi. * Klukka og teljari. * (Repeat) Endurtaktu sama hlutinn allt aðösinnum. AFB 33.900,- STGR. 32.205,-

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.