Alþýðublaðið - 29.06.1932, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 29.06.1932, Blaðsíða 3
ALÞÝÐUBLAÐIÐ a ,SjaIdan launar kálfur ofeldi.4 Sveinn Benediktsson skrifaðii 24. p. m. grein í Morgunblaðið, þ,ar sem hann ræðst mjög ódrengi- lega aftan að hr. Guöm. Skarp- héðinssyni, skólastjóra á Siglu- firði. Pessi fúlmenska og ilLyrði Sveins hafa engin áhrif á okkur Siglfirðinga eða þá, sem þekkja Guðmund Skarphéðinsson. Að eins þeir, sem ekki þekkja G. S. gætu gert sér ranga hugmynd um manninn, eftir að hafa íiesið þesisia grein. Það er einkenni á Sv. B. þegar hann hefir orð-ið undir í oxðasennu eða verður að láta í minni pokann, aö hann ræðst á andstæðingana með því offorsi, sem að eins einkennir uppstökka og grunnhygna angurgapa. Það er að vorium, að íhaldi'ð líti ó- hýrt til manna eins og G. Sk. Guðtnundur er maður mjög ó- sérplæginn og ávalt stendur hann fremistur í fylkingu þegar ráðist hefir verið á verkalýðinn og held- ur fram rétti smælingjanna. Það má með réttu segja, að honum eigi Siglfirðingar öðrum frekar sinar stórstígu framfarir og vel- gengni að þakka, enda mun ekk- ert bæjarfélag á landinu hafa tek- ið eins miklum framförum seiin- ustu árin eins og Siglufjörður. Verkalýðsfélag Siglufjarðiai miun vera bezt skipulagða félagið á landinu, og er það aðallega G. Sk. að þakka. Siglfirðingar eága þá honum það aðallega að þakka, að flestir verkamenn eiga húsin, sem þeix búa í. Hann hefir lánað fátækum verkamönnum bygging- arefni og jafnvel pieninga til þeiss að koma upp þessum bygging- um og gert þá marga .að vel sjálfstæðum mönnum. Það hefir líka sýnt sig, að Siglfirðiingar hafa kunnað að meta hann að verðleikum, þar sem honum er ávalt falin forustan í ölluim meiri háttar málefnum bæjarfélagsdns. Það er mjög augljóst mál, að slíkir menn séu þyrnar f augum íhaldsins og alt gert til þess að gera þá tortryggilega; en illa virðist það sitja á Svedini Bene- diktssyni að bregða G. Sk. eða öðrum um óheiðaTlegleik gagn- vart yfirhoðurum sínmn eða vel- gerðamönnum. Sveinn hefði fyrst átt að líta í sinn eigin banrrij. Það eru ekki mörg ár síðan að Sveinn var ekki hár í lofti sem vikapiltur hjá Óskari Halldórssyni í Bakka. Brátt trúði óskar hon- um fyrir meiru, gerði hann aö skrifstofusitjóra og trúnaðarmanni sínum í viðskiftunum. Homuim á því Sveinn alla sina velgengni að þakka, en hvernig Sveinn launaði Óskari þetta vil ég lítillega stikla á. Ég ætla ékki að bera blak af Óskari að neinu leyti, hann hefir verið óábyggiiegur í kaupgreiðsl- um, en • þó er honum margt vel gefið. Þá er Sveinn fór úr þjónustu Óskars, útvegaði Óskar honmn 10 —12 þús. króna stöðu sem eftir- litsmanni með sunnlenzkum síkl- arbátum, og þurfti Sveinn að e-ins tveggja mán. tíma til að afla þessara peninga. Einnig gerðl Óskar sér mikið far um að komá Sv. í einkasölustjórnina þegar hún var stofnuð og gerði sér medra að segja fexð til Akureyr- ar í þeim erindum. Enn fremur mun það hafa nokkru ráðdð um útnefningu Sveins í ríkisverksmiðjustjórnána, að Óskar gaf honum meðmæli og taldi hann líklegan til forráða. Þennan velgerning Óskars hef- ir Sveinn launað þannig, að hann hefir ekkert tækifæri látið ónotað til að bregða fæti fyrir hanm, og skall hurð nærri hælum siHnarið 1931, að Sv. tækist að spilla svo lánstrausti Óskars í Útvegshank- anum, að öll starfræksda stöðv- aðist á miðri vertíð. Sveinn lét sér ekki nægja að bera óhróöUr og 1-ognar sakir á Óskar, heldur fékk hann bæði Jóhann úr Eyjum og fleiri ihaldsmenn tiJ að styrkja mál sitt, enda þótt það kæmi ekki að tilætluðum notrnn. Að síðustu vil ég benda Sveini Benediktssyni á gamla málshátt- inn, að sá, sem býr í gler- húsi, kasti varlega steim. Það get- ur verið, að hægt væri að benda á fleira í fari þessa pilts, sem ekki bendir til drenglyndiis hé heiðarlegleika. Geymi ég mér rétt til að rifja það upp síðar, gefist tilefni til. Verkamenn og sjómenn! Veriö alvarlega á verði gagnvart þess- um íhaldsútsendurum. Látið ekki hugfallast né blekkjast af þess- um ránfuglum, sem hylja sig undir blæju sakleysisins, en elfi að eins gráðugir úlfar og sitja um hvert tækifæri til að þröngv-a hag verkafólksins og gera sér það háðara. Gamall SfrjljirðiM/iir. Ein sannsöglin hans „Mogga“. í „Mogga“ í morgun er smá- klausa um sjómannaf élagsfun din n í Hafnarfirði 23. þ. m. og áskoruu félagsins til ríkisstjórnarinnar um að láta síldarverksmiðju ríkisins 'starfa í sumar. 1 klausu þessari er komist m-eðal annars sv-o að orðd um þá samþykt hafnfirzkna sjómanna að krefjast þess, að síldarverksmiðjan verði rekin, og um samúðaryfirlýsingu þeirra með siglfirzkum verkamönnum: „Tillaga þess efnis var sámþykt á sjómannafélagsfundi, þar sem mættir vom nokkrir landverka- menn. Vár tillagan samþykt með 7 atkvæðum gegn 3. Þedr, sem að samþyJriinni stóðu, voru Jens Álafoss daglega bl. S f. hM l'/s og 7 */2 e. h. Vífilsstaðir daglega kl. 12, 3, S og 11 e. h. Hafaarfjörðui? daglega hvern klnkkntfma. Pálsson kyndari í Landsspítalan- unx og aðrir landkrabhar.“ Mér þykir rétt, þótt ég búist við að allur almenningur vitii, að „Mgbl.“ fer hér sern oftar mefti lygi, að taka það fram, a'ð alt, sem blaðið segir um tillögu þá, sem hér um ræðir, eru rakakms. ómhnindi. Tillagan var sam-þykt með samhljóða atkvæðum fund- armanna (40—50), sem flestir voru sjómenn, enda greiddu ekki aðrir en þeir atkvæði um tidlög- una. Hvað því viðvíkur að ég sé landikrabbi, þá skal ég benda „Mgbl.“ á, að ég hefi ekki unnið lengur nú í landi en ég oft var atvinnulaus á meðan ég stund- a'ði eingöngu sjómiensku. Meðal annars 1930—31, þegar ég gat enga atvinnu fengið í samfleytt á 7. mánuð. Annars má vel vera, að ég bjóði „Mgbl.“-ritstjórunum síðar tækifæri til þess að láta félags- fund í sjómaninafélagi Hafn-ar- fjarðar skera úr því, hvorir hafi verið þarfari sjómannastéttinni í landiniu, ég eða þeir. 28.—6.—’32. Guömund Skarphéðinsson með. En niðurstaðan hefir verið léleg, eins og sjá má á grein þeirrii, er kálfur Ólafs Thors (Sv. B. Ben,) ritar í dag í kálf Morgun- blaðisins. Knattspyrnan í gærkveldi fór þaunig, að Knattspyrnufélag Akureyrar vann Víking með 3 :0. Veður var hvast. í kvöld kl. 8Vs keppa Knattsþyrnufélag Akureyrar og K. R. Kvennadeild Merkúrs held’ur fund í kvöld kl. 8V2 á Hótel Borg til þesis að ræða um ódýrar sumiarferðir og sumar- dvalir. Anna Borg og Poul Renmert léku hluta úr leikritinu Cant í gærkveldi í Gamla Bíó, og var þessum frægu Ieikurum tekið mieð kostum og kynjum. Annað kvöld kl. 8V2 leika þau „Galgemanden“ í Iðnó. Dánarfregn. Jens Pálmon. Ðm daglnn og veginn ÚFUlTOIRV^TlŒYNNiNGAiS EININGIN. Fundur í kvöld kl. 81/2. Rædd stórstúkumál. Flutt erindi, sem varðar alla t.empl- ara. Allir templarar beðnir að mæta. Atvinnuleysísnefnd Sjómanna- félagsins skipa þessir mienn: Þorvaldur Egilsson, Brunnstíg 10, Jón Guð- laugsson, Bragagötu 34 B, og Rosenkrans Ivairsison. • Hœfur fulltrúi. Kriistján Jakobss-on á Siglufirði, sem m-argir kan-nast við, hefir undanfarna daga fengið lánaðar embættisbækur bæjarfóget-aemb- ættásins á Siglufirði, og setið við þær daglega frá 10 til 6 til þess að reyna að finna eitthvað þar, er nota megi til þess að sverta Látinn er nýlega Þ-orsteinn Da- víðsson, fyrrum b-óndi á Arn- 'bjarg-arlæk í Borgarfirði, — ekki Davíð Þorsteinsson, eins ograng- iritaðist í síðaisita blað. Davíð, sem nú er bón-di á Arnbjargarlæk, er sonur Þorsteins heiti-ns, einn-i-g Þorsteinn, sýslumaður í Dala- sýslu. Leikförin norður. Á sunnudagskvöldið var komu aftur hing-að til biæjarins síöustu leikendurnir úr norðurför Leikfé- lagsins. — H«r. Bjömsson lét hið b-ezta yfir förinni. Var lefflutr- inn sýndur 4 sinnum við góða aðsókn o-g ágætan orðstýr. Þrátt fyrir atvinnuleysi og pen- ingavandræði kom fólk viðts veg- ar að til að sjá sýninguna. — Af 6 1-eikendum, sem æfðir voru á Akureyri, vöktu frú Regina Þórð- -ard., sem lék frú Finndal, og Jón Norðfjörð, sem lék Grím, mesta athygli, fyrir mjög góðan leik.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.