Morgunblaðið - 27.04.1988, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 27.04.1988, Blaðsíða 23
23 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 27. APRÍL 1988 Alnæmi: Verkfall strætis- og sporvagnabílstjóra í Pólland: Bretar hefja tilraun með bóluefni Lundúnum, Reuter. BRESKIR visindamenn hyggjast hefja fyrstu skipulegu tilraunina í Evrópu með hugsanlegt bóluefni gegn alnæmi. 24 sjálfboðaliðar verða sprautaðir á fyrsta stigi til- raunarinnar, sem hefst i sumar. Dr Brian Gazzard, yfirmaður al- næmisdeildar St. Stephená sjúkra- hússins í London, sagðist í samtali við fréttamann Reuters á laugardag vona að efnið, sem unnið er úr prótín- inu HGP-30, reyndist hættulaust og framleiddi mótefni gegn alnæmisvei- runni. Hann sagði að ef tilrauiiin leiddi (ljós að efnið væri hættulaust myndu viðameiri tilraunir heflast. Hann lagði þó áherslu á að afar ólík- legt væri að bóluefni gegn alnæmi kæmi á markaðinn næstu fimm árin. Reuter Sporvagnastjórar í borginni Bydgoszcz bíða átekta við vagna sína. Myndin var tekin á mánudag er verkfall þeirra stóð yfir. Sömdu um 60% kauphækk- un eftir 12 stunda verkfall Varsjá. Reuter. STRÆTIS- og sporvagnabíl- stjórar í Bydgoszcz sömdu um 60% launahækkun í fyrrakvöld og aflýstu þá verkfalli sínu, sem staðið hafði í tólf stundir. Sam- göngur lágu með öllu niðri i borginni vegna verkfallsins. Er á daginn leið fóru starfsbræður þeirra í borginni Inowroclaw í samúðarverkfall og lágu sam- göngur þar einnig niðri. Verkfallsmenn eru félagar í hinum opinberu verkalýðsfélög- um. Verkfall þeirra er hið fyrsta sinnar tegundar frá því Samstaða, óháðu verkalýðssamtökin, var bönnuð með herlögum í desember árið 1981. Bílstjóramir kröfðust bæði hærri launa og fleiri og betri strætis- og sporvagna. Ennfremur að tveimur yfirmönnum sam- göngumála í Bydgoszcz yrði vikið úr starfi. Vildu bílstjóramir fá sama kaup og starfsbræður þeirra í Varsjá, eða 160 zloty á tímann, jafngildi 15 íslenzkra króna, í stað 80 zloty sem þeir fá nú. Höfðu þeir reynt að ná þessari kröfu eftir samningaleiðum en yfirvöld sögðust ekki geta boðið hærra en 126 zloty, eða jafvirði 12 króna, á tímann. Höfnuðu bflstjóramir því boði og ákváðu að efna til verkfalls til að leggja áherzlu á kröfur sínar. Eftir viðræður síðdegis á mánudag féllust fulltrú- ar bflstjóra á það tilboð, en það jafngildir 60% kauphækkun. Að sögn talsmanns yfirvalda lágu almenningssamgöngur með öllu niðri í Bydgoszcz og Inowroc- law. í fyrmefndu borginni búa 360 þúsund manns en 70 þúsund í Inowroclaw. Talsmaður yfirvalda í Byg- doszcz sagði að verkfallsmenn hefðu ekki notið stuðnings lands- samtaka sinna, sem ættu aðild að hinum opinbem verkalýðssamtök- um, OPZZ. Leiðtogar verkfylls- manna í Bygdoszcz ráðfærðu sig við landssamtökin og ákváðu að láta til skarar skríða þótt samtök- in vildu ekki leggja blessun sína yfír verkfallið. Er þetta fyrsta verkfall félags innan OPZZ, sem pólska stjómin kom á laggirnar eftir að hafa gert Samstöðu út- læga. Lech Walesa, leiðtogi Sam- stöðu, sagði í gær að undir niðri væri mikil ólga í landinu vegna versnandi afkomu. Hann spáði því að upp úr gæti soðið á hverri stundu. í sama streng tók hátt- settur embættismaður, sem ekki vildi láta nafn síns getið. Sagði hann verkfallið í Bydgoszcz til marks um vaxandi óstöðugleika í þjóðfélaginu. Talsverð ólga hefur verið í Póllandi vegna 40% verð- hækkana á matvælum og elds- neyti og 200% hækkunar á ra- forku 1. febrúar sl. Canon Ljósritunarvélar FC-3 kr. 36.900 stgr. FC-5 kr. 39.900 stgr. Skrifvélin, sími 685277 rasu-Bix UÓSRITUNARVÉLAR listinn ókeypis meðan birgðir endast. Afhentur í verslun KAYS listans Hafnarfirði, Bóka- búðinni Eddu Akureyri, Bókabúð Brynjars Sauðár- króki, Bókabúðinni Vestmannaeyjum, Bókabúð Vesturbæjar Reykjavík. Útsalan i fullum gangi. B.MAGNUSSONHF. HÓLSHRAUNI2 - SÍMI 52866 - P.H.410 - HAFNARFIRÐI Bretland: Stöðvarlávarða- deildin mikilvægt stjómarfmmvarp? St. Andrews. Frá Guðmundi Heiðari Frímj STJÓRN Margretar Thatchers hefur að undanförnu átt við nokkra andstöðu að etja innan íhaldsflokksins. Ekki er ljóst, hvort mikilvægustu stjómar- frumvörp komast f gegnum lá- varðadeildina nú. íhaldsflokkur- inn hefur forskot á Verkamanna- flokkinn í skoðanakönnunum. Stjóm Thatchers hefur að undan- fömu verið að koma í gegnum neðri málstofu þingsins ýmsum mikil- vægustu stjómarfrumvörpum. Nokkurrar andstöðu hefur gætt innan íhaldsflokksins við sum þeirra. í síðustu viku var meirihluti stjómarinnar að lokinni annarri umræðu um frumvarp um nýtt tekjuöflunarkerfi sveitarfélaga að- eins 25 atkvæði og hefur aldrei verið minni frá 1979. Á mánudag var frumvarpið afgreitt frá neðri málstofunni. Í næsta mánuði fer það fyrir lá- varðadeildina. Sú deild hefur reynst stjóm íhaldsflokksins erfíðari en neðri deildin, enda flokkslínur óskýrari þar. Talið er, að 'frum- varpið um tekjuöflunarkerfi sveitar- félaga mæti verulegri mótstöðu í lávarðadeildinni. Rökin gegn hinu nýja fyrirkomulagi em þau, að um sé að ræða flatan skatt, sem allir þurfi að greiða óháð tekjum. Á þessu em þó mjög mikilvægar und- antekningar. Þannig þurfa atvinnu- lausir ekki að greiða nema fimmt- ung af skattinum. Deilt um stjórnlög Hailsham lávarður, einn helsti nssyni, fréttaritara Morgunblaðsins. kennimaður íhaldsflokksins um áratuga skeið og einhver virtasti lögfræðingur á Bretlandi, hefur lýst því yfir, að deildinni sé ekki heimilt að breyta frumvarpinu um tekjuöfl- unarkerfíð. Ástæðan er sú, að í enskum stjómlögum gildi sú megin- regla, að enginn megi leggja á skatta nema kjörinn fulltrúi. Þetta á sér rætur í átökum konungs og aðals á 17. öld og lögum um vald- svið deildanna frá 1911. í Iávarða- deildinni sitja þeir, sem bera aðals- titil, erfðan eða þeginn af krúnunni. Ágreiningurinn í lávarðadeildinni mun því ekki einungis standa um fmmvarpið sjálft, heldur einnig um hvort deildinni sé heimilt að gera breytingar á þeim hlutum þess, sem fjalla um fjáröflun sveitarfélaga. Ef deildin samþykkir breytingar á þeim, er ekki ljóst, hveijar afleið- ingamar verða. Undir venjulegum kringumstæðum ætti frumvarpið þá að fara aftur til neðri málstof- unnar. Þótt tæplega 40 þingmenn íhaldsflokksins hafi gert uppreisn gegn stjóm flokksins í síðustu viku, heldur flokkurinn forskoti á Verka- mannaflokkinn í skoðanakönnun- um. í The Observer síðastliðinn sunnudag sögðust 44% kjósenda mundu kjósa íhaldsflokkinn nú, 39% Verkamannaflokkinn, 10% Frjálslynda lýðræðisflokkinn og 5% Jafnaðarmannaflokkinn. I síðustu viku var Verkamannaflokkurinn einu prósenti á undan íhaldsflokkn- um í skoðanakönnun í The Daily Telegraph, og flokkurinn hefur ver- ið að sækja í sig veðrið að undan- fömu. HAPPDRÆTTI DVAIARHEIMIUS (j ALDRAÐRA SJÓMANNA Eftum stuðning uið aldrnða. Miði á mann furirhvem aldmðan.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.