Morgunblaðið - 26.05.1988, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 26.05.1988, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLABIÐ, FIMMTUDAGUR 26. MAÍ 1988 Egill Jónsson í þingræðu: Man ekki eftir sanngjarnara og sjálfsagðara máli á þingi ALÞINGI vísaði fyrr í mánuðin- um til ríkisstjórnarinnar, að til- lögu forsætisráðherra, frum- varpi Egils Jónssonar um breyt- ingu á búvörulögunum er varð- ar staðgreiðslu til bænda fyrir sauðfjárafurðir. Egill sagði í umræðum um málið að með frumvarpinu væri einungis ver- ið að færa sauðfjárbændum þau réttindi sem þeir ættu en af tæknilegum ástæðum hefði ekki verið hægt að koma í fram- kvæmd fyrr en nú. Sagði Egill að frá þvi hann hefði tekið sæti á Alþingi myndi hann ekki eftir máli sem væri jafn sjálf- sagt og sanngjarnara en þetta mál að þessu leyti. Landbúnaðamefnd efri deildar fjallaði um frumvarpið og lagði til að það yrði samþykkt. Nefndin var einhuga í þeirri afstöðu en allir nefndarmenn, að undanskild- um þeim Agli Jónssyni og Þor- valdi Garðari Kristjánssyni, skrif- uðu undir nefndarálitið með fyrir- .vara. Frumvarpið var sent til umsagnar til Búnaðarfélags ís- lands, Stéttarsambands bænda, Framleiðsluráðs landbúnaðarins, Sambands sauðfjárbænda, fram- kvæmdanefndar um búvörusamn- inga og Sambands sláturleyfis- hafa. Stuðningur kom fram hjá öllum umsagnaraðilum nema slát- urleyfishöfum. Þeir töldu að skuldbindingar á greiðslum sam- kvæmt frumvarpinu væru rekstri afurðastöðvanna um megn og að ýmsir annmarkar væru á fram- kvæmd þessara mála ef frum- varpið yrði lögfest. í viðræðum við nefndina lýsti Haukur Hall- dórsson, formaður Stéttarsam- bands bænda, því yfir að tækni- lega væri unnt að greiða sauð- fjárafurðir samkvæmt ákvæðum þessa frumvarps. Egill Jónsson, formaður land- búnaðamefndar efri deildar, sagði þegar hann mælti fyrir nefndará- litinu á Alþingi að með þessu frumvarpi væri verið að fjalla um réttindi sem þessi búgrein hefði átt síðan búvörulögin voru sett á vordögum árið 1985. Þau lög hefðu falið í sér ýmsar fram- leiðslutakmarkanir í landbúnaði. „Það voru lagðar ýmsar byrðar og skyldur á bændur landsins, en þeir fengu líka tiltekin réttindi,“ sagði Egill. „Þau mikilvægustu voru að þær búvörur sem heimilt er að framleiða innan fullvirðis- réttar verða greiddar bændum, staðgreiddar eins og það hefur verið kallað. En með því að ekki lá fyrir hvemig þeim málum yrði fyrir komið að því er varðaði sauð- fjárræktina var ekki tekinn upp sami háttur þar og í mjólkurfram- leiðslunni en gefíð svigrúm til uppgjörs þannig að 15. desember var valinn sem uppgjörsdagur fyr- ir sauðfjárafurðir. Nú hefur hins vegar fengist reynsla í þessum efnum og með síðustu reglugerð- arbreytingu sem hefur verið gefin út að tilhlutan landbúnaðarráð- herra er þessi framkvæmd enn þá auðveldari og þar með liggur að sjálfsögðu beint við að koma þessu mikilvæga hagsmunamáli fram. Þetta em allt saman óyggj- andi staðreyndir, að samkvæmt framvarpinu er einungis verið að fá sauðfjárbændum þau réttindi sem þeir eiga en af tæknilegum ástæðum hefur ekki verið hægt að koma í framkvæmd fyrr en nú. Frá því ég tók sæti á Alþingi man ég ekki eftir máli sem er jafnsjálf- sagt og sanngjamara en þetta mál að þessu leyti og auðvitað era þau rök sem ég hef hér lagt fram fullnægjandi skýringar og meira en það.“ Þorsteinn Pálsson, forsætisráð- herra, lagði fram dagskrártillögu þar sem lagt var til að fram- varpinu yrði vísað til ríkisstjómar- innar. Hún væri nú að vinna að þessum málum. Egill Jónsson sagðist vera bæri- Egill Jónsson lega sáttur við þá afgreiðslu sem var lögð til af forsætisráðherra. „Það er betra að ná málum fram, það skilar meiri árangri, en að blása í herlúðra því að náttúralega er góður meirihluti fyrir þessu framvarp á Alþingi.“ Þetta væra að því leyti góð leikslok að tekið væri fram að staðgreiðsla sauð- fjárafurða ætti að taka gildi á grandvelli framvarpsins á næsta hausti. Þing kæmi raunar ekki saman fyrr en 10. október. Það væri útborgunardagurinn fyrir sauðfjárafurðir sem seldar væra í septembermánuði. „Það er þá býsna gott fyrir ríkísstjómina að muna dagsetninguna. Það er sam- komudagur Alþingis," sagði Egill. „Ég efa ekki að það mun gleðja bændur landsins að fá í veskið sitt þær greiðslur sem þeir eiga að sjálfsögðu siðferðislegan rétt á, sem þeir era búnir að taka mið af í sínum búrekstri. Það er vissu- lega góður kostur að þessi tíma- mörk skulu miðuð við samkomu- dag næsta Alþingis. Þá fer ekki á milli mála hver niðurstaða þess- arar afgreiðslu verður." HÓTEL JORÐ Skólavörðustíg 13a, s. 621739 Notaleg gisting í hjarta borgarinnar. SALZBURG FLUGLEIÐIR 030 -fyrir þig- Ungbarnadeild Jogginggallar frá 590.- Dömudeild Buxur frá 690- Buxur frá 490.- Joggingfatnaður frá650.- Bolir frá 480.- Peysur frá 750.- Peysur frá 450.- Pils frá 590.- Barnadeild Herradeild Joggíngfatnaður frá450.- Buxur frá 690.- Peysur frá 650.- Skyrfur frá590.- Buxur frá 490.- Peysur frá 890.- 41 Bómullarbolir frá 595.- 1 Mikill afslátfur 3ja manna tjald 3.695 - Skór á alla flölskylduna. Leikföng. Búsáhöld. Gjafavara o.fl. o.fl. KAUPSTADUR ÍMJÓDD-SIMI73900
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.