Morgunblaðið - 26.05.1988, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 26.05.1988, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 26. MAÍ 1988 Kaupmannahöf n: Málverkauppboð hjá Bruun Rasmussen Jónshúsi, Kaupmannahöfn. SEINNI dagur uppboda er í dag hjá Bruun Rasmussen í Bredgade. 281 málverk verður boðið upp ásamt fjölda keramik- og glermuna, bóka, grafíkmynda og húsgagna. Meðfylgjandi mynd er af vatns- litamynd Ásgríms Jónssonar af ríðandi manni með Eiríksjökul í baksýn og er málverkið 60x76 sm á stærð og metið á 20—25 þúsund danskar krónur eða 140—160 þús- und íslenskar krónur. Kjarvalsmál- verkið 4 andlit er einnig á upp- boðinu og er það metið á 6—8 þús- und danskar eða 40—50 þúsund íslenskar krónur. Þá má nefna vatnslitamynd af Öxarárfossi eftir Jóhannes Larsen, en hún var máluð í júlí 1927. í dag verður olíumálverk Gunn- laugs Schevings boðið upp, en mats- verð þess er 20—30 þúsund danskar eða 140—200 þúsund íslenskar krónur. Heitir það trúlega Áning, en þar hvflast kona og hundur á árbakka meðan hesturinn teygar vatnið. - G.L.Asg. Óviðjafn- anlegt samkvæmi Bökmenntir Jóhann Hjálmarsson Friedrich DUrrenmatt: BILUN. Myndir eftir Rolf Lehmann. Baldur Ingólfsson islenskaði. Almenna bókafélagið 1988. Ef rétt er skilið þá er Durren- matt að lýsa í Bilun hversdags- manni sem fulltrúa mannkyns, sam- anber örstuttan fyrri hluta skáld- sögunnar sem er einkum hugleiðing um söguefni rithöfunda. BORGARTÚNI 26, SÍMI 622262 ÚTSÖLUSTAÐIR UM ALLT LAND SKULI RAFVIRKI LÖGGILTUR STRAUIM- OG GLEÐIGJAFI Splæst/ í Splendor - sérð ekk’ eftir því Notaðu alvöru rafhlöður Veldu Splendor. Friedrich DUrrenmatt Fyrri hlutinn ber þess merki að vera frá þeim tíma, sjöunda ára- tugnum, þegar menn efuðust um framtíð skáldsögunnar sem slíkrar. En skáldsagan hefur haldið velli, m.a. með því að fjarlægjast hefð- bundna sagnagerð Söguhetja Bilunar, hálffimmtug- ur vefnaðarvörusali að nafni Al- fredo Traps, er á leið heim til sín úr viðskiptaferð þegar bfllinn bilar. í staðinn fyrir að skilja bflinn eftir á verkstæði og halda heim með lest ákveður hann að gista f litlu þorpi. Hann hefur ekkert á móti dálitlu ævintýri, en gististaður hans og það fólk sem hann hittir þar er vægast sagt af sjaldgæfu tagi. í húsinu leika eftirlaunamenn úr hópi sak- sóknara, veijenda, dómara og böðla sitt fyrra starf. Traps verður ákjós- anlegt fómarlamb, ekki síst vegna þess að hann lýsir yfír sakleysi sínu í byijun, en vitanlega er enginn með alveg hreinan skjöld. Stórkost- leg veisla þar sem ekkert skortir breytist smám saman í uppgjör sölumannsins og að lokum stendur hann uppi berskjaldaður. Diirrenmatt er það lagið að draga fram hinar veiku hliðar persóna sinna á næsta reyfaralegan hátt, oft með vopnum spennusögunnar. En verk hans eru af alvarlegri gerð, fást alltaf við mannleg vandamál, ekki síst siðferðileg. Bilun er kjammikil saga, litrík frásögnin heídur lesandanum við efnið. Vel undirbúin sviðsetning gömlu refanna í sögunni er í raun- inni sá dómstóll sem menn standa frammi fyrir og komast ekki und- an. Það er aftur á móti dæmigert fyrir kaldhæðni Diirrenmatts að láta saksóknarann gamia segja þeg- ar sölumaðurinn bregst ekki rétt við leiknum: „Alfredo, minn kæri Alfredo! Hvað í ósköpunum datt þér eigin- lega í hug? Þú eyðileggur fyrir okk- ur óviðjafnanlegt herrasamkvæmi!" Bilun er í senn afþreying og hug- vekja, ágætlega þýdd af Baldri Ing- ólfssyni. RITVÉLAR REIKNIVÉLAR PRENTARAR TÖLVUHÚSGÖGN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.