Morgunblaðið - 26.05.1988, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 26.05.1988, Blaðsíða 29
oo MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 26. MAÍ 1988 Um grein Þorkels Sigur- björnssonar Hér er skýrt og hnitmiðað sett fram hlutverk og tilgangur Æfínga- skóla. Skólinn er að miklu leyti sjálfstæð stofnun með sérstaka stjóm. Ekkert segir hér um að nem- endur með ákveðið gáfnafar eða afburðagetu skuli ganga fyrir skólavist eins og kveðið er á um í frv. um THÍ. Þetta er því í fullu samræmi við grundvallarhugsun íslenskrar fræðslulöggjafar. Engin ástæða er til að fara til annarra landa til að sækja hliðstæð- ur eins og Stefán gerir. Til er íslensk löggjöf sem hægt er að styðjast við í þessum efnum. Það er hugsanlega hagræði fyrir tónlistarháskóla að starfrækja æf- inga- og tilraunaskóla. Þó munu flestir sem kunnugir eru uppeldis- málum viðurkenna að úrvalsskóli fyrir afburðanemendur verður óhjá- kvæmilega vondur æfíngaskóli. Það má hins vegar hugsa sér að æfínga- kennsla kennaraefna færi að veru- legu leyti fram í öðrum skólum (eins og þróunin hefur orðið í KHÍ). Það mundi án efa styrkja tengsl tónlist- arháskóla og tónlistarskólanna. Tilvist greinarinnar um deildir neðan háskólastigs í markmiðs- kafla frumvarps um THÍ er í hæsta máta óeðlileg. Hvemig væri að taka mið af lögum um Háskóla íslands og Kennaraháskóla íslands? þess virði að taka af sumarfríinu til að leggja því starfí lið. Niðurlag Mér blandast ekki hugur um að tónlistarháskóli á íslandi er afskap- lega viðkvæmt mál. Því lýsa best þau viðbrögð sem urðu við grein minni frá 4. maí. Atli Heimir Sveinsson: „Því held ég að grein Sigursveins hafí verið neikvæð og skoðanir hans rangar í þessu rnáli." Stefán Edelstein: „Grein S.M. er því miður ekki skrifuð af víðsýni, hún er ómálefnaleg og reynir að gera marga þætti frumvarpsins tor- tryggilega með hálfsannleika, órök- studdum fullyrðingum og stórslysa- kenningum.“ Þorkell Sigurbjömsson: „Síðan semur hann (Sigursveinn) nokkur tilbrigði við þetta stef.“ „... f ljósi sögu TR og þess sem hann hefur verið að berjast fyrir í meira en hálfa öld, þá fellur stefíð og tilbrigð- in undir einhverskonar ofstæki." Hér falla mörg gullkom. Óskandi væri að slíkur fítonskraftur hefði birst í blaðaskrifum um fyrirætlanir ríkisins um að hætta stuðningi við tónlistarskóla sl. haust. Að vísu vom skrifaðar góðar greinar, en varla með þeim þunga sem hér gætir. Nú virðist umræða um skylda starfsemi óæskileg. Af hveiju sprettur vanstilling þessara þriggja heiðursmanna? — Þola þeir ekki „stef með tilbrigðum" frá fyrrverandi nemanda? — Em þeir andvígir því að þetta mál kom- ist á umræðustig?_ — Þolir ekki fmmvarpið um THÍ efnislega um- fjöllun? Grein mín sem birtist þann 4. maí fjallaði um fyrirliggjandi fmm- varp um Tónlistarháskóla íslands. Ekkert annað komst að og enginn maður var nefndur á nafn hvorki í jákvæðu né neikvæðu sambandi. Að mínum dómi er fmmvarpið um Tónlistarháskóla íslands gallað og þarfnast nauðsynlegra lagfær- inga. Ef fmmvarpið verður samþykkt er tækifæri til að skapa nýja og ferska stofnun kastað á glæ. Það er tilgangurinn með skrifum mínum að benda á að undirbúning- ur að gerð fmmvarpsins er ónógur, meginstefna þess samrýmist ekki hugmyndum mínum og margra annarra um slíka stofnun. Einstak- ar greinar fmmvarpsins em ekki i samræmi við stöðu tónlistarfræðsl- unnar í dag. Ég hef reynt að benda á þessi atriði og styðja athugasemd- ir mínar rökum. Höfundurerskálastjóri Tónskóla Sigursveins D. Kristinssonar. Mér fínnst grein Þorkels um margt sérstæð. Eitt þykir mér þó verst af öllu en það er sú tilraun hans að gera mig að óvini Tónlistar- skólans í Reykjavík. Það mun hon- um ekki takast. Sjálfur stundaði ég nám við þann skóla og met mik- ils það veganesti sem ég hlaut. Ifyrir mig sem skólastjóra tónlistar- skóla hefur tilvist TR um margt verið leiðarljós. Þessi skóli er þrátt fyrir allt elstur og reyndastur. Kennarar úr TR em m.a. ráðgjafar og trúnaðarmenn þeirrar stofnunar sem ég veiti forstöðu. Mistök Þor- kels em að túlka gagniýni mína á frv. um THÍ sem yfírlýsingu um fjandskap við TR og þá sem þar starfa. Þetta er óábyrgur málflutn- ingur sem mér er um megn að taka alvarlega. Hins vegar em atriði í grein hans sem ég get vel tekið undir: „Margir fyrrverandi nemendur skólans stýra nú og kenna við tón- listarskóla um allt land og em virk- ir þátttakendur í þeirri „fram- sækni, hugmyndaauðgi" og „fjöl- breytni í námsframboði sem hér ríkir“.“ (Þorkell vitnar hér í orðalag greinar minnar.) Þetta er hárrétt hjá Þorkeli og undirrituðum er sannur heiður að fylla þennan flokk. Síðan segir Þorkell orðrétt: „Auðvitað hefur TR átt við ýmis vanefni að stríða, og það hefur háð honum að njóta ekki þeirrar stoðar í lögum, sem umrætt fmmvarp á að veita." Ég tek undir þetta. Skólinn hefur nú starfað í yfír 50 ár. Hann hefur á þessum tíma átt við vanefni að stríða og að mörgu leyti hefyr ekki verið vel að honum búið. Á þessu hefði þurft að ráða bót fyrir löngu. Ég skil því vel áhyggjur þær sem lýsa sér í skrifum Þorkels. Hins vegar átta ég mig ekki á við hvem er að sakast. Em það stjómvöld sem hafa bmgðist? Hafa ytri skilyrði verið skólanum erfíð og komið í veg fyrir að hann gæti notið sín sem vert hefði verið? Hefur skólinn færst svo mikið í fang að það hafi íþyngt honum fjárhagslega og háð honum í starfí? Það sem ég á svo erfitt með að skilja er að aðhlynning að TR skuli í hugum manna vera svo samtvinn- uð stofnun THÍ. Þorkell segir undir lok greinar sinnar: „Það em svo mörg, óleyst verk- efni framundan í ungu og óþrosk- uðu tónlistarlífi okkar. Við eigum að taka höndum saman" „... um allt sem horfír til úrbóta en ekki vera með úrtöiur, útúrsnúninga og nöldur." Þetta er eins og talað út úr mínu hjarta. Við skulum því, Þorkell, taka höndum saman og hvetja til umbóta á fmmvarpinu. Það er vel ..... 3C3B& - | RITVÉLAR REIKNIVÉLAR PRENTARAR TÖLVUHÚSGÖGN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.