Morgunblaðið - 26.05.1988, Síða 32

Morgunblaðið - 26.05.1988, Síða 32
32 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 26. MAÍ 1988 Stýrimannaskólinn í Vestmannaeyjum: Fjörutíu o g einn nemandi í vetur StýrimannaakAlnniim í Vest- mannaeyjum var slitið 21. maí sl. 11. stigi voru 16 nemendur og í n. stigi 10 nemendur. Að auki luku 5 nemendur síðari hluta undanþágudeildar, 200 rúmlesta réttindum, og 10 luku 30 rúm- lesta réttindum. Alls var þvi 41 nemandi í skólanum í vetur. í I. stigi varð hæstur óli H. Gestsson frá Neskaupstað með ágætis einkunn 9,7, næsthæstur varð Sigurður I. Ólafsson frá Vest- mannaeyjum með ágætiseinkunn 9,0 og þriðji hæstur varð Gunnar Þ. Friðriksson frá Keflavík með I. einkunn 8,9. f II. stigi varð hæstur Stefán Guðmundsson frá Húsavík með ágætiseinkunn 9,2 og næst- hæstir urðu jaftiir Gylfi Sigurjóns- son frá Vestmannaeyjum og Sig- urður R. Kristinsson frá Þórshöfn með ágætiseinkunn 9,0. Prófdóm- arar eru Áslaug Tryggvadóttir, Ein- ar Guðmundsson og Sævaldur Elíasson. Stefán Guðmundsson fékk í verð- laun Verðandaúrið frá s/s Verðandi og loftvog frá Sigurði Einarssyni útgerðarmanni, hvort tveggja fyrir hæstu meðaleinkunn í II. stigi. Haraldur Sverrisson, Vestmanna- eyjum, fékk sjónauka frá Útvegs- bændafélagi Vestmannaeyja fyrir hæstu einkunn í siglingafræði og bókaverðlaun frá Rotaryklúbbi Vestmannaeyja fyrir hæstu ein- kunn í fslensku. Óðinn Þór Hallgrfmsson fékk bókaverðlaun úr sjóði hjónanna Ástu og Friðfinns á Oddgeirshólum fyrir bestu ástundun í námi, Gylfi Siguijónsson fékk bókaverðlaun frá Sigurgeir Jónssyni kennara fyrir bestu ritgerðina og Sigurður Ingi Ólafsson fékk bókaverðlaun frá sendiráði Dana fyrir hæstu einkunn í dönsku. 20 ára nemendur gáfu 35 þúsund krónur í sjóð fyrrverandi kennara, þeirra Steingríms heitins Amar og 15 ára nemendur gáfu skólanum málverk Gylfa Ægissonar af Breiðabliki, fyrrverandi húsnæði skólans. Morgunblaðið/ÓI.K.M. Gunnar Kristinsson við eitt verka H. stigs stýrimenn frá Stýrimannaskólanum í Vestmannaeyjum. Morgunblaðið/Sigurgeir Jónasson SeyðisfjorðurT „Byrjum að bora“ Ráðstefna um jarðgangagerð Morgunblaðið/Sigurgeir Jónasson Stefán Guðmundsson i n. stigi Stýrimannaskólans í Vestmannaeyjum tekur við viðurkenningu frá Friðrík Ásmundssyni skólastjóra. Gunnar Krístinsson sýnir í Gallerí Borg GUNNAR Kristinsson opnar sýn- ingu á olíumyndum í Gallerí Borg í dag, fimmtudag, og frumflytur við opnunina eigið tónverk. Þetta er nfnnHa einkasýning Gunnars. Gunnar Kristinsson er fæddur í Reykjavík 1955. Hann stundaði tónlistamám f Vínarborg og Basel 1977 — 1981 og myndlistamám í málaradeild Kunstgewerbeschule í Basel 1980 — 1984, undir leiðsögn F. Fedier. Sýningin er opin virka daga frá kl. 10.00 — 18.00 og um helgar frá kl. 14.00 - 18.00. Henni lýkur þriðjudaginn 7. júní. (Úr fréttatilkynningu) sinna. RÁÐSTEFNA um jarðgöng verð- ur haldin á Seyðisfirði laugar- daginn 28. mai undir yfirskrift- úmi „Byijum að bora“. Það er bæjarstjóm Seyðisfjarðar og Samband austfirskra sveitarfé- laga sem að henni standa. Þar sem þetta viðfangsefni er afar mikilvægt mál fyrir alla Aust- firðinga, margar ályktanir og áskoranir til stjóraavalda hafa veríð gerðar hér á Austurlandi um það, bæði af sveita- og bæjar- stjóraum, pólitískum og ópólitískum félagasamtðkum, þótti fréttarítara Morgunblaðs- ins tilhlýðilegt að snúa sér til Þorvaldar Jóhannssonar bæjar- stjóra og spyrjast fyrir um þetta mál. Fréttaritara fysti að vita hvers vegna þessi ráðstefna væri haldin núna, hvert markmið hennar væri, hvort meiningin væri að byija fljót- lega að bora og hvort eitthvað nýtt lægi fyrir um þessa jarðgangna- gerð, til dæmis kostnaðaráætlun og framkvæmdaáætlun. „Þar sem hér er um stórt mál að ræða, pólitiskt og byggðalega séð, er nauðsynlegt að umræða fari fram um það, ekki bara hjá sérfræð- ingum og vitringum í stofnunum á höfuðborgarsvæðinu, heldur og miklu frekar hjá þeim sem málið brennur hvað heitast á, í þessu til- felli Austfirðingum," sagði Þorvald- ur. „Þess vegna er þessi ráðstefna haldin hér og nú. Hér verður rætt um jarðgöng og jarðgangnagerð af alvöru, hver þekking okkar er og reynsla á þessu sviði. Hvar stöndum við íslendingar í jarðgangnagerð til dæmis miðað við frændur okkar Færeyinga og Norðmenn? Við mun- um leitast við að svara því hvort jarðgangnagerð á Austurlandi sé rauhhæfur valkostur til framfara fyrir einangruðustu byggðarlögin samgöngulega, þjónustulega og byggðalega séð. Hvað vinnst með jarðgöngum og hvað kosta þau? Er yfir höfuð eitthvert vit í því að byija að bora? Þessu munum við reyna að svara á þessari ráð- stefnu," sagði Þorvaldur Jóhanns- son bæjarstjóri á Seyðisfirði. Og hann sagðist vona að þeir sem láti sig samgöngumál varða hér á Aust- uriandi leggi leið sfna á Seyðisfjörð 28. maí nk. Framsögumenn verða þeir Jónas Hallgrímsson forseti bæjarstjómar og framkvæmdastjóri á Seyðisfírði, Bjami Einarsson að- stoðarforsijóri Byggðastofnunar, Helgi Hallgrímsson forstjóri tækni- deildar Vegagerðar ríkisins og Bjöm Jóhann Bjömsson verk- og jarðfræðingur, Hafnarfirði. - Garðar Rúnar Morgunblaðiö/M&gnús Reynir Þorvaldur Jóhannsson bæjar- stjóri á Seyðisfirði byijaður að bora I fjallsklettana. 22. landsþing Slysavarnafélags íslands: Yfirgrípsmikil sýning á bj örg’unarbúnaði Múrarameistarar gólfílögn Sýningargólf Fannafold 184. GÓLFLAGNIR hf.t* P.O. BOX1523 121 REYKJAVÍK (*Einkaumboðsaðili) I LANDSÞING Slysavarnafélags íslands verður sett I Súlnasal Hótal Sögu föstudaginn 27. mai kl. 15.00 að aflokinni guðsþjón- ustu í Neskirkju og stendur til sunnudagsins 29. mai. Verður þetta eitt fjöhnennasta þing í sögu félagsins og verður sérstak- lega minnst 60 ára afmælis þess. Fulltrúar slysavarnadeilda, björgunarsveita og unglinga- deilda alls staðar af landinu munu sitja þingið og fjalla um þá málaflokka er snerta félags- starfið bæði hvað varðar slysa- varna- og öryggismál og jafn- framt störf og búnað björgunar- sveita félagsins. Auk þess mun fjöldi erlendra samstarfsaðila koma í heimsókn. Þá daga, sem þingið stendur yfir, verður sýning á ýmiskonar björgun- arbúnaði er sveitir félagsins hafa til umráða bæði til leitar- og björg- unarstarfa á sjó og landi. Meðal þess, sem þama verður til sýnis, er afþiýstiklefi, neðansjávarslma- kerfi til að auðvelda froskmönnum leitarstörf og ný gerð af neðansjáv- arkvikmyndavél ásamt sónar leitar- tæki. Er þessari samstæðu komið fyrir á vélknúinni burðargrind og mun þetta vera í fyrsta sinn, sem almenningi gefst tækifæri á að skoða þessa völundarsmíð. Sýningin verður við Hótel Sögu á svæðinu við Suðurgötu og em aílir velkomn- ir. Félagar úr björgunarsveitum SVFÍ munu verða á sýningarsvæð- inu og útskýra fyrir gestum hinn margvíslega tækjakost. Þá verða merki félagsins til sölu á svæðinu. Að þessu sinni mun ijöldi er- lendra gesta frá níu þjóðum koma f heimsókn í tilefni aftnælis félags- ins. Em þetta samstarfsaðilar SVFÍ er sinna fyrst og fremst slysavama- og björgunarstörfum á sjó, en SVFÍ hefur verið aðili að alþjóðasamtök- um allt frá árinu 1932 og em þing þess haldin á fjögurra ára fresti. Meðal gestanna em fulltrúar frá breska björgunarbátafélaginu, sem var stofnað árið 1823 og er elst hinna ftjálsu félagasamtaka er starfa á þessum vettvangi. Farið verður í skoðunarferðir með hina erlendu gesti til að kynna þeim land og þjóð auk þess sem farið verður með þá á Suðumes til að sýna þeim starfsemi félagsins í þeim landshluta. Þá hefur forseti Islands, sem er vemdari félagsins, boðið gestunum að Bessastöðum. Ritgerða- og teiknisamkeppni um starf SVFÍ hefur staðið jrfír að undanfömu meðal bama í öllum gmnnskólum landsins á vegum bama- og tómstundablaðsins ABC. Sýndu bömin henni mikinn áhuga því tugir ritgerða og hundmð teikn- inga bámst. Úrslit verða tilkynnt á þinginu, en dómnefnd skipuðu full- trúar frá félaginu, ABC og Kenn- araháskóla íslands.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.