Morgunblaðið - 26.05.1988, Qupperneq 32

Morgunblaðið - 26.05.1988, Qupperneq 32
32 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 26. MAÍ 1988 Stýrimannaskólinn í Vestmannaeyjum: Fjörutíu o g einn nemandi í vetur StýrimannaakAlnniim í Vest- mannaeyjum var slitið 21. maí sl. 11. stigi voru 16 nemendur og í n. stigi 10 nemendur. Að auki luku 5 nemendur síðari hluta undanþágudeildar, 200 rúmlesta réttindum, og 10 luku 30 rúm- lesta réttindum. Alls var þvi 41 nemandi í skólanum í vetur. í I. stigi varð hæstur óli H. Gestsson frá Neskaupstað með ágætis einkunn 9,7, næsthæstur varð Sigurður I. Ólafsson frá Vest- mannaeyjum með ágætiseinkunn 9,0 og þriðji hæstur varð Gunnar Þ. Friðriksson frá Keflavík með I. einkunn 8,9. f II. stigi varð hæstur Stefán Guðmundsson frá Húsavík með ágætiseinkunn 9,2 og næst- hæstir urðu jaftiir Gylfi Sigurjóns- son frá Vestmannaeyjum og Sig- urður R. Kristinsson frá Þórshöfn með ágætiseinkunn 9,0. Prófdóm- arar eru Áslaug Tryggvadóttir, Ein- ar Guðmundsson og Sævaldur Elíasson. Stefán Guðmundsson fékk í verð- laun Verðandaúrið frá s/s Verðandi og loftvog frá Sigurði Einarssyni útgerðarmanni, hvort tveggja fyrir hæstu meðaleinkunn í II. stigi. Haraldur Sverrisson, Vestmanna- eyjum, fékk sjónauka frá Útvegs- bændafélagi Vestmannaeyja fyrir hæstu einkunn í siglingafræði og bókaverðlaun frá Rotaryklúbbi Vestmannaeyja fyrir hæstu ein- kunn í fslensku. Óðinn Þór Hallgrfmsson fékk bókaverðlaun úr sjóði hjónanna Ástu og Friðfinns á Oddgeirshólum fyrir bestu ástundun í námi, Gylfi Siguijónsson fékk bókaverðlaun frá Sigurgeir Jónssyni kennara fyrir bestu ritgerðina og Sigurður Ingi Ólafsson fékk bókaverðlaun frá sendiráði Dana fyrir hæstu einkunn í dönsku. 20 ára nemendur gáfu 35 þúsund krónur í sjóð fyrrverandi kennara, þeirra Steingríms heitins Amar og 15 ára nemendur gáfu skólanum málverk Gylfa Ægissonar af Breiðabliki, fyrrverandi húsnæði skólans. Morgunblaðið/ÓI.K.M. Gunnar Kristinsson við eitt verka H. stigs stýrimenn frá Stýrimannaskólanum í Vestmannaeyjum. Morgunblaðið/Sigurgeir Jónasson SeyðisfjorðurT „Byrjum að bora“ Ráðstefna um jarðgangagerð Morgunblaðið/Sigurgeir Jónasson Stefán Guðmundsson i n. stigi Stýrimannaskólans í Vestmannaeyjum tekur við viðurkenningu frá Friðrík Ásmundssyni skólastjóra. Gunnar Krístinsson sýnir í Gallerí Borg GUNNAR Kristinsson opnar sýn- ingu á olíumyndum í Gallerí Borg í dag, fimmtudag, og frumflytur við opnunina eigið tónverk. Þetta er nfnnHa einkasýning Gunnars. Gunnar Kristinsson er fæddur í Reykjavík 1955. Hann stundaði tónlistamám f Vínarborg og Basel 1977 — 1981 og myndlistamám í málaradeild Kunstgewerbeschule í Basel 1980 — 1984, undir leiðsögn F. Fedier. Sýningin er opin virka daga frá kl. 10.00 — 18.00 og um helgar frá kl. 14.00 - 18.00. Henni lýkur þriðjudaginn 7. júní. (Úr fréttatilkynningu) sinna. RÁÐSTEFNA um jarðgöng verð- ur haldin á Seyðisfirði laugar- daginn 28. mai undir yfirskrift- úmi „Byijum að bora“. Það er bæjarstjóm Seyðisfjarðar og Samband austfirskra sveitarfé- laga sem að henni standa. Þar sem þetta viðfangsefni er afar mikilvægt mál fyrir alla Aust- firðinga, margar ályktanir og áskoranir til stjóraavalda hafa veríð gerðar hér á Austurlandi um það, bæði af sveita- og bæjar- stjóraum, pólitískum og ópólitískum félagasamtðkum, þótti fréttarítara Morgunblaðs- ins tilhlýðilegt að snúa sér til Þorvaldar Jóhannssonar bæjar- stjóra og spyrjast fyrir um þetta mál. Fréttaritara fysti að vita hvers vegna þessi ráðstefna væri haldin núna, hvert markmið hennar væri, hvort meiningin væri að byija fljót- lega að bora og hvort eitthvað nýtt lægi fyrir um þessa jarðgangna- gerð, til dæmis kostnaðaráætlun og framkvæmdaáætlun. „Þar sem hér er um stórt mál að ræða, pólitiskt og byggðalega séð, er nauðsynlegt að umræða fari fram um það, ekki bara hjá sérfræð- ingum og vitringum í stofnunum á höfuðborgarsvæðinu, heldur og miklu frekar hjá þeim sem málið brennur hvað heitast á, í þessu til- felli Austfirðingum," sagði Þorvald- ur. „Þess vegna er þessi ráðstefna haldin hér og nú. Hér verður rætt um jarðgöng og jarðgangnagerð af alvöru, hver þekking okkar er og reynsla á þessu sviði. Hvar stöndum við íslendingar í jarðgangnagerð til dæmis miðað við frændur okkar Færeyinga og Norðmenn? Við mun- um leitast við að svara því hvort jarðgangnagerð á Austurlandi sé rauhhæfur valkostur til framfara fyrir einangruðustu byggðarlögin samgöngulega, þjónustulega og byggðalega séð. Hvað vinnst með jarðgöngum og hvað kosta þau? Er yfir höfuð eitthvert vit í því að byija að bora? Þessu munum við reyna að svara á þessari ráð- stefnu," sagði Þorvaldur Jóhanns- son bæjarstjóri á Seyðisfirði. Og hann sagðist vona að þeir sem láti sig samgöngumál varða hér á Aust- uriandi leggi leið sfna á Seyðisfjörð 28. maí nk. Framsögumenn verða þeir Jónas Hallgrímsson forseti bæjarstjómar og framkvæmdastjóri á Seyðisfírði, Bjami Einarsson að- stoðarforsijóri Byggðastofnunar, Helgi Hallgrímsson forstjóri tækni- deildar Vegagerðar ríkisins og Bjöm Jóhann Bjömsson verk- og jarðfræðingur, Hafnarfirði. - Garðar Rúnar Morgunblaðiö/M&gnús Reynir Þorvaldur Jóhannsson bæjar- stjóri á Seyðisfirði byijaður að bora I fjallsklettana. 22. landsþing Slysavarnafélags íslands: Yfirgrípsmikil sýning á bj örg’unarbúnaði Múrarameistarar gólfílögn Sýningargólf Fannafold 184. GÓLFLAGNIR hf.t* P.O. BOX1523 121 REYKJAVÍK (*Einkaumboðsaðili) I LANDSÞING Slysavarnafélags íslands verður sett I Súlnasal Hótal Sögu föstudaginn 27. mai kl. 15.00 að aflokinni guðsþjón- ustu í Neskirkju og stendur til sunnudagsins 29. mai. Verður þetta eitt fjöhnennasta þing í sögu félagsins og verður sérstak- lega minnst 60 ára afmælis þess. Fulltrúar slysavarnadeilda, björgunarsveita og unglinga- deilda alls staðar af landinu munu sitja þingið og fjalla um þá málaflokka er snerta félags- starfið bæði hvað varðar slysa- varna- og öryggismál og jafn- framt störf og búnað björgunar- sveita félagsins. Auk þess mun fjöldi erlendra samstarfsaðila koma í heimsókn. Þá daga, sem þingið stendur yfir, verður sýning á ýmiskonar björgun- arbúnaði er sveitir félagsins hafa til umráða bæði til leitar- og björg- unarstarfa á sjó og landi. Meðal þess, sem þama verður til sýnis, er afþiýstiklefi, neðansjávarslma- kerfi til að auðvelda froskmönnum leitarstörf og ný gerð af neðansjáv- arkvikmyndavél ásamt sónar leitar- tæki. Er þessari samstæðu komið fyrir á vélknúinni burðargrind og mun þetta vera í fyrsta sinn, sem almenningi gefst tækifæri á að skoða þessa völundarsmíð. Sýningin verður við Hótel Sögu á svæðinu við Suðurgötu og em aílir velkomn- ir. Félagar úr björgunarsveitum SVFÍ munu verða á sýningarsvæð- inu og útskýra fyrir gestum hinn margvíslega tækjakost. Þá verða merki félagsins til sölu á svæðinu. Að þessu sinni mun ijöldi er- lendra gesta frá níu þjóðum koma f heimsókn í tilefni aftnælis félags- ins. Em þetta samstarfsaðilar SVFÍ er sinna fyrst og fremst slysavama- og björgunarstörfum á sjó, en SVFÍ hefur verið aðili að alþjóðasamtök- um allt frá árinu 1932 og em þing þess haldin á fjögurra ára fresti. Meðal gestanna em fulltrúar frá breska björgunarbátafélaginu, sem var stofnað árið 1823 og er elst hinna ftjálsu félagasamtaka er starfa á þessum vettvangi. Farið verður í skoðunarferðir með hina erlendu gesti til að kynna þeim land og þjóð auk þess sem farið verður með þá á Suðumes til að sýna þeim starfsemi félagsins í þeim landshluta. Þá hefur forseti Islands, sem er vemdari félagsins, boðið gestunum að Bessastöðum. Ritgerða- og teiknisamkeppni um starf SVFÍ hefur staðið jrfír að undanfömu meðal bama í öllum gmnnskólum landsins á vegum bama- og tómstundablaðsins ABC. Sýndu bömin henni mikinn áhuga því tugir ritgerða og hundmð teikn- inga bámst. Úrslit verða tilkynnt á þinginu, en dómnefnd skipuðu full- trúar frá félaginu, ABC og Kenn- araháskóla íslands.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.