Morgunblaðið - 26.05.1988, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 26.05.1988, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 26. MAÍ 1988 35 Noregur: Þörungatorfurnar ógnun víð hundruð fiskeldísstöðva Orsakir plágunnar enn óþekktar Ósló, frá Rune TimberUd, fréttaritara Morgunblaðeina. Stokkhólmi, Reuter. YFIRVÖLD f Noregi tóku f gær i notkun Orion-flugvél, strandgæslu- skip og tvö hafrannsóknarskip til að fylgjast með ferðum banvænu þörunganna sem nú rekur f torfum norður eftir vesturströndinni. Eftir h&degi f gær höfðu þörungarnir dreifst allt norður um Rygja- fylki. Sérfræðingar óttast að í dag eða á morgun nái þörungatorfum- ar að reka til Hörðalands en þar er mikil útgerð og fiskeldi. í Hörð- alandi eru 115 fiskeldiftstöðvar og er talið að verðmæti eldisfisks og seiða f stöðvunum némi um 400 milljónum norskra króna (2800 miHjónir ísl. kr.). Norska Stórþingið flallaði um þörungapláguna í gær. Bjarne Merk Eidem, sjávarútvegsráðherra, upp- lýsti þá að ekki yrði greiddar neinar bætur til þeirra eldisstöðva sem yrðu fyrir tjóni af völdum þörung- anna. „Það er ekki hægt að greiða bætur úr Viðlagasjóði vegna skað- ans fyrr en við vitum hversu mikið tjón hefurorðið," sagði ráðherrann. Enn er ekki vitað hvað veldur því að þörungurinn Chrysochromu- lina polylepis flölgar sér svo mikið. Þörungurinn er einfrumungur um einn hundraðasti millimetri að lengd. Þegar þörungur lendir í tálknum fisks framleiða bæði þör- ungur og fiskur slím með þeim af- leiðingum að fiskurinn kafnar á skammri stund. Við strendur Noregs hafa mælst milli fimm og tiu milljónir þörunga f einum lítra af sjó. Við vestur- strönd Svíþjóðar þar sem nær allar lffverur hafa drepist af völdum þör- ungsins á 200 kílómetra löngu bélti milli Gautaborgar og Strömstads, hafa mælst 26 milljónir þörunga í lftra af sjó. Vangaveltur eru um að afrennsli frá landbúnaðaðarhéruðum f Svíþjóð og frárennsli skolps valdi því að þörungungum flölgar. Önnur getgáta segir að leysingavatn frá meginlandi Evrópu, aðallega Vest- ur-Þýskalandi, beri með sér næring- arefni sem hagstæð eru fyrir þör- ungana. Norskir haffræðingar vöruðu við því í gær að kvíum væri sökkt nið- ur á 30 metra dýpi vegna þess að eldislax þolir ekki að vera á svo miklu dýpi. í staðinn ráðlögðu þeir eigendum fiskeldisstöðva að draga kvíar inn á fírði þar sem leysinga- vatn streymir til sjávar og seltuskil- yrði í sjónum yalda því að þörun- garnir drepast. „Ástandið við vesturströnd Svfþjóðar er vægast sagt hroða- legt,“ sagði Odd Lindal líffræðingur f samtali við fréttamann Reuters- fréttastofunnar. „Fyrir réttri viku þurrkaði þörungurinn allt lff út meðfram ströndinni. Engar lífverur nema krabbar og áll lifðu af. Aðal- vandinn er þó að við vitum ekki hvers vegna þörungunum fjölgar, þó ætla megi að frárennsli áburðar frá landbúnaðarhéruðum hafi eitt- hver áhrif," sagði Lindal. Fiskeldis- stöðvar í Svíþjóð hafa orðið fyrir gffurlegu tjóni vegna þörungaplág- unnar. Lög um viðskiptahömlur: Syiijnn Reagans fagnað Læknírænt í Líbanon Beirút, Reuter. ÓTTAST er að Belga nokkrum hafí verið rænt f Suður-Lfban- on, en til hans hefur ekkert spurst f fínun daga. Jan Cools, sem er 32 ára gam- all læknir, starfaði með norsku líknarstofnuninni Norwac og hafði aðstoðað palestfnska flótta- menn f suðurhluta Lfbanon. Á laugardag fór hann frá flótta- mannabúðunum Rashidiyeh, sem eru um 80 km suður af Beirút, og ætlaði til höfuðborgarinnar, en þar gaf hann sig aldrei fram. Ekki er vitað hvort hann hvarf nærri búðum sfnum í Tyre, en þar ráða Amal-sveitir shíta lögum og lofum, eða nærri áfangastað sínum f Vestur-Beirút, þar sem Sýrlandsher hefur tögl og hagid- ir. Það hefur torveldað eftir- grennslan um Cools að hvarf hans uppgötvaðist ekki fyrr en á mánudag. Kína: Miklar óeirðir eft- ir knattspyrnuleik Peking, Reuter. RÚMLEGA 130 manns, þar á meðal 60 Ittgreglumenn, slttsuðust þegar óeirðir brutust út meðal áhorfenda á knattspyrnuleik f suð-vestur Kína, að þvf er opinbera fréttastofan í Kfna skýrði frá f gær. Fréttastofan greindi einnig frá þvf að 60 manns hefðu verið handteknir eftir óeirð- Óeirðimar áttu sér stað í borginni Nanchong í Sichuan-héraði á mánu- dagskvöld. Óeirðimar bratust út eft- ir að leikmaður knattspymuliðs Tianjin-borgar hafði brotið á einum leikmanni heimaliðsins. Áhangendur heimaliðsins raddust þá inn á völl- inn, réðust á leikmenn Tianjin-liðsins og köstuðu múrsteinum og flöskum að lögreglumönnum sem reyndu að stilla til friðar. Þúsundir áhangenda liðsins lokuðu útgönguleiðum frá vellinum og kveiktu f lögreglubfl og fimm bifhjólum öryggisvarða. Óeirðimar breiddust sfðan út um götur Nanchong, sem er ein af stærstu borgunum í suð-vestur Kína, og var lögreglunni meðal annars til- kynnt um rán. Þúsundir manna sátu um skrifstofu öryggisvarða og gisti- hús þar sem leikmenn utanbæjarliðs- ins dvöldu. Lögregla borgarinnar fékk liðsauka frá nágrannabyggðun- um en óeirðimar héldu áfram þar til á þriðjudagsmorgun. Stjóm héraðsins hefur skipað sér- staka nefnd til að rannsaka málið og hundrað manna aðstoða yfirvöld við rannsóknina. Kínverska frétta- stofan skýrði frá þvf að þetta hefðu verið mestu óeirðir sem brotist hafa út f Kfna sfðan þúsundir knatt- spymuáhugamanna stormuðu um götur Peking-borgar árið 1986 eftir að landslið Kína hafði tapað fyrir liði Hong Kong f heimsmeistara- keppninni. Jan Cools. aeuter Reuter Einar Dahl haffræðingur um borð I hafrannsóknarskipinu G.M. Dannevig, sem fylgt hefur þttrungatorf- unni eftir frá Tvedestrand til Flekkefjarðar. „Það getur tekið marga mánuði og jafnyel ár fyrir lífríki sjávar að jafna sig eftir pláguna,“ segir Dahl. DOD Sovéskur árásarkafbátur af OSCAR-gerð. Hann er um 16.000 tonn, afarhyóðlátur og getur grandað óvinveittum skipum með stýriflaug- um eða tundurskeytum. Slikir kafbátar hafa m.a. gert sig heima- komna hér við land. gagmýndi hvemig flotastyrk Breta hefði hrakað, sérstaklega hvað yfirborðsskip áhrærði. Kapteinninn sagði að skuld- bindingar. Breta f vömum Mið- Evrópu hefðu verið efndnar, en slíkt hefði um Ieið komið niður á flotanum, sem þyrfti að veija al- þjóðlegar siglingaleiðir. „Styrkur hersins hefur verið stöðugur frá 1983, Flugherinn hefur nokkuð eflst, en sjóherinn hefur skroppið saman um 10%,“ sagði Sharpe máli sínu til stuðn- ings. í Asíuríkjum og hjá EB Britesel, Washington. Reuter. LEIÐTOGAR Asíuríkja og áhrifamenn f Evrópubandalaginu (EB) fttgnuðu þvf að Ronald Reagan, Bandaríkjaforseti, skyldi beita neitun- arvaldi til að koma f veg fyrir að lttg um viðskiptahömlur næðu fram að ganga. Talið er fullvíst að ekki náist að hnekkja syqjun forsetans f ttldungadeUd Bandarfkjaþings. Leiðtogar ýmissa Asíuríkja sögð- ust óttast að önnur tilraun til laga- setningar af þessu tagi yrði gerð á næsta ári. Iðnaðarráðherra Japans, Hajime Tamura, sagði aðgerðir forsetans staðfesta andstöðu hans við vemd- arstefnu. Bæði Tamura og Nobora Takeshita, forsætisráðherra Jap- ans, sögðust vona að synjun forset- ans yrði ekki hnekkt í öldungadeild- inni. Reagan hafði vart tekið ákvörðun þegar fulltrúadeild Bandaríkjaþings tók frumvarpið aftaur til afgreiðslu og samþykkti það með 308 atkvæð- um gegn 113. Ólíklegt er hins veg- ar talið að það hljóti tilskilinn meiri- hluta f öldungadeildinni, eða tvo þriðju atkvæða, til þess að neitun forsetans verði hnekkt. Hagfræðingar í Asíulöndum ótt- ast að ef nýtt framvarp verður lagt fyrir þingið á næsta ári muni það fela í sér enn meiri viðskiptahömlur en frumvarpið sem forsetinn beitti neitunarvaldi sínu gegn nú. Ráðamenn í Japan, Suður-Kóreu, Taiwan, Hong Kong og Singapúr hafa miklar áhyggjur af vemdar- stefnu Bandaríkjamanna á sviði milliríkjaverslunar. Viðskiptahöml- ur kæmu harðast niður á þessum löndum þar sem þau flytja meira til Bandarfkjanna en þau kaupa þaðan. Evrópubandalagið (EB) fagnaði einnig neitun forsetans og sögðu talsmenn þess að bandalagið væri jafnan á varðbergi þegar setja ætti viðskiptahömlur á utanríkisvið- skipti. „Það er gott að Reagan beitti neitunarvaldi til þess að koma í veg fyrir lagasetninguna. Ef lögin hefðu öðlast gildi hefði það haft alvarlegar afleiðingar fyrir þau lönd sem skipta við Bandaríkin. Millirfkjaviðskipti hefðu beðið hnekki," sagði Willy de Clercq, ut- anrfkisráðherra EB. Belgíski herinn: Nýliðarsífellt feitari og vesælli Brflaaet Reuter. AÐ sögn belgiska varnarmála- ráðuneytisins eru nýliðar i belgíska hemum að jafnaði þrem kílógrömmum þyngri en nýliðar voru fyrir tiu árum. Handleggs- og magavöðvar þeirra era einnig rýrari og þolið minna að þvf er segir f svari her- yfirvalda við fyrirepum frá þing- nefnd. Nýliðum er yfírleitt „illa við áreynslu, missa fljótt móðinn og gefast upp“ segir einnig f svarinu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.