Morgunblaðið - 26.05.1988, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 26.05.1988, Blaðsíða 36
36 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 26. MAÍ 1988 Boeing-727 þota kólumbíska flugfélagains Avianca á flugvellinum i Panama, meðan hún hafði viðdvöl þar. Yflrvöld þar báru við fátœkt og sögðust ekki hafa efni á að greiða lausnargjald fyrir þotuna. Flugræninginn var með leikfangavopn Bogota. Reuter. MAÐUR, sem rœndi Boeing-727 þotu kólumbiska flugfélagsins Avianca og neyddi flugmennina til að fljúga til Panama, Aruba og siðan aftur til Kólumbíu, var handtekinn á þriðjudag og hafði þá Undir höndum leikfangavopn, að sögn talsmanns kólumbiska hersins. Reuter Flugræninginn, sem heitir Gonzales Carreno, komst undan eftir að þotan lenti aftur í Cartag- ena. Hann rændi þotunni er hún var í innanlandsflugi milli Medellin og Bogota. ógnaði hann áhöfninni með handsprengju, sem síðar reyndist úr plasti. Sagðist hann vera dauðvona sjúklingur og vildi fá að deyja í kyrrþey utan Kól- umbíu. Carreno lét flugmennina snúa þotunni til Medellin þar sem hann leyfði 131 farþega og flugfreyjum að yfirgefa þotuna. Skipaði hann flugmönnunum síðan að fljúga þotunni til Panama þar sem hann krafðist 100 þúsund dollara lausn- argjalds. Yfírvöld sögðust enga peninga eiga og lét hann þá fljúga þotunni til Aruba. Eftir tveggja stunda viðdvöl þar vildi hann halda til Kúbu en flugsljórinn sagði elds- neyti þotunnar ekki duga þangað og féllst ræninginn á að snúið yrði til Kólumbfu, þar sem lent var í Cartagena eftir 11 stunda flakk. Er þotan ók að flugstöðvarbygg- ingunni lækkaði ræninginn stiga á þotunni aftanverðri og slapp út í Gonzalo Carreno, sem kólumbísku þotunni. rændi náttmyrkrið. Hann er talinn and- lega vanheill og hefur ofsinnis se- tið í fangelsi. Evrópubandalagið Deilur um nýjan framkvæmdastjóra Brussel, frá Kristófer M. Kristinssyni, fréttaritara Morgnnbladsins. Á NÆSTA ári verður skipað á ný í framkvæmdastjórn Evrópubanda- lagsins. Kjörtimabil framkvæmdastjórnarinnar er fjögur ár, í henni eiga sæti sautján framkvæmdastjórar skipaðir af aðildarríkjunum, einn frá hveiju hinna minni og tveir frá þeim stærri. Yfirstandandi kjörtímabil hefur Frakkinn Jacques Delors gegnt starfi aðalfram- kvæmdastjóra og töluverður áhugi er fyrir því að hann gegni því áfram, a.m.k. fram yfir 1992. Martin Bangeman, viðskiptaráð- herra Vestur-Þýskalands, hefur hins vegar lýst því yfír að hann stefni á sæti í framkvæmdastjóm- inni og ekki er búist við því að hann sætti sig við annað en aðal- framkvæmdastjóraembættið. Framboð hans þykir koma snemma fram, a.m.k. miðað við venjuna, en í ljósi þess að leiðtogar aðildarríkj- anna kjósa í orði kveðnu í embætt- ið á fundi sínum í júnflok þykir ein- sýnt hvert hann stefnir. Glert er ráð fýrir því að Karl Heinz Naijes sem farið hefur með iðnaðarmál innan framkvæmdastjómarinnar víki fyrir Bangeman. Von er á Naijes í heim- sókn til íslands i sumar í boði iðnað- arráðherra, Friðriks Sophussonar, sem heimsótti Naijes í Bmssel í vetur. Töluverður ágreiningur er á meðal vestur-þýskra stjómmála- manna um mögulega útnefningu Bangemans og í síðustu viku skrif- uðu tveir þýskir þingmenn á Evr- ópuþinginu honum bréf og skomðu á hann að láta af fyrirætlunum sínum þannig að Delors fengi setið í embætti aðalframkvæmdastjóra áfram i friði. En Bangeman er ekki eini evr- ópski stjómmálamaðurinn sem ætl- ar sér inn f framkvæmdastjóm Evr- ópubandalagsins á næsta ári, þann- ig er reiknað með því að Leo Tind- emanns, núverandi utanríkisráð- herra Belgíu, hverfí úr því embætti og taki sæti í framkvæmdastjóm- inni sem fulltrúi Belga í stað Willy De Clereq, sem farið hefur með utanríkismál innan hennar. Talið er nokkuð víst að Delors verði endurkjörinn á leiðtogafund- inum í Hannover ef Francois Mitt- errand, Frakklandsforseti, fer fram á stuðning við hann á fundinum. Bretland: Samband milli hjartasjúk- dóma og móðurmjólkur? St. Andrewa. Frá Guðmimdi Heiðari Frinuumuym, frðttaritara Morgunblaðeins. ORSAKANNA fyrir hjarta- og kransæðasjúkdómum virðíst ekki vera að leita i fæðuveqjum fullorðinna, heldur f gæðum fæðunnar, sem fóstur fá f móðurkviði og fyrst eftir fæðingu, að því er segir f The Sunday Timea sfðastliðinn sunnudag. Breskir vfsindamenn birtu þessar niðurstöður í Brítiah MedicaJ Joumal f sfðustu viku. Vísindamenn, sem hafa athugað þetta á vegum rannsóknaráðs í læknisvísindum, telja, að slæmar aðstæður í móðurkviði eða á fyrstu mánuðum eftir fæðingu skapi skii- yrði fyrir hjarta- og kransæðasjúk- dóma síðar á ævinni. Fæðuvenjur og reykingar séu orsakaþáttur, en upphafsskeið ævinnar sé ekki síður mikilvægt i þessu tilliti. Þessar niðurstöður skipta miklu máli fyrir fræðslu yfírvalda. Vísindamennimir telja réttara að beina henni að því að bæta aðstöðu bama fyrstu mánuði ævinnar en að leggja aðaláhersluna á fæðu- venjur og áreynslu miðaldra karla. Mikilvægt að bæta heilsufar stúlkna „Ein ályktun af þessu er, að til að fækka dauðsföllum vegna hjartaáfalla eigi samfélagið að bæta heilsufar stúlkna," segir David Barker prófessor, sem stjómar þessum rannsóknum. „Ef heilsa ungra stúlkna batnar og vöxtur þeirra eykst, þá verða böm- in, drengir og stúlkur, sem þær eignast, þegar þær em orðnar fullt- íða konur, heilbrigðari." Fylgni milli ung- barnadauða og hjartasjúkdóma Í þessari rannsókn vom valdir hópar af miðaldra körlum og kon- um úr þremur bæjum í Englandi: Ipswich Stoke-on-Trent og Wak- efíeld. I Wakefíeld vom dauðsföll vegna hjartasjúkdóma tfðust, en fítuneysla minnst. Þessar niður- stöður ganga þvert á þá skoðun, að fítuneysla sé mikilvægur or- sakavaldur hjartveiki. Barker segir hins vegar, að fund- ist hafí sterk fylgni á milli hárrar tíðni dauða ungbama og mæðra þeirra fyrr á öldinni og hjartasjúk- dóma nú. Einstaklings- bundin ráðgjöf Hjartaslag er nátengt blóðþrýst- ingi, sem talið er, að ráðist mjög snemma á ævinni. Dauðsföllum vegna hjartaslags hefur fækkað með aukinni velmegun. Barker telur, að hjarta- og kransæðasjúkdómar ráðist af slæmri fæðu ungbama eða ef móð- ir þeirra hefur liðið skort í æsku, sem skaðar hæfni hennar til að eignast bam. Sú skoðun hefur verið ríkjandi, að mikil fituneysla og hreyfíngar- leysi valdi því, að æðar stíflist, og fólki, sem neytir mikillar fítu og hreyfír sig lítið, sé að jafnaði hætt- ara við hjartaáföllum. Tilraunir til að draga úr þessum áhættuþáttum hjá þúsundum manna báru engan árangur. Reyndar virtist það vera 8vo, að þeim, sem fengu slíka með- ferð, væri hættara við dauða en hinum, sem iátnir voru í friði. Barker telur, að gefa verði fólki ráð eftir aðstæðum þess snemma á lífsleiðinni fremur en að sömu ráðin dugi öllum. Bretland: Eþíópískum prinsessum boðið land- vistarleyfi Lundúnum, Reuter. BRESKA stjórnin tilkynnti á þriðjudag að sjö konur, ætt- ingjar fyrrum Eþiópíukeis- ara, Haile Selassie, gætu sest að í Bretlandi. Aður hafði stjórn konunúnista í Addis Ababa ákveðið að leysa þær úr haldi. Konumar sjö, þar á meðal 79 ápa gömul dóttir Selassies, hafa verið í fangelsi án þess að réttað hafí verið í máli þeirra sfðan kommúnistar sviptu keis- arann völdum árið 1974. Eþíópíustjóm tilkynnti á laug- ardag að konumar hefðu verið leystar úr haldi. „Sumar kvennanna stun- duðu nám hér f Bretlandi og hér eiga þær marga vini. Við vonum að þeim verði innan skamms leyft að yfírgefa Eþíópíu. Vilji þær kqrna til Bretlands em þær velkemnar," sagði Lynda Chalker, aðstoðar- utanríkisráðherra. Hún bætti við að stjómin bfði nú frétta af þremur dóttursonum keisar- ans, sem enn em f haldi f Eþfópíu. 13.310 Sovétmenn sagðir hafa fallið í Afffanistan Moskvu, Reuter. 3 SOVÉTMENN tilkynntu I gær að 13.310 sovéskir hermenn hefðu fallið og 35.478 særst i stríðinu í Afganistan, sem hófst í desember árið 1979. Auk þess væri 311 sovéskra hermanna saknað og þeirra á meðal væru stríðsfangar sem afganskir skæruliðar héldu enn. Aðstoðarutanríkisráðherra Sovétríkj- anna, Júlí Vorontov, gaf einnig í skyn í gær að Sovétmenn gætu tekið brottflutning sovéskra hermanna frá Afganistan til endurskoðunar hætti Pakistanir ekki að bijóta samningin sem gerður var í Genf í síðasta mánuði. „Standi Pakistanir ekki við anistan fæm afgönsk stjómvöld samninginn sem gerður var í Genf grípum við til viðeigandi ráðstaf- anna,“ sagði Vorontsov á blaða- mannafundi f Moskvu í gær. Þeg- ar hann var spurður hvort Sovét- menn myndu hætta við brottflutn- inginn eða senda hermenn aftur til Afganistans svaraði hann: „Við gætum þurft að boða til annars blaðamannafundar til að skýra frá viðbrögðum okkar.“ Vorontsov sagði að sovésk stjómvöld hygðust skilja hemaðarráðgjafa eftir í Afg- fram á það, en það segja Banda- ríkjamenn brot á Genfar-samn- ingnum. Sovéski hershöfðinginn Alexej Lfzftsev sagði á sama blaðamanna- fundi að 13.310 sovéskir hermenn hefðu fallið, 35.478 særst, 311 hermanna væri saknað, og þeirra á meðal væru stríðsfangar. Hann vildi ekki upplýsa hversu margir stríðsfangar væm enn í haldi í Afganistan, en sagði Sovétmenn myndu gera allt sem þeir gætu til að fá stríðsfangana heim. Samkvæmt tölum Sovétmanna munu 12 prósent þeirra sovésku hermanna sem börðust í stríðinu í Afganistan hafa fallið, ef gert er ráð fyrir að alls hafí 115.000 Sovétmenn barist þar, eins og al- mennt er talið. Til samanburðar má nefna að 47.321 bandarískir hermenn féllu í stríðinu í Víetnam, eða 10,5 prósent þeirra 450.000 Bandaríkjamanna sem þar börð- ust. Vorontsov sagði að um 2.000 afganskir skæmliðar og „hundmð vopnaflutningabfla" hefðu komið til Afganistans frá Pakistan síðan Sovétmenn hefðu hafíð brottflutn- inginn 15. maí. Hann sagði að sovésk stjómvöld hefðu kvartað yfír þessu við pakistönsk stjóm- völd og vænti skýringa frá þeim.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.