Morgunblaðið - 26.05.1988, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 26.05.1988, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 26. MAÍ 1988 41 Ökuleikni Bindindisfélags ökumanna: Keppt á 40 stöðum Flensborgarskóla slitið BINDINDISFÉLAG ökumanna heldur I sumar eins og endranœr keppni í ökuleikni. I ár verður keppt á fleiri stöðum en nokkru sinni fyrr, eða nœrri 40 stöðum víðsvegar um landið. Fyrsta keppnin verður föstudaginn 27. mai, svokölluð préssukeppni, og munu þar spreyta sig fulltrúar allra fjölmiðlanna. Fyrsta aimenna keppnin verður haldin í Keflavík laugardaginn 28. maí. Daginn eftir verður síðan keppni í Reykjavík og verður hún í tengslum við reiðhjóladag Kringlunnar. Hringferð Okuleikninnar hefst föstudaginn 10. júní. Farið verður suður um land og fyrst keppt á Hellu. Ökuleiknin verður auglýst á hveijum stað þegar þar að kemur. Sigurvegarar úr karla- og kvenna- riðlum munu fara { úrslitakeppnina þann 3. september n.k. Sigurvegarar fá utanlandsferð með ferðaskrifstof- unni Sögu auk verðlaunabikara. Fjöldi annarra verðlauna er í boði. Mazda umboðið Bílaborggefur Maz- da 626 árgerð 1989 og einnig lánar Landsþing- ITCá * Islandi LANDSÞING Landssamtaka ITC á íslandi veður haldið á Hótel KEA á Akureyri dagana 27.-29. maí nk. ITC er skammstöfun á Inter- national Training in Communicati- on, sem eru alþjóðleg samtök er hafa að markmiði að þjálfa foiystu- hæfileika, auka hæfni sem áheyr- andi og flytjandi, þjálfa skipulags- hæfileika, byggja upp sjálfstraust og að ná meiri virðingu í starfi og samfélaginu sem einstaklingur. Á íslandi hafa þessi samtök starfað í 15 ár undir nafninu Mál- freyjur en nafninu hefur nú verið breytt. Starfandi eru 24 deildir víðsvegar um landið og eru félagar orðnir milli 500 og 600 talsins. Aðalgestur þingsins er fulltrúi alþjóðasamtakanna, Hilda M. Firer frá Suður-Afríku. Aðrir gestir og fyrirlesarar eru sr. Birgir Snæ- bjömsson vígslubiskup, Guðrún Hallgrímsdóttir, Haraldur Bessason rektor, Sigfús Jónsson bæjarstjóri og Valgerður Sverrisdóttir þing- maður. Forseti landssamtakanna er Kristjana Milla Thorsteinsson. Um- sjónarmaður þingsins er Hulda Eggertsdóttir. Þingið verður sett föstudaginn 27. maí kl. 20.00. (Fréttatilkynning) umboðið bfla til úrslitakeppninnar og veitir henni fjárhagslegan stuðning. (Fréttatilkynning) Minjar og saga: Endurbygg- ing Viðeyj- arstofu FUNDUR verður haldinn í hinu nýstofnaða félagi Miiyar og saga í dag, fimmtudaginn 26. maí, kl. 17.15 í Þjóðmiiyasafni. Sýndar verða myndir frá endur- byggingu Viðareyjarstofu, sem til stendur að taka í notkun á afmæli Reykjavíkur 18. ágúst nk. Þar munu þau Magnús Snædal og Margrét Hallgrímsdóttir gera grein fyrir framkvæmdum, sem þar standa yfir og fomleifauppgreftri í Viðey. (Fréttatilkynning) Hárgreiðslu- og snyrtistofan Gresika er flutt í nýtt húsnæði á Rauðarárstig 27 fyrir ofan nýja pósthúsið, en stofan var áður til húsa á Vesturgötu 3. Á nýja staðnum er rekin þrenns- konar starfsemi. Hárgreiðslustofan er í eigu Emu Guðmundsdóttur og Þorgerðar Pálsdóttur. Elísabet Matthíasdóttir rekur snyrtistofuna og hefur flutt þá starfsemi sína frá Hótel Loftleiðum. Sólveig Bima Jósefsdóttir og Fjóla Kristjánsdóttir Flensborgarskólanum var slit- ið föstudaginn 20. mai sl. og voru brautskráðir 47 stúdentar, 5 reka fyrirtækið Áferð, sem sér um handmaska, naglasnyrtingu og Les- ley-gervineglur. Á stofunni em til sölu margvís- legar hársnyrtivömr og snyrtivörur frá ýmsum fyrirtækjum. AJbfna Thordarsen arkitekt sá um hönnun innréttinga. Áferð hannaði Sigurður Einarsson arki- tekt. Ema Guðmundsdóttir rekur áfram hárgreiðslustofuna á Hótel Loftleiðum. (Fréttatilkynning) nemendur með verslunarpróf og 1 með lokapróf af tæknifræði- braut, alls 53 nemendur. Við skólaslitin voru kynnt ákvseði í erfðaskrá Önnu Jónsdottur ljós- myndara, sem lést fyrir nokkrum mánuðum, en hún gaf andvirði húseignar sinnar til sjóðstofnun- ar til að styrkja efnilega nemend- ur til framahaldsnáms að loknu prófi frá Flensborgarskólanum. Er sjóðurinn helgaður minningu föður hennar, Jóns Þórarinsson- ar, sem var fyrsti skólastjóri Flensborgarskólans. Bestum námsárangri á stúdents- prófí náðu Guðrún Guðmundsdóttir, sem útskrifaðist bæði af náttúm- fræðibraut og viðskiptabraut með 37A, 14B og 2C, en hún stundaði nám við Öldungadeild skólans, Þór- unn Rakel Gylfsdóttir (30A, 20B og 1 C), sem útskrifaðist af mála- braut og stundaði námið í Öldunga- deildinni. Skólameistari, Kristján Bersi Ólafsson, skýrði frá því í skólaslita- ræðunni, að nýlega hefði skólanum borist tilkynning um innihald erfða- skrár Önnu Jónsdóttur ljósmynd- ara, sem lést fyrir nokkmm mánuð- um. Þar var ákvæði um að selja skyldi húseign Önnu á Austurgötu 28 í Hafnarfírði og leggja andvirðið í sjóð er nefnist Fræðslusjóður Jóns Þórarinssonar og er hlutverk hans að styrkja til framhaldsnáms efni- legt námsfólk, sem lokið hefur námi við Flensborgarskólann, en hann á að vera f umsjá skólanefndar skól- ans. Auk skólameistara tóku til máls við skólaslitin Guðrún Ingvarsdótt- ir, fulltrúi 50 ára gagnfræðinga, Ólafur Thordarsen, fulltrúi 40 ára gagnfræðinga, og Ámi M. Mathie- sen, fulltrúi 10 ára stúdenta, og færðu þau öll skólanum gjafír. Einnig talaði fulltrúi nýstúdenta, Valdimar Svavarsson, og kór Flens- borgarskóla söng við athöfnina undir stjóm Margrétar Pálmadótt- ur. Hvolsvöllur: Fundur um atvimiumálí Rangárþingi Selfowi. FUNDUR um atvinnumál í Rang- árþingi verður haldinn i Hvoli á Hvolsvelli föstudaginn 27. maí klukkan 21.00. Fundurinn er haldinn að frum- kvæði sveitarstjóma í Rangárvalla- sýlsu vegna samdráttar í atvinnu og brottflutnings fólks úr sýslunni. Tilgangur fundarins er að vekja heimamenn til umhugsunar og leita leiða til úrbóta. Þingmönnum Sunn- lendinga er sérstaklega boðið til fundarins og allir Rangæingar eru hvattir til að mæta. Framsögumenn á fundinum em Matthías Pétursson Hvolsvelli, Sig- urður Guðmundsson Byggðastofn- un, Bergur Pálsson Hólmahjáleigu, Sigurður Haraldsson Kirkjubæ, Jónas Þór Jónsson Hellu, Páll Guð- brandsson Hávarðarkoti, Magnús Finnbogason Lágafelli, Aðalbjöm Kjartansson Hvolsvelli, Jón Óskars- son Hellu, Gunnar Bragason Hellu og Ólafur ólafsson Hvolsvelli. — Sig. Jóns. Eigendur og starfsfólk Gresiku á Rauðarárstig. Frá vinstri: Sólveig Bima, Þorgerður, Erna, Fjóla, Elísabet og Guðlaug. Hárgreiðslu- og snyrti- stofan Gresika flutt Minning: Jónína Jónsdóttir Fædd 28. september 1907 Dáin 17. mai 1988 Hinn 17. maí sl. lést í Landa- kotsspítala Jónína Jónsdóttir, Brá- vallagötu 10 hér í borg, eftir lang- varandi veikindi. Kom lát hennar því ekki á óvart. Er mér ljúft að minnast hennar bæði vegna ættar- tengsla við eiginmann hennar Axel Bjömsson, sem látinn er, og ekki hvað síst vegna góðra kynna við hana sjálfa. Jónína var fædd í Ystubúð í Ólafsfirði 28. september 1907 og var því á 81. aldursári, er hún lést. Hún var dóttir hjónanna Magneu Rögnvaldsdóttur og Jóns Þorkels- sonar, er þar bjuggu. Vom þau bæði ættuð úr Fljótum. Þegar Jóntna var 7 ára að aldri fluttist fjölskyldan að Vík í Héðins- fírði. Átti Jónína góðar minningar þaðan og varð ttðrætt um Héðins- fjörð. Eftir 4 ára dvöl í Héðinsfirði lá leiðin í Fljótin á heimaslóðir for- eldranna. Bjó fjölskyldan þar lengst af á bænum Steinhóli. ólst fvar bróðir Jónínu, sem var 2 ámm yngri, þar upp með henni, en auk þess tóku foreldramir að sér fóstur- böm, eins og títt var i þá daga. Með þeim Jónínu og ívari var alla tíð kært svo og konu ívars, Bjark- eyju Gunnlaugsdóttur. Þegar Jónína var uppkomin var hún í vistum um skeið á nokkmm stöðum hér í borginni. Taldi hún hlutskipti sitt hafa verið erfitt þá eins og ttmamir vom. Hinn 9. nóvember 1933 giftist Jónína Axel Bjömssyni, ættuðum úr Eyjafirði, miklum atorku- og dugnaðarmanni. Axel var fæddur 17. júní 1895, sonur hjónanna Bjöms Bjartmarssonar og Margrét- ar Sæmundsdóttur, er bjuggu í Hrísey og víðar t Eyjafirði. Hann var þá ekkjumaður. Hafði misst konu sína, Aðalheiði Sigtryggs- dóttur, nokkmm ámm áður frá tveim dætmm á bamsaldri. Þau Jónína og Axel bjuggu lengst af á Akureyri. Þau eignuð- ust tvær dætur, þær Unni og Jónfdu Guðbjörgu. Dvaldist Unnur lengst af með foreldmm sfnum og eftir lát föður síns hélt hún heimili með móður sinni á Brávallagötu 10. Jónída eða ída eins og hún var kölluð var sjúklingur frá bamsaldri og rúmliggjandi alla ævi, en hún náði þrítugsaldri. Axel var sökum vinnu sinnar oft langdvölum að heiman, en hann var á ms. Snæ- felli frá Akureyri, lengst af sem vélstjóri. Kom það því í hlut Jónínu, sem oft var heilsutæp, að annast heimilið og hjúkra dóttur sinni. Mun öllum þeim er til þekkja minnis- stætt adf hve mikilli fómfysi og alúð sú umhyggja var látin í té, því eng- ar vom stofnanimar þá, sem gátu létt undir, aðeins var um að ræða tímabundna sjúkrahúsvist, ef alvar- legri veikindi steðjuðu að. Naut hún við þetta dyggrar aðstoðar Magneu móður sinnar á meðan henni entist aldur. Árið 1965 fluttist flölskyldan til Keflavíkur, en þangað höfðu þá flust eldri dætur Axels, þær Jónína og Aðalheiður, ásamt fjölskyldum sínum. Er Jónína gift Bergþóri Amgrímssyni, vélstjóra frá Akur- eyri, en maður Aðalheiðar er Bryn- leifur Jóhannesson, ættaður úr Skagafirði. Rekur hann bflasölu f Keflavík. Axel varð ekki langra lífdaga auðið eftir að hann flutti suður. Hann lést 2 áram sfðar tæpra 72 ára að aldri. Fluttist Jónína eftir það til Reykjavíkur og bjó það sem eftir var ævinnar með Unni dóttur sinni, sem annaðist móður sína af mikilli nærfæmi og ástúð í veikind- um hennar. Var henni því auðið að dveljast á heimili sínu, þar til skömmu fyrir andlát sitt. Jónína var trygg vinum sínum og venslafólki. Hún hafði ákveðnar skoðanir og fylgdist vel með mönn- um og málefnum liðandi stundar eins lengi og kraftar entust. Þegar komið er að leiðarlokum er margs að minnast. Er mér ofar- lega í huga áttræðisafmæli Jónínu sl. haust. Þá átti hún því láni að fagna að vera tiltölulega vel frtsk, geta klæðst og glaðst með afmælis- gestum, sem hún veitti af sinni al- kunnu gestrisni. Ekkert var of gott fyrir gesti hennar hvorki þá né endranær. Jarðarför Jónínu fer fram frá Akureyrarkirkju í dag. Fyrir mína hönd og fjölskyldu minnar færi ég Unni, stjúpdætmm Jónfnu og fjölskyldum þeirra svo og ívari bróður hennar og hans fjöl- skyldu innilegar samúðarkveðjur. Hjördís Á. Briem
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.