Morgunblaðið - 26.05.1988, Blaðsíða 52

Morgunblaðið - 26.05.1988, Blaðsíða 52
52 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 26. MAÍ 1988 ogatta metra söngir alager. • Úr „glass fiber". • 6,7 og 8 metra á lager. • Allar festingar og fylgi- hlutir innifalið í verðinu. • Stenst ágang veðurs. • Fislétt. • Fellanleg. • Gyllt plexiglerkúla. • Snúningsfótur kemur í veg fyrir að fáninn snúist upp á stöngina. • Auðveld í uppsetningu. • Útvegum aðila til upp- setningar. • íslenski fáninn í öllum stærðum á lager. • Allir fylgihlutir eru fáan- legir stakir. Grandagarði 2, 101 Rvík. sími 28855. IAGIT: FACIT RITVÉLAR REIKNIVÉLAR PRENTARAR TÖLVUHÚSGÖGN Kúba — alþýðuvöld og alþjóðahyggja eftír Ingu Sigurðar- dóttur og Sigurð Einarsson „Ég ber mikið traust til þjóðarinn- ar. Ég trúi á mennina, trúi á gildin og málstaðinn. Hvemig get ég ann- að, þvi þegar við byijuðum áttum við ekkert. Þegar pólitíska baráttan og byltingarbaráttan hófst, áttum við ekki einu sinni einn sentavó, ekki áttum við vopn, ekki höfðum við samtök, við höfðum ekki einu sinni nafti né áhrif. Við byijuðum á núlli, byijuðum með ekkert. Við hefðum ekkert getað, ekki einu sinni reynt, ef við hefðum ekki treyst á málstað- inn, ef við hefðum ekki treyst þjóð- inni, ef við hefðum ekki treyst mönn- unum. Ef ég væri ekki bjartsýnn, hvemig hefði ég getað viðhaldið þessari stefnu, þessum markmiðum, þessum áætlunum? Nú er ekki lengur um að ræða einn einstakling eða hóp ein- staklinga, heldur milljónir manna, sem eiga sér kenningu, stefnu og röð gilda. Hver skyyldi vilja eyðileggja þetta? Ég trúi á manninn og ég trúi því, að fram komi nýir menn og nýjar kynslóðir. Ég bind miklar von- ir við, að fram komi hæfari menn en við, betri en við.“ (Fidel Castro, 29. júní 1987.) Þannig talar Fidel Castro um -kú- bönsku þjóðina. Þjóðina, sem hann leiddi til sigurs í alþýðubyltingu fyrir um 30 árum síðan. Hahn er aðalrit- ari Kommúnistaflokksins og forsæt- isráðherra landsins. Næstur honum er Raúl Castro, sem er yfirmaður hersins og annar aðalritari flokksins. Enginn vafl er á því, að Fidel er leið- togi þjóðarinnar [ huga fólksins. Hann sameinaði þjóðina til eigin frelsunar og fólkið telur sig eiga honum mikið að þakka. Hann er mjög áberandi í þjóðlífínu og er ætíð sá, sem heldur raeður á stórum stund- um og vígir nýjar stofnanir. Þetta kemur okkur stundum spánskt fyrir sjónir og maður spyr sig óneitan- lega, hvort ekki væri ráð, að dreifa þessu eitthvað. Þegar þessari spum- ingu er varpað meðal fólks, verður svarið ætíð á sömu lund: Við viljum heyra í Fídel, hann er okkar maður. Hann er okkar fulltrúi, sameiningar- tákn þjóðarinnar og tákn Byltingar- innar. Lífskjör Fólk, sem ferðast hefur um Róm- önsku Ameríku, segir oft, að koma til Kúbu veki upp svipaða tilfínn- ingu og að koma til Evrópu. Er þá átt við samanburð lífskjara á Kúbu og í öðrum löndum Rómönsku Ameríku. Um götur Havana gengur prúð- búið, glatt fólk, meðan vart verður þverfótað fyrir betlurum í borgum eins og Líma í Perú, þar sem sósíal- demókratinn Alan Garcia ræður ríkjum. Fyrir byltingu var oft talað um Havana sem allsheijar „búllu". í slíkri borg hafa konur litla sem enga möguleika á atvinnu. Oft var það eina leiðin til framfærslu að selja blíðu sína. í dag eiga allir Kúbanir rétt til vinnu, þannig að engin kona þarf að leiðast út í vændi. En eins og 2. ritari ung- kommúnista orðaði það „Á Kúbu er ekkert skipulagt vændi, en þú getur fundið vændiskonur." Eftir 7 mánaða dvöl í Havana höfum við rekist á tvær slíkar úti á götu. Álíka marga ofdrykkjumenn höfum við séð, en enga eiturlyfjaneytendur. Þetta ætti að teljast nokkuð gott f 2 milljóna manna borg. Einhver önnur spilling þrífst vissulega í höf- uðborginni. Til eru ungmenni, sem heldur vilja stunda dollaraviðskipti við ferðamenn, en taka þátt í upp- byggingu sósíalismans. Þetta er mjög lítill hluti ungs fólks, sem „Á Kúbu er fjöldalýð- ræði tryggt með svo- kölluðum alþýðuvöld- um (Poder Popular). Þau voru stofnuð til að tryggja sem best fram- kvæmd sósíalísks lýð- ræðis og til að auðvelda þátttöku fjöldans í stjórnun iandsins bæði í sveitastjórnum og landsstjórn. kaupir dollara af ferðamönnum. Kemur þeim síðan í verð í sérstök- um dollarabúðum, sem eru fyrir ferðamenn og aðra útlendinga, og selur góssið á svörtum markaði. Almenningur fyrirlítur þessa iðju og segir, að þetta fólk nenni ekki að vinna. Ungkommúnistar hafa ákveðið starf í gangi til að snúa þessu fólki til betri vegar, en segja að alltaf séu einhveijir, sem heldur vilja stunda svona líf. Á Kúbu er fólkinu tryggðar nauð- synjavörur með skömmtun á vörum á lágmarksverði. Þar fyrir utan getur fólk keypt vörur fijálst á hærra verði. Ekki verður sagt að vöruúrval sé mikið, en allir hafa nóg og eru menn almennt ánægðir með sitt hlutskipti. Hér ríkja önnur gildi en neysluhyggjan og markmið- in eru önnur en @ð auka persónu- lega neyslu. Þegar minnst er á lffskjör má ekki gleyma rétti fólks til menntun- ar og heilsugæslu. Níu ára skóla- skylda er á Kúbu, en flestir ljúka tólfta bekk. Æðri menntun er opin öllum og fer úrvalið eftir frammi- stöðu í skóla og atvinnulífí. Þar skiptir líka máli þátttaka í fjölda- samtökum og framkoma við með- bræður sína. Mesta stolt Kúbana er uppbygg- ing og framkvæmd heilsugæslu. í hveiju hverfí eru læknastofur og hefur hver heimilislæknir um 600 fbúa á sínum snærum. Einnig eru starfræktar heilsugæslustöðvar, sem sjá um sérfræðiþjónustu og sjúkrahús í hinum ýmsu sérgrein- um. Áhersla er lögð á fyrirbyggj- andi aðgerðir. Má þar nefna öflugt mæðra — og ungbamaeftirlit og starfsemi fyrir eldri borgarana f hverfunum. Milli klukkan átta og nfu á morgnana má sjá gamla fólk- ið gera leikfímisæfíngar í skemmti- görðum borgarinnar. Samkvæmt okkar reynslu, er auðveldara að nálgast sinn heimilislækni á Kúbu en á íslandi. Hverfanefndimar til vamar bylt- ingunni (CDR) gegna mikilvægu hlutverki í heilsugæslunni. Þær að- stoða við framkvæmd bólusetninga. I hveiju hverfí er ein kona, sem sér um að hvetja nágrannakonur sínar til að fara í krabbameinsskoðun. Og innan hverfanefndanna blandar fólk sér í málefni hvers annars og hvetur og aðstoðar hvert annað til lausnar á sfnum vandamálum. Alþýðuvöld 1976 var samþykkt stjómarskrá Kúbu. Hún hafði þá verið tekin til umræðu meðal þjóðarinnar, þannig að hver einasti maður hafði tæki- færi til að segja sína skoðun á henni. Árið áður var fjöldskyldulög- gjöfín samþykkt með sama hætti. A Kúbu er fjöldalýðræði tryggt með svokölluðum alþýðuvöldum (Poder Popular). Þau vom stofnuð til að tryggja sem best framkvæmd sósí- alísks lýðræðis og til að auðvelda þátttöku fjöldans í stjómun landsins bæði í sveitarstjómum og lands- stjóm. Sveitarfélögunum, sem em 169 talsins, er skipt niður í ein- menningskjördæmi. Fólkið velur sinn fulitrúa f almennum kosning- um og mynda þessir fulltrúar sveit- arstjómarinnar, sem sjá um fram- kvæmdir og stjómun hver á sínu svæði. Úr röðum sveitarstjómar- manna er síðan valið í stjómir í 14 sýslum landsins og til þjóðþingsins, sem er æðsta stofnun ríkisins. Ljóst er að allir sem eiga sæti á þinginu verða að hafa verið valdir upphaft lega í sínu einmenningskjördæmi. í einmenningskjördæmunum em haldnir almennir fundir á sex mán- aða fresti. Annar greinarhöfunda hafði tækifæri til að sitja einn slíkan fund. Þár kom fólkið fram með til- lögur og kvartanir, sem vörðuðu nánasta umhverfí þess. Rætt var m.a. um aðbúnað heimilislæknisins, illa upplýstar götur, lélega vörslu lögreglunnar og húsnæðismál. Full- trúi fólksins fékk yfír sig miklar skammir fyrir að hafa ekki leyst það sem kvartað var yfir á síðasta fundi. Lögreglumaður svæðisins var kallaður upp á pall og sneri þaðan sneyptur, því fólkið hafði staðið hann að því að stunda kaffíhús í stað þess að líta eftir svæðinu. Á sama fundi fékk heimilislæknirinn þvílíkt hrós, að hann varð feiminn. Mannréttíndi Undanfamar vikur hafa mann- réttindamál verið mikið til umræðu hér á Kúbú. Fundurinn í Genf er á hvers manns vömm og mikið í frétt- um. Þar gerðust Bandaríkjamenn svo djarfír að pússa upp hryðju- verkamann og gera hann að sendi- herra sfnum á fundinum. Valladares var í lögreglu einræðisherrans Batísta á sfnum tfma. En það var ekki ástæðan fyrir fangelsun hans. Eftir sigur Byltingarinnar tók hann þátt í skemmdarverkum og notaði til þess sprengiefni uppmnnið frá Talaðu við ofefeur um þvottavélar SUNDABORG 1 S. 68 85 88 -688589 ] LONDOI 9 I (xi viki l FLUGLEIÐIR -fyrir þig- Fyrirliggjandi í birgðastöð SKIRASIANGA- JARN Flokkur (grade) A. DNV-skírteini. Sandblásið og grunnað Fjölbreytni í stærð og þykkt. Skipavinklar Skipaflatjárn SINDRA^STÁL HF BORGARTÚNI31, SÍMAR 27222 & 21684
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.