Morgunblaðið - 26.05.1988, Blaðsíða 54

Morgunblaðið - 26.05.1988, Blaðsíða 54
54 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 26. MAÍ 1988 Minning: Jón Sigurjóns- son á Fjósum Fæddur 13. júlí 1911 Dáinn 16. maí 1988 Hann Jón frá Fjósum er dáinn. Svona hljóðaði fréttin að kvöldi eins sólríkasta dags þessa vors. Vorið lék á létta strengi, lýsi sól um fjöll og byggð, - mitt í lífsins æðsta yndi ógnað getur dauðans sigð. Jón hafði kennt lasleika fyrir nokkru. Hann var búinn að liggja eina viku á Landspítalanum. En þá kom kallið — kallið okkar allra. Jón hafði að venju vaknað snemma um morguninn, þvegið sér og rak- að sig, og hafði síðan farið aftur í rúmið. Þegar komið var að rúm- inu klukkan 9 var hann látinn. Hann hafði líka fyrir stuttu haft á orði þegar hann frétti um snöggt fráfall gamals sveitunga, að gott væri að fá að fara með þeim hætti. — Honum varð að þeirri ósk sinni. — Hann dó inn í vorið og rísandi sól. Sem bóndi, fjárríkur bóndi vestur í Laxárdal, hafði hann oft þráð vorkomuna og sól- arylinn. Svo fór mörgum á fyrri tíð þegar harka mislyndrar veðr- áttu svarf fastast að hjarta, þegar líf skepnanna og afkoma heimil- anna lék á veikum þræði. Foreldrar Jóns Siguijónssonar, þau Kristín Jónsdóttir frá Kambs- nesi og Sigurjón Jóhannesson, bjuggu í Laxárdal, lengst á Sáms- stöðum. Þau bjuggu við fremur lítil efni eins og fleiri í byijun ald- arinnar og áttu fyrir stórum hópi bama að sjá. — Siguijón var orð- lagður fjármaður,_ eins og ætt- menn hans fleiri. Átti alla tíð fátt fé en vænt og gullfallegt. Siguijón kunni mætavel á alla þætti farsællar ijármennsku, sem var í rauninni aðal hvers bónda á þeim tíma. Hann var nærgætinn og einstakur vinur þeirra málleys- ingja, er hann hafði undir höndum. Fyrirliggjandi í birgðastöð SVARTAROG GALVANISERAÐAR PÍPUR 000° Samkv.:Din 2440 ooO O O OOo Sverleikar: Lengdir: svart, 3/8 - 5“ galv., 3/8 - 4“ 6 metrar SINDRA/S^SIALHF BORGARTÚNI31, SÍMAR 27222 & 21684 AT^VDT TIL NORÐURLANDA UJJ JL JV 1 MEÐ LEIGUFLUGI Norræna félagið efnir nú í sumar til þriggja leiguflugferða til Norðurlanda. Til Ábo (Turku) í Finnlandi 12.-22. júní. Morgunflug út, kvöldflug heim. Beint flug með Flugleiðavél. Verð kr. 13.000,00. Til Árósa í Danmörku 29. júní til 8. júlí. Síðdegisflug út, kvöldflug heim. Beint flug með Flug- leiöavél. Verð kr. 11.700,00. Til Árósa í Danmörku 8.-18. júlí. Síðdegisflug út, kvöldflug heim. Beint flug með Flug- leiöavél. Verð kr. 11.700,00. Afsláttur er veittur fyrir börn undir 12 ára aldri. Farþegar til Ábo geta ýmist tekið hinar glæsilegu ferjur frá Ábo yfir til Álandseyja og Svíðþjóðar ellegar haldið ferð sinni áfram um Finnland. Far- þegar til Árósa eiga skammt yfir til Svíðþjóðar og einnig til Kaupmannahafnar. Skrifstofa Norræna félagsins, sími 1-01-65 og Norræna upplýsingaskrifstofan á Akureyri, sími 96-27599, veita nánari upplýsingar. Það mun hafa verið árið 1918 að Kristín kona hans veiktist hættulega. Urðu þau hjón að bregða búi og leystist heimilið að nokkru leyti upp. Slíkt varð margra hlutskipti áður fyrr og færra var til bjargar þá en nú. Menn urðu að treysta mest á sjálfa sig, eða guð og lukkuna eins og sagt er. Þegar þetta gerðist var Jón aðeins 7 ára gamall. Svo ung- ur að árum varð hann að yfirgefa bemskuheimilið. Það var mikil og sársaukafull breyting þótt hann nyti góðs atlætis á nýjum veru- stað. Upp frá því mátti segja, að hann yrði að sjá um sig sjálfur, standa á eigin fótum. Þegar hann hafði aldur og þroska til fór hann í vinnumennsku í dalnum, raunar fyrr en aldur leyfði. Mun hann jafnvel hafa búið að því alla ævi. — Víða var vinnan honum erfið, aðbúð og tillitssemi misjöfn, en kaupið harla lágt. — Þá lærði Jón þá lexíu að gera kröfur til sjálfs sín en ekki annarra. Henni var síðan fylgt það sem hann átti ólif- að. Jón var eftirsóttur vinnukraftur eins og það er orðað nú til dags. Hann hafði erft í ríkum mæli natn- ina og næmleikann í umgengninni við skepnumar. Það fylgdi honum alla ævi. Þegar vinnumennskunni lauk fór hann að stunda sjó að vetrinum en var í brúarvinnu á sumrin hjá Sigurði Bjömssyni brúarsmið. Líkaði honum það vel og gekk svo í nokkur ár. — Þó fann hann sig jafnan gest á framandi slóð. Sveit- in með grösum sínum og heiðal- öndum átti hug hans allan. Siguijón faðir hans hafði um fermingaraldur dvalið á Þorbergs- stöðum í Laxárdal. Þá bjó þar stór- bóndinn Kristján Tómasson. Hafði hann á annað hundrað ær í seli á sumrin frammi á Þverdal og var Sigurjón selsmalinn. Mun þetta hafa verið síðasti seljabúskapur í Dölum, á árunum 1887—1893. Það var því engin furða þótt sonur síðasta selsmalans vildi vinna sér þegnrétt í ríki sauðfjárbænda í Laxárdal. En áður en af því gæti orðið, bilaði heilsa Jóns. Mun hann alls hafa tapað um sjö árum af þeim kafla ævinnar, sem flestum nýtist best til að leggja undirstöð- ur farsæls ævistarfs. Hann dvaldi m.a. bæði á Vífilsstöðum og á Reykjum í Ölfusi. Uppúr því fékk hann vöðvarýmun og var það seinni hluti veikindatímabilsins. Þegar nokkuð fór að sjá fram úr síðari veikindum Jóns kom brátt í ljós, að aldrei hafði hann sleppt voninni um að mega flytjast aftur í sveitina sína. Hann þráði að geta unnið og notið betri krafta. Sjálfur Eigum fyrirliggjandi örbylgjuofna í úrvali, bæði frá SANYO OG HUSQVARNA. Ath. Með öllum okkar ofnum fylgir íslensk matreiðslubók og kjötmælir. Einnig lánum við okkar viðskiptavinum myndband með matreiðslunámskeiði, 1V$klst.,semerauðvitaðá íslensku. ÖRBYLGJUOFNAR 7 GERDIR \|0© FRÁ'®’ 18.500.-, staðgr. Komið - sjáið - sannfærist. Gunnar Ásgeirsson hf. Suðurlandsbraut 16 - Sími 69 16 00 1 i REIKNIVÉLAR prentarar tölvuhúsgögn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.