Morgunblaðið - 26.05.1988, Blaðsíða 55

Morgunblaðið - 26.05.1988, Blaðsíða 55
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 26. MAÍ 1988 55 orðaði hann það með þessum hætti: „Ekkert er eins dásamlegt eins og vera niðursokkinn í eitt- hvert starf, eiga sér áhugamál og geta sinnt þeim. Það er að mínu viti innihald lífsins — sjálf lífsfyll- ingin ...“ — Svona hugsaði Jón Siguijónsson alla ævi og mikil gæfa væri það þjóð og hveijum einstaklingi, ef slíkur hugsunar- háttur gæti enn ráðið ríkjum — í samræmi við breytta tíma þó. Draumurinn fagri um lífsfyll- inguna átti eftir að rætast að veru- legu leyti. Þegar heilsa hans fór loksins að batna, jókst honum áræði. — Um þetta leyti kynntist hann konu sinni, Kristbjörgu Maríu Ólafsdóttur frá Skoruvík á Langanesi, f. 17.11. 1919, d. 22.11. 1984. Nokkru áður, eða á fímmta áratugnum, hafði hann keypt jörðina Hamra í Laxárdal. Sú jörð hefur mikið afréttarland, vítt og gjöfult. Þau hjónin hófu þó ekki búskap á Hömrum, heldur tóku þau jörðina Fjós við Búðardal á leigu. Lítil voru efnin fyrst í stað, en jörðin landþröng fýrir sauð- fjárbúskap. Sagðist honum syo frá að á Fjósum hefði hann mjög no- tið afbragðsgóðra granna, en á hinn bóginn var sumarbeitin á Hamrafjalli ríkuleg og góð. Enda er skemmst frá því að segja að um nálega tveggja áratuga skeið rak Jón eitt afurðamesta sauð- fjárbú í héraðinu, alls um 500 fjár þegar flest var. A þessum árum kynntist undir- ritaður þeim Kristbjörgu og Jóni á Fjósum. Oft lá leiðin í Búðard- al, en þau bjuggu rétt við verslun- arhúsin. Tveir elstu drengirnir þeirra, þeir Magnús og Gunnar, voru hjá mér í skólanum að Laug- um. Mér féll einstaklega vel við þessa fjölskyldu, bæði foreldrana og ekki síður drengina. Jón minnti mig um margt á Magnús bróður sinn, en hann fórst í flugslysinu í Búðardal 13. mars 1947 og með honum hvarf mér besti vinur æskuára minna. Jón var jafnan léttur í máli og viðræðugóður, smáglettinn og hrókur alls fagnað- ar á góðri stund. Hreinskiptinn var hann í við- skiptum og þurftu samningar við hann ekki að vera skriflegir, allt stóð sem stafur á bók. Þau hjónin eignuðust 4 syni sem allir eru nú búsettir í Reykjavík. Þeir eru: Magnús Jóhann f. 23.1. 1949, starfsmaður í Álverinu í Straumsvík. Gunnar Ólafur, f. 27.10. 1950. Lauk prófí úr Stýri- mannaskóla. Helgi Ingólfur, f. 23.4. 1955, sakadómari í Reykjavík. Kristinn Siguijón, f. 11.5. 1958, vinnur á ljósritunar- stofu. Árið 1970 flutti Jón með fjöl- skyldu sína til Reykjavíkur. Krist- björg var þá með erfíða, ólækn- andi veiki og hann sjálfur með þverrandi krafta. Þau bjuggu á Ásvallagötu 46. Heilsu Kristbjarg- ar fór stöðugt hnignandi og að síðustu ósjálfbjarga sjúklingur, sem þurfti mikla umönnun. Jón annaðist hjúkrun og alla daglega hjálp, sem hún þurfti með. Hann gerði það með þeim hætti að slíks munu fá dæmi. Kom þá gleggst í ljós hvílíkur mannkostamaður hann var. — Þess er þó skylt að geta að Jensína systir hans veitti heimili þeirra ómetanlega hjálp öll árin. — Kristbjörg andaðist árið 1984. Ævintýrið í ríki Qallavíðáttunn- ar stóð stutt en það veitti Jóni ómælda ánægju í minningunni. Þegar maður kom á heimili hans var margt riQað upp frá liðnum árum. Stundum var þá stutt í hlát- ur hans, þennan sérstaka, kitlandi og glettna hlátur. Þrátt fyrir öll áföllin á lífsleiðinni átti hann í huga sér þá heiðríkjubletti, sem aldrei sló skugga á. Sonur síðasta selsmalans í Döl- um hvarf yfír móðuna miklu þegar grös taka að gróa í Hamrafjalli og Gaflfellsheiði. Við skaut moldar og gróðurs átti hann erfiða en minnisstæða göngu, sem nú að leiðarlokum skal þökkuð og virt. Einar Kristjánsson HérSérðuAðRétrjEfnin í Rétrj Litunum Geta Gert Kraftaverk Ætlarðu að breyta til svo ummunar? &>&&*** Þá eigum við flísar, parket, gólfdúka og veggfóður í úrvali mynstra og áferða. Við hjálpum þér við valið og blöndum síðan málningu í litum sem fara vel með, að þfnum smekk eða okkar ráðum. Til að vinna vel úr þessum efnum þarftu rétt áhöld. Þau eigum m viðöll ásamt gnægð góðra ráða, - þú skilur, við erum fagfólk. M 191 Síðumúla 15, sími (91)84533 - Rétr LlTURlNN!
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.