Morgunblaðið - 26.05.1988, Blaðsíða 58

Morgunblaðið - 26.05.1988, Blaðsíða 58
58 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 26. MAÍ 1988 Stjörnu.- speki Umsjón: Gunnlaugur Guðmundsson Hœfileikar Hrútsins Undanfama fimmtudaga t)ef ég fjallað um veikleika merkj- anna. Það er óneitanlega hollt að líta á skuggahliðamar og nauðsynlegt viljum við sigrast á veikleikum okkar. Það getur hins vegar verið slítandi og niðurdrepandi. Við þurfum því að bæta okkur upp síðastliðna fimmtudaga og skoða já- kvæðu hliðamar og hæfileika hvers merkis. Eins og áður byijum við á Hrútsmerkinu (20. mars — 19. apríl). Hraði Sennilega er einn helsti hæfi- leiki Hrútsins sá að geta starf- að undir álagi þar sem mikils hraða er krafíst. Þetta stafar af því að Hrúturinn hefur gaman af áskorunum og keppni og er fljótur að taka ákvarðanir. Snerpa Hrúturinn býr einnig yfir tölu- verðri snerpu. Það má líkja honum við beittan hníf sem afhausar þorska hratt og ákveðið. Hrúturinn er snögg- ur, hraður og beinskeittur. Það ásamt einlægni gerir að verkum að hann á auðvelt með að komast að kjarna hvers máls. Hrúturinn er ekki að sóa tímanum í óþarfa, hann gerir og segir það sem þarf að segja, án þess að vera með útúrsnúninga og tepruskap. Engin vafamál • Meðal hæfileika hrútsins er einnig gott innsæi. Hann þarf ekki að velta málum lengi fyrir sér, heldur fær strax til- finningu fyrir þvf hvað sé rétt og hvað ekki, a.m.k. fyrir sjálfan sig. Hann er því fljótur til og að öllu jöfnu ákveðinn. f sambandi við þetta má segja að rétt sé fyrir Hrútinn að treysta á fyrstu tilfinningu sem hann fær og forðast að velta málum of mikið fyrir sér. Það að vera fljótur að ákveða sig er því meðal hæfi- leika Hrútsins. Það er lítið um vafamál í lífi hans. Hann er því að öllu jöfnu skýr í hugsun og hefur mótuð viðhorf til manna og málefna. Ný verkefni Annar hæfileiki Hrútsins er sá að hann á auðvelt með að takast á við ný verkefni. Hann er ekki óöruggur þegar hann stendur frammi fyrir því nýja og óþekkta, hefur í raun gam- an af nýjum áskorunum. Sjálfstœði Einnig má nefna það að Hrút- urinn getur unnið sjálfstætt. Það er því hægt að segja við hann að það þurfi að vinna ákveðið verk, að hann skuli bara skella sér á staðinn og líta á aðstæður, að hann sjái sjálfur hvað gera þurfi o.s.frv.. Hugmyndaríkur Hrúturinn er hugmyndaríkur. Hann snýst því sjaldnast í kringum sjálfan sig og er að vandræðast yfír þvf hvað þurfi að gera eða hvemig sé best að leysa ákveðin mál. Hann á auðvelt með að láta sér detta í huga hvað gera þarf. Að lokum má geta þess að meðal heppilegri eiginleika Hrútsins er bjartsýni og sá eiginleiki að vera fljótur að losa sig við reiði og velta sér ekki upp úr vandamálum. Mörg merki Að sjálfsögðu hafa einstakir Hrútar fleiri hæfileika en framan greinir og sumir þeirra eru kannski rólegri en hinn dæmigerði Hrútur. Framangreint miðar við hið dæmigerða, en önnur merki hvers og eins hafa einnig sitt að segja. GARPUR GRETTIR DÝRAGLENS T---------;— FLE&T FOLK K'i'S FREMOR. KETTI OG H UAJPA EN SLÖNGDR FygiR 6/£LUC>ýlZ. / 6 tð\G FURðÁÍTsTÖR^ LE6A ’A P\/i -1/\Ð SE/W ER.UM S[/o HlðÓÐj L'ATAR^U/H ALDRe/.FL/E.R...' UÓSKA ER ií M AMD lýCr é’UN VAteA 1 » EILiVu.1 J FERDINAND SMAFOLK Fjárinn! Við þyrftum að búa við stöðuvatn.. Umsjón: Guðm. Páll Amarson Breska landsliðskonan Pat Davies var í sagnhafasætinu þegar þetta spil kom upp í keppni í Bretlandi nýlega. Vestur gefur; NS á hættu. Norður ♦ Á7632 ♦ 854 ♦ K8 ♦ Á109 Austur .. *G10 ▼ D10932 ♦ 43 ♦ KD53 Suður ♦ D8 ¥ÁG7 ♦ ÁDG9752 ♦ 8 Vestur Norður Austur Suður Pass Pass Pass 1 tígull Pass 1 spaði Pass 3 tíglar Pass Pass 5 tíglar Pass Pass Það þarf engan landsliðsspil- ara til að fá tíu slagi í gröndum, en norður var hræddur við hjartalitinn og valdi því tígul- geimið. Vestur spilaði út litlu laufi, sem Pat drap á ás blinds og spilaði strax spaða á drottningu. Vestur drap á kónginn og spil- aði áfram laufí. Pat trompaði og spilaði spaða á ás. Vestur ♦ K954 ¥K6 ♦ 106 ♦ G7642 Vestur Norður ♦ 763 ♦ 854 ♦ K8 ♦ 10 Austur ♦ 95 ♦ - VK6 II ♦ D10932 ♦ 106 ♦ 43 ♦ G76 ♦ K3 Suður ♦ - VÁG7 ♦ ÁDG975 ♦ - Staðan leit nú þannig út. Sex- an og sjöan í spaða höfðu hækk- að töluvert í tign og Pat spilaði sexunni lymskulega og hugðist henda hjarta heima. En austur hafði líka fylgst með millispilun- um og trompaði. Ekki var þó öll nótt úti enn. Pat yfirtrompaði, spilaði tígli að blindum og svínaði áttunni! Þá innkomu notaði hún til að fría spaðann og tígulkóngurinn sá svo um að hún gæti nýtt sér 11. slaginn. SKÁK Umsjón Margeir Pétursson Á heimsmeistaramótinu í hrað- skák í febrúar kom þessi staða upp í úrslitaeinvíginu. Michail Tal, fyrrum heimsmeistari, hafði hvítt og átti leik gegn Rafael Vaganjan. Élf * H jj|§ ÍÉ t 11 a HÉlf HHf mtm £ A H QM ■ ■ I WMl IS »»1C « wk. nm. Svartur hafði fórnað manni fyr- ir sókn og kóngur Tals lenti á hrakhólum. í þessari stöðu fann hann laglega leið til gagnsóknar: 30. Rf6+! - Kf7 (ekki - gxf6, 31. Dxe6+ og hrókurinn á g4 fell- ur) 31. Hd7+ - Kxf6, 32. Dc3+ - De5 (Eða 32 - e5, 33. Dxa5) 33. Bd4 (Eða 33. Hf7+) - Hxd4, 34. Dxd4 — Dxd4, 35. Hxd4 — Rb3,36. c6 og svartur gafst upp.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.