Morgunblaðið - 26.05.1988, Síða 65

Morgunblaðið - 26.05.1988, Síða 65
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 26. MAÍ 1988 65 að taka sér fósturbam, sem að vísu var ættingi afa, þó 10—20 manns hafi verið á heimilinu, Lilja Hannes- dóttir f. 1926, varð hún litla systir- in í hópnum og mikill sólargeisli, hún er gift Pétri Péturssyni. Margar minningar leita fram við tímamót. Hef ég heyrt það, að amma hefði þurft að merkja tvíbur- ana, þegar þeir voru litlir, því þeir voru svo nákvæmlega eins. Einnig heyrði ég að um tíma töluðu þeir sitt einkamál, sem enginn skildi. Eftir að ég komst til vits og ára átti ég alltaf erfítt með að þekkja þá í sundur, þó rýnt væri í litina og blikin, þá voru þeir samt líkír. Einu sinni átti ég að fara vestur að Kambi með Munda frænda, ég var um 8 ára aldur, hlakkaði ég mikið til fararinnar. Þetta var löng leið í þá daga og tók langan tíma, vegurinn vondur og margar ár óbrúaðar, en það er önnur saga. Hitti ég þá að ég taldi Bjama og sagði honum frá þessari fyrirhug- uðu ferð, og man ég hvað hann hló, en ég var þá víst að tala við Munda. Eg má líka til að segja ykkur eitt, að þegar amma varð 85 ára, fékk hún skeyti frá drengj- unum sínum yngstu, annar var á skipi nálægt Ameríku,-en hinn á skipi við Rússland, skeytin voru send á sömu mínútu og eins orðuð. Slíkt er oft samband milli eineggja tvíbura, en ég held að það séu margir sem hugsa vel til þess að fá að prófa slíkt líf, að vera svona mikið skyldur þeim sem manni þyk- ir vænst um. Tvíburamir lærðu það sama, höfðu sama lífsstarfíð — unnu sem vélstjórar, fyrst á sama skipi — síðan skildu leiðir. En þó þeir væru með sitt hvort hreiðrið, konu og böm, bjuggu þeir í sama húsi á Hagamel 31. En þar bjuggu lengst af 3 bræður, Kristján líka. Þessi fjölskylda hefur alltaf haft mjög sterk bönd sín á milli, þó að þau umgangist lítið hvort annað síðan amma fór. Þá er þessi streng- ur, sem hefur haldið þeim saman sem fjölskyldu mjög sterkur. Nú em afkomendur afa og ömmu á Kambi famir að nálgast hundrað og gaman væri að hittast og kynn- ast öllum sprotunum. Með söknuði kveð ég frænda minn Guðmund Jónsson, með þakk- læti fyrir viðkynninguna, veit ég að þeir sem undan eru gengnir, Óli, Kiddi, Elín frænka, afí og amma hafa tekið á móti honum. Sendi ég síðan mínar innilegustu samúðarkveðjur til konu hans og sona. Erla Stefánsdóttir „Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (V. Briem) Elísabet og Kristfn Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og vinarhug viö andlát og útför eiginmanns míns og föður, PÁLS KR. PÉTURSSONAR stýrimanns, Ljósheimum 14, Reykjavfk. Álfdís Ragna Gunnarsdóttir, Ólöf S. Pdlsdóttir. t Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður og afa, STEINS EGILSSONAR, Hátúni 8. Jónína Jóhannsdóttir, Eyþór Stelnsson, Sigrún ingibergsdóttir, Jóhann B. Steinsson, Hildur Magnúsdóttir og sonarsynir. t Alúðarþakkir fyrir vináttu og hlýhug viö fráfall og útför móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, ÁRNÝJAR J. ÁRNADÓTTUR, Bolungarvík. Hólmfríöur Hafliðadóttir, Sigurður E. Friörlksson, Sigrfður Norðkvist, Hálfdán Ólafsson, Elfas H. Guðmundsson, barnabörn og barnabarnabörn. t Innilegar þakkir fyrir auösýnda samúö viö andlát og útför eigin- konu minnar, móður okkar, tengdamóður og ömmu, ÁSTU MARTEINSDÓTTUR, Háageröi 41. Gestur Vigfússon, Svanur M. Gestsson, Hjördfs Benjamínsdóttir, ingibjörg Gestsdóttir, Sœvar B. Arnarson, Valgeir Gestsson, Ragna Rögnvaldsdóttir, Vilbergur V. Gestsson, Anna L. Hafsteinsdóttir og barnabörn. t Þökkum öllum þeim sem sýndu okkur hlýhug vegna fráfalls eigin- konu minnar, móður okkar, tengdamóður og ömmu, ÞÓRU MAGNEU HELGADÓTTUR. Guð blessi ykkur öll. Halldór Friörlksson og fjölskyldur. t Þökkum innilega auðsýnda samúö og vináttu við andlát og útför THYRU JUUL. Fyrir hönd annara vandamanna, Aase J. Kaldal, Bodyl Juul, Mogens Juul. t Þökkum innilega auösýnda samúð og hlýhug við andlát og jaröar- för eiginmanns míns, fööur okkar, tengdaföður, afa og langafa, HAUKS SIGURÐSSONAR. Ingunn Hauksdóttir, Sigrföur Þorgilsdóttir, Sigurður Hauksson, Guörún Hauksdóttir, Sif Hauksdóttir, Steingerður Hauksdóttir, Ragnhildur Hauksdóttir, barnabörn r Bjarnadóttlr, Valdimar Sverrisson, Ómar Sigurðsson, Guðrún Pálmarsdóttir, Liljar Heiöarsson, Gfsli Karlsson, Guðjón Magnússon, barnabarnabarn. Körfulyftur á vagi til sölu og leigu ni LA-SALA-SALA-SALA-SALA-SÍ Getum útvegað sterkar og öruggar körfulyftur með stuttum fyrirvara á góðu verði. Armlyfta 12m vinnuhæð kr. 1.076.700, Armlyfta 13m vinnuhæð kr. 1.287.600, Skotbóma 15m vinnuhæð kr. 1.478.500, Armlyfta/skotbóma 16m vinnuhæð kr. 1.721.600, Skotbóma 20m vinnuhæð kr. 2.025.800, M/v gengi |). 17/5 '88 Fáaniegar með keyrslumótor eða til ásetningar á bílpall. Einnig er hægt að fá vökvaknúna útdragara. Ath. Afgreiðslufrestur allt að 4 vikur. LEIGA-LEIGA-LEIGA-LEIGA-LEIGA Leigjum einnig út körfuiyftur 13 og 20m vinnuhæð með keyrslumótor og vökvaútdrögurum. Hljóðlátir og þægilegir í meðförum. t Þökkum auösýnd samúð og vináttu við andlát og útför móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, KRISTÍNAR ÁRNADÓTTUR. Sérstakar þakkir til starfsfólks hjúkrunardeildar Heilsuverdnar- stöövarinnar í Reykjavík. Nánari upplýsingar veittar á skrifstofu okkar. Fallar hf. Vestnrvör 7,200 Kópavogi. Símar 42322 - 641020. Jón Vigfússon, Guðrún Karlsdóttir, Arnl Vigfússon, Ragnhelöur Magnúsdóttir, Báröur Vigfússon, Slgrún Arnadóttlr, Sigurður Vigfússon, Guörún Guöjónsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. augljós 32.057

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.