Morgunblaðið - 27.05.1988, Qupperneq 11
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 27. MAÍ 1988
11
onalistar, Foucault og Derrida, hafi
ekki leyst tungumálið af klafa valds-
ins en hann telur sig hafa gert það
með því að beita marxískri sögu-
skoðun til þess að útlista enn betur
flörrun tungumálsins frá hinni upp-
haflegu tjáningarþörf náttúru-
hverfra flokka. Meðal þeirra hópa
er lítil þörf fyrir flölskrúðugt og
margbrotið mál, þar nægja hljóð eða
baul til þess að tjá hvatimar, óskir
eða vanþóknun.
Þekking á bókmenntum
markleysa
Crew álftur að deconstructional-
istar telji að þekking á bókmenntum
sé ekki gjörleg. Merking skáldverks
er alltaf bundin skilningi gagn-
rýnandans og heimsmynd hans og
því komi tilgangur höfundarins aldr-
ei fyllilega til skila. Þess vegna verði
öll gagnrýni nýr skáldskapur. Því
þarf að skilgreina og sundra hug-
myndum okkar um skáldverkið og
einnig hugmyndum höfundarins og
skilja það að nýju samkvæmt skiln-
ingi og heimsmynd gagnrýnandans.
Foucault telur að valdið gegnsýri
alla tilveru manna.
Þekkingin er tímabundin og þjón-
ar valdinu, raunveruleikinn er að-
eins til sem viðfangsefni umræðu,
mynd sem valdið ákveður eftir þörf-
um nauðsynjar sinnar. Samkvæmt
Foucault virðist valdakerfíð lokað
og algjört, þar sem tjáningar eða
orðræður eru algjörlega mótaðar af
því. Hugarheimurinn er því luktur
í sjálfum sér. „Foucault lætur hjá
líða að skýra hvemig hann komst
undan því“ (Crew). Tungumálið er
því sterkasta kúgunartæki valdsins
á hveijum tíma og þar með meðvit-
undarinnar. Því ber að bijóta upp
merkingu orðanna, sem er alltaf
fölsk, og sýna fram á falska merk-
í UÓNABÚRI
Erlendar bækur
Jóhanna Kristjónsdóttir
John Clive. The Lions’ Cage
Útg. Penguin 1988
Bækur um heimsstyijöldina
síðari hljóta að skipta þúsundum,
ef ekki tugum þúsunda. Þar eru
bæði á ferð sagnfræðibækur,
njósnasögur, hetjusögu? og fleiri
og fleiri. Lions’Cage er ólík flestum
stríðsbókum, sem ég hef gluggað í
og sameinar í sér eiginlega flesta
þætti sem áður voru upp taldir.
Sögusviðið er í Belgíu og það
iíður að Iokum, Þjóðverjar fara hal-
loka á flestum vígstöðvum og þeir
sem unnu á einn eða annan hátt
með Þjóðveijum, að ekki sé nú
minnzt á stúlkur, sem höfðu haft
samneyti við þá vita hvað þeirra
bíður.
Stúlkan Lissette, ung og huggu-
leg rekur kvikmyndahús í Antwerp
og hún stendur í ástasambandi við
þýzkan foringja. Hún gerir sér grein
fyrir að hún muni lenda í örðugleik-
um, en ekki er að spyija að ást-
inni. Manfred Þjóðveiji er einn af
manneskjulegu nazistunum - og
kannski er hann ekki einu sinni
nazisti- og því reynist hann Lissette
hjálparhella, þegar hún þarf að
koma undan gyðingi, sem er í þing-
um við móður hennar.
Bandamönnum miðar áfram í
sókninni og fyrirferðarmikil per-
sóna er Joe Porter, sem er allt í
senn kaldrifjaður og tilfinningalaus
ofurhugi og grimmdarseggur hinn
mesti. Hann hirðir lítt um annað
en ná sér niðri á Þjóðveijunum,
ekki vegna þess að hann sé haldinn
meira hatri í þeirra garð en ann-
arra, einvörðungu vegna þess að
hann er með sjúklegan kvalalosta.
Lýsingin á Porter virðist öfgafull,
en hún fær sjálfsagt staðizt. Það
voru ekki Þjóðveijareinir, sem unnu
fólskuverk í stríðinu og hetjuskapur
er teygjanlegt hugtak og verður
einatt ógeðslegur.
Þegar að því kemur að Banda-
menn eru innan seilingar taka íbúar
Antwerp til sinna ráða við „svikar-
ana“ og þar sem fangelsin rúma
ekki allan þann fjölda sem hinir
réttiátu telja að eigi að refsa er
þeim varpað í ljónabúrið í dýra-
garði bæjarins. Lýsingin á þessu
JOHN CLIVE
f||C Tha eiwmy rotroots - ond the
■ Wum boBleforsurvivolbegins
Kápumynd
efni er hrottalegm, en stuðzt er við
frásagnir sjónarvotta og höfundur
hefur einnig rætt við ýmsa þá sem
lifðu af vistina í búrunum.
Lissette er einnig alvörupersóna
og heitir Anita Davis. Hún átti í
ástasambandi við Þjóðveija, en þeg-
ar hann var talinn látinn, giftist
hún og flutti til írlands. Síðar kom
í ljós að ástmaður hennar hafði lif-
að styijöldina af.
Þegar Ljónabúrin komu út í
Belgíu á síðasta ári olli hún miklum
deilum og John Clive hlaut kaldar
kveðjur frá Belgum, sem sökuðu
hann um að snúa við staðreyndum
fog draga upp eins ógeðfyllda mynd
og hugsast gat af þeim fómfúsu
mönnum, sem lögðu allt í sölumar
fyrir baráttuna gegn óvinininum.
Og ekki var hann síður gagnrýndur
fyrir að halda fram máli þeirra sem
unnu með nazistum eða höfðu sam-
neyti við þá. En málið er aldrei svo
einfalt, og fáir eru algóðir eða al-
vondir og því skilar Clive framúr-
skarandi skýrt. Þessi saga er ein-
staklega áhrifamikil og óhugsandi
annað en maður velti ýmsum mál-
um fyrir sér upp á nýtt, eftir lestur
hennar.
Þessi útgáfa kom á markaðinn í
Bretlandi fyrir nokkmm vikum og
ég vona þess verði ekki langt að
bíða hún verði fáanleg hér.
Karl Marx
Þessi opinberun snertir ekki að-
eins samfélagið og stjómmálin, und-
irstöðuna, heldur einnig bókmenntir
og listir. Kenningar deconstmcti-
onalista var tekin sem marxísk út-
listun allra bókmennta frá upphafi,
sem sé að lesa þær á þann hátt að
innsta eðli þeirra og tilgangur yrði
greindur. Jameson telur sig finna
dulvitaða þörf fyrir fmmkommún-
isma í öllum bókmenntum heimsins,
séu þær lesnar með marxíska bók-
menntagagnrýni að leiðarljósi. Mjög
oft virðast höfundar hinna ýmsu
texta ekki gera sér fyllilega grein
fyrir þessari dulvituðu þörf, sem
kannski er ekki nema von, þeir
reyna, að dómi Jamesons, að bæla
hvötina óafvitandi. Sama er um list-
ir, kapítalísk list er „bæld listtján-
ing“. Samkvæmt þessum kenning-
um liggur þetta allt opið fyrir gagn-
lýnum augum og skilningi hinna
marxísku bastarða. Jameson telur
að hinir upphaflegu deconstructi-
ingu þeirra. Á þann hátt geta menn
öðlast frelsi.
Útfærsla bandarískra marxista-
bastarða á hugmyndakerfi Fouc-
aults og þó einkum Derrida er sam-
kvæmt kenningunni, að orðin öðlist
það inntak sem lesandinn gefur
þeim, þau geta ekki haft eigin eig-
ind, þau eru marklaus. Hrein skil-
greining merkinga orða er alltaf
mótuð af valdinu. Þess vegna ber
að forðast allar ákveðnar merkingar
hugtaka og orða, nema náttúrlega
merkingar sem falla að „sannri vit-
und“.
Steftia bandarískra marxista-
bastarða er því sú að rýja orðin
merkingu sinni og afnema allan
skýrleika og sérleika hugtakanna.
Allt tungutak og málfar á sama
rétt, skrílsmálið er þó hentugast til
þess að stuðla að „sanriri meðvit-
und“. Ýmsum aðdáendum Foucaults
og Derrida á meginlandinu og á
Englandi þykir nóg um þann sér-
stæða skilning sem margir hafa lagt
í kenningar meistara sinna og telja
að Jameson og fleiri hafi ekki skilið
þá réttum skilningi. En þeir skilja
fræðin samkvæmt þeirri forskrift,
sem býr í fræðunum: „Bundið og
leyst og raðað prófað sundrast"
(Sig. Daðason). Bygging tungu-
málsins er hlutuð sundur, rifin sam-
kvæmt forskriftinni. Hugarheimur
lærisveinanna ber í sér „nýjasta
sullumbull síbemskunnar".
Atlagan gegn móðurmálinu er
ástunduð víða um lönd innan skóla-
kerfanna. Hér á landi hefur atlagan
staðið á annan áratug, einkum í
grunnskólum þar sem áhrifa banda-
rískra bastarða-marxista gætir
mest, á íslenska töframarxista,
tungumál og saga eru samkvæmt
kenningu þeirra kúgunartæki með-
vitundarinnar og þau ber að hata.
í staðinn skulu koma:
„Röklausar tengingar fjarskyldra
greina.
Launvenzluð aldaskeið.
Nákomnar andstæður flotnar úr
fjarska."
(Sig. Daðason: Útlínur bak við
minnið. Rv. 1987.)
Þorsteinn Gauti
Tónllst
Jón Ásgeirsson
Þorsteinn Gauti Sigurðsson
píanóleikari hélt tónleika á vegum
Styrktarfélags íslensku óperunn-
ar sl. þriðjudag. Á efnisskránni
voru verk eftir Gunnar Reyni
Sveinsson, Rakhamanínov, Ravel
og Liszt.
Píanóverk Gunnars Reynis voru
þrír svítuþættir, þar sem tekist
er á við eigindir síðari tíma dans-
laga með svipuðum hætti og bar-
okkmeistaramir gerðu við dans-
lög síns tíma. Þetta er áheyrilegt
verk sem Þorsteinn Gauti lék
ágætlega vel. Næstu verkefnin
vom Elegie eftir Rakhmanínov
og Jeux d’eau eftir Ravel. Elegían
er op. 3, no.l og því í flokki með
verkum eins og cís-moll Prelúdí-
unni frægu og Polichinelle, sem
er einkar snjallt og tæknilega vel
skrifað fyrir píanóið. Elegían er
ljóðrænt verk sem var ágætlega
flutt en undarlega innhverft og
lokað í flutningi Þorsteins Gauta.
Jeux d’eau (Leikur vatnsins) er
meðal fyrstu verka (1901) Ravels
og því nokkuð á undan „vatnatón-
list“ Debussys, en því er oft rang-
lega haldið fram að Ravel hafi
stælt hann. Leikur vatnsins var
ágætlega útfærður en með nokk-
uð of stilltum hætti. í þessu verki
á einstaklega vel við að „þeyta“
vatninu til að frá með ærslafengn-
um hætti.
Þijú síðustu verkin vom eftir
Liszt. Vallée d’Obermann, sem er
6. verkið í svissnesku bókinni,
þeirri fyrri sem gefin var út undir
nafninu Ár pflagrímsins og Qalla
um merkileg fyrirbæri sem Liszt
Þorsteinn Gauti Sigurðsson
upplifði á ferðum sínum um Sviss
og Ítalíu og lestur góðra bóka.
Annað Liszt verkið er úr sömu
bók (nr.4) Au bord d’une source,
(Við uppsrettuna) sem er meist-
aralega gert verk og það þriðja,
Aprés une lecture du Dante (Eftir
lestur á Dante), er úr ítölsku bók-
inni (nr.7) og er það metnaðar-
fullt prógramverk, þar sem reynir
mjög á leikþol og áttundartækni
flytjenda. Þessu skilaði Þorsteinn
Gauti mjög glæsilega, sérstaklega
þar sem reynir á en svo virðist
sem honum sé ekki jafn eiginlegt
að leika með fíngerðar tilfinningar
og því verður viðkvæm tilfinnin-
gatúlkun, sem er andstæða hams-
leysisins, ekki sannfærandi, eða
með einhveijum hætti dulin. Hvað
um það. Þorsteinn Gauti Sigurðs-
son er sannarlega efni í stóran
pianista.
NÝn-NÝn
Viltu auka kraftinn
og minnka
forgjöfina?
Nýtt Golf Gym
æfingatæki
Auðvelt í notkun
Verð kr.
1.790.-
QUIK-FIT
UTIUF: