Morgunblaðið - 01.06.1988, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 01.06.1988, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 1. JÚNÍ 1988 15 Orgeltónleikar Pjórðu og síðustu tónleikamir í röð þeirri sem skipulögð hefur verið af tónlistaráhugafólki í Hallgrímskirlqu, þar sem fengist var við áhrif Norður-þýsku orgel- leikaranna á meistara Bach, voru haldnir sl. sunnudag og þá lék dr. Orthulf Prunner verk eftir meistarann. Á efnisskránni voru prelúdía og fúga í a-moll (Bwv 551) og önnur í A-dúr (Bwv 536) og mesta verk tónleikanna Tokk- ata, adagio og fúga (Bwv 564). Tveir sálmforleikir um sálmana Valet will ich dir geben (Bwv 736) og Wir Glaugen all’an einem Gott (Bwv 740), sem samkvæmt tónverkalista meistarans er talið hæpið að sé hans verk. Partíta um 0 Gott, du frommer Gott, og Fantasía um Christ lag in Todes- banden. Orthulf Prunner lék öll verkin sérlega vel, enda góður orgelleik- ari. Síðasta verkið, A—dúr prelúdían og fúgan, var sérlega þýð í útfærslu hans en þetta verk er oft leikið með miklum fyrir- gangi, einkum prelúdían. Tón- leikaröðin Norður-þýsku barokk- meistaramir er þakkarvert fram- tak og fyrir utan að tónleikamir voru allir vel fram færðir að flytj- endum, voru þeir sérlega fræð- andi um orgelmennt þá sem meistari Bach sótti m.a. menntun sfna til. Cheech Marin í myndinni Aftur til L.A. Heiman ég fór Kvikmyndlr Arnaldur Indriðason Aftur til L.A. („Bom in East L.A.“). Sýnd i Laugarásbíói. Bandarísk. Leikstjórn og handrit: Cheech Marin. Fram- leiðandi: Peter MacGregor-Scott. Kvikmyndataka: Alex Phillips. Helstu hlutverk: Cheech Marin, Daniel Stera, Paul Rodriguez, Jan Michael Vincent. Augnablik. Augnablik. Hvað er að gerast? Það er ekki nóg með að John Waters hafí gert því semnæ- st„eðlilega“ mynd heldur er Cheech Marin, úr hinum blásýrða Cheech og Chong dúett, mættur, líka f Laugarásbíói, með jafnvel enn„eðli- legri" mynd. Hefur hinn sældar- legri níundi áratugur slökkt í óþekktinni eða era þessir tveir fam- ir að sýna af sér, nei, ekki segja það, ... ojbjakk ... félagslegan þroska? Aftur til L.A. („Bom in East L.A.“), sem sýnd er í Laugarásbíói og Cheech Marin fer með aðal- hlutverk í, leikstýrir og skrifar handrit að, er allt að því melódram- atísk á köflum. Hver hefði búist við því fyrir nokkram árum að Cheech stefndi svo hátt eða legðist svo lágt. Cheech, sem í ljós kemur að er. þokkalegur leikari, lendir í miklum raunum þegar hann fyrir tóman misskilning er sendur yfír banda- rísku landamærin til Mexíkó eins og hver annar ólöglegur innflytj- andi peningalaus og allslaus og hann verður að laga sig að lífínu í mexíkönskum útkjálkabæ og reyna að smygla sér aftur yfír landamær- in eins og heimamanna er háttur — á hlaupum. „Bom in East L.A.“ er afbrigði Cheech af Springsteen-smellinum „Bom in the U.S.A" og er að líkind- um eins venjuleg og Cheech getur orðið. Hann er sérfræðingur í hátt- um götulífsins, ísmeygilegum óþokkum þess og bragðarefum og getur verið mjög fyndinn þegar hann beitir sérfræðikunnáttunni. Það era t.d. kostuleg atriði þegar Cheech er að kenna mönnum úr öllum heimshomum hvemig hrika- lega svalir gæjar ganga um götur L.A. Einnig tekst honum og leikar- anum Tony Plana að gera veralega sjúka persónu úr hinum gulltennta, slepjulega Feo í fangelsinu sem Cheech lendir í af og til. Annað er ekki svo fyndið og sjálf kvikmyndagerðin er lítt aðlaðandi eins og áður. En það er hin nýja hlið á Cheech sem mest kemur á óvart, Cheech sem verður ástfang- inn og er góður við fátæka og er aldrei í neinskonar vímu en er hvers manns hugljúfí. Þrír nokkuð þekktir leikarar era með honum í myndinni. Daniel Stem leikur bragðaref og nætur- klúbbaeiganda í Mexíkó, Paul Rodr- igues leikur frænda hans og Jan Michael Vincent leikur lögguharð- jaxl í örlitlu hlutverki. Deprofundus Tónlist Jón Asgeirsson Hópur tónlistarmanna er kalla sig Deprofundus stóðu fyrir sér- kennilegum tónleikum og hljóð- færasýningu í Bústaðakirkju, sl. sunnudag. Flytjendur vora Am- þór Jónsson, Bryndís Björgvins- dóttir, Richard Talkowsky, Ric- hard Kom, Elizabeth Dean, Martin Frewer, Catherine Will- iams og Anna M. Magnúsdóttir. Á efnisskránni vora verk eftir Wagenseil, Rossini, Popper og J.S. Bach, gambasónata í g- moll, í umskrift fyrir lágradda- hljóðfæri og sembal. Hans Jó- hannsson fíðlusmiður, sýndi nokkur hljóðfæra sinna sem hann hefur smíðað fyrir innlenda tónlistarmenn, en hljóðfæri smíðuð af honum hafa vakið at- hygli fyrir tóngæði og fallegt handbragð. Fyrsta verkið sónata eftir Wagenseil fyrir þijú celló og kontrabassa, er áheyrilegt verk en þvi miður vantaði nokkuð á að tónstaða flytjenda væri vel samræmd. Wagenseil var hirð- tónskáld og kennari Mariu Ther- esu og er Mozart á heimsreisu sinni, sex ára gamall lék eitt sinn konsert eftir Wagenseil, fletti tónskáldið og fyrir bragðið er hans að góðu getið í tónlistarsög- unni. Dúettinn eftir Rossini, fyr- ir celló og kontrabassa er í raun gamansöm tiltekt og var ágæt- lega leikin. Fallegasta verk tón- leikanna var Requiem eftir celló- snillinginn Popper. Verkið er fyr- ir þijú celló og píanó, rómantískt verk, vel samið og var það sér- lega fallega flutt. Siðasta verkið var umskrift á g-moll gambasónötunni, eftir J.S. Bach, fyrir tvær víólur, þijú celló, kontrabassa og sembal. Undirritaður er í grandvallarat- riðum mótfallinn því að hugverk manna séu umunnin, þó það verði hins vegar að viðurkenn- ast, að ýmsar umritanir era til sem telja verður listaverk. Um- ritunin á gamba-sónötunni, sem hér var flutt er ekki af þeirri gerðinni og það sem afsakar flutning á þessu verki er af- burðagóður flutningur, sem í þessu tilfelli var ekki heldur til að dreifa, þó margt væri þokka- lega gert. Tónvefnaður meistara Bach er slíkur að gæðum, að jafnvel affærður er hann góð tónlist. Tónleikamir í heild voru samt skemmtileg tilbreytni en það var í Requiemi Poppers sem flutning- urinn var bestur og góður. Það verður tekið eftir þér um \ém í Broadway Amór Fróöleikur og skemmtun fyrir háa sem lága! Áskriftarsíminn er 83033 Er ekki tilvalið að ferðast ódýrt og þægilega með SAS til Norðurlanda Það er varla til sú borg sem ekki er í víðtækri og öruggri flugáætlun SAS. Nú geta íslendingar notið þjónustu SAS og ferðast til Kaupmannahafnar, Gautaborgar, Oslóar, Bergen, Helsinki og Stokkhólms á ódýran og númer eitt, þægilegan hátt. SAS er þekkt fyrir góða þjónustu við farþega sína. Með SAS kemstu örugglega á áfangastað — hvert sem er! Allar nánari upplýsingar færðu á ferðaskrifstofum og hjá SAS, símar 21199 og 22299. < co 2 É S4S Laugavegi 3, símar 21199 / 22299
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.