Morgunblaðið - 01.06.1988, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 01.06.1988, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 1. JÚNÍ 1988 Gunnar Kristinsson við eitt verka sinna. Samruní Myndlist Bragi Ásgeirsson Vangaveltur um samruna list- greina er ekkert nýtt fyrirbæri, en hefur ágerst mjög á þessari öld og þá einkum hvað huglægar núlistir varðar. Menn hafa t.d. bætt hljóðum og tónum við myndlistaverk sín til að auka áhrifamátt þeirra og er þetta t.d. algengt um rafknúna hreyfílist. Skyldleiki listgreina er ótví- ræður, en hver listgrein er þó sjálfstæð eining með nær enda- lausa möguleika fyrir frjóa ein- staklinga og listhópa. Kannski mætti líkja þessu við það, að list- greinamar væru líkastar systkin- um af sama foreldri, en með mjög ólík og sterk persónueinkenni hver fyrir sig þrátt fyrir allan ótvíræðan skyldleika. En satt að segja er það algeng- ara, að iðkendur listgreina sýni fjölhæfni innan þeirra, en að þeir rugli þeim saman — sumir eru t.d. jafnvígir á mörg hljóðfæri og aðrir vinna jöfnum höndum í málverki, skúlptúr og grafík jafn- framt veggskreytingum í ýmsum efnum, t.d. gleri og gerviefnum. Þannig var það um marga höfuð- meistara núlista aldarinnar. En auðvitað urðu þeir fyrir ríkum áhrifum af öðrum listgreinum og sköpunargáfa þeirra skaraði þær einnig. Þessir menn tóku hlutunum eins og þeir komu og unnu í þeim efnum, sem þeir höfðu á milli handanna hveiju sinni, án þess að það væri endilega markmið í sjálfu sér. Þannig var hvorki Qölhæfni né sérhæfíng markmið í sjálfu sér og á ekki að vera i listum frekar en forsjárhyggja og miðstýring. Tilefni þessara hugleiðinga er sýning Gunnars Kristinssonar í Gallerí Borg þessa dagana, en hann hefur þrætt allsérstæðan námsferil. Stundaði tónlistamám í Vínarborg og Basel svo og myndlistamám í listiðnaðarskó- lanum í Basel. Fjögur ár fóru í tónlistamámið en þrjú í myndlist- amámið, svo að hann hefur dijúga skólun að baki. Prá því að Gunnar lauk námi fyrir flómm ámm, hefur hann verið virkur í báðum listgreinun- um og auk þess tekið þátt í gjöm- ingum ýmiss konar, enda einnig heimspekilega sinnaður og með ríka tilfínningu fyrir mannlífínu allt um kring. — Myndir Gunnars í Gallerí Borg bera vitni skólun hans og lífsviðhorfum, — em í hæsta máta ljóðrænar og virkar eins og smá tónverk, þýð og einföld. Hvergi er um mikil umbrot að ræða né umbúðalausa og hams- lausa tjáningu, hvella liti né óvægin form. Allt er milt og ljúft og helgað hinum lægri og dýpri tónum. Slík list á vissulega fyllsta rétt á sér, en krefst ekki síður mikils af iðkendum sínum en hið átakamikla, og hér á Gunnar enn nokkuð í land til að ná til hinna dýpri lífæða myndflatarins. Myndimar geta þannig virkað nokkuð daufar og eins og þrúgað- ar af feimni, en svo em það nokkrar, sem skera sig úr eins og nr. 2. „Við“, „Portret" (7), „Dans“ (13) „Ógn“ (17) og „Flug“ (18). I öllum þessum myndum em lífsmögn og einkum fer Gunnar vel með dökka og svarta litatóna, sem virka hjá honum mjúkir og djúpir. Ég er hins vegar ekki á því að gifs- myndimar styrki sýninguna því að til þess em þær of sviplitlar. ÓLGANDIBLÓÐ í málverkum Hjördísar Frímann kemur fram heilmikið af óheftum krafti og lífsvið- horfum nýbylgjumálverksins svonefnda. En einnig minna þau furðumikið á ýmislegt, sem verið var að gera á tímum September- sýningarmanna hér heima, þótt það væri ekki endilega sett á oddinn. Þetta á sér samsvömn í því, að ytra leituðu nýbylgju- málaramir stíft í smiðju Cobra-istanna svo- nefndu í því augnamiði að endumýja mál- verkið og skapa nýtt myndmál, sem væri hliðstæða við hraða og ólgu tímanna. Ekki tel ég þó svo vera, að Hjördís Frímann hafí leitað í mal eldri viðhorfa hérlendis, því fer ijarri, en þetta bregður aftur á móti ljósi á það, hve myndmálið er orðið alþjóðlegt, þannig að á stundum er því líkast, sem verið sé að gera það sama í Grímsnesinu og í Kína. Þannig hugleiddi listrýnirinn á sýningu myndlistarkonunnar í Galleríi List í Skip- holti 50B á dögunum, en sýningin stendur til mánaðamóta. Hjördís er óhrædd við að takast á við myndmálið, og það leynir sér ekki, að hún er gædd mikilli málara- og vinnugleði. Vinn- ur í mörgum stærðum og nýtur sín ekki síður í stærstu dúkunum en þeim minni. Þannig er ég ekki frá því, að stærsta mynd- in á sýningunni, „Bleikt hús“ (14), sé um leið sú athyglisverðasta — það er mikið að gerast í henni, og hún sprengir í raun húsrý- mið, því að hún þyrfti meiri fjarlægð til að skila sér til fulls. Myndbyggingin er hér í jafnvægi, þótt hún virðist meira skynjuð en hnitmiðuð — hinir sterku litir vinna vel sam- an og ekki er um ofhlæði að ræða, þrátt fyrir að mikið sé í hana borið. Tvær aðrar myndir vöktu og sérstaka athygli mína, „Piltur og kona" (2) og „Móð- urást" (3), einkum fyrir ólíkt en lifandi lita- spil. Hjördís Frímann við eitt verka sinna. „Birtan Hér áður fyrr einkenndust mál- verk Hauks Dórs Sturlusonar mjög af áhrifum frá Francis Bac- on og þeirri flóðbylgju, sem sá málari kom af stað meðal ungs fólks í álfunni. En að skoðaðri sýningu hans í Kjarvalssal á Kjarvalsstöðum fyr- ir rúmu ári freistaðist maður til að halda, að hann væri að þróast í burt frá þeim ágengu áhrifum fyrir fullt og allt. Þetta voru myndir mjög dökkra tóna og ákaf- lega keimlíkar við fyrstu sýn, svo að mörgum fannst um of. En það verður ekki betur séð, en að Bacon gangi aftur í myndum þeim, sem Haukur sýnir þessa dagana og fram til mánaðamóta í Galleríi Nýhöfn í Hafnarstræti 18. Jafnframt koma fram greini- leg áhrif frá Antonio Saura hinum spænska og hressilegri beitingu pentskúfsins, svo sem voru höfuð- einkenni hans á tímabili og á svip- uðu tímaskeiði og Bacon-faraldur- inn var á fullu. En þrátt fyrir þessi auðsæu og sterku áhrif dylst engum, að það er heilmikill málari í Hauki Dór, en maður er einungis ekki viss um, að hann hafí fundið sjálfan sig með öllu í málverkinu enn sem komið er, þótt til sanns vegar megi færa, að margt f myndum um hádegisbil“ Haukur Dór hans sé hans eigið og þá einkum ljósbrigðin og hin líffæni stígandi á samanlögðum myndfletinum. Sé litið á þessa sýningu sem heild, þá er mun meira að gerast á veggjunum en á sýningunni á Kjarvalsstöðum í fyrra, í senn hvað iðandi form snertir sem lita- spil. Þannig eru myndir eins og t.d. „Ferðin suður“ (5), „Eldur undir niðri" (8) og „Kennimenn" Morgunblaðið/Bjami (12) stórum litríkari nokkru því, sem ég hef séð til Hauks Dórs áður. En þó voru það einfaldar og tærar myndir, sem höfðuðu mest til mín, svo sem „Birtan um há- degisbil" (1), „Blátt myrkur" (6) og „Einmanaleiki ketilsmiðs“ (15). I slíkum myndum þykir mér Haukur vera sannastur og njóta sín best sem málari ...
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.