Morgunblaðið - 01.06.1988, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 01.06.1988, Blaðsíða 26
26 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR Y. JÚNÍ 1988 Morgunblaðið/KGA Fyrir skömmu fékk SVFÍ háþróaða neðansjávarmyndavél lánaða til reynslu hjá fyrirtækinu David Pitt & co. Myndavélinni er hægt að stjóraa mjög' nákvæmlega úr bát og hafa slysavaraafélagsmenn mikinn áhuga á slíku tæki, að sögn Hannesar Þ. Hafstein, forstjóra. Á myndinni má sjá (talið frá vinstri) hvar þeir Haraldur Henrýsson, forseti SVFÍ, Jónas Haraldsson þjá LÍÚ, Hannes Þ. Hafstein, Hálfdán Henrýs- son og Kristján Guðmundsson hjá rannsóknanefnd sjóslysa, skoða vélina ásamt tæknimanni frá framleið- endum hennar, sem stendur lengst til hægri. Að baki honum má sjá David Pitt, innflytjanda vélarinnar. Samið um Slysavarnaskóla sjómanna á 22. landsþingi SVFÍ: Mikilvæg víðurkeiuiing á gUdi öryggisfræðslu - segir Haraldur Henrýsson, forseti SVFÍ Morgunblaðið/Ól. K. M. Verðlaunahafar i téikni- og ritgerðasamkeppninni. Frá vinstri á myndinni eru: Erna Kristin Gylfadóttir, 12 ára Reykvikingur, sem var í öðru sæti ritgerðakeppninnar, Sigurbjörg Þrastardóttir, 14 ára Akuraesingur sem hlaut 1. verðlaun, og Sigurður Pálmarsson, 6 ára strákur úr Reykjavík, sem var yngstur þeirra er hlutu verðlaun fyrir teikningar. Að baki honum er Hannes Þ. Hafstein, forstjóri SVFÍ, sem sá um framkvæmd keppninnar fyrir hönd félagsins. Morgunblaöið/Sverrir í tilefni 60 ára afmælisins gaf kiwanisklúbburinn Helgafell í Vest- mannaeyjum félaginu myndbandsupptökuvél. Að sögn Hannesar Hafstein hafa SVFÍ og Helgafell haft samstarf undanfarin ár um útgáfu skipsalmanaka með hvatningarorðum um að sinna tilkynn- ingaskyldu. Á myndinni má sjá hvar Ágúst Bergsson, formaður Helgafells, afhendir Hannesi Þ. Hafstein vélina að viðstöddum Hálf- dáni Henrýssyni, deUdarstjóra hjá SVFÍ. 22. LANDSÞINGI Slysavarnafé lags íslands lauk á sunnudag. Þing- ið var jafnframt 60 ára afmælishátíð félagsins. Á þinginu ræddu slysavaraamenn af öllu landinu um tilhögun slysavarna og skipulags- mál félagsins. Erlendir gestir komu til að árna félaginu heilla á afmælinu og þinginu til ráðuneytis. Þá var kjörin stjórn og félags- menn og velunnarar SVFÍ heiðraðir. Þá bar það til tíðinda á þing- inu að Matthías Á. Mathiesen, samgönguráðherra, fól félaginu form- lega að sjá um öryggisfræðslu sjómanna. Haraldur Henrýsson, for- seti félagsins, var spurður hveijar hefðu einkum orðið niðurstöður þingsins. Morgunblaðið/Ól. K. M. Frá afhendingu gullmerkis SVFÍ. Frá vinstri: Pétur Sigurðsson, fyrrum alþingismaður, Guðjón Jóns- son, fyrrum flugrekstrarstjóri Landhelgisgæslunnar og Páll Halldórsson, núverandi flugrekstrarstjóri, sem heldur á heiðurs- og þakkarskjali frá SVFÍ til flugdeildar gæslunnar. Lengst til hægri er Harald- ur Henrýsson, forseti SVFÍ, sem afhenti merkin. Haraldur sagði að á þinginu hefði verið mótuð stefna í stórum drátt- um um starf félagsins að öryggis- og slysavamamálum. Á þinginu var undirritaður gamningur milli SVFÍ og samgönguráðuneytisins um að félagið sjái hér eftir um öryggis- fræðslu sjómanna. „Við teljum að í þessum samningi felist mikilvæg viðurkenning á gildi þessa starfs,“ sagði Haraldur. „Við teljum að hann sé líka staðfesting þess að öryggis- fræðsla sjómanna er ekkert stund- arfyrirbrigði, hún er komin til að vera.“ Haraldur sagði að þingið hefði ályktað um að skólanum þyrfti að fínna traustari flárhags- legan grundvöll. Einnig að nauð- synlegt væri að hann hefði fasta miðstöð í Reykjavík, en gæti jafn- framt haldið úti námskeiðum um allt land með aðstoð kennsluskips- ins Sæbjargar. Pjárþörfin 100 milljónir Þá voru flármál félagsins mikið til umræðu að sögn Haraldar. Sagði hann að þingfulltrúar hefðu látið í ljós áhyggjur af því að það hefði ekki nógu trausta tekjustofna til þess að hægt væri að halda uppi þeirri öryggisgæslu, sem slysa- varnafélagsmenn vildu. Að sögn Haraldar leggur hið opinbera al- mennu starfí SVFÍ nú til 6 milljón- ir króna á Ijárlögum og Slysavama- skóla sjómanna 10 milljónir. Rfkið kostar svo rekstur Tilkynninga- skyldu Sslenskra skipa lögum sam- kvæmt. Haraldur sagðist hins vegar telja að fjárþörf félagsins, slysa- vamaskólans og félagsdeilda og björgunarsveita um allt land, væri um 100 milljónir á ári. Fjáröflun félagsins fer fram með ýmsum hætti að sögn Haraldar. „Við höfum einkum byggt á happ- drættisrekstri, en einnig safna deildimar út um land fé sem þær standa félaginu skil á,“ sagði Har- aldur. Einnig sagði hann félaginu berast margvíslegar gjafír og áheit. Á þinginu voru rædd samskipti og samstarf við hin landssambönd- in, sem vinna að björgunarmálum; Landssamband flugbjörgunarsveita og Landssamband hjálparsveita skáta. Að sögn Haraldar kom þing- inu saman um að efla bæri þetta samstarf og þá ekki síst á sviði fjár- öflunar. Sagðist Haraldur telja að fínna þyrfti fjáröflunarleið, sem þessir aðilar gætu fengið að sitja einir að. „Lukkutríóið, sem við höf- um selt í sameiningu, hefur gefist vel, en markaðurinn er að ofmett- ast,“ sagði Haraldur. 93 björgunarsveitir Björgunarsveitir SVFÍ eru nú 93 að tölu og virkir í starfi þeirra eru um 3.000 menn, að sögn Haraldar. Málefni björgunarsveitanna voru til umræðu á þinginu, einkum fræðslu- mál björgunarsveitarmanna, en fé- lagið lætur nú æ meira fé af hendi rakna til þeirra, að sögn Haraldar. Þá vildi hann sérstaklega geta hins blómlega starfs unglingadeilda SVFÍ. Unglingadeildir hafa nú ver- ið stofnaðar víða um land og er mikil gróska í þvi starfí, að sögn Haraldar. Felst það einkum í fræðslu um starf björgunarsveit- anna undir handleiðslu björgunar- sveitarmanna, en einnig taka ungl- ingadeildimar þátt í fyrirbyggjandi starfi, til dæmis í umferðarmálum. Haraldur sagði marga unglinga, sem hæfu störf f unglingadeildun- um, síðar ganga í björgunarsveit- imar. Á þinginu var rætt sérstaklega um fjalla- og óbyggðaferðir. „Því var vísað til stjómar félagsins að kanna hvort þar mætti ekki gera eitthvað til þess að draga úr slys- um. Það kemur auðvitað ekki til greina að setja bein höft á þessar ferðir, en það þarf að auka fræðslu um þær,“ sagði Haraldur. Hann sagði að einnig hefði verið rætt um umferðarmál og nauðsyn á aukinni umferðarfræðslu í skólakerfínu og bættum merkingum á vegum. Jón Sigurðsson dómsmálaráðherra kom á þingið og ræddi umferðarmál. Erlendir gestir þingsins voru frá sjóbjörgunarsamtökum í nágranna- löndum, ýmist ríkisreknum eða einkastofnunum. Þeir heimsóttu meðal annarra frú Vigdísi Finn- bogadóttur, forseta Islands og vemdara Slysavamafélagsins, og Davíð Oddsson borgarstjóra. Ný stjóm SVFÍ var kjörin á þing- inu. I sjö manna framkvæmdastjóm voru kjörin þau Haraldur Henrýs- son, Ester Kláusdóttir úr Hafnar- firði, Örlygur Hálfdanarson úr Reylq'avík, Einar Sigurjónsson úr Hafnarfirði, Sigurður Guðjónsson frá Sandgerði, Gunnar Tómasson úr Grindavík og Garðar Eiríksson frá Selfossi, sem er nýr f stjóm og kom í stað Eggerts Vigfússonar, sem einnig er frá Selfossi. Auk þessara voru kosin í aðalsfjóm fímm fulltrúar landshluta; Þorvaldur Jónsson af Vesturlandi, Halldór Magnússon af Vestfjörðum, Þó- ranna Hansen af Norðurlandi, Hrólfur Hraundal af Austurlandi og Ólafur íshólm Jónsson af Suður- landi. Tveir landshlutafulltrúar hættu stjómarsetu, þeir Jón Þóris- son af Vesturlandi og Gunnar Hjaltason af Austfjörðum. Þá voru kosnir tólf fulltrúar í varastjóm. í tilefni afmælisins hafði SVFÍ samvinnu við bama- og tómstunda- blaðið ABC um ritgerða- og teiknis- amkeppni um félagið og starf þess meðal allra bama á grunnskóla- aldri. Yngri bömin, 6-10 ára, ski- luðu inn myndum, en þau eldri, 10-15 ára, ritgerðum. Efstu fímm krakkamir í ritgerðakeppninni fá boðsferð til Englands að launum, en næstu fímm vegleg bókaverð- laun. Yngstu krakkamir fá reiðhjól og lego-kubba í verðlaun. Nokkur böm fengu verðlaun við sérstaka athöfn á þinginu. Sex menn vom á þinginu sæmd- ir þjónustumerki SVFÍ úr gulli fyr- ir störf i þágu slysavama. Guli- merki fengu Pétur Sigurðsson, fyrr- um þingmaður, sem var einn helsti hvatamaður að stofnun Tilkynn- ingaskyldu íslenskra skipa, Guðjón Jónsson, fyrrverandi flugrekstrar- stjóri Landhelgisgæslunnar, sem starfað hefur við björgunar- og leit- arflug í yfír 30 ár og Páll Halldórs- son, núverandi flugrekstrarstjóri Landhelgisgæslunnar. Einnig fengu þeir gullmerki Matthías Á. Mathies- en, samgönguráðherra, fyrir velvild í garð félagsins og samstarf um tilkynningaskyldu og öryggis- fræðslu sjómanna, Halldór Ásgrí- msson, sjávarútvegsráðherra, fyrir samstarf og liðveislu, og Siguijón Einarsson, flugmaður Flugmála- stjómar, sem á að baki margar flug- ferðir til hjálpar nauðstöddum flug- vélum og skipum. Þrír björgunar- sveitarmenn fengu svo gullmerki fyrir bjöigunarstörf, þeir Jón Borg- arsson úr Höfíium og Guðjón Har- aldsson og Albert Finnbogason úr Mosfellsbæ.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.