Morgunblaðið - 01.06.1988, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 01.06.1988, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR l'. JÚNl 1988 Aðalfundur Almenna bókafélagsins: Ný ljóðaár- bókogtímarit ALMENNA bókafélagið hélt aðalfund sinn þann 30. mai sl. Á fundin- nm fjallaði Bjðrn Bjarnason aðstoðarritstjóri og formaður félagsins um starfsemi þess. Hann minnti meðal annars á Félagsbréf er eitt sinn kom út hjá Almenna bókafélaginu og var vettvangur fyrir umræður um bókmenntir og listir og hvaðeina annað sem féll að tilgangi útgáfunnar. Það hefði hætt að koma út 1964. Skýrði Björn frá því að nú væri í ráði að gera tilraun á þann veg að Fréttabréf AB, þar sem bækur Bókaklúbbs AB hafa verið kynntar frá stofnun hans 1974, flytti að minnsta kosti einu sinni á ári efni sem hæfði tímariti bókafélags. Væri stefnt að þvi að fyrsta tölublað tímaritsins kami út í haust. Þá sagði Bjöm Bjamason: „Þá lít ég á það sem merka nýjung í starfí félagsins, að nú um þessar mundir er bókin Ný skáldskaparmál að koma út í fyrsta sinn, það er ljóðaárbók. í október í fyrra hófst undirbúningur að útgáfu þessarar bókar og tóku þau Jóhann Hjálm- arsson, Kjartan Ámason og Berg- lind Gunnarsdóttir að sér að vera í ritnefnd bókarinnar. Var auglýst eftir ljóðum og hafði ritnefndin úr verkum rúmlega 200 skálda að velja. Finnst mér þessi mikli áhugi sýna, að það hafi verið tímabært að ráðast í þessa útgáfu og vil ég sérstaklega þakka Jóhanni Hjálm- arssyni áhuga hans og frumkvæði í þessu máli. Sá af klúbbum félags- ins, sem helst hefur átt undir högg að sækja, er Ljóðaklúbburinn. Það ætti að vera félaginu metnaðarmál að auka veg og virðingu þessa klúbbs og var ljóðaárbókin meðal annars hugsuð sem leið til þess. Vonandi heppnast þéssi tilraun það vel að árbók undir heitinu Ný skáld- skaparmál verði fastur liður í starfí okkar og þar verði í senn vettvang- ur fyrir bundið sem óbundið mál og ritgerðir um bókmenntir eða aðrar listir. Ljóðaklúbburinn er minnsti klúbburinn okkar en á hans vegum komu út tvær bækur á liðnu ári, Kvæði 87 eftir Kristján Karlsson og Daggardans og darraðar eftir Pjetur Hafstein Lárusson. Þegar rætt var um að koma þessum klúbbi á fót voru uppi hugmyndir um að hann yrði ekki aðeins til þess að kynna ljóðabækur heldur gætu fé- lagsmenn vænst þess að kynnast skáldum og verkum þeirra með öðrum hætti. Þótt ljóðabækur seljist ekki alltaf í miklu upplagi eru þeir sem þær semja að jafnaði vaxtar- broddurinn í sérhverri skáldakyn- slóð: Hvað er mikilvægara fyrir bókafélag en rækta tengsl sín við þetta fólk? Ekki er verra að unnt sé að gera það á þann veg, að báð- ir hafí af því einhvem fjárhagslegan ávinning. Við verðum að leita allra leiða til að ná því marki." Formaður skýrði frá starfsemi Bókaverslunar Sigfúsar Eymunds- sonar. Þar hefðu mörg járn verið í eldihum á síðasta ári, útibú á tveim- ur stöðum og útsölustaðir í Hag- kaupsverslunum í Reykjavík, á Akureyri og í Njarðvík. Hann rakti ennfremur útgáfu Almenna bókafélagsins að öðm leyti. Skýrði frá því að á almennum markaði hefðu komið út 19 titlar, bókaklúbbur hefði dreift 11 bókum, matreiðsluklúbburinn hefði dreift átta og ljóðaklúbburinn tveimur þannig að titlamir hefðu samtals verið 40. Að auki hefðu verið gefn- ar út hljómplötur og hljóðsnældur á síðasta ári og hefði útgáfa þeirra gefíð góða raun. Að lokinni skýrslu formanns tók Kristján Jóhannsson forstjóri AB til máls um reikninga félagsins. Samkvæmt þeim varð heildarvelta félagsins síðastliðið ár tæpar 260 milljónir króna sem er 32% aukning frá árinu áður. Rekstrarhagnaður varð rúmlega tvær milljónir króna en að teknu tilliti til flármagnsliða var halli sem nemur um 7 milljónum Kápa Ljóðaárbókar 1988, sem kom út hjá Almenna bókafélag- inu í gær. króna. Saia Bókaverslunar Sigfúsar Eymundssonar jókst um 41%, sala Bókaklúbbs um 29%' en sala á al- mennum markaði stóð í stað. Á árinu störfuðu 44 starfsmenn hjá félaginu. Stjóm Almenna bókafélagsins skipa nú: Formaður: Bjöm Bjamason. Meðstjómendur: Davíð Oddsson borgarstjóri, Davíð Ólafsson fv. seðlabankastjóri, Erlendur Einars- son fv. forstjóri, Guðni Guðmunds- son rektor, Gylfí Þ. Gíslason fv. prófessor og Jón Skaftason yfír- borgarfógeti. í útgáfuráði sitja: Formaður: Jóhannes Nordal seðlabankastjóri. Haraldur Ólafs- son lektor, Hjörtur Pálsson skáld, Höskuldur Olafsson bankasijóri, Indriði G. Þorsteinsson rithöfundur, Kristján Albertsson rithöfundur, Matthías Johannessen skáld og Sturla Friðriksson erfðafræðingur. Ljóðaárbókin kynnt í TILEFNI af útkomu Ljóðaár- bókar 1988 gengst Almenna bókafélagið fyrir upplestri á Hótel Borg (Gyllta salnum) mið- vikudaginn þann 1. júní frá 17.—20. Munu þar nokkur skáld Ljóðaárbókarinnar 1988 lesa úr verkum sínum og bókin verða sýnd. í fréttatilkynningu frá AB seg- ir „Ljóðaárbók 1988 er glæsilegt safn frumbirtra úrvalsljóða eftir höfunda á aldrinum 18—83 ára. Má fullyrða að ekki hefur áður birst jafn breitt úrval íslenskrar samtímaljóðlistar í einni bók. Síðastliðið haust var auglýst eftir ljóðum í Ljóðaárbók 1988. Skilafrestur var til 31. desember 1987. Handrit eftir um tvö hundr- uð höfunda bárust. Valin voru ljóð eftir 75 skáld. í þessari bók koma fram þekkt skáld sem lftið eða ekkert hefur birst eftir á prenti áður. Segja má þó að flest skáld- anna í bókinni hafí vakið eftirtekt með ljóðum sínum. Ljóðaárbókin sýnir tvímæla- laust grósku í íslenskri ljóðlist. Eldri skáldin stefna að nýjum áföngum í list sinni og auka þann- ig Jjölbreytni ljóðlistarinnar. Ung skáld hafa mörg hver góð tök á ljóðforminu og eiga sem löngum áður bfynt erindi við samtfðina. Má fullyrða að bókin veitir geysig- ott yfirlit yfír ljóðagerð.íslendinga .í dag. Ritnefndina sem valdi ljóðin i bókina skipa Berglind Gunnars- dóttir, Jóhann Hjálmarsson og Kjartan Árnason. Þau eru öll ljóð- skáld." Bætur almannatrygg’- ingahækkaum 10% HEILBRIGÐIS- og trygginga- málaráðherra, Guðmundur Bjamason, hefur sett reglugerð um 10% hækkun bóta almanna- trygginga. I fréttatilkynningu frá heilbrigð- is- og tryggingamálaráðuneytinu segir: „Eftir þessa bótahækkun verða bótaupphæðir einstakra teg- unda bóta eftirfarandi: Elli- og örorkulífeyrir kr. 9.577 Tekjutrygging kr. 17.107 Heimilisuppbót kr. 5.816 Sérstök heimilisuppbót kr. 4.000 Bamalífeyrir kr. 5.816 Mæðralaun v. eins bams kr. 3.676 Mæðralaun vegna tveggja bama kr. 9.631 Mæðralaun vegna þriggja bama kr. 17.087 Vasapeningar skv. 19. gr. kr. 5.905 Vasapeningar skv. 51. gr. kr. 4.662 Frá 1. sept. 1987 hafa bætur almannatrygginga hækkað með eftirfarandi hætti: Fyrir 1. sept. voru bætur, þ.e. grunnlífeyrir, tekjutrygging, heim- ilisuppbót, einstaklings sem hafði tekjur undir ákveðnu marki, kr. 25.222. Til að tryggja bótaþegum bætur samsvarandi lágmarkslaun- um frá 1. sept. vom bætur hækkað- ar með sérstakri heimilisuppbót um kr. 3.078. eða í kr. 28.300. á mán- uði. Frá 1. okt. 1987 vom allir bóta- flokkar hækkaðir um 7,23%. Frá 1. jan. 1988 kom 5% hækkun á alla bótaflokka og þar að auki sér- stök 3% hækkun vegna söluskatts- breytinganna um áramót á tekju-" trygginguna, heimilisuppbótina og sérstöku heimilisuppbótina. Frá 1. febr. 1988 kom síðan 2% hækkun á alla bótaflokka. Með þeirri hækkun sem nú verð- ur á bótum almannatrygginga frá 1. júní nk. hafa bætur almanna- trygginga hækkað um 41,7% auk sérstakrar 3% hækkunar um sl. áramót, sem varð á tekjutryggingu, heimilisuppbót og sérstakri heimil- isuppbót. Eftir bótahækkunina 1. júní er gmnnlífeyrir, tekjutrygging, heim- ilisuppbót og sérstök heimilisuppbót einstaklings sem hefur telqur undir ákveðnu lágmarki kr. 36.500. á mánuði." Skútan Jóhanna er væntanleg til landsins fyrir sjómannadaginn um næstu helgi. Skútan Jóhanna á leið til landsins Þórshöfn, frá Snorra Halldórssyni fréttaritara Morgunblaðsins. SKÚTAN Jóhanna sem nú er ald- mörgum löndum. Um borð í Jó- argömul hefur verið gerð upp eftir sex ár í slippnum. Hún lagði úr höfn í Vogi á Suðurey sunnu- daginn 29. mai og er ferðinni heitið til íslands. Jóhanna leggur væntanlega að bryggju í Reykjavík á fímmtudag- inn, í tæka tfð fyrir sjómannadaginn um næstu helgi. Sjómannadagurinn á fjörtíu ára afmæli í ár og er von á seglskútum og bátum frá fjöl- hönnu er 21 maður og verður þeim tekið með kostum og kynjum í Reykjavík, karlakór syngur og borgarstjórinn, Davíð Oddsson flyt- ur ræðu. Vogur er vinabær Sandgerðis og þaðan kemur bæjarstjómin, Færey- ingafélagið ofe vinir til að taka á móti áhöfninni af Jóhönnu. í sam- floti með Jóhönnu er skútan West- ward Ho frá Þórshöfn. H 1 NÝBÝLAVEGI 16 - P.O.BOX 397 - KÓPAVOGI - SÍMI 641222 !
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.