Morgunblaðið - 01.06.1988, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 01.06.1988, Blaðsíða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 1. JÚNÍ 1988 Neyðarþingjúgóslavneskrakommúnista: Flokksleiðtogarnir sakaðir um spillingn Belgrað, Reuter. RAÐIR gljáfægðra glæsivagna fyrir utan ráðstefnuhöllina í Belgrað þar sem júgóslavneski kommúnistaflokkurinn heldur neyðarþing sitt urðu mörgum ræðumanninum að vopni. Flokksforystan var harðlega gagnrýnd fyrir bruðl og spillingu og sögðu fundarmenn að bifreið- arnar bentu fremur til þess að innandyra stæði yfir fundur Al- þjóðagjaldeyrissjóðsins eða Evr- ópubandalagsins. „Við myndum spara 20 milljarða dollara á 20 árum með helmings fækkun ríkisbifreiða og bflstjóra, eða sem svarar öllum erlendum skuldum þjóðarinnar," sagði fulltrúi að nafni Miodrag Perovic. Hann hvatti flokksleiðtoga til að skila gljáfægðum Mercedes-bifreiðum sínum og íburðarmiklum villum. í Júgóslavfu eru 176.000 ríkisbifreið- ar og nemur kostnaður við þær jafn- virði tveggja milljarða Bandaríkja- dollara á ári, eða um 86 milljarða íslenzkra króna. Umræður á lokadegi neyðar- þingsins í gær einkenndust af gagn- rýni fulltrúa á flokksforystuna, sem sökuð var um spillingu og getuleysi Noregur: Hermenn mega bera eymalokka Hammerfest, Reuter. NORSKUM hermönnum er nú heimilt að bera eymalokka í her- fylkingu. Slíkt hefur ekki þótt hæfa hermönnum hingað til. Norskur karlkyns hermaður vann nú á dögunum mál fyrir rétti í Hammerfest (nyrstu borg Evrópu) sem snerist um það hvort karlkyns jafnt sem kvenkyns hermenn mættu bera eymalokka í skrúðgöngum. Að sögn starfsmanna réttarins þá fannst þeim tveimur kvenkyns dóm- urum sem flæmdu í málinu það bera vott um misrétti milli kynja að leyfa ekki hermönnum af báðum kynjum að ganga með eymalokka. Þriðji dómarinn, sem er karlmaður, var ósammála. Hermaðurinn, sem kærði málið til dómstóla, hafði verið sektaður af hemum fyrir að neita að taka niður eymalokk. í lögum um norska herinn er kvenkyns hermönnum einungis heimilt að bera eyma- lokka. í viðureigninni við efnahagsvanda þjóðarinnar. Júgóslavar búa við 152% verðbólgu og skulda 21 millj- arð dollara í erlendum lánum. Utan þingsalanna hafa leiðtogar þjóðarinnar einnig sætt gagnrýni. „Mannlegar dyggðir eru einskis metnar í flokknum. Leiðtogamir hafa sett sjálfa sig ofar lögunum," sagði Dusan Pekic, fyrrverandi þingmaður og stríðshetja. Króatískar stríðsheijur héldu því fram um daginn að frammámenn í kommúnistaflokknum hefðu byggt sér lúxusvillur fyrir almannafé í baðstrandarbæjunum Split, Dubrovnik og Hvar ,við Adríahaf. Hefur því verið haldið fram að vill- umar hafi verið byggðar fyrir lán og sjóði, sem nota átti til endur- reisnar í byggðarlögum, sem dreg- ist höfðu afturúr. Lögðu hermenn- imir til að villumar yrðu af þeim teknar og leigðar ferðamönnum. Ennfremur kvörtuðu hermennimir fyrrverandi undan því að embættis- menn hefðu fímm sinnum hærri tekjur en almennir launamenn og fullyrtu að þeir notuðu aðstöðu sína til að bera undir vini og vandamenn. Zvonimir Hrabar, leiðtogi júgó- slavnesku alþýðusamtakanna, krafðist þess á neyðarþinginu í gær að skipuð yrði sérstök nefnd til að rannsaka hvað hæft væri í ásökun- um um spillingu í röðum leiðtoga flokksins. Reuter JÞ Ovenjulegt farartæki Ökutækið á myndinni var meðal margra, sem þátt tóku I keppni um titilinn sparneytnasta farartækið í Frakklandi. Keppnin var háð á Castelet-kappakstursbrautinni í Suður-Frakklandi um helgina. Okumaðurinn heitir Charles Henry og er frá Sviss. Stj órnarmy ndunarviðræður í Danmörku: w w Myndar Schluter þridju stjórn sína fyrir helgi? Árósum, frá Jens Erik Rasmusoen, Reportagfe/Gruppen. GERT er ráð fyrir að Poul SchlUter, starfandi forsætisráð- herra Danmerkur, myndi sína þriðju ríkisstjóm í lok þessarar viku. Fjöldi borgaralegu flokk- anna í væntanlegri stjórn verður fyrst Ijós eftir að Radikale vens- tre hefur tekið afstöðu til þess hvort flokkurinn viil taka sæti í henni. Schliiter fékk umboð drottningar í gær til að reyna að mynda rikis- stjóm sem nyti stuðnings sem flestra flokka. Radikale venstre hefur gegnt lykilhlutverki í stjóm- armyndunarviðræðunum að undan- fömu og féllst að lokum á að Schliit- er yrði falin stjómarmyndun. Fram- faraflokkurinn og borgaralegu flokkamir §órir tóku sömu afstöðu. Jafnaðarmenn reyndu til hins ítrasta að fá Radikale venstre til að styðja myndun stjómar vinstri- flokkanna undir forsæti Svends Aukens. Þrátt fyrir að stefna jafn- aðarmanna höfði til radikala ber formaður flokksins, Niels Helveg Petersen, meira traust til Schluters en Aukens í embætti forsætisráð- herra. Radikalar eru ekki að öllu sáttir við drög að málefnagrundveili, sem borgaralegu flokkamir hafa komið sér saman um og vilja gera á honum breytingar. Helge Dohrmann, form- aður þingflokks jafnaðarmanna, Stj órnarandstaðan í S-Kóreu vill frið- > samlega Olympíuleika Seoul, Kóreu. Reuter. ROH Tae-woo, forseti, og leið- togar stjórnarandstöðunnar í Suður-Kóreu, gerðu með sér samkomulag á laugardag um að hvetja róttæka námsmenn og aðra stjómarandstæðinga til að leggja niður ofbeldisverk og mótmælaaðgerðir til þess að stuðla að þvi að Ólympfuleikam- ir f Seoul geti farið fram með sem mestum glæsibrag i haust. Roh og stjómarandstöðuleið- togamir ákváðu að sameinast um að leggja að Norður-Kóreumönnum að mæta til leiks á ólympfuleikina. Þá hétu leiðtogamir að styðja til- raunir Rohs til að bæta samskiptin við Sovétmenn og Kínveija, sem verið hafa bandamenn Norður- Kóreu frá því á tímum Kóreustríðs- ins, sem stóð yfir á ámnum 1950-53. Fundur Rohs og leiðtoga stjóm- arandstöðunnar á sér engin for- dæmi en hann var haldinn í Blá húsinu, embættisbústað forsetans, og stóð í fjórar klukkustundir. Til fundarins mættu Kim Dae-jung, Kim Young-sam og Kim Jong-pil. Þeir lýstu ánægju með viðræðumar við Roh og sögðu þær hafa verið árangursríkar. Að sögn talsmanns sijómarinnar hétu þeir að taka upp ný vinnubrögð í stjómmálabarát- tunni og gera allt til þess að ná hefur haldið því fram, að borgara- legu flokkamir annars vegar og vinstri flokkamir hins vegar hafi gengið of langt til að geðjast radi- kölum. Séu stefnuskrárdrög Au- kens og Schliiters í raun afrit af steftiuskrá Radikale. Ef stefnuskrámar eru skoðaðar niður í kjölinn kemur í ljós að fylk- ingamar greinir á í aðeins örfáum atriðum. Svend Auken er talinn hafa spillt fyrir verðandi stjóm borgaralegu flokkanna þegar hann sagði að samsteypustjóm þeirra myndi leiða til meiri óstöðugleika, klofnings og aukinna árekstra, að óbreyttum málefnagmndvelli. Radikale venstre ákveður á fundi annað kvöld hvort flokkurinn muni taka þátt í stjómarsamstarfínu eða ekki. Flest bendir til þess að flokk- urinn sjái sér hag í að auka áhrif sín með því að taka sæti í stjóm- inni. Aðrir væntanlegir stjómar- flokkar era Venstre, íhaldsflokkur- inn og litlu flokkamir tveir, Kristi- legi þjóðarflokkurinn og Miðdemó- kratar. Akveði radikalar á hinn bóginn að halda sig utan stjómar endurvekur Schluter væntanlega fjórflokkastjómina. Reuter Juan Antonio Samaranch, forseti IOC, er í Seoul vegna undirbún- ings Ólympiuleikanna og er hér með Kim Young-nae, borgarstjóra. fram málamiðlun í öllum deilum. Á fundinum hét Roh að láta lausa stjómarandstæðinga, sem sitja í fangelsi, og að endurskipuleggja her landsins og leyniþjónustu. þannig að almenningi þyrfti ekki að standa jafn mikill stuggur af þeim og nú væri. ERLENT
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.