Morgunblaðið - 01.06.1988, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 01.06.1988, Blaðsíða 32
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 1. JÚNÍ 1988 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 1. JÚNÍ 1988 Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Aðstoðarritstjóri Fulltrúar ritstjóra Fréttastjórar Auglýsingastjóri Árvakur, Reykjavík Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Björn Bjarnason. Þorbjörn Guðmundsson, Björn Jóhannsson, ÁrniJörgensen. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. BaldvinJónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar: Aðalstræti 6, sími 22480. Afgreiðsla: Kringlan 1, sími 83033. Áskriftargjald 700 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 60 kr. eintakið. Verndun hafsins og kjarnorkuúrgangur Fréttir hafa borist um það hingað í gegnum Noreg, að Bretar hafí uppi áform um að losa kjamorkuúrgang í haf- ið milli Færeyja og Skotlands og einnig að gerðar hafí verið athuganir, sem sýni að geyma megi slíkan úrgang í steyptum kerum við klettinn Rockall. Fyrir okkur sem eigum allt okkar undir lífínu í sjónum er full ástæða til að mótmæla öllum slíkum hugmyndum. í Noregi hafa menn kveðið svo fast að orði að segja hug- myndir Breta af þessu tagi „bijálæðislegar". Eyjólfur Konráð Jónsson, formaður ut- anríkismálanefndar Alþingis, sagði í Morgunblaðinu sl. laug- ardag, að hann teldi áform í þessa átt fáránleg og hann tryði því ekki að bresk stjóm- völd samþykktu slíka vitleysu. Hér í blaðinu í gær er síðan vitnað í bréf Atla Dams, lög- manns Færeyja, sem hefur í bréfí til stjómvalda í Kaup- mannahöfn, lýst sérstökum áhyggjum Færeyinga vegna umræðna um kjamorkuúr- ganginn í Bretlandi. Og loks brást utanríkismálanefnd Al- þingis skjótt við á mánudag, þegar hún á fundi sínum álykt- aði að beina þeim tilmælum til breskra stjómvalda að þau kveddu strax niður fáránlegar hugmyndir um að gera Rokk- inn (Rockall) að geymslustað fyrir geislavirk úrgangsefni. Þau viðbrögð sem hér hefur verið lýst við vangaveltum í Bretlandi eru sterk vísbending um þær alvarlegu deilur, sem af því hlytust, ef hafíð á milli Bretlands og Islands yrði gert að gejnnslu fyrir geislavirkan úrgang eða Rockall breytt í geislavirkan sorphaug. Ahyggjur vegna meðferðar á kjamorkuúrgangi eru síður en svo ástæðulausar. Vinna vísindamenn víða um heim að því erfíða verkefni að fínna viðunandi gejmislustaði fyrir slíkan úrgang. í Morgunblað- inu í febrúar sl. birtist viðtal við íslending, Jóhannes Vig- fusson, sem vinnur að því fyr- ir svissnesk yfírvöld að leita leiða til að geyma hágeisla- virkan úrgang. Hann sagði meðal annars í þessu samtali: „Afstaða mín til kjamorku hefíir alltaf verið blandin. Ég óttast kjamorkuslys ekki svo mjög, þrátt fyrir Tsjemobyl. Það er vitað hvaða hætta stafar af kjamorkuverum og það er leysanlegur vandi að veijast henni, eins og til dæm- is er gert með því að byggja hjúpa yfír verkin svo að geisla- virk efni berist ekki út í um- hverfíð þótt slys eigi sér stað. En ég hef alltaf álitið að það væri ekki fundin nein endanleg lausn á úrgangsvandanum. Og ég er enn á þeirri skoðun. Það á eftir að sannfæra mig um að staður fínnist þar sem hægt er að geyma hágeislavirkan úrgang í eina til tvær milljónir ára án þess að hann komist út í umhverfíð." Þessi vamaðarorð eru í fullu gildi. Ekkert hefur komið fram sem bendir til þess að Bretar hafí fundið varanlega lausn á þessum alvarlega geymslu- vanda í hafínu norður af Skot- landi eða við Rockall. Til marks um óvissuþáttinn má nefna, að þeir sem vilja breyta Rockall í geislavirkan sorp- haug, segja að geymsluaðferð þeirra dugi í 300 ár og kannski 3000. Að hugsa í þessum tíma- skeiðum, þegar geislavirk úr- gangsefni em annars vegar er óviðunandi. í Bretlandi hafa samtök á borð við Greenpeace lengi bar- ist fyrir því að fundin verði ný úrræði til að geyma geisla- virkan úrgang. Með umræðum um þessa þætti höfða um- hverfísvemdarsinnar til meiri fjölda fólks en til dæmis, þegar þeir beijast fyrir vemdun hvala. Á hinn bóginn segja þeir, að framleiðendur lg'am- orkuúrgangs taki lítið mark á sér, ef þeim takist ekki að sigr- ast á hvalveiðimönnum. Ein skýringin á því að Greenpeace hóf á liðnum vetri hörkulegri aðgerðir en áður í baráttunni gegn hvalveiðum íslendinga var einmitt sú, að samtökin töldu nauðsjmlegt að styrkja stöðu sína gagnvart kjam- orkuverum. Baráttan fyrir umhverfís- vemd er þannig margslungin. Og taka þeir oft höndum sam- an um eitt mál, sem deila hart um annað. Hvað sem því líður hljótum við íslendingar að mótmæla harðlega öllum áformum um að geislavirk úr- gangsefni séu sett í hafíð norð- ur af Skotlandi eða fest við Rockall. Reagan forseti ávarpar námsmenn í Moskvu-háskóla: „Stundum er trúin á ár- angur það eina semþarf“ Hvatti til þess að umbætur Gorbatsjovs yrðu lögfestar Moskvu, frá Ásgeiri Sverrissyni, blaðamanni Morgunblaðsins. RONALD Reagan, Bandaríkjaforseti, ávarpaði námsmenn í Moskvu- háskóla á Lenín-hæðum í gær og svaraði spumingum þeirra að ræðunni lokinni. í ræðu sinni lagði Reagan áherslu á tækniframfarir og frelsi einstaklingsins í víðtækasta skilningi þess orðs. Forsetinn bar lof á umbótastefnu Mikhails Gor- batsjovs Sovétleiðtoga og lagði áherslu á að breytingar á sviði efnahags- og félagsniála yrðu lögfestar til að tryggja að þær yrðu varanlegar. Og sagði áheyrendur sína lifa á mest spenn- andi og vonbjörtustu tímum sovéskrar sögu. Hann ítrekaði fyrri ummæli sín um nauðsyn þess að ferðafrelsi yrði aukið í Sov- étríkjunum og grundvallarmannréttmdi tryggð. „Frelsið er sagt gera menn að efnishyggjumönnum en ófáar þjóðir em trúaðri en Bandaríkjamenn þvi að frelsið er gjöf frá Guði,“ sagði Reag- an meðal annars í ávarpinu sem hann hélt undir minnismerki byltingarleiðtogans Vladimirs Leníns. Reuter Ronald Reagan, Bandarílqaforseti, stóð undir líkneski af Lenín, þeg- ar hann ávarpaði námsmenn í Moskvuháskóla. Reagan sagði heimsbýggðina hafa orðið vitni að annarri byltingu á undanfömum árum sem nefnd væri upplýsingabyltingin. Hún færi fram með friðsamlegum hætti og hefði ekki blóðsúthellingar í för með sér. Frelsi til miðlunar upplýsinga hefði af þessum sökum aldrei verið mikilvægara en nú. Forsenda tæknibyltingar væri hins vegar efnahagslegt frelsi og réttur ein- staklingsins til að gera mistök og reyna á ný þar til árangri hefði verið náð. Reagan minntist á skrif- finnsku án þess þó að nefna að hún væri allsráðandi hér í Sovétríkjun- um og sagði hana hefta framfarir á öllum sviðum. „Staðrejmd málsins er sú að skriffinnskan er vandamál víða um heim," sagði forsetinn og sagði gamansögu af konu einni sem vék sér að skriffínna og sagði: „í heimabæ mínum trúum við því að þegar bam fæðist stígi engill niður til jarðar og kyssi bamið. Kyssi það hönd þess verður bamið handverks- maður, kyssi það enni þess verður það gáfumenni, en ég hef verið að velta því fyrir mér hvar hann hefur kysst þig þar sem þú situr kyrr allan daginn og gerir ekki neitt.““ Saga þessi féll í góðan jarðveg og var ákaft klappað. Frelsi rétturinn til að efast Reagan minntist á að kosningar væm í nánd í Bandaríkjunum og lagði áherslu á rétt einstaklingsins til að velja. Víða um heim væm nú stigin þýðingarmikil skref í átt til aukins lýðræðis því lýðræðið væri mælikvarði á frammistöðu stjóm- valda um allan heim. í lýðræðisríkj- unum sinntu óháðir fjölmiðlar því hlutverki að koma upplýsingum til Nauðsynleg gagnrýni eða „götuleikhús“?: Skíptar skoðanir um yfírlýsing- ar Reagans um mannréttindi Moskvu. Reuter. DAGBLÖÐ í Vestur-Evrópu fjöU- uðu í gær um gagnrýni Ronalds Reagans Bandaríkjaforseta á ástand mannréttindamála í Sov- étríkjunum og kom víða fram, að með henni hefði Reagan tekið nokkra áhættu. Sögðu sum, að hún væri af hinu góða og hefði hrist upp í fundinum en önnur- töldu, að Reagan hefði gengið fulllangt. Það em einkum yfirlýsingar og ummæli Reagans í Danilov-klaustr- inu og á fundi með sovéskum and- ófsmönnum, sem hafa vakið at- hygli. Pravda, málgagn sovéska kommúnistaflokksins, sagði um fundinn með andófsmönnunum, að hann hefði einkennst af „sjálfshóli og lýðskmmi" og verið „skrautsýn- ing“ fyrir andstæðinga Gorbatsjovs og uppbyggingarstefnu hans. Times í London sagði, að yfírlýs- ingar Reagans um mannréttindi sýndu, að hann ætlaði ekki að láta Gorbatsjov sefja sig með kumpán- legheitum og franska blaðið Le Fig- aro tók mjög í sama streng. Die Welt í Vestur-Þýskalandi sagði, að sú stjóm, sem ekki tryggði þegnum Samstarfssamningiir undirritaður Á leiðtogafundinum í Moskvu hafa stórveldin gert með sér tvo samninga um afvopnunarmál, annars vegar um eftirlit með kjamorkuvopnatilraunum og hins vegar með eldflaugatilraun- um, og einnig komist að sam- komulagi um nánari samvinnu á öðmm sviðum. Snýst það síðar- nefnda einkum um aukið sam- starf í menningar- og vísindaleg- um efnum. Myndin var tekin þegar utanríkisráðherramir, Ge- orge Shultz og Edúard Shev- ardnadze, undirrituðu samning- inn en að baki þeim standa þeir Ronald Reagan Bandaríkjafor- seti og Míkhaíl Gorbatsjov, leið- togi Sovétrílg'anna. Reutcr skila til almennings og á endanum væri það alþýða manna sem tæki ákvarðanir. „Frelsi er rétturinn til að efast. Frelsi felur í sér viður- kenningu þess að hvorki tiltekinn einstaklingur né ákveðin stjómvöld hafí einkaleyfí á sannleikanum,“ sagði forsetinn. Reagan sagði heimsbyggðina fylgjast grannt með jákvæðum breytingum í Sovétríkjunum og sagði það von manna að framhald yrði á þeim. „Ég veit að í sam- félagi ykkar er að finna menn sem óttast að breytingum fylgi upp- lausn. Stundum er trúin á árangur það eina sem til þarf.“ Reagan vék að því að hann hefði hvatt Gorbatsjov Sovétleiðtoga til að lögfesta úrbætur og breytingar á stjómkerfínu. „Við höfum rætt saman um dapurlegt minnismerki um aðskilda heima: Berlínarmúrinn. Það er kominn tími til að fjarlægja hindmnina sem skilur að venjulegt fólk,“ sagði Reagan en hann hefur oft hvatt til þess áður í ræðum sínum að múrinn verði rifínn. Námsmenn spyija Spumingar námsmannanna vörðuðu flestar stefnu Bandaríkja- stjómar í utanríkis- og afvopnunar- málum. Reagan varði stefnu stjóm- ar sinnar í Mið-Ameríku og sagði stjómvöld í Nicaragua hafa heft mjög frelsi manna þar. Forsetinn var spurður hvort hann teldi að gengið yrði að samningum um helmings fækkun langdrægra kjamorkuvopna meðan hann væri í embætti. Reagan sagðist vona það og bætti við að hann vonaðist einn- ig eftir því að sá dagur rynni upp að öllum kjamorkuvopnum hefði verið eytt. í máli forsetans kom ennfremur fram, að hann telur ólýð- ræðislegt að forseta Bandarílqanna skuli ekki vera heimilt að sitja þrjú kjörtímabil í embætti og sagðist vera þess hvetjandi að ákvæði um bann við því yrði afnumið. Reagan var spurður að því hvað hann hygð- ist taka sér fyrir hendur þegar læt- ur af embættj í janúar. Svar hans var það að hann ætlaði að fylgja fordæmi margra annarra fyrrver- andi embættismanna og halda ræð- ur á fundum áhuga- og hagsmuna- samtaka. Einn námsmaðurinn full- yrti í spumingu sinni að einn so- vésku andófsmannanna sem Reag- an ræddi við á mánudag hefði verið lögreglumaður í hersveitum fasista á ámm síðari heimsstyijaldarinnar og spurði hví forsetinn hefði átt viðræður við mann þennan. Reagan kvaðst ekki hafa fengið sömu upp- lýsingar og spyijandinn um þennan mann en nafri hans var ekki nefnt og ítrekað að Bandaríkjamenn myndu hér eftir sem áður styðja málstað þeirra sem óskað hefðu eftir fararleyfí frá Sovétríkjunum en verið neitað um það. Þá var Reagan spurður um hag Indíána í Bandaríkjunum og sagði hann, að kannski hefði verið gert rangt í því á sínum tíma að láta þá búa á vemdarsvæðum. Mörgum þeirra hefði hins vegar vegnað vel og þeir hefðu til að mynda auðgast á því, að olía hefur fundist á þessum svæðum. Aheyrendur tóku þessum orðum þegjandi, en þrír bandarískir Indíánar hafa efnt til mótmæla í Moskvu til að minna á það, sem þeir segja vera ofsóknir á hendur Indíanum í Bandaríkjunum, en full- yrðingum um þær er oft haldið á loft í sovéskum blöðum til að svara ásökunum Bandaríkjamanna um sovésk mannréttindabrot. Reagan og Gorbatsjov ræða málin á Rauða torginu, en að baki er foldgná ðómkirkja heilags Basils. Morgunstund á Rauða torginu: „Heilsaðu upp á Reagan afa“ Moskvu. Reuter. RONALD Reagan Bandaríkjafor- seti brá sér í gærmorgun út fyrir borgarhliðin í Kreml og skoðaði sig um á Rauða torginu. Var þar margt fólk saman komið og fagn- aði það honum og fararstjóranum, sínum grundvallarmannréttindi, nyti að sjálfsögðu ekki mikils trausts með öðrum þjóðum og ítalska blaðið Corriera Della Sera sagði, að yrðu mannréttindi aukin á næstunni í Sovétríkjunum mætti hugsanlega þakka það Reagan að einhveiju leyti. Breska blaðið Guardian líkti hins vegar ummælum Reagans við „götuleikhús" og „umvöndun með tilvitnunum í Solzhenítsjm og Pushkín". Sagði blaðið, að nú væri bara að vita hve mikið Reagan hefði skaðað Gorbatsjov í glímunni við afturhaldið í kommúnistaflokknum. Siiddeutsche Zeitung í Munchen taldi einnig, að Reagan fengi engu áorkað með „ræðumennsku af þessu tagi“ og dagblöð í Austur- Evrópu sögðu, að með þessum söng sínum spilltu Bandaríkjamenn fýrir hveijum fundinum á fætur öðrum. Leiðrétting Á forsíðu blaðsins í gær var sagt frá kaþólskum Úkraínumanni, sem þakkaði íslendingum, að hann hefði sloppið úr sovésku fangelsi með þeirra aðstoð. Nafn hans misritaðist fyrir mistök, en hann heitir Míkhaílo Horín. Eru lesendur beðnir velvirð- ingar á þessum mistökum. Reuter greinilega vel Nancy Reagan skemmti sér Leníngrað, en hér er hún fyrir framan gosbrunn- inn „Samson og ljónið." „Aldrei fyrr séðjafn- fagra borg“ - sagði Nancy í Leníngrad Leníngrad. Reuter. Tugþúsundir Sovétmanna fögnuðu Nancy Reagan forsetafrú i gær þegar hún skoðaði sig um í Leníngr- að eða St. Pétursborg, fyrrum höfuðborg rússneska keisaradæmisins. „Ég hef aldrei fyrr séð jafnfagra borg,“ sagði Nancy um það, sem fyrir augun bar. Tugþúsundir borgarbúa vörðuðu leiðina, sem ekin var frá flugvellinum inn í borgina, en fyrsti áfangastaðurinn var minningargrafreitur þeirra 700.000 Leníngradbúa, sem féllu í heimsstyijöldinni síðari. Lagði Nancy blóm- sveig að 48 m háum bautasteini í miðjum garðinum en síðan voru henni sýndar mjmdir frá umsátri nazista um borgina og hinn daglegi matarskammtur á þeim tíma, 125 gramma þung rúgbrauðssneið. Nancy Reagan skoðaði einnig Vetrarhöllina, aðsetur rússnesku keisaranna fyrir byltingu bolsévikka 1917, og frægt safn, sem þar er að fínna. Var hún augsýnilega mjög hrifín af því, sem þar var að sjá, og hafði hönd á ýmsu. Voru að vísu uppi skilti þar sem á stóð „Bannað að snerta“ en þau voru á rússnesku. Nancy sagði að viðhorf hennar til rússnesku byltingar- innar hefðu breyst við heimsóknina: „Þegar ég ber sam- an reiðtygin sem aðallinn notaði og aðbúnað alþýðunnar þá skil hvað gerðist og hvers vegna". Hún neitaði því hins vegar að hún væri nú hallari undir kommúnisma en áður. Lífsviðhorfin í Bandaríkjunum og Sovétríkjunum væru gerólík og f Sovétríkjunum væri meira eftirlit með þegnunum. „Þetta hefur verið dásamlegur dagur," sagði Nancy þegar hún bjóst til að halda aftur til Moskvu. Míkhafl Gorbatsjov Sovétleiðtoga, vel og innilega. Þegar nokkur stund varð á milli stríða hjá þeim leiðtogunum tók Gor- batsjov sig til og sýndi Reagan virkis- múrana, Rauða torgið og grafhýsi Leníns, þessi tákn hins „Illa heims- veldis", og Bandaríkjaforseta fannst augsýnilega mikið til um, svo mikið, að þegar fréttamaður spurði hvort þetta væri heimsveldið illa svaraði hann: „Nei, ég var að tala um annan tíma, annað tímabil." Kreml á sér langa sögu og líka myrka. Ef veggimir mættu mæla gætu þeir sagt frá samblæstri og samsærum keisaratímans og grimmdaræðinu á dögum Stalíns en þar er líka að finna fomar kirlq'ur, hallir, garða og grænar grundir. Mestur hlutinn er opinn almenningi og að þessu sinni var gestunum boð- ið upp á meira en venjulega, sjálfa leiðtoga stórveldanna á skemmti- göngu. Var þeim fagnað með lófa- taki og heillaóskunum rigndi jrfír þá. Þeir Reagan og Gorbatsjov dáðust að dómkirkju heilags Basils, röltu um Rauða torgið, virtu fyrir sér graf- hýsi Leníns og gengu að fólkinu, sem beið eftir að komast inn til að skoða smjrðlinginn. Bauð það Reagan vel- kominn og hvatti hann til að vinna að friði með Gorbatsjov. Það kvaðst Reagan ætla að gera. „Við höfum ákveðið að tala hvor við annan, ekki aðeins hvor um ann- an,“ sagði Reagan og Gorbatsjov tók upp lítinn dreng, Aljosha Fflatov að nafrii, og færði hann upp í fangið á Bandaríkjaforseta. „Heilsaðu upp á Reagan afa,“ sagði Gorbatsjov og Reagan brosti út undir eyru, sagði eitthvað í hálfum hljóðum við strák- inn og kvaddi hann með handabandi. Að þessu búnu sneru þeir oddvit- amir aftur og það var ekki laust við, að þeir væm bara dálítið ánægðir með morgunverkin sín.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.