Morgunblaðið - 01.06.1988, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 01.06.1988, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 1. JÚNÍ 1988 43 I ÞIIXIGHLEI STEFÁN FRIÐBJARNARSON • • Oryggismál sjómanna Slys algeng á f iskiskipaf lotanum Drýgstur hluti af eigum og kjörum landsmanna er sóttur í sjó. Slys eru tiðari á islenzkum fiskiskip- um en erlendum. Öryggismál sjómanna vóru til umfjöllunar á síðasta þingi. Hér er litillega sagt frá frumvarpi Árna Johnsen og fleiri þingmanna um öryggismálanefnd sjómanna. Myndin sýnir skip í togi. Það fékk nót i skrúfuna. Arni Johnsen (S/Sl) og sex aðrir þingmenn úr jafn mörg- um þingflokkum stóðu að frum- varpi um öryggismál sjómanna. Markmið frumvarpsins „er að draga úr slysum á sjó með bættu öryggi og aðbúnaði sjó- manna“. Frumvarpið gerir meðal annars ráð fyrir því að samgönguráð- herra skipi þijá fulltrúa í sérstaka öryggismálanefnd sjómanna. Hlutverk hennar skal vera: 1) að beita sér fyrir auknu öryggi sjó- manna, 2) að vera stjómvöldum til ráðuneytis um öryggismál sjó- manna, 3) að fylgjast með fyrir- byggjandi aðgerðum í þessu efni, hérlendis og erlendis, og koma fræðslu og þekkingu á framfæri. I Styijaldir taka stóran toll í mannslífum ár hvert. Það gera slysin ekki síður. Styijaldir samtímans ná ekki til íslands — nema í fréttum. Það er meira en nóg. Sama verður ekki sagt um slysin. Þau em hluti af íslenzkum vemleika. Dauða- slysin ekki undanskilin. Á fímm ára tímabili, 1970-74, létust 162 íslendingar í slysum, svo dæmi sé tekið. Þetta þýðir 32,4 dauðaslys að meðaltali á ári — eða 2,7 dauðaslys að meðaltali á mánuði. Dauðaslys hér á landi em eink- um af tvennum toga: sjóslys og úmferðarslys. Af 162 látnum í slysum á fimm ára timabili (1970-74) vóm 105 sjómenn. Ef meðaltal er tekið létu tuttugu sjó- menn líf sitt við störf á ári hveiju þetta tímabil. Þegar þess er gætt að íslenzkir fiskimenn vóm um fimm þúsund talsins á þessu ára- bili má ljóst vera, hve hátt þetta dánarhlutfall er. „íslenzkir sjómenn búa við hæsta slysatíðni sjómanna allra nágrannalanda íslendinga. Slys- atíðni er óhemju há,“ sagði Ámi Johnsen í þingræðu um öryggis- málanefnd sjómanna. II Öryggismál sjómanna em viða- mikill málaflokkur. Þar skipta fyrirbyggjandi aðgerðir, meðal annars í gerð (hönnun og smíði) og búnaði skipa, miklu máli. Einn- ig menntun og þjálfun sjómanna, Ú'arskipti og skipulag leitar og björgunar. Ákveðin verkaskipting er í landinu í þessum efnum. Ámi Johnsen sagði m.a. í framsögu fyrir fmmvarpi sínu: „Siglingamálastofnun sinnir ákveðnum þáttum, Stýrimanna- skólinn sinnir ákveðnum þáttum, Slysavamafélag íslands og björg- unarsveitimar ákveðnum þáttum, Landhelgisgæzla íslands sinnir ákveðnum þáttum. En það er eng- inn aðili sem hefur fjármagn til að sinna áróðri sem nauðsynlegur er í nútímaþjóðfélagi til þess að árangur náist ef menn vilja f al- vöm taka á þessum málum." Fmmvarpið gerir ráð fyrir því að tekjur öryggismálanefndar sjó- manna, sem skipuð verður hljóti efnisatriði þess lagagildi, verði 0,8% af vátryggingariðgjöldum íslenzkra skipa og 0,8% af slysa- tryggingum sjómanna á íslenzk- um skipum. Nefndin gerir tillögur til ráðherra um ráðstöfun fjárins. III Minna má á að það að Matthías Bjamason, fyrrverandi sam- gönguráðherra, skipaði sérstaka öryggismálanefnd sjómanna, sem starfaði 1984-1986 og hafði nokkra fjármuni til ráðstöfunar. Pétur Sigurðsson, fyrrverandi al- þingismaður, veitti nefndinni for- ustu. Starf nefndarinnar gaf góða raun og vísaði veginn um fram- haldið. Ein af fjölmörgum tillögum sem þessi neftid setti fram var um sérstakan slysavama-, eldvama- og björgunarskóla. Slysavamafé- lag Islands hefur raunar annast slíka fræðslu, að minnsta kosti að hluta til, af áhuga og natni, bæði í eigin húsakynnum og í skólaskipinu Sæbjörgu (áður varðskipið Þór). Sérstök fræðslu- nefnd öryggismála sjómanna hef- ur og sinnt þessum málaflokki. Eldvamir era einn mikilvægasti þátturinn í fyrirbyggjandi aðgerð- um gegn slysum á sjó. „Það era um það bil eitt þúsund atvinnu- tæki íslenzk á siglingu umhverfis landið — og þar er eldhætta einn alvarlegasti þátturinn sem upp getur komið . . .“, sagði Ámi Johnsen í þingræðu sinni. Ámi lauk framsögu sinni með þessum orðum: „Það hafa verið haldnar ráð- stefnur um öiyggismál sjómanna á undanfömum árum, 1985 og 1987. Þær vóra vel sóttar, ekki sízt af sjómönnum sjálfúm, og gagnlegar tillögur komu fram, atriði sem væntanlega verða framkvæmd innan tiðar. En allt kostar þetta baráttu og það má ekki gleyma því að það kostar peninga að kynna og reka áróður fyrir því sem á að breyta og bæta. Þessi tillaga gerir ráð fyrir því að úr því sé leyst með lögum, sem hér er á borði, og ætti að vera mjög til hagsbóta fyrir öll öryggismál sjómanna í landinu". TÖLVA MORGUN- DAGSINS - HVERRAR =^s== KRÓNU VIRÐI-IBM PS/2 GISLI J. JOHNSEN SF. NÝBÝLAVEGI 16 - P.O.BOX 397 - KÓPAVOGI - SÍMI 641222
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.