Morgunblaðið - 01.06.1988, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 01.06.1988, Blaðsíða 45
68€1 MUT. .1 HUPAqUNIVGIM .aiGAjaHUOHOM MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 1. JÚNÍ 1988 45 Vaxandi áhugi fyrir kornrækt hjá bændum: Islenska byggið orðið sam- keppnisfær við erlent fóður Selfoasi. KORNRÆKT verður æ vmsæUi meðal bænda i austanverðri Rangárvallasýslu og í Mýrdal. Nú í vor hófu 3 bændur i hvorum Eyjafj allahreppanna að rækta korn. í Austur-Eyjafjallahreppi eru um 35 hektarar undir korni og 5 i Vestur-Eyjafjallahreppi. í Mýrdal eru 12 bændur með korn- rækt, alls á 40 hekturum. Þar voru 8 hektarar undir korni i fyrra. Komrækt er einnig vax- andi i Austur-Landeyjum. Komræktin gekk vel í fyrra og uppskeran fór í 3,9 tonn á hektara en bændur telja að 1,9 tonn þurfi að fást af hektaranum til að rækt- unin borgi sig. í fyrravor var brot- ið blað í komræktinni þvf verð á erlendu fóðri hækkaði vegna kjam- fóðurskatts og innlenda komið varð því verðmeira. „Við höfum verið að keppa við niðurgreitt, innflutt fóður og sú samkeppni hefur verið erfið," sagði Ólafur Eggertsson á Þorvaldseyri sem er með 20 hektara undir komi. Faðir hans var einn af frumkvöðl- um komræktar fyrir 25 ámm og í mörg ár vom þetta 6-7 hektarar undir komi á Þorvaldseyri. Ólafur er með þurrkunarverksmiðju og önnur slík verksmiðja er í Austur- Landeyjum. 'Þessar verksmiðjur hafa gert mönnum kleift að fara í komræktina og að sögn Ólafs er greinilegt að bændur hafa fengið trú á þessu. „Menn era famir að stunda hér jarðrækt eins og best gerist í ná- grannalöndunum. Menn endur- vinna gömul og úr sér gengin tún og endurbæta jarðveginn með komræktinni. Það em litlar leið- beiningar í þessari grein af hálfu ráðunauta en við miðlum hverjir öðmm og læmm þannig. Það myndast. líka góður andi milli manna í þessu, menn tala saman og áhuginn verður meiri á bústörf- unum,“ sagði Ólafur. Þijú síðastliðin sumur hafa verið góð hvað uppskem snertir. Ólafur segir að menn verði að gera sér grein fyrir því að það geti komið slæm ár og þá megi menn ekki gefast upp. Hann sagði byggrækt- ina ekki vera með neitt áhættufjár- magn og þess vegna þyldu menn alveg að taka á móti slöku ári. í slæmu árferði þegar uppskeran bregst má nýta byggið sem græn- fóður og gera þannig úr þvi nokkur verðmæti. Góður markaður hefur verið fyr- ir komið. Blöndunarstöðvar vilja kaupa allt sem framleitt er og Mjólkurfélag Reykjavíkur hannaði nýtt fóður úr byggi að 60%, 20% er fiskimjöl, 5% grasmjöl auk þang- mjöls, sykurs og vítamína. Þessi blanda hefur verið gefín á þremur búum í vetur og reynst mjög vel. Kýmar hafa að sögn Ólafs verið mjög hraustar og allt bendir til að þetta sé úrvalsfóður. í haust er gert ráð fyrir að byggið fari frá bændunum til MR í þessa blöndu og að bændur muni fá blönduna til gjafar. „Við þessar aðstæður hefur það breyst að við getum verið fleiri í þessari ræktun og getum alltaf selt komið. Það er óþarft að vera með fleiri blöndunarstöðvar því mjög hagstætt er að nýta þær sem fyrir em. Þannig skapast ömggur markaður fyrir byggið um allt land,“ sagði Ólafur. Hann sagði að þegar vel gengi í einhverri grein þá væri alltaf hætta á tilhneigingu hjá einhveij- um að fara út í stórræktun með , ' . V , , - K J Morgunblaðið/Sigurður Jónsson Ólafur Eggertsson bóndi á Þorvaldseyri. áhættufjármagni. Þessu sagðist hann vara við. „Við viljum fá að vera í friði með þetta og að kom- ræktin fái að þróast svona áfram svo bændur geti búið með hana sem hliðarbúgrein og stuðning við sinn búskap. Við sem emm í þesari ræktun sköpum okkur vinnu á haustin við slátt og þurrkun og það kemur upp á móti þeirri skerðingu sem orðið hefur í hefðbundnum búskap. Hér undir Eyjafjöllunum ætti að vera komrækt á hveijum bæ þar sem er kúabúskapur." — Sig. Jóns. Frá afhendingu ómskoðunartækisins. Hróðmar Helgason, barnalæknir, Hertha Jónsdóttir, hjúkruna- rframkvæmdastjóri, og Víkingur H. Arnórsson, yfirlæknir, ásamt kvenfélagskonum úr Hringnum. Barnadeild Landspítal- ans fær ómskoðunartæki KVENFÉLAGIÐ Hringurinn hefur gefið barnadeild Lands- pítalans ómskoðunartæki að verðmæti 4,5 miiyónir. Tækið gefur möguleika á að greina sjúkdóma með hátíðni hy'óð- bylgjum og má þannig oft fá nákvæma greiningu fyrr en ella. í fréttatilkynningu frá bama- deild Landspítalans segir að myndgreining með ómskoðunar- tæki skipi æ stærri sess í sjúk- dómsrannsóknum, og sé sérlega hagkvæm þegar böm eigi í hlut, þar sem rannsóknin sé með öllu sársaukalaus. -Sem dæmi um nota- gildi slíks tækis megi nefna, að árlega fæðist hér á landi 35 — 40 böm með einhvers konar hjartasjúkdóma, sem öll komi til greiningar á bamadeild Landspít- alans, og sé ómskoðunartækið ómetanlegt við þær rannsóknir. Tækið er af gerðinni Hewlett Packard og segir í fréttatilkynn- ingunni að miðað við stærð og verðflokk sé það eitt hið fullkomn- asta á markaðnum í dag. Fróóleikur og skemmtun fyrir háa sem lága! JONVARPS SJONVARPSBINGO A STOD 2 mánudagskvöldið 30. maí 1988. Síðasta skipti Vinningar í fyrri umferð þegar spilað var um eina lárétta línu. Spilað var um 10 aukavinninga, hver að verðmæti kr. 50.000,00., frá HLJÓMBÆ, TEGUNDXZ1: 85, 1 5, 30, 1,53, 75, 39, 61,43, 21,76, 58: 2, 62, 90, 48, 55. SPJÓLDNR. 19365. Þegar talan 55 kom upp var HÆTT að spila á aukavinningana. Þegarspilað var um BÍLINN komu eftirfar- andi tölur upp. Spilað var um þrjár láréttar línur, (eitt spjald): 82, 68, 10, 89, 13, 47, 24, 3, 32, 67, 20, 7, 25, 69, 88, 45, 19, 23, 44, 57, 74, 22, 35, 87, 4, 50, 31,9, 38, 77, 49. SPJÓLD NR. 19648,22709, 18747. OGUR STYR KTA RFELAG SÍMAR 673560 OG 673561 Rýmingarsalan heldur áf ram út þessa viku. Nýjaroggamlarvörur. Póstsendum. Stórkostleg tækifæriskaup verð frá kr. 300.-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.