Morgunblaðið - 01.06.1988, Blaðsíða 51

Morgunblaðið - 01.06.1988, Blaðsíða 51
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 1. JÚNÍ 1988 51 Jónas Gunnars- son - Kveðjuorð Fæddur 24. desember 1924 Dáinn8. maí 1988 Syngdu mig inn í svefninn, ljúfí blær. Sorgmæddu hjarta er hvíldin jafnan vær.' Draumgyðjan ijúfa, Ijá mér vinarhönd og leið mig um þín töfraglæstu friðarlönd. Ég er þreyttur, ég er þreyttur og ég þrái svefnsins fró. Kom draumanótt með fangið fullt af friði ogró. (Jón frá Ljárskógum) Ekki kom mér á óvart, andláts- frétt Jónasar vinar okkar hjónanna. Hann var búinn að vera mörg ár heilsutæpur og nú undanfama mán- uðihelsjúkur. Ég er hljóðlát og hugurinn reikar til langra kynna sem aldrei gleym- ast, því hann var eiginmaður æsku- vinkonu minnar, Sigríðar Rakelar Þórarinsdóttur frá Þemuvík í Ögur- sveit. Við sátum saman í bama- skóla og síðar vomm við samtímis nemendur í Reykjanesskólá. Það vom miklir dýrðardagar. Þar höfðu æskan og gleðin völd. Síðan em liðin 50 ár. Já, það hefur márgt á daga okkar drifíð síðan, en vináttan er enn sú sama. Heimili okkar hafa alla tíð staðið sitt á hvom lands- hominu og samfundum fækkað. En þá sjaldan komið var til Reykjavíkur hvort sem ég var ein á ferð eða við hjónin saman var haft samband við Siggu og Jónas, annað hvort í síma eða með heim- sókn. Þar ríkti fyrst og fremst hjartahlýjan, þótt húsakynnin væm ekki stór á nútíma vísu. Þegar við Sigga rifjuðum upp gömlu, góðu æskuárin, þurftu karl- amir að skjóta inn glettnum at- hugasemdum. Jónas var vel greindur og gaman- samur. Þau hjónin vom álíka að ýmsu leyti og það sem mest skipti, þau vom samtaka um að ala dreng- ina sína upp, sem góða þegna þjóð- félagsins, bæði að menntun og heið- arleika. Þeir vom heppnir með for- eldra. Mér er ekki gmnlaust um að Jónas vinur okkar hafí ekki alltaf gengið hart eftir launum fyrir greið- vikni sína svo töm sem hún var honum. Þau hjónin söfnuðu ekki veraldarauði, en vinum og kunn- ingjum þess fremur, því „traustur vinur getur gert kraftaverk". Synir þeirra Jónasar og Siggu urðu fjórir, þrír em búnir a!ð stoftia heimili, en sá yngsti er enn í for- eldrahúsum. Elsku Sigga og aðrir ástvinir. Við biðjum y.kkur öllum Guðs bless- unar, um styrk í miklum söknuði. Síðasta jólakortið frá ykkur end- ar þannig: „Þökkum alla tryggð og vináttu liðinna ára, bestu kveðjur, Sigga, Jónas og Krisiján." Nú er eitt nafnið horfíð en það er annars staðar skráð. Inga Bjarna og Kristján, ísafirði. Elín Davíðsdóttir Greif - Minning Fædd 9. júlí 1935 Dáin 21. maí 1988 Það var fyrir ótrúlega tilviljun að við Elín Davíðsdóttir Greif kynntumst á haustdegi í Vínarborg árið 1986. Við vomm stödd í kjör- búð hverfísins, ég, Snorri og Tómas Öm sonur okkar þegar hún gekk til mín og spurði hvort við væmm virkilega að tala íslensku. Það þarf ekki að orðlengja það frekar, daginn eftir arkaði ég með bamakermna á undan mér í mína fyrstu heim- sókn til Elínar Greif. Óneitanlega var maginn í smá hnút því erindi mitt til hennar var aðeins að spjalla saman á íslensku og mér hafði fátt dottið í hug til að tala um. En hnút- urinn var fljótt á bak og burt því varla vomm við sestar þegar við höfðum gleymt bæði stund og stað yfír margskonar umræðuefnum. Við komumst að því að ýmislegt áttum við sameiginlegt og þá sér- staklega það að vera íslenskar hús- t Kveöjuathöfn um uppeldisson minn og fósturföður, SIGURÐ STEFÁNSSON bónda, Lönguhlfð, Vallahreppi, veröur í Seljakirkju, Breiöholti, fimmtudaginn 2. júní kl. 10.30. Jarösett veröur í Vallanesi laugardaginn 4. júní kl. 14.00. Fyrir hönd vandamanna, Guðlaug Siguröardóttir, Tómas Tómasson. t Elskuleg eiginkona mín, móöir okkar, tengdamóöir og amma, ELlN þórðardóttir, Langholtsvegi 166, veröurjarösunginfró Langholtskirkju föstudaginn 3. júníkl. 15.00. Blóm vinsamlegast afþökkuö, en þeim sem vilja minnast hennar er bent á líknarstofnanir. Gunnar Helgason, Helgi Gunnarsson, Jóna Ágústsdóttir, Þórir Gunnarsson, Inglbjörg Jóhannsdóttir, Katrfn K. Gunnarsdóttir, Helgi Eirfksson, Gunnar Ö. Gunnarsson, Helga Gústafsdóttir, Sæmundur Gunnarsson, Estíva Einarsdóttir og barnabörn. mæður í Vínarborg sem höfðum báðar þörf fyrir tilbreytingu og fé- lagsskap á daginn. Heimsóknir urðu því margar á báða bóga og göngu- ferðir um nágrennið og miðbæinn einnig. Fyrir mig var vinátta okkar ein- stök, við vorum sem jafnöldrur og mæðgur allt eftir því hvað við átti. Við áttum yndislegar stundir saman í Vínarborg og í febrúar sl. lánaðist okkur að hittast heima á íslandi. Þá gátum við gleymt okkur í bíltúr- um um Reykjavík og nágrenni hennar er við létum heillast af fjöll- unum og sjónum sem við söknuðum báðar. Þau áttu líka hjartað í hvort öðru hún og Tómas Óm. Hann skilur ekki þetta langa ferðalag sem amma Ella er farin í og að hún skuli hvorki koma né hringja oftar til okkar. En Tómas á litla Ellu sem var í jólapakkanum frá Ömmu Ellu um síðustu jól. Litla Ella, sem er í litríkum fötum og hefur blátt hár, fer með okkur í göngutúra, les með okkur bækur og sefur svo við kodda litla snáðans. t Útför móður okkar, LIUU BJARNADÓTTUR fyrrum húsfreyju, Langholti, Hraungerðishreppi, Eyrarvegi 16, Selfossi, veröur gerð frá Hraungeröiskirkju laugardaginn 4. júnf kl. 14.00. Börnin. Ég sakna vinkonu minnar, við áttum svo margt órætt og ógert. Ég veit að því hefur verið ætlað að bíða betri tíma og því hugga ég mig við allar góðu minningamar sem ég á um Elínu og verða aldrei frá mér teknar. Við Snorri og Tómas Öm biðjum góðan Guð að styrkja Robert, Stef- án, Öm, Huldu og fjölskyldu. Blessuð sé minning Elínar. Hanna Minning: Laufey Stefánsdóttir Fædd 5. nóvember 1912 Dáin 22. mai 1988 Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin strið. (V. Briem) Á hvítasunnudag þann 22. maí andaðist á Landspítalanum móður- systir okkar Laufey Stefánsdóttir eftir löng og erfíð veikindi. Okkur systkinin langar með nokkrum orðum að kveðja góða frænku og þakka liðna tíð og þá sérstaklega bemskuárin í sama húsi og Laufey og fjölskylda hennar á Fálkagötu 9A. Laufey fæddist þann 5. nóvember 1912 í Viðey, dóttir hjónanna Guð- laugar Pétursdóttur og Stefáns Ámasonar. Var hún þríðja elst níu systkina og eru sex lifandi. Sem bam flutti hún á Grímsstaða- holtið með foreldrum sínum og systk- inum og bjó þar alla sína tíð. Þann 27. janúar 1937 giftist Lau- fey Jóni Þórðarsyni, en hann lést þann 4. mars. síðastliðinn. Þau eignuðust átta böm, Fjólu, Ama, Stefán, Þór, Þórð, Smára, Geir og Guðlaugu sem með stuttu millibili hafa þurft að kveðja foreldra sína. Sem bam var alltaf gott að koma „niður" til Laufeyjar og sýndi hún okkur systkinunum ávallt mikla hlýju og umhyggju. Að lokum biðjum við algóðan Guð að halda vemdarhendi sinni yfír henni og blessa hana. Bömum Lauf- eyjar, tengdabömum, ættingjum svo og ástvinum sendum við okkar innile- gustu samúðarkveðjur. Minningin um góða frænku lifír. Björg og Pálmi. HtosS BOH ULTRA GLOSS endist langt umfram hefðbundnar bóntegundir. HVERSVEGNA? Ultra Gloss er „paint sealant" með glergrunni og gufar því ekki upp í sumarsólinni og eyðist, eins og vaxbón gera. Ultra Gloss ver lakkið upplitun af völdum sólarljóss. UltraGloss styrkir lakk bílsins gegn steinkasti. Útsölustaðir: ESSO - stöövarnar Sumarbúðir HLÍÐARDALSSKÓLA Innritun stendur yfir fyrir 8-13 ára gömul börn, drengi og stúlkur samtímis til 10 daga dvalar. T í M A B I L 20. júní - 29. júní 1. júlí — 10. júlí 12. júlí - 21. júlí íþróttir (útisundlaug og íþróttahús), fræðslu- og söngstundir, náttúruskoðun, föndurkennsla, söngstundir, kvöldvökur o.m.fl. Verð 10 dagar kr. 12.000f- INNRITUNARSÍMI91-13899 Hittumst heil!
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.