Morgunblaðið - 01.06.1988, Blaðsíða 52

Morgunblaðið - 01.06.1988, Blaðsíða 52
52 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 1. JÚNÍ 1988 Gróa Asta Jafets- dóttir-Minning Fædd 10. nóvember 1902 Dáin 19. maí 1988 í dag verður jarðsett frá Dóm- kirkjunni í Reykjavík móðursystir okkar, Gróa Ásta Jafetsdóttir, en hún lést á Hvítabandinu þann 19. maí sl. Gróa var fædd í Reykjavík 10. nóvember 1902, dóttir hjónanna Jafets Sigurðssonar, skipstjóra og sfðar kaupmanns, og konu hans, Guðrúnar Kristinsdóttur. Var hún elst bama þeirra hjóna en hin systk- inin, sem bæði eru látin, voru Sig- urður, dáinn 1952, og Sigríður, dáin 1980. Foreldrar Gróu bjuggu í Vesturbænum og var hún alin upp fyrst á Nýlendugötu og síðan í hjarta Vesturbæjarins á Bræðra- borgarstíg 29 á homi Túngötu og standa þau hús þar enn. Heimilið á Bræðraborgarstfgnum var gest- kvæmt og eldri Vesturbæingar hafa sjálfsagt margir keypt brauð og mjólk á hominu hjá afa Jafet. Frændgarðurinn var stór en Jafet var einn 12 systkina frá Seli. Gróa vann á sínum yngri árum við að breiða út fisk á stakkstæði foreldra sinna og seinna afgreiddi hún í verslun föður síns. Skóla- ganga var ekki löng, hefðbundin bamaskólamenntun frá Miðbæjar- skólanum. Gróa giftist árið 1929 Ásmundi Ásmundssyni bakara- meistara, sem lést árið 1976. En hann starfaði lengst af i Kexverk- smiðjunni Esju. Böm þeirra hjóna eru: Gunnar Jafet, fæddur 1929 og á hann tvær dætur. Sigurður fædd- ur 1932, kvæntur Kari Eiríksdóttur og eiga þau 4 dætur. Gylfí fæddur 1936, kvæntur Erlu Líndal og eiga þau fjögur böm. Guðrún fædd 1940, gift Bimi Júlíussyni og eiga þau 3 böm. Bamabamabömin eru orðin níu. Gróa og Ásmundur hófu búskap sinn á Laugavegi 70B en fluttu síðan í Vesturbæinn á Bræðraborgarstíg 29 f lítið hús á lóð foreldra Gróu. Sfðan var flutt yfír götuna á Bræðraborgarstíg 25, sem gengið hefur undir nafninu Akur. Þá var búið í nokkur ár á Framnesvegi 16, en árið 1946 var flutt í Drápuhlíð 20, þar sem þau bjuggu í 30 ár eða þar til Ásmund- ur lést Þá flutti Gróa í íbúð í Bogahiíð en frá 1983 hefur hún dvalið á hjúkrunardeild fyrir aldr- aða á Hvítabandinu og notið þar góðrar umönnunar síðustu æviárin. Gróa var á margan hátt sérstæð kona og sannarlega bam síns tíma. Hún var hannyrðakona, blómakona, hafði yndi af að spila á spil, bjóða fólki upp á góðgerðir og vindil. Félagsskapur við annað fólk var henni kær og oft var mjög margt um manninn í Drápuhlíðinni. Gróa var með gott skopskyn og gat verið skemmtileg með afbrigðum. Á heimilinu í Drápuhlíð fór í mörg ár fram pökkun á tímaritinu Samtíð- inni. Var þá oft handagangur í öskj- unni. Prenta þurfti öll heimilisföng, sjóða hveitilím og síðan þurfti að handpakka hveiju eintaki. Allir Qöl- skyldumeðlimir tóku virkan þátt í þessu og aðrir sem að garði bar. Svo háttaði til að við bjuggum í næstu götu og oft lá leiðin í Drápu- hlfðina, enda heimilið opið okkur bræðrum eins og okkar eigið væri og bar Gróa mikla umhyggju fyrir okkur. Sigríður móðir okkar og Gróa voru samrýndar þrátt fyrir að töluverður aldursmunur væri á þeim systrum og leið vart sá dagur að þær hittust ekki. Gerðu þær sér báðar far um að rækta fjölskyldu- böndin sem mest og best og var ekki komið að tómum kofanum þegar spurt var um ættir manna. Eins og áður getur var Gróa bam síns tíma. Kona sem lét lítið á sér bera utan veggja heimilisins. Heimilið var hennar vettvangur og bar það vott um góðan smekk og skörungsskap. Gróa var kona sem borin var virðing fyrir, bæði vegna þess að yfír henni var reisn og virðu- leiki þrátt fyrir létta lund. Með henni er gengin mæt kona sem setti svip á samtíð sína, sannur ís- lendingur og kannski fyrst og síðast Reykvíkingur. í Vesturbænum var hún borin og bamfædd og í Reykjavík ól hún allan sinn aldur. Vesturbærinn stóð hjarta skip- stjóradótturinnar alla tíð næst. Litlu, vinalegu húsin, gatan, Qaran og sjórinn. Og hvað segir ekki Tóm- as í Vesturbæjarljóði sínu: Því særinn er veraldar særinn og sjálfur er Vesturbærinn heimur sem kynslóðir hlóðu, með sálir, sem syrgja og gleðjast, og sálir, sem hittast og kveðjast á strönd hinnar miklu móðu. Nú er Gróa frænka okkar komin yfír móðuna miklu og vafalaust hafa beðið hennar vinir í varpa. Að leiðarlokum viljum við þakka Gróu fyrir umhyggju hennar gagn- vart okkur, foreldrum og flölskyld- um. Við viljum ekki síður þakka fyrir öll skemmtilegheit í gegnum árin. Við vottum bömum hennar, tengdabömum og bamabömum, sem stóðu við hlið hennar gegnum alla erfíðleika, okkar innilegustu samúð. Hvíli hún í friði. Jafet og Magnús Ólafssynir Hún amma er dáin, en hvíldin var henni kærkomin eftir langt ævikvöld. Það var alltaf gott að koma til hennar og eiga stund með henni við sögur og leiki. Við tvö þau eldri vorum svo lánsöm að búa í sama húsi og amma og afi fyrstu árin. Þau voru mjög bamgóð og hændu okkur að sér með ástúð sinni og umhyggju. Það var mikið sótt til ömmu og afa og þau gáfu okkur margt, leiðbeindu og sögðu sögur frá gömlum dögum. En það voru ekki bara gamlir dagar sem hún amma sagði frá, hún spáði líka um framtíðina. Það var alltaf gaman þegar amma tók fram spáspilin sín og spáði fyrir okkur krökkunum. Það sem amma var, þar var kátína. Hún hafði gaman af að taka í spil og reykja vindla. Hún fór líka iðulega út snemma dags að spóka sig í bænum, því henni þótti vænt um þennan bæ og þó sérstaklega vesturbæinn þar sem hún var fædd og uppalin. Hún var mikil hann- yrðakona og vaknaði oft klukkan sex að morgni til að sauma út. Amma var hrifnæm og voru fögur ljóð og lög henni mikill gleðigjafi. En lífíð var ekki alltaf dans á rósum hjá ömmu. Oft datt hún niður í þunglyndi, en með hörkunni hafði hún sig upp úr því. Hún átti líka afa að og hann studdi hana dyggi- lega gegnum erfíðleikana. Amma dvaldi síðustu árin sín á Hvítabandinu og viljum við þakka starfsfólkinu þar fyrir að annast hana af mikilli alúð. Nú vakna ég alhress í ilmandi lund, sem ómar af vorfugla kliði; Hér fékk ég að sofa þeim blíðasta blund við blæinn, sem þaut upp í viði. Upp, glaður nú rís ég af grösugum blett og geng meðan endist mér dagur; Minn hugur er kátur og hjartað er létt, og heimurinn víður og fagur. (Steingrímur Thoreteinsson) Blessuð sé minning hennar. Ásmundur, Hildur og Vignir Minninff: Sigríður Blöndal Fædd 11. ágúst 1896 - . Dáin21.maí 1988 Útför Sigríðar Blöndal, afasystur okkar, fer fram í dag. Sigríður fæddist á Sævarlandi í Þistilfirði 11. ágúst 1896. Foreldrar hennar voru Bjöm Gunnlaugsson Blöndal læknir og kona hans Sigríður, fædd Möller. Sigríður var næstyngst sex systkina. Systkini hennar voru: Sophus Auðunn skrifstofustjóri á Siglufírði; Kristjana kaupkona í Reykjavík; Gunnlaugur listmálari; Sveinbjöm Helgi læknanemi og Magnús fram- kvæmdastjóri Síldarverksmiðju ríkisins á Siglufírði. Þrír bræðranna létust fyrir aldur fram. Afí okkar Sophus Auðunn og Magnús létust báðir innan við fímmtugt, og Svein- bjöm Helgi lést úr spænsku veik- inni í Kaupmannahöfn, aðeins rúm- lega tvítugur. Sigga frænka ólst upp á Hvammstanga. Árið 1915 fluttist fjölskyldan til Reykjavíkur og nokkrum árum síðar til Siglufjarðar þar sem hún bjó þar til Bjöm lækn- ir lést. Sigga átti góðar minningar frá bemsku sinni og æsku. Skemmtilegar vom sögumar sem hún sagði okkur systmm af ævin- týmm sínum og systkinanna á Hvammstanga. Þegar Bjöm lést fluttu Sigga og móðir hennar til Reykjavíkur og stofnuðu þar heim- ili með Kristjönu, sem þar bjó fyr- ir. Fyrst leigðu þær mæðgur á ýmsum stöðum í borginni en síðar réðust Kristjana og vinkona hennar Ásta Þorsteinsdóttir í húsbyggingu og byggðu parhús við Hringbraut 67 og 69. Bjuggu frænkur okkar Sigga og Sjana þar síðan. Hvomg þeima systra giftist né átti bam. Árið 1931 stofnuðu Sjana og Ásta vefnaðarvömverslunina Chic. Vann Sigga í versluninni hjá systur sinni ámm saman. Auk þess sá hún um heimilishaldið á Hringbrautinni. Heimili frænkna okkar var einstak- lega fallegt og smekklegt. Reynd- ust þær systur ættingjum sfnum, ekki síst bræðrabömum, ákaflega vel. Móðir okkar Sveinbjörg og Sigríður systir hennar bjuggu hjá ömmu sinni og frænkum, þegar þær vom við nám við Verzlunarskólann hér í Reykjavík. Gunnlaugur list- málari lifði lengst bræðra þeirra og var mikið og náið samband milli systkinanna. Okkur systmm vom Sigga og Sjana sem ömmur. Sigga var sér- lega bamgóð. Fram á síðasta dag birti yfír henni er hún sá lítil böm. Ekkert var betra en fara í heimsókn á Hringbrautina. Alltaf var okkur fagnað innilega hvort sem við kom- um einar eða með eina eða fleiri vinkonur með okkur. Hjá Siggu á Hringbraut, eins og við kölluðum hans, mátti allt gera. Gramsa í öll- um skúffum og skápum, skoða gamlar ljósmyndir og flétta hárið á Siggu. Hjá henni fengum við að þamba rjóma úr flöskunni og borða rúgbrauð með sykri á. Þær systur Sigga og Sjana áttu marga góða vini og hafði Sigga gaman af að skemmta sér, ekki síst að taka í spil. Þær ferðuðust mikið bæði innanlands og utan. Fóru t.d. margsinnis til Kaup- mannahafnar og London. Síðasta ferð þeirra var Miðjarðarhafssigling með skemmtiferðaskipinu Regina Maris, var það mikil ævintýraferð. Úr öllum þessum ferðum komu þær færandi hendi og var tilhlökkunin alltaf mikil hjá okkur, þegar Sigga og Sjana voru væntanlegar heim frá útlöndum. Sjana lést árið 1975. Hafði Sigga þá hjúkrað systur sinni í heimahús- um í nokkur ár. Lát Sjönu var Siggu mikið áfall og var hún aldrei söm eftir það. Bjó Sigga ein á Hring- brautinni í sjö ár og fór heilsu henn- ar mjög hrakandi. Sveinbjörg, móð- ir okkar, annaðist hana eftir bestu getu og eins frænka hennar Ingi- björg Einarsdóttir. Síðustu ár bjó Sigga svo á Hrafnistu í Hafnarfirði og naut þar hinnar bestu umönnun- ar. Færum við ættingjar hennar hjúkrunar- og starfsfólki þar bestu þakkir fyrir. Nú er Sigga frænka látin í hárri elli, á nítugasta og öðru aldursári. Við systumar þökkum henni allar góðu stundimar á Hringbrautinni. _ Blessuð sé minning hennar. Ólöf, Soffía og Helga Kjaran t Hugheilar þakkir fyrir auðsýnda samúð og vinsemd við andlát og jarðarför eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður, afa og lang- afa, HJÖRLEIFS SIGURBERGSSONAR, Baldursgötu 26, Reykjavlk. Guð blessi ykkur öll. Ingveldur Ámundadóttir, Hulda Hjörleifsdóttir, Sveinbjörn Einarsson, Guðrún Hjörleifsdóttir, Sigurður Guðmundsson, Steindór Hjörleifsson, Unnur Hjartardóttir, Ingibjörg Hjörleifsdóttir, Bergný Hjörleifsdóttlr, barnabörn og barnabarnabörn. t Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför móður okkar, tengdamóður, ömmu, langömmu og systur, OLGU LAUFEYJAR ÞORBJÖRNSDÓTTUR, Álfaskeiði 64, Hafnarfiröi. Erla Olsen, Ágústa Olsen, Sonja Valdimarsdóttlr, Halldóra Guðjónsdóttir, Ólöf Guðjónsdóttir, Hulda Þorbjörnsdóttir, Bjarni Ólafsson, Þorsteinn Sigurðsson, Erllngur Herbertsson, Ingi Hannesson, Aðalsteinn Einarsson, Marinó Þorbjörnsson, barnabörn og barnabarnabörn. t Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og útför eiginmanns míns, ÁRNA Þ. HANSEN, Hólavegi 26, Sauðárkróki. Rannveig Hansen. Birting afmælis- og minningargreina Morgunblaðið tekur afmælis- og minningargreinar til birtingar endurgjaldslaust. Tekið er við greinum á rit- stjórn blaðsins á 2. hæð I Aðalstræti 6, Reykjavík og á skrifstofu blaðsins í Hafnarstræti 85, Akureyri. Athygli skal á því vakin, að greinar verða að berast með góðum fyrirvara. Þannig verður grein, sem birtast á í miðviku- dagsblaði að berast síðdegis á mánudegi og hliðstætt er með greinar aðra daga. í minningargreinum skal hinn látni ekki ávarpaður. Ekki eru tekin til birtingar frumort ljóð um hinn látna. Leyfílegt er að birta ljóð eftir þekkt skáld, 1—3 erindi og skal þá höfund- ar getið. Sama gildir ef sálmur er birtur. Meginregla er sú, að minningargreinar birtist undir fullu nafni höfundar. Blóma- og W skreytingaþjónusta w ™ hvert sem tilefnið er. GLÆSIBLÓMIÐ GLÆSIBÆ, Álíheimum 74. sími 84200 Fróðleikur og skemmtun fyrirháa semlága!
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.