Morgunblaðið - 01.06.1988, Blaðsíða 59

Morgunblaðið - 01.06.1988, Blaðsíða 59
Y 88ei ínúi .1 fluoAauarvQiM .aiOAJflKuaflOM MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 1. JÚNÍ 1988 5a_ Animo KAFFIVELAR FJÖLBREYTT ÚRVAL • VEGGSKILDIR • VASAR • STELL • NYTJAMUNIR • KLUKKUR • LAMPAR MINNIST TIMAMÓTA MEÐ SERMERKTUM KJÚRGRIP! Viö merkjum hvers kyns gripi til að minnast hatiðlegra tækifæra og timamota. GLIT S. 685411. 0 Yogastöðin Heilsubót, Hátúni 6a, auglýsir Konur og karlar athugið! Sex vikna sumarnámskeið verður haldið þann 1. júní - 10. júlí. Byrjunartímar. Mjög góðar al- hliða æfingar, sem byggðar eru á Hatha-joga, til viðhalds þrótti, mýkt og andlegu jafnvægi. Nýr ljó- salampi og gufa. Visa-Eurokortaþjónusta. Yogastöðin Heilsubót, Hátúni 6a, sími 27710. Reykjavíkurvegi 66, Hafnarfirði, símar: 91-652012 og 652008. Þessir hringdu . . Góð forsíðumynd Móðir hringdi: „Ég var mjög hneyksluð yfír myndbirtingum fjölmiðla, þar á meðal Morgunblaðsins, af busavígslum sl. haust. Slíkt á ekki að auglýsa því skrflslæti sem einhverjir minnihlutahópar standa að eru skólaæskunni ekki til sóma. Ég vil hins vegar þakka fyrir forsíðumyndina sl. föstudag. Þar má sjá ungt fólk sem lokið hefur prófum sínum með sóma og fagn- ar því á heilbrigðan hátt úti í veðurblíðunni. Á þessari mynd er góð stemming og má sjá að þetta unga fólk hefur náð merkum áfanga { lífí sínu." Hvítur plastpoki Hvítur plastpoki með kvittana- heftum frá Í.F.R. sunddeild og tveimur' ávísunum tapaðist fyrir nokkru. Finnandi er vinsamlegast beðinn að hringja í síma 671662. Gullfestar Tvær gullhálsfestar, önnur með rauðum steini, töpuðust í Kaup- stað í Mjódd sl. fímmtudag. Finnandi er vinsamlegast beðinn að hringja í síma 72629. Fundar- laun. Læða í óskilum Þrílit læða, hvít, gul og grá kom á heimili hér í bænum fyrir nokkru. Hún er um það bil sex mánaða og bar þess merki að hafa verið á flækingi í nokkum tíma. Eigandi hennar er beðinn að hringja í síma 23625 sem fyrst. Gullhringur Gullhringur með bláum safír- steini tapaðist á Hótel íslandi fyr- ir mánuði. Finnandi er vinsamleg- ast beðinn að hringja í síma 71860 eftir kl. 17. Fundarlaun. Góð þjón- usta hjá Amarflugi Til Velvakanda. Ég var að lesa opnuviðtal við Kristinn Sigtryggsson forstjóra Amarflugs og líst vel á manninn. Það er gaman að heyra að félagið hefur gengið vel undir hans stjóm. Ég er líka viss um að starfsfólkið á líka sinn þátt í því. Það er allt upp til hópa mjög þægilegt og hjálp- legt. Ég fór með Amarflugi til Amsterdam og varð fyrir smáó- happi og þurfti að leita ráðlegging- ar á skrifstofuna þar og fékk frá- bæra aðstoð hjá íslenskri starfs- stúlku þar. Hún talar hollensku mjög vel sem hlýtur að vera óvenju- legt. Var hún elskuleg og hjálpleg í alla staði og sendi ég henni sér- stakar þakkir fyrir. Það hlýtur að vera mikils virði fyrir Arnarflug að hafa slíkan ágætis starfskraft. Ég óska Amarflugi alls góðs. Ánægður ferðalangur Kaffivélar fyrir hótel, veitingahús, stofnanir, fyrirtæki og skip. HEILDVERSLUN HF. VELVAKANDI SVARAR í SÍMA 691282 KL. 10—12 FRÁ MÁNUDEGI TIL FÖSTUDAGS tiUHBMéÆAJtOUUL Enga ríkisstyrki til fiskeldis Til Velvakanda. Mikil bjartsýni ríkti fyrir nokkr- um árum um framtíð loðdýrarækt- ar. Bændur vom hvattir til að hætta hefðbundnum búskap og leggja allt sitt í refa- og minkabú. Útlitið var mjög gott um tíma, skinnin seldust háu verði og var jafnvel talað um stóriðju. Þessi bjartsýni leiddi meðal annars til þess að hið opinbera gekkst í ábyrgð fyrir lánum sem bændur tóku til að byggja upp loðdýrabú- in og rann mikið fé til þessara framkvæmda. En svo hrundi markaðurinn. Þá urðu margir vitrir eftirá og sögðu sem svo að aldrei hefði átt að leggja fé í þessa vitleysu. Ég er sammála því að þessir peningar hefðu betur farið í að byggja upp hefðbundinn landbúnað en sjálf- sagt er alltaf auðvelt að vera vitur eftirá. En það er líka hægt að vera framsýnn. Nú em uppi háværar kröfur um að ríkið leggi miklar fjárhæðir undir í fiskeldi. Fiskeld- isstöðvar hafa sprottið upp víðsvegar um land og er þenslan mikil í þessari atvinnugrein. En það er ekki nóg, ríkið á líka að koma með peninga almennings og leggja í púkkið. Eftirá geta menn verið vitrir og séð eftir öllu saman. Það hefur nefninlega komið í ljós í nágrannalöndum okkar að fískeldi er áhættusöm atvinnu- grein. Það er líka hægt að spyija sig að hversu arðbær hún er. Hvers vegna þarf ríkið að leggja fé í fískeldi fyrst það er svona arðbært? Ég veit að fískeldi hefur verið aðrbær atvinnugrein hér á landi undanfarin ár, en er offjár- festingin og þenslan svo mikil í þessari atvinnugrein að hún nái ekki einu sinni að standa undir sjálfri sér? Væri ekki betra að fara hægar í sakimar og byggja fískeldisstöðvamar upp hægt og rólega? Þetta ættu menn að at- huga vel svo ekki verði annað eins íjárfestingarslys eins og gerðist í loðdýraræktinni, það slys hefði mátt koma í veg fyrir að miklu leyti ef menn hefðu fengist til að hugsa. Fyrirhyggjuleysi í fjárfest- ingum_ virðist vera þjóðarlöstur okkar íslendinga. Þegar mér verð- ur hugsað til allra þeirra fjármuna sem ausið hefur verið í Flugstöð- ina og önnur gæluverkefni get ég ekki annað en undrast kjánaskap- inn. Hefðbundinn landbúnaður, sauðfjárrækt og kúabú, hefur lengi verið kjölfesta allrar land- búnaðarstarfsemi hér á landi. Ég er ekki á móti þvf að nýjar leiðir séu reyndar en menn eiga ekki að rasa um ráð fram. Eðlilegra er að þessar undirstöðugreinar njóti styrkja því þar vita menn að hveiju þeir ganga að og áhætt- an er því í lágmarki. Fiskeldið á hins vegar eftir að sýna hvort það skiiar þeim arði sem svo mikið er talað um. Gamall bóndi
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.