Morgunblaðið - 01.06.1988, Blaðsíða 62

Morgunblaðið - 01.06.1988, Blaðsíða 62
62 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 1. JÚNÍ 1988 \ ósigrandi Þjálfari: Bobby Robson. Fyrirliði: Bryan Robson. England virðist ENGLAND Eftir að Vestur Þjóðverjar unnu Englendinga, 3:1, í vináttuleik 9. september í fyrra rœddl Bobby Robson, framkvœmda- stjóri enska landsliðsins, við mig á leið okkar á blaðamanna- fund eftir leikinn. Aég að segja þér,“ sagði hann, „blaðamennirnir ættu að klappa vel fyrir okkur. Fæstir þeirra hafa nokkru sinni fyrr séð svona góðan leik.“ Þessi ummæli eru rdæmigerð fyrir Robson og undir- strika nýja leikaðferð sem Englend- ingar hafa tekið upp. Auk þess sem þeir leggja höfuðá- herzlu á baráttuna um knöttinn er mikið lagt upp úr skemmtilegum leik. í leiknum gegn okkur virtist sem þetta atriði væri Robson meira kappsmál en að sigra okkur. Sjálfur er Robson gamalreyndur knatt- spymumaður með fjölda sigra að baki. Bobby Robson vonast ekki ein- göngu eftir skemmtilegum leikjum í Evrópukepj)ninni, heldur einnig eftir sigri. Eg er sannfærður um að báðar þessar vonir hans rætast. Robson þurfti ekki frekar en Danir og Spánveijar að byggja upp nýtt lið eftir Heimsbikarkeppnina í Mex- íkó árið 1986. Liðsmenn hans hafa verið saman svo lengi að þeir gætu leikið blindandi. Þessi samhæfni liðsins tryggði Eng- lendingum öruggan, 4:1, sigur yfír Júgóslövum og sigur í sínum riðli í undanrásum keppninnar með ell- eft stig eftir sex leiki þar sem þeir skoruðu 19 mörk en fengu á sig aðeins eitt mark. Englnn fangar bottann betur en ShlRon í mínum augum er enska landsliðið líklegast til sigurs í keppninni um Evrópubikarinn. Styrkur liðsins hefst í markinu, en þar er Peter Shilton frá Derby County, sem hef- ur verið markvörður í nærri 100 landsleikjum. Þótt Shilton sé að verða fertugur getur enginn fangað boltann betur en hann. Hann er að vísu ekki há- vaxinn, en hann hefur vit á því að hlaupa ekki út á móti háum send- ingum að markinu. En Shilton hefur hvort eð er enga ástæðu til að hlaupa út úr markinu þegar hann er með tvo „risa“ á .borð við Tony Adams frá Arsenal og Mark Wright frá Derby í vöm- inni. Þessir tveir hávöxnu vamar- menn eru í hópi þeirra fjögurra vamarmanna liðsins sem virðast jafn öruggir og Englandsbanki. Sá sem heldur sig geta unnið skalla- einvígi gegn annað hvort Wright eða Adams hlýtur að trúa því að ævintýrin gerist enn. Þeir standa fastir fyrir á miðjunni og fara ekki fram nema til að taka aukaspymur eða homspymur. Robson hefur um tvo hægri bakverði að velja - Viv Anderson og Gary Stevens, sem er sérfræðingur í löngum innköstum. Báðir eru þeir sókndjarfír. Vinstra megin er Kenny Sansom frá Arse- nal. Hann er lágvaxinn en traustur leikmaður, skjótur að snúa vöm í sókn, og sér svo vel um að veija miðjuna að mótheijamir eiga erfítt með að bijótast þar í gegn. Leiktækni ensku vamarinnar er einföld: hún reynir að halda sig 30 metrum fyrir framan eigið mark, takmarka leiksvið mótheijans og hrekja hann inn á eigin vallar- helming. Bryan Robson gofur ekkert eftlr Vöminni stýrir Bryan Robson - sem er ekkert skyldur Bobby stjóm- anda. Biyan leggur ekki meginá- herzlu á nákvæmar sendingar, stjóm hans á vöminni ber meiri keim af stjóm Paul Breitners á vöm Vestur Þjóðveija. Robson er alltaf þar sem þörfin fyrir hann er mest og geysist fram völlinn hvetjandi félaga sína. Hann hefur fótbrotnað þrisvar sinnum, en meiðslin virðast ekkert hafa dregið úr baráttuvilja hans. Potor Shllton hefur ekkert gefíð eftir þrátt fyrir háan aldur. Enginn fangar knöttinn betur en hann. Bobby Robson, þjálfari enska landsliðsins. LandsllA Englands. Aftari röð frá vinstri: Peter Shilton, Gary Lineker, Tony Adams, Neil Webb, John Bames, Terry Butcher, sem er meiddur. Fremri röð: Gary Stevens, Trevor Steven, Peter Beardsley, Biyan Robson og Kenny Sansom. Miðverðimir em í sérflokki. Á hægri væng er Chris Waddle frá Tottenham, sem veldur mótheijan- um vandræðum þar sem hann leik- ur helzt með vinstri fæti. Þótt hann sýnist ekki sérlega snar í snúning- um, á Waddle það til að skjótast framhjá vamarmanni á kantinum, þjóta svo skyndilega inn á miðju og spyma hörkuskoti að markinu. í miðjunni era Trevor Stevens og Peter Reid frá Everton fremstir í flokki. Jafnvel leikmenn á borð við Glen Hoddle hjá Monaco og Neil Webb hjá Nottingham eiga erfitt með að keppa við þessa tvo. John Bames er sjálfkjörinn á vinstri væng. Þessi stjömuleikmaður úr liði Liverpool er mjög skotharður og leikni hans með knöttinn setur mótheijana út af laginu. Bames sameinar kraftinn í ensku knatt- spymunni og léttleikann í þeirri afrísku. Uneker er hættulegur Sóknarleikmaðurinn Gary Lineker, Flérlr •* lykllmönnum enska landsliðsins, hressir og kátir. Robson, Beards- markahæsti leikmaðurinn í heims- Adams og Bames. Franz Becken- bauer skrifar fyrir Morgun- blaðid GREIN meistarakeppninni í Mexikó, virðist hafa misst eitthvað af krafti sínum eftir að hann hóf að leika með Barcelona. Þetta tengist trúlega slæmu gengi Katalónfufélagsins. Strax og Lineker er kominn í lands- liðsbúning Englands kemst hann í sitt fyrra form. Hann er viðbragðs- fljótur, skallasendingar hans hámá- kvæmar, og hann er afbragðsfljótur að skynja það þegar marktækifæri gefast. Ég gleymi því aldrei þegar hann kastaði sér á fyrirgjöf frá Peter Beardsley og skoraði jöfnunar- markið gegn Brasilíu, 1-1. Það lá við að skallasending hans sprengdi netið. Beardsley byggir upp tækifærin fyrir Lineker. Hann er snöggur, viðsjáll og hörkuduglegur leikmað- ur, sem alltaf er reiðubúinn til að leggja sig allan fram. England virðist ósigrandi. Skyndi- gagnsóknir og hraði virðast það eina sem dugar gegn bresku vöm- inni. Nema mótheijamir séu sérlega heppnir, eins og við voram þegar við sigruðum, 3:1, 9. september í fyrra. V—> «— rc V r< c« a * c*-1 0 ft' w f Ci Q_J. c- c f c C— t—1 FJORÐA
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.