Morgunblaðið - 05.06.1988, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 05.06.1988, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 5. JÚNÍ 1988 9 ■i 1. sunnud. eftir trinitatis Lúk. 16,19.-31. HUGVEKJA eftir séra GUÐMUND ÓLA ÓLAFSSON Hver er ríkur? Einu sinni var maður nokkur ríkur, er klæddist purpura og dýru líni og lifði hvem dag í dýrlegum fagnaði. Þó var hann í raun örfátækur, snauðastur maður á himni og jörðu, en vissi það ekki sjálfur. „Sælir eru fátækir í anda, því að þeirra er himnaríki." „Sælir era hógværir, því að þeir munu jörðina erfa.“ „Sælir era þeir, sem hungrar og þyrstir eftir réttlætinu, því að þeir munu saddir verða.“ „Sælir era hjartahreinir, því að þeir munu Guð sjá.“ Er þá þess háttar sæla íjár- sjóður? Hvað er þar að baki annað en eldfomt, margsviðið og harðskorpið fagnaðarerindi handa einföldum og snauðum: Þeir skulu sætta sig við kjörin, örbirgðina, ranglætið, í von um að úr rætist fyrir handan? Sú vizka, sem fólgin er í gamalli bæn í Orðskviðum Salómons, virðist hins vegar ekki fráleit né ógeðfelld: „Lát fals og lygaorð vera Q'arri mér, gef mér hvorki fátækt né auðæfí, en veit mér minn deild- an verð. Ég kynni annars að verða of saddur og afneita og segja: „Hver er Drottinn?" eða ef ég yrði fátækur, kynni ég að stela og misbjóða nafni Guðs míns.“ Nei, fátækt Lasarusar er hvorki eftirsóknarverð né sæla. Og fátækt þekkja nú fremur fáir menn á íslandi af eigin raun, nema þeir, sem sextugir era eða eldri, ekki þá fátækt sem hér var landlæg um langan aldur. Fátækt er ætíð auðmýk- ing, sársauki, brennandi sviði, sem trúlega hverfur aldrei til fulls úr bijósti þess, sem reyndi. Þú gleymir ekki augum fátæks tötrabams, soltins, hafir þú ein- hvem tíma horft í þau, ekki heldur augum þess betlara, sem betlar af þörf á strætum. íslend- ingar era þó svo kristnir og slík menningarþjóð í fámenni sínu, að slík sjón er næsta fátíð hér. Hins vegar sagði Jesús: „Fá- tæka hafíð þér ávallt hjá yður.“ Lasaras reyndist næsta ríkur um síðir, að sögn þess sama Jesú. Fyrir dyram ríka manns- ins átti hann, á sinni tíð, ein- hvers konar athvarf, að því er virðist. Sæla var þar engin, nema vinátta hundanna, sem vora þó óhrein dýr, hafí verið honum nokkurs verð. Hann var iíkastur harmkvælamanninum Job, sem varð að deila við Guð og menn um réttlæti og rang- læti, sök og sakleysi og verð- skuldun. Hver var þá umbun hans eða ábati? Hvemig varð hann auðkýfíngur að mati Jesú? Sögulókiin era skýr. Þar era engar málalengingar. Þó virðist sem sumt skuli lesið milli lína. Þennan daginn er Jesús ekki einungis að boða fátækum fagnaðarerindi. Hann á erindi við menn, sem kallaðir era fé- gjamir, ræðir við þá um trú- mennsku í stóra og smáu, einn- ig í veraldarsökum. Fáeinum versum framar í guðspjallinu segir svo: „En Faríseamir, sem vora menn fégjamir, heyrðu allt þetta og gerðu gys að hon- um. Og hann sagði við þá: Þér erað mennimir, sem réttlætið sjálfa yður í augsýn manna. En Guð þekkir hjörtu yðar. Því að það sem er hátt meðal manna, er viðurstyggð í augum Guðs.“ Lasaras bar sín kaun, en ekki þau, sem Guði bauð við. Hann hafði fengið heilsubót. Hroki hrjáði hann ekki, hvorki fyrir Guði né mönnum, engin mannfýrirlitning, ekkert hatur, engin sjálfsdýrkun, enginn bjálki í auganu. Hann var fá- tækastur maður á jörðu, öllu sviptur, eins og Job — átti þó eitt vonarland og hungrið og þorstann eftir réttlætinu. Bi- blían er undarleg bók, ekki síður en Gamla testamentið. Þeim, sem þar era ókunnugir, kæmi trúlega á óvart, hversu um- hyggja Drottins fyrir fólki eins og Lasarasi flóir þar yfír alla bakka. Þér þykir trúlega einfeldni að ætla, að Drottinn muni í ein- hveiju bæta þeim, sem fátækir vora í anda í þessum heimi, hungraðir og þyrstir eftir rétt- læti, svo hógværir, að þeir urðu landlausir. Þannig er þó kristin trú. Hún er trú á vonarlandið, nýjan himin, nýja jörð, endur- fæðing, upprisu. Og sú trú er í hjarta manns sannari og mennskari en allt annað. Hún hefur gert kynslóðum, milljón- um, lífíð á jörðu bærilegt — er raunar hið eina, sem varpar örlítilli dagskímu á þá ógnarver- öld, sem sumir menn og önnur sköpun fæðast í á þessari bles- suðu jörð. Gáta Lasarasar er ef til vill ráðin í nafni hans. Lasaras heit- ir sá, sem Guð hjálpar. Og Las- arasi var gefíð himnaríki. Hann var réttur eigandi þess með öll- um gögnum og gæðum og gat sungið með Job: „Ég veit, að Lausnari minn lifír, og hann mun síðastur ganga fram á foldu.“ Um það bil 15 þúsund Islendingar hafa treyst Fjárfestingarfélaginu fyrir sparifé sínu undanfarin ár! Þar af leiðandi hafa Kjarahréfin skilað umtalsverðum vöxtum umfram verðhólgu, eins og sést greinilega á línuritinu. Þeir, sem hafa fjárfest í Kjara- hréfum eru tryggðir gegn verðhólgusveiflum þjóðfélagsins. Á hak við Kjarahréfin stendur Verðbréfasjóðurinn hf, stœrsti verðbréfasjóður landsins, en sjóð- urinn dreifir áhœttu sinni með kaupum á hréfum ríkis og sveitar- félaga, hankaáhyrgðum, sjálf- skuldaráhyrgðum, hréfum stórfyr- irtcekja og fasteignatryggðum bréfum. Á verðbólgutímum eru Kjara- bréfin öruggur og arðbær kostur. Símsvari ALLAN SÓLARHRINGINN í síma 28506. Upplýsingar um daglegt gengi Kjarabréfa, Markbréfa, Fjölþjóðabréfa og Tekjubréfa Gengi: 3. júní 1988: Kjarabréf 2,875 - Tekjubréf 1,420 - Markbréf 1,499 - Fjölþjóðabréf 1,268 FJARFES11NGARFEIAGIÐ Hafnarstræti 7, 101 Reykjavík S (91) 28566 Kringlunni, 103 Reykjavík S (91) 689700 Ráðhústorgi 3, 600 Akureyri S (96) 25000
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.