Morgunblaðið - 05.06.1988, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 05.06.1988, Blaðsíða 48
48 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR B. JÚNÍ 1988 I ~T atvinna — atvinna —- atvinna — atvinna — atvinna — atvinna Olafsvík Umboðsmann og blaðbera vantar til að ann- ast dreifingu og innheimtu á Mbl. Upplýsingar í símum 93-61243 og 91-83033. Kornax hf. Okkur vantar áhugasaman starfskraft með framtíðarstarf í huga til ýmissa ábyrgðar- starfa í verksmiðju okkar í Sundahöfn. Góð laun í boði fyrir réttan aðila. Nánari upplýsingar á staðnum (ekki í síma). Kornaxhf., KorngÓrðum 11, Sundahöfn. Fjármála- og markaðsstjóri Eitt af stærstu fyrirtækjum landsins í ferða- þjónustu vill ráða fjármála- og markaðsstjóra til starfa fljótlega. Viðkomandi er ábyrgur fyrir fjármálum, áætlanagerð, markaðs- og sölumálum fyrir- tækisins. Leitað er að viðskiptafræðingi eða rekstrar- hagfræðingi með menntun í ofangreindum störfum. Einhver starfsreynsla þarf að vera fyrir hendi. Laun samningsatriði. Farið verður með allar umsóknir í algjörum trúnaði. Umsóknir er tilgreini aldur, menntun ásamt starfsreynslu sendist skrifstofu okkar, fyrir 15. júnínk. QIÐNT ÍÓNSSON RÁÐCJÖF & RÁÐN I NCARÞJÓN USTA TÚNCÖTU 5. 101 REYKJAVÍK — PÓSTHÓLF 693 SÍMI 621322 Frá menntamála- ráðuneytinu Lausar stöður við framhaldsskóla Við Flensborgarskólann í Hafnarfirði eru lausar til umsóknar kennarastöður í ensku og frönsku (V2 - 2/a hluti starfs í báðum tilvik- um). Við Menntaskólann í Reykjavík eru lausar til umsóknar kennarastöður í íslensku, ensku, stærðfræði og íþróttum pilta. Við Menntaskólann á Akureyri er laus staða kennara í íslensku. Við fiskeldisbraut Kirkjubæjarskóla á Síðu er laus til umsóknar ein og hálf kennarastaða í líffræði og skyldum greinum. Umsóknir ásamt upplýsingum um menntun og fyrri störf sendist menntamálaráðuneyt- inu, Hverfisgötu 6, 150 Reykjavík fyrir 25. júní næstkomandi. Þá er umsóknarfrestur á áður auglýstum kennarastöðum við Iðnskólann í Reykjavík framlengdur til 13. júní næstkomandi. Um er að ræða kennarastöður í eftirtöldum greinum: Stærðfræði og eðlisfræði, faggrein- um bakara, bókiðnum, fataiðnum, faggrein- um húsgagnasmiða, rafeindavirkjun, rafvirkj- un, faggreinum málara og faggreinum á tölvubraut. Þá vantar stundakennara í íslensku, stærðfræði, eðlisfræði og tölvu- greinum, þýsku, bókfærslu og rekstrargrein- um, hársnyrtigreinum, fataiðnum, faggrein- um múrara, öryggismálum, rafiðngreinum, faggreinum húsasmiða og bókiðnum. Menntamáiaráðuneytið. Hlíðartúnshverfi Mosfellsbæ Umboðsmann og blaðbera vantar í Hlíðartúns- hverfi Mosfellsbæ í sumar. Upplýsingar í síma 83033. dalví kurskd li Kennarar, kennarar Kennara vantar að Dalvíkurskóla. Æskilegar kennslugreinar íslenska, danska og stærðfræði. Upplýsingar gefur skólastjóri í síma 96- 61380/96-61491. Skólastjórí. Kærufóstrur athugið! Leikskóli St. Franciskussystra í Stykkishólmi auglýsir eftir starfskrafti frá og með 8. ágúst nk. Hér er kjörið tækifæri til að nýta hæfileika sína og menntun í samvinnu við frábært fólk, við góðar aðstæður á fögrum stað. Upplýsingar gefur systir Lovísa. Sími 93-81128. Leikskólinn. Sölumenn - bóksala Vantar sölumenn til starfa sem fyrst á Stór- Reykjavíkursvæðið og út á land. Um er að ræða þekkta bókaflokka, nýjar bækur og eldri sígild verk, frá ýmsum stærstu bókaforlögum landsins. Nauðsynlegt er að viðkomandi hafi bíl til umráða. Allar upplýsingar gefur sölustjóri okkar, Jón Kristleifsson, í síma 689133. Bóksala Bjarna og Braga, Bolholti 6. EWOS óskar að ráða afgreiðslustjóra á lager Starf afgreiðslustjóra felst í afgreiðslu pantana og vöruafhendingu, eftirliti með vörubirgðum og framkvæmd vörutalningar, móttöku hráefna inn á lager, og almennri verkstjóm og skipulagn- ingu á vöruskemmu fyrirtækisins. Starfið krefst samviskusemi og nákvæmni og góðra samstarfshæfileika. Æskilegt er að umsækjendur hafi unnið við svipuð störf áður. Umsóknir er tilgreini aldur, menntun og fyrri störf sendist EWOS hf., Korngarði 12, 124 Reykjavík, fyrir 15. júní nk. Með allar umsókn- ir verður farið sem trúnaðarmál. (P^EWOS Lyi - J KORNGARÐI 1? PÓ i:\vox AQUACIMTURE KORNGARÐI 12 PÓSTHÓLF 4114 124 REYKJAVÍK S:(91)687766 Hafnarfjörður - blaðberar Blaðbera vantar á Hvaleyrarholtið. Upplýsingar í síma 51880. Tollskýrslur Há laun Þekkt verslunarfyrirtæki í austurborginni vill ráða starfskraft til að annast tollpappíra og innflutningsskýrslur. Verslunar- eða stúdentsmenntun æskileg. Einhver starfsreynsla er góð en ekki skilyrði. Framtíðarstarf. Vinnutími frá kl. 9-17. Há laun í boði. Öllum umsóknum svarað. Umsóknir merktar: „T - 4879“ sendist til auglýsingadeildar Mbl. fyrir þriðjudagskvöld. félagsmAlastofnun reykjavíkurborgar Vonarstræti 4 — Síml 25500 Fjölskyldudeild Félagsráðgjafi Laus er staða félagsráðgjafa við Fjölskyldu- deild. Um er að ræða stöðu fulltrúa sem fer með sérverkefni á sviði barnaverndarmála, einkum ráðgjöf vegna vistunar barna á vist- heimiii og fjölskylduheimili, ráðgjöf á mæöra- heimili og fleira. Reynsla í meðferðarstarfi áskilin. Forstöðumaður Laus er staða forstöðumanns í Unglinga- athvarfi. Áskilin er félagsráðgjafamenntun eða önnur menntun á sviði sálar- eða uppeldis- fræði, ásamt starfsreynslu í meðferðarmálum. Upplýsingar um báðar stöðurnar veitir yfir- maður Fjölskyldudeildar í síma 25500. Umsóknir berist fyrir 13. júní nk. ÚTFLL/TNINGSRÁÐ ÍSIANDS EXFORTCOUNCILQF ICEIAND LAGMUU5 128REYKJAVÍK S-688777 Útflutningsráð íslands óskar að ráða markaðsstjóra matvæla Starfssvið markaðsstjóra felst í að móta stefnu í sameiginlegu markaðsátaki fyrir- tækja og aðstoða einstök útflutningsfyrir- tæki í markaðsmálum. Markaðsstjórinn hefur umsjón með verkefnaútflutningi og útflutn- ingi á hugbúnaði og tæknivöru til sjávarút- veg. Markaðsstjórinn hefur einnig umsjón með nokkrum mörkuðum erlendis. Hér er um að ræða skemmtilegt og krefj- andi starf og fylgja því allmikil ferðalög er- lendis. Góð iaun í boði. Æskilegt er að viðkomandi hafi menntun í viðskiptafræði eða rekstrarhagfræði og reynslu í markaðsstörfum. Þekking á sjávar- útvegi kæmi sér einnig vel. Góð kunnátta í ensku og Norðurlandamálum er nauðsynleg. Skriflegar umsóknir sendist til Útflutnings- ráðs fyrir 10. júní nk. Nánari upplýsingar veitir Jens Ingólfsson í síma 688777. Útflutningsráð íslands er samtök útflytjenda. Markmið þess er að kynna ísland og íslensk- ar vörur erlendis og vinna að vaxandi út- flutningi, landsmanna. Útflytjendum er veitt ráðgjöf og aðstoð við markaðssetningu og sýningarþátttöku.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.