Morgunblaðið - 14.06.1988, Blaðsíða 1
88 SIÐUR B
STOFNAÐ 1913
133. tbl. 76. árg.
ÞRIÐJUDAGUR 14. JUNI 1988
Prentsmiðja Morgunblaðsins
Frakkland:
Hvorug fylkingin
með þingmeirihluta
Talið að minnihlutastjórn
sósíalista sitji áfram
París, Reuter.
PÓLITÍSK óvissa ríkir nú í
Frakklandi eftir seinni umferð
þingkosninganna, sem fram fóru
á sunnudag, en hvorug hinna
pólitísku fylkinga náði meiri-
hluta þingsæta. Talið er að
minnihlutastjórn sósíalista hygg-
ist sitja áfram enn um sinn, en
samkvæmt stjórnarskránni má
Francois Mitterrand Frakklands-
forseti ekki boða til nýrra kosn-
inga fyrr en að ári í fyrsta Iagi.
Forsetinn boðaði til kosninganna
eftir sigur sinn í forsetakosning-
unum hinn 8. maí.
Atkvæðahlutföll á franska þing-
inu eru nú þannig að sósíalistar og
stuðningsmenn þeirra hafa 276
þingsæti, en kosningabandalag
mið- og hægrimanna 269. Til þess
að hafa hreinan meirihluta þarf 289
þingmenn, en alls sitja 577 menn
á þingi. Þjóðernisfylking harðlínu-
mannsins Jean-Marie Le Pens
missti alla þingmenn sína utan einn
— þar á meðal Le Pen sjálfan —
en kommúnistar héldu á hinn bóg-
Reuter
Michel Rocard forsætisráðherra
inn hlut sínum mun betur en búist
hafði verið við og fengu 27 menn
kjöma.
Sósíalistum hafði verið spáð
miklum sigri fram að fyrri umferð
þingkosninganna í fyrri viku, en þá
kom í ljós að kosningabandalag
mið- og hægrimanna stóð mun bet-
ur að vígi en talið var. Stjóm-
málaskýrendur telja að kosninga-
leiði hafi sett mark sitt á þing-
kosningarnar, en í seinni umferð-
inni gengu Frakkar að kjörborðinu
í fjórða skiptið á sjö vikum. í fyrri
umferðinni sat þriðjungur atkvæða-
bærra manna heima, sem var met,
og í þeirri seinni komu litlu fleiri á
kjörstað, eða um 70% þeirra, sem
vom á kjörskrá.
Blöð í Frakklandi túlkuðu niður-
stöðuna hvert á sinn veginn og
krýndu hinar andstæðu fylkingar
lárviðarsveigum eftir ritstjómar-
stefnu.
Athafnamenn vom þó greinilega
þeirrar skoðunar að enginn hefði
unnið. Sögðu sumir þeirra að niður-
staðan væri sú versta sem fengist
gat og varð nokkurt verðfall á
helstu ijármálamörkuðum í Frakk-
landi.
Pressens Bild
Fundað íSigtúnum
Ingvar Carlsson (t.v.), forsætis-
ráðherra Svíþjóðar, sýnir hér
starfsbræðmm sínum, þeim Harri
Holkeri frá Finnlandi og Þorsteini
Pálssyni, götulífið í Sigtúnum í
Svíþjóð en þar em norrænu ráð-
herramir á fundi þessa daga. Auk
þeirra, sem á myndinni em, situr
Poul Schluter frá Danmörku fund-
inn en Gro Harlem Bmndtland
átti ekki heimangengt frá Noregi
vegna umróts í stjómmálunum.
Bandaríkin:
Tóbaksfyr-
irtæki gerð
bótaskyld
Newark. Reuter.
DÓMSTÓLL í Bandaríkjunum
úrskurðaði í gær, að fjölskylda
konu nokkurrar, sem lést úr
lungnakrabbameini, skyldi fá
400.000 dollara, rúmar 17 millj-
ónir ísl. kr., í bætur frá tóbaks-
framleiðendum. Er þetta fyrsti
dómur sinnar tegundar vestra.
Málið á hendur tóbaksframleið-
endunum höfðaði maður að nafni
Antonio Cipollone en kona hans,
Rose, lést úr lungnakrabba árið
1984, 58 ára að aldri. Hélt hann
því fram, að hún hefði sýkst af
krabbameininu vegna tóbaks-
reykinga og féllst dómstóllinn á þær
röksemdir og úrskurðaði, að fjöl-
skyldunni skyldu dæmdar fyrr-
nefndar bætur.
Cipollone eða lögfræðingar hans
héldu því einnig fram, að tóbaks-
fyrirtækin Liggett, Philip Morris og
Lorillard hefðu gerst sek um sam-
særi og reynt að fela hættuna, sem
af reykingum stafaði, einkum fyrir
árið 1966 en þá vom tóbaksfyrir-
tækin skylduð til að vara kaupend-
ur við hættunni.
Dómstóllinn vísaði þessu á bug
en tók þó fram, að tóbaksfyrirtæk-
in hefðu átt að vara fólk við afleið-
ingum reykinga miklu fyrr en raun
varð á.
Armenía og Azerbajdzhan:
Allsheijarverkfall í Jere-
van o g róstusamt í Baku
Ástandið getur haft alvarleg áhrif á umbótastefnu Gorbatsjovs
Moskvu. Reuter.
Allsheijarverkfall lamaði í
gær allt athafnalíf í Jerevan,
höfuðborg Armeníu, en með því
vildu borgarbúar leggja áherslu
á kröfuna um endurheimt hér-
aðsins Nagorno-Karabakhs. Nýr
formaður kommúnistaflokksins í
Armeníu sagði í gær, að æðsta-
Noregur:
Stokkað upp í ríkisstjórn-
inni eftir ósigur á þingi
, 1 D,.ma 11... ■ rl ft^Hanfnpa XlAnvnnklaAaina
Ósló. Frá Rune Timberlid, fréttaritara Morgfunbladsins.
GRO Harlem Brundtland, for- móti því,
sætisráðherra Noregs, hefur
endurskipulagt stjórnina í kjöl-
far alvarlegs ósigurs í atkvæða-
greiðslu á Stórþinginu. Munu
þrír ráðherrar skipta um ráðu-
neyti og aðrir þrír víkja fyrir
nýjum mönnum.
Á fréttamannafundi, sem
Brundtland hélt í gær, bar hún á
að breytingarnar á
stjórninni stöfuðu af ósigrinum á
þingi í síðustu viku en þá var felld
tillaga stjórnarinnar um að aðal-
flugvöllur Óslóar, sem nú er í
Fornebu, verði í Gardemoen fyrir
norðan borgina. Sagði Brundt-
land, að stjórnin ætti nú að baki
tvö ár, tíma, sem hefði verið erfíð-
ur í efnahagsmálum þjóðarinnar,
og því ekki óeðlilegt að stokka
upp spilin með tilliti til þingkosn-
inganna haustið 1989.
Verkamannaflokkurinn norski
hefur átt undir högg að sækja að
undanfömu og virðist sem sumir
fyrrum stuðningsmanna hans séu
farnir að halla sér að Framfara-
flokknum.
ráðið í ríkinu, sem kemur saman
til fundar á morgun, myndi finna
.jákvæða lausn“ á málinu en ibú-
ar í Jerevan hafa ella hótað að
halda verkfallinu áfram. Þá eru
fréttir um mikil uppþot í borg-
inni Baku í Azerbajdzhan. Óttast
ýmsir, að ástandið í þessum
tveimur sovétlýðveldum geti haft
alvarleg áhrif á stjórnmálaþró-
unina i Sovétríkjunum.
„Flest fyrirtæki í borginni eru
lokuð," sagði talsmaður Kommun-
ist, málgagns kommúnistaflokksins
í Armeníu, og bætti því við, að rúm-
lega 500.000 manns hefðu safnast
saman á aðaltorginu í Jerevan á
sunnudag og ákveðið verkfallið. „Ef
æðstaráðið í ríkinu gerir ekkert í
málinu verður verkfallinu haldið
áfram," sagði talsmaðurinn og
vakti það athygli, að hann talaði
fremur sem málsvari verkfalls-
manna en stjómvalda.
Suren Arutunyan, nýr formaður
armenska kommúnistaflokksins,
sagði í gær, að æðstaráðið myndi
fjalla um og styðja kröfuna um
endurheimt Nagomo-Karabakhs.
Sagði hann þetta á mótmælafundi
í Jerevan, sem 100.000 manns tóku
þátt í.
Talsmaður utanríkisráðuneytis-
ins í Azerbajdzhan sagði í gær, að
rúmlega 10.000 manns hefðu efnt
til uppþota á laugardag í borginni
Baku við Kaspíahaf til að mótmæla
landakröfum Armena. Hefði þá einn
lögreglumaður látið lífið, orðið fyrir
skoti, sem þó var ekki beint gegn
honum, en hann neitaði því, að
nokkur Armeni hefði orðið fyrir
barðinu á múgnum.
Fréttaskýrendur segja, að
ástandið í Armeníu og Azerbajdz-
han sé komið á mjög alvarlegt stig
og stórhættulegt fyrir stjórnina í
Kreml. Allsheijarverkfall eins og
það, sem nú er í Jerevan, sé for-
dæmalaust í sovéskri sögu og muni
hugsanlega verða til að styrkja
andstæðinga Míkhaíls Gorbatsjovs
Sovétleiðtoga á flokksráðstefnunni
síðar í mánuðinum.