Morgunblaðið - 14.06.1988, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 14.06.1988, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 14. JÚNÍ 1988 BINDISKYLDA eftir Eirík Guðnason Fyrir skömmu fjallaði Eyjólfur Konráð Jónsson um bindiskyldu hér í Morgunblaðinu. Vill svo til að ég á í drögum grein um bindiskyldu sem líklega verður birt í Fjármála- tíðindum síðar á árinu. Kýs ég að birta hér styttan hluta úr drögunum ef það mætti verða til að varpa ein- hveiju ljósi á þessi mál. Jafnframt læt ég fylgja hér með nokkra punkta um bindingu í Japan þar sem sérstaklega var spurt um það í fyrmefndri grein. Breyting-ar bindisky ldu Víða erlendis hefúr notkun bindi- skyldu verið tekin til endurskoðunar undanfarin ár. Hér á landi hafa einnig verið gerðar verulegar breyt- ingar í þessum efnum og ætla má að framundan kunni að vera enn frekari breytingar. Segja má að bindiskylda á innlánsstofnanir hafí hæst orðið 33% af innlánum er hin svonefnda almenna binding var 28% og sérstök tímabundin binding var 5% af innlánum. Nú er sérstaka bindingin úr sögunni, alrhenna bind- ingin er 13% af innlánum en að auki eru í gildi reglur um að lausa- Qárhlutfall innlánsstofnana skuli vera a.m.k. 8% af ráðstöfunarfé. Þáttaskil urðu í notkun bindi- skyldu í apríl 1985 er hlutfall henn- ar var lækkað úr 28 í 19% um leið og Seðlabanki hætti að endurkaupa lán út á birgðir landbúnaðarafurða og annarra afurða til sölu innan- lands. Seðlabankinn hætti raunar hverskyns endurkaupum afurða- lána, en bönkum var heimilað að afla erlends lánsfjár til að ijár- magna lán út á útflutningsafurðir. Mikilvægt er að gera greinarmun á þessu tvennu, þ.e. innlendu afurða- lánunum, sem svo eru nefnd, og hinum sem veitt eru út á útflutn- ingsafurðir. Lækkun bindingar var ætlað að gera innlánsstofnunum kleift að annast sjálfar innlendu afurðalánin án aðstoðar Seðlabank- ans, en þar sem þær fengu heimild til að taka erlend lán fyrir útflutn- ingsafurðalánum þá var ekki unnt að lækka bindingu í því sambandi, þótt Seðlabankinn hætti að lána í þennan farveg. Það hefði einungis aukið útlánagetu innlánsstofnana og viðskiptahatla. Væri heimildin afnumin, sem innlánsstofnanir hafa nú til að taka erlend lán fyrir af- urðalánum, mætti hinsvegar lækka bindingu enn frekar. í febrúar 1987 var á ný gerð grundvallarbreyting er bindihlut- fallið var lækkað úr 18% f 13% um leið og teknar voru í gagnið reglur um svonefnt lausafjárhlutfall. Lækkun innlánsbindingar var greidd út í lausu fé sem innláns- stofnunum var ætlað að eiga í ríkara mæli en áður, m.a. ríkis- víxlum. Með því var hiuti af skuld ríkissjóðs við Seðlabankann færður um tíma til innlánsstofnana auk þess sem óbundnar innstæður inn- lánsstofnana í Seðlabankanum komu í stað bundinna. Lausafjár- hlutfallið er nú 8% af ráðstöfun- arfé, en að hluta til geta innláns- stofnanir mætt þessu með milli- 1. Gjaldeyrir 2. Lán 3. Eignir alls (l+2=4+5) 4. Seðlar og mynt 5. Binding eða aðrar innstæður bankalánum. Auk þessara breyt- inga voru gerðar nokkrar aðrar breytingar í viðskiptum Seðlabank- ans og innlánsstofnana. Sérstakir víxilkvótar voru afnumdir og yfír- dráttur á viðskiptareikningum einn- ig. Reglum um lausafjárhlutfall var ætlað að stemma stigu við aukinni eftirspum sem leitt gæti af bindi- lækkuninni en jafnframt er með þeim stefnt að því að efla ríkis- víxlamarkað og millibankamarkað. Reglum um lausafjárhlutfall var breytt nokkuð hinn 1. júnf sl. en þá voru jafnframt gefnar út á ný reglur um svonefndan gjaldeyris- jöfnuð innlánsstofnana sem þessu tengjast. Þær fjalla um það að bankar og sparisjóðir skuli ekki eiga minna af gengisbundnum eignum en skuldum á heildina litið. Fylgst er með gjaldeyrisjöfnuði hverrar stofnunar reglulega. Við breytingar reglna um lausafé var að þessu sinni gerður greinarmunur á innlendu lausafé og gengisbundnu. Úr grunninum (nefnaranum), sem lausafjárhlutfall innlendra skuld- bindinga reiknast af, voru teknir aliir gengisbundnir liðir svo sem innstæður á innlendum gjaldeyris- reikningum og skuldir erlendis. Jafnframt var eigið fé tekið út úr grunninum. Hinsvegar bættust við grunninn skuldbindingar veðdeilda sem verið höfðu fyrir utan. Þessar breytingar hafa mismunandi áhrif á kvöð einstakra stofnana til að eiga laust fé, en á heildina litið minnkaði grunnurinn um nálægt 11%. Úr teljaranum í þessu dæmi voru teknar ýmsar gengisbundnar innstæður, en í staðinn telst með lausu fé jákvæður heildargjaldeyris- jöfnuður (og neikvæður dregst frá) sem í mörgum tilvikum er lægri stærð en þær innstæður sem áður töldust með. Með þessum breyting- um er verið að sníða burt vissa galla, sem fram höfðu komið eftir eins árs reynslu af reglum um lausaíjárhlutfall. Talið er að nýju reglumar skapi betra samræmi milli stofnana auk þess sem þess er vænst að þær reynist haldbetri öryggisnet og aðhaldstæki en fyrri reglur. Dæmi um hlutverk bindiskyldu Seðlabanki hefur sérstöðu m.a. vegna þess að honum er falið að varðveita gjaldeyrisvarasjóð og að gefa út seðla og mynt. í töflu 1 eru sett fram tilbúin dæmi um einfalda reikninga svona banka til að varpa ljósi á þau áhrif sem binding getur haft. Dæmi A: Sýnir Seðlanbanka sem einungis geymir gjaldeyri, en á móti hefur hann gefíð út gjaldmið- il, seðla og mynt, sem fólk og fyrir- tæki í hagkerfínu notar. A meðan seðlamir em í umferð em þeir ráð- stöfunarfé Seðlabankans líkt og eigið fé fyrirtækja eða innlán í banka. Þess má geta hér að seðlar og mynt í umferð á Islandi em mun minni en svo að þeir skapi nægilegt mótvægi við þá gjaldeyrisstöðu sem talin er hæfileg. Verður vikið að þessu atriði nánar síðar. í næstu dæmum hugsum við okkur að Seðlabankinn veiti innlendum aðila lán og athugum hvað getur gerst í framhaldi af því. Seðlar og mynt í umferð gætu aukist eins og sýnt er í dæmi B. í daglegu tali er þessi atburðarás gjaman nefnd seðla- prentun. Við þetta eykst greiðslu- getan og spurningin er hvaða áhrif það getur haft. Hér skulu nefnd þrennskonar áhrif. Þetta gæti í fyrsta lagi orðið til þess að auka framleiðslu í landinu en til að svo megi verða þurfa þau skilyrði að vera til staðar að fram- leiðslugetan hafí ekki verið að fullu nýtt. Dæmi um slík skilyrði er at- vinnuleysi þrátt fyrir arðbæra at- vinnumöguleika sem ekki nýtast sökum fjárskorts. Viðbótarpeningar geta þá fengið hjólin til að snúast á ný eins og sagt er. Sé hinsvegar um að ræða fulla nýtingu framleiðsluþáttanna, t.d. fulla atvinnu eða jafnvel skort á vinnuafli, myndi þetta hafa gerólík áhrif. Aukin eftirspum sem greiðslugetunni fylgir myndi að líkindum valda verðhækkunum. Fleiri krónur til að miðla sömu framleiðslunni þýðir aðeins að verð hennar breytist. í þriðja lagi má hugsa sér að aukinni eftirspum sé mætt með auknu framboði erlendis frá, þ.e. auknum innflutningi. Þetta er sýnt í dæmi C. Þar er raunar gert ráð fyrir að fólk og fyrirtæki vilji ekki eiga viðbótarpeningana heldur skipta þeim öllum fyrir innflutta vöm eða þjónustu. Það rýrir við- skiptajöfnuð við útlönd og gjaldeyr- isvarasjóðinn. Þetta þarf ekki að hafa í for með sér verðhækkanir, nema viðskiptajöfnuður verði svo lélegur, og gjaldeyrisstaðan rýr, að þetta leiði til þess að gengi krónunn- ar gagnvart erlendum gjaldmiðlum Tafla 1 Dæmi um reikninga Seðlabanka A B c D 100 100 50 100 0 50 50 50 100 150 100 150 100 150 100 100 0 0 0 50 Endurheimti milljón úr greipum Ægis Grindavik. Hafsteinn Sæmundsson útgerð- armaður I Grindavík, endurheimti troll úr greipum Ægis þegar Harpan GK kom úr síðustu veiði- ferð, og lætur nærri að verðmæti trollsins sé um ein milljón króna. Hafsteinn sagði fréttaritara Morgunblaðsins að trollið hefði slitn- að aftan úr Hörpunni fyrir þrem mánuðum og náðist loks núna. „Það er ekkert grín að tapa trolli því vermætið er um ein milljón króna sem hangir aftan í þessum skipum og ef hleramir fara líka bætast við 300 þúsund krónur. Mestu munar um aflamælana, en þeir einir kosta tæpa hálfa milljón krónur og svo er bobbingalengjan stór hluti af dæminu," sagði Haf- steinn og brosti þar sem hann var að koma bobbingalengjunni upp á vörubíl á bryggjunni í Grindavík. — Kr. Ben. Morgunblaðið/Kristinn Benediktsson Hafsteinn Sæmundsson útgerðarmaður í Grindavík að koma troli- inu, sem hann endurheimti úr greipum ægis, fyrir á vörubíl. Eiríkur Guðnason „Víða erlendis hefur notkun bindiskyldu ver- ið tekin til endurskoð- unar undanf arin ár. Hér á landi hafa einnig verið gerðar verulegar breytingar í þessum efnum og ætia má að framundan kunni að vera enn frekari breyt- ingar.“ lækki. Fræðilega má hugsa sér að dæmi C verði til á þann hátt að lán Seðla- bankans komi í stað erlendra lána. Aðili, sem hefur fengið lán erlend- is, fær þá innlent lán af fé sem sprottið er úr Seðlabankanum og endurgreiðir erlenda lánið. Við þetta myndi gjaldeyrisstaða rýma, en ekki vegna lélegs viðskiptajafn- aðar heldur fjármagnsjafnaðar við útlönd. Þetta er hinsvegar aðeins fræðilegur möguleiki sem byggjst á þeirri forsendu að nákvæmum skömmtunaraðferðum sé beitt við lánveitingar og erlendar lántökur. Væri reynt að fara þessa leið eru mestar líkur á að Seðlabankalánið komi til viðbótar erlenda láninu og leiddi annaðhvort til verðhækkana, sbr. það sem sagt var um dæmi B, og/eða innflutnings, sbr. það sem sagt var um dæmi C. Dæmi D sýnir hins vegar að unnt er að varðveita gjaldeyrisvara- sjóðinn ef þess er gætt að fá eitt- hvert mótvægi við lánveitingu Seðlabankans. Þar er sýnd binding á móti láninu, en samanburður á dæmum C og D sýnir að einnig má halda því fram að bindingin standi á móti gjaldeyrisstöðunni. Dæmisagan sem tekin var hófst með því að Seðlabanki veitti lán. Hægt er að segja hliðstæða sögu með því að bytja á hinum endanum og setja upp það dæmi að bankinn lækki bindingu. Það hefur hliðstæð áhrif og ný lánveiting og krefst sömu aðgátar. Þótt dæmin séu einfölduð mynd af raunveruleikanum sýna þau í hnotskum að gjaldeyrisvarasjóður varðveitist því aðeins að Seðlabank- inn hafí eitthvert ráðstöfunarfé til mótvægis honum. Það geta verið seðlar og mynt eða innstæður, þ.m.t. bundnar innstæður. Þau sýna einnig að lánveitingar hans geta haft skaðleg áhrift nema slfkt mót- vægi sé aukið með einhveijum hætti. Með þessu er ekki verið að segja að há bindiskylda sé undir öllum kringumstæðum nauðsynleg eða óhjákvæmileg. Hún er hins veg- ar nauðsynleg ef ekki eru önnur stjómtæki til staðar og Seðlabanki veitir innlendum aðilum lán á tímum þegar eftirspum eftir vörum og þjónustu er mikil og atvinna næg. Þess ber að geta að dæmin að framan eru aðeins byggð á ein- faldri bókhaldsjöfnu þar sem_ for- sendurnar eru öfgakenndar. Ýmist er gert ráð fyrir að hagkerfið taki við öllu fénu sem Seðlabanki veitir að láni og haldi því í formi seðla og myntar, eða engu. Þau sýna ekki líklegustu útkomuna, sem er einhver blanda af þessu, né heldur sýna þau áhrifín á útlánagetu inn- lánsstofnana og þá aukningu pen- ingamagns og innlána sem af henni getur leitt. Slík áhrif eru háð ýms- um atriðum eins og þeim hver mik- il tilhneiging er til innflutnings vöru ogþjónustu, sem aftur ræðst líklega af stöðu og horfum varðandi gengi, vexti, tekjur og verðbólgu svo dæmi séu nefnd. Skal í þessu sambandi aðeins vísað til greinar í Fjármála- tíðindum 1978 um bindiskyldu þar sem m.a. er fjallað um margföldun- aráhrif í peningakerfinu. í umraeðunni hér á landi virðist oft gæta misskilnings varðandi bindiskyldu. Er gjaman sagt að til- vist hennar sé á einum tíma rök- studd með einum hætti og á öðrum tíma öðrum. Af einföldu dæmunum hér að framan ætti að skýrast hvers vegna atriði eins og lán Seðlabank- ans, gjaldeyrisvarasjóður, almenn eftirspurn, viðskiptajöfnuður við útlönd eða verðbólga eru gjaman nefnd í sömu andrá og bindiskylda. Seðlar og mynt Vert er að víkja að því að seðlar og mynt í umferð hér á landi eru afar lítil stærð borið saman við önnur lönd eins og fram kemur hér í töflu 2. Stafar það líklega ekki síst af verðbólgureynslunni sem leitt hefur til þess að aðilar í hag- kerfínu reyna að hafa sem minnst af þessu:u vaxtalausu peningum hjá sér. Einnig hefur notkun ávísana verið mjög almenn hér á landi um langan tíma, m.a. vegna þess hve greiðlega bönkum og sparisjóðum hefur tekist að afgreiða ávísanir og skipta þeim sín á milli. Það á m.a. rót að rekja til þess að Seðlabank- inn hefur verið „ávísanaskipta- banki" (clearing bank), þ.e. leyft millifærslur beint á viðskiptareikn- inga banka og sparisjóða í Seðla- bankanum í tengslum við ávísana- skipti. Loks má nefna vaxandi notk- un krítarkorta í greiðsluviðskiptum hér á landi síðustu ár, en hún hlýt- ur að draga úr notkun seðla og myntar. Bent hefur verið á að minni notkun seðla í greiðsluviðskiptum víða um lönd kurini að auka þörfína fyrir bindiskyldu. Tafla 2 Seðlar og mynt í umferð Meðaltal 1986 ísland Sem % af peningamagni og sparífé Sem % af lands- framleiðslu 3,3 0,9 Noregur 9,9 5,0 Danmörk 5,0 2,8 Svíþjóð 11,0 5,3 Finnland 3,6 1,7 Þýskaiand 9,7 5,6 Frakkland 9,4 4,2 Bretland 7,8 3,5 Bandaríkin 6,9 4,3 Japan 7,7 7,5 Önnur tæki í stað bindingar Skal nú vikið stuttlega að öðrum leiðum en bindingu sem beita má til að veita aðhald í peningamálum. Rétt er að hafa í huga að óráðlegt er að lækka bindingu á meðan ekki hefur skapast grundvöllur fyrir öðr- um aðferðum í hennar stað. Eins og skýrt er hér á eftir geta aðrar aðferðir strandað á ýmsu, þ. á m. pólitískum vilja til stefnubreytinga. Sé talið æskilegt að draga úr bindi- skyldu má ljóst vera að á móti þarf annaðhvort að auka annað ráðstöf- unarfé Seðlabankans eða að draga úr lánveitingum hans. Bankinn á einkum viðskipti við ríki og pen- ingastofnanir. Athyglin hlýtur því að beinast að leiðum til að draga úr lánum til þessara aðila, eða auka innstæður þeirra við bankann. Eins og áður segir hefur binding verið lækkuð síðustu ár og lán Seðlabanka til innlánsstofnana lækkuð á móti. Spurning er hvort hægt er að ganga lengra í þá átt. í því sambandi hefur Seðlabankinn að undanfömu einkum beint athygl- inni að ýmiskonar fyrirgreiðslu við innlánsstofnanir, sbr. breytingarnar f febrúar 1987 er átak var gert til að minnka skammtímalán innláns- stofnana í formi yfirdráttar eða víxillána. Hefur bankinn stuðlað að uPPbyggingu millibankamarkaðar sem komið getur í stað svona fyrir- greiðslu. Frekari skref í þessa átt
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.