Morgunblaðið - 14.06.1988, Page 19
MORGÚNBLAÐÍÐ, ÞRIÐJUDAGUR 14. JÚNÍ 1988
Jorma Hynninen og Jónas
Ingimundarson á Akureyri
Tónlist
Halldór Hansen
Finnski barítonsöngvarinn
Jorma Hynninen hélt tónleika á
vegum menningarmálanefndar Ak-
ureyrar 10. júní síðastiiðinn við
undirleik- Jónasar Ingimundarson-
ar.
Tónleikarnir hófust á syrpu af
lögum eftir Jean Sibelius og lauk
á annarri syrpu af lögum eftir sama
tónskáld, en inn á milli komu lög
eftir Hugo Wolf og lagaflokkurinn
Songs of Travel eftir Vaughan
Williams.
Jorma Hynninen er tónlist Sibel-
iusar í blóð borin og á hann tæp-
lega keppinaut í heiminum í dag
sem túlkandi sönglaga hans og
annarra finnskra tónskálda. Sum
af lögum Sibeliusar á söngskránni
eru meðal þekktustu ljóða hans,
en önnur eru minna þekkt, en þeim
mun áhugaverðari. Það var einkar
ánægjulegt að heyra ljóð Hugo
Wolfs við texta Eichendorfs, sem
nær aldrei heyrast á tónleikum eða
hljómleikum og hverfa yfirleitt í
skugga Mörike ljóðanna. Og Jorma
Hynninen tókst auðveldlega að
lyfta „Songs of travel“ eftir Vaug-
han Williams í æðra veldi.
Akureyri tók á móti listamönn-
unum með einstöku blíðviðri, sem
náði alla leið inn í sal Gagnfræða-
skólans, þar sem tónleikamir voru
haldnir. Og þar inni tókst lista-
mönnunum fyrir sitt leyti að lýsa
Jorma Hynninen
upp fegurð verkefna sinna innan
frá á sama hátt og sólin lýsti upp
fegurð náttúrunnar hið ytra.
Jorma Hynninen er einn af þeim
sárafáu listamönnum í heiminum,
sem tekst að komast beint og um-
búðalaust að kjama þeirra verk-
efna, sem hann fæst við. Allt, sem
hann gerir, er ekta og ósvikið og
hittir beint í mark með fullkomnum
sannfæringarkrafti þess, sem talar
beint frá hjartanu og tæpitungu-
laust. Hann fer sínar eigin götur
og getur stundum komið á óvart
en sannfærir engu að síður, þar
eð hann ryður sínar brautir af föls-
kvalausri innri sannfæringu. Þegar
best lætur er sem tíminn standi
kyrr á meðan Jorma Hynninen
syngur og sýn opnist eitt andartak
inn i eilífðina og þau gildi, sem þar
ríkja.
Það er ekki vandalaust að standa
við hlið listamanns, sem ristir svo
djúpt, og það nánast án undirbún-
ings. En Jónasi Ingimundarsyni
tókst hið undraverða, að ná saman
við söngvarann og rísa yfir sitt eig-
ið venjulega ágæti í innblæstri
augnabliksins.
Af ástarbókum Agöthu
Erlendar bækur
Jóhanna Kristjónsdóttir
Mary Westmacott: A Daughter is
a Daughter
Útg. Fontana/Collins
og
Mary Westmacott: The Rose and
the Yew Tree
Útg. Fontana/Collins
Auðvitað getur óbreyttur lesandi
ekki vitað allt. Og jafnvel þó að
maður telji sig ágætlega heima um
bækur Agöthu Christie, hafði ég
ekki hugmynd um að Agatha hefði
dundað við að skrifa nokkrar „ástar-
sögur" undir dulnefninu Mary
Westmacott. Mér skilst þó, að það
hafi fljótlega kvisast, hver bjó að
baki nafninu Westmacott.
Fontana/Collins hefur verið að
gefa ástarsögurnar út upp á nýtt.
Þær seljast vitaskuld einkum út á
að kunngert er þegar á kápusíðu,
hver höfundurinn er.
Mér hefur löngum þótt Agatha
hinn ágætasti sakamálabókahöfund-
ur. Sérstaklega í hæfilegum skömmt-
um, þar sem söguþráðurinn, sögu-
efnin og persónumar vilja verða
býsna keimlík frá einni bók til ann-
arrar. Mikið umburðarlyndi þarf
einnig til að kunna að meta Hercule
Poirot, hversu snjall sem hann er
svona þar fyrir utan við að leysa
morðgátumar.
í bókum Agöthu em venjulega
elskendur, en henni hefur að m(nu
viti aldrei látið sérstaklega vel að
lýsa heitum ástríðum, og því var
óneitanlega fróðlegt að heyra um
leyniiðju hennar á ámm áður, að
skrifa sérstakar ástarsögur.
í fyrri bókinni, The Rose and the
Yew Tree, hafði ég ekki alls kostar
á hreinu að um ástarsögu væri að
ræða. Lengi vel beið ég eftir því,
hvort ekki yrði framið þó ekki va:ri
nema eitt morð, því að ástarsagan
náði einhvem veginn ekki til mín.
Þó vantar ekki á harminn og svipt-
ingamar, sálarstríð og ég veit ekki
hvað.
Sögumaðurinn er Hugh og sviðið
er England skömmu eftir lok seinni
heimsstyijaldarinnar. Hugh hefur
kynnst stúlku sem hann ætlar að
ganga að eiga en þegar hann lendir
í slysi og skaddast alvarlega, sér
hann fljótlega að þau eiga ekki sam-
leið. Það sem var á milli þeirra var
ekki ást, heldur gimd. Finnanleg er
andúð höfundar á þeirri ttyllingslegu
kennd, sem fyrr eða síðar leiðir alla
í glötun.
Hugh á heimili hjá bróður sínum
og mágkonu upp frá þessu og hann
er varla til nokkurs annars nýtur en
hlusta á harmatölur/lífsreynslusögur
annarra. Þar kemur að hann kynnist
Isabellu Charteris, hefðardömu í höll-
inni; hún er að bíða eftir að Rupert
lávarður komi heim úr stríðinu, svo
að þau geti gifst, eins og hefur verið
fyrirhugað frá bamsaldri beggja.
Um þessar mundir er að hefjast
kosningaslagur og allt þetta fólk sem
betur fer góðir kjósendur Ihalds-
flokksins. Nýr frambjóðandi, John
Gabriel, kemur til skjalanna og vinn-
ur hug og hjörtu atkvæðanna, þó svo
að Hugh hafi fljótlega fengið á hon-
um illan bifur.
Þetta fer allt hörmulega, daginn
sem Isabella ætlar að giftast Rupert
stingur hún af með nýja þingmannin-
um John Gabriel. Hann verður auð-
vitað að afsala sér þingsætinu og
þau hrekjast um og eiga illa ævi.
Samt er Isabella mjög hamingju-
söm og John Gabriel er óhamingju-
samur yfir því hvað hún er hamingju-
söm, af því að hann er svo illa inn-
rættur. Þegar Isabella fómar lífi sínu
fyrir hann, af ástinni margumtöluðu,
breytist allt viðhorf hans og hann
tekur að sinna líknar- og hjálpar-
störfum undir öðru nafni og verður
‘ MARY
WESTMACOTT
alsoknwnas
dýrlingur sem allir elska og virða.
í bókinni um mæðgumar Söm og
Ann segir frá því að Ann, rétt fertug
ekkja verður ástfangin af Richard
eftir að hafa verið ein með dóttur
sína í allmörg ár. Sarah verður sna-
róð af afbrýðisemi og gerir allt sem
hún getur til að eyðileggja samband-
ið. Móðurástin og ástin til Richards
togast á í bijósti Ann. En hún tekur
dótturina fram yfir að lokum og Ric-
hard hverfur úr lífí hennar.
Ann verður á einhvem hátt að
bæta sér þennan missi upp og hún
hellir sér út í samkvæmislífíð, svo
innantómt og andstyggilegt. Hún
kærir sig kollótta um það þótt Sarah
giftist ekki manninum sem hún elsk-
aði, heldur öðmm sem gerir hana
að eiturlyfjaneytanda. Það kynni að
stafa af þvf að hún hatar dóttur sína
innst inni fyrir að hafa verið völd
að því að hún fékk ekki að höndla
hamingjuna á ný.
Efnið dugar ekki nægilega vel í
heila bók. Persónur em blóðlausar
og enn fráleitlegri en í hinni fyrr-
nefndu. Ekki sízt er Ann mjög furðu-
leg persóna, lúxusvera mikil, þótt
aldrei komi almennilega fram hvem-
ig hún hefur efni á þessu munað-
arlífi. Bókin gerist um eða upp úr
1950 og söguþráðurinn einhver tíma-
skekkja. Rétt eins og þessar bækur
em báðar.
Ég er eindregið þeirrar skoðunar,
að fyrir fræðinga um skrif Agöthu
Christie séu þessar bækur athyglis-
verðar. En varla meira.
i, þá höfum við
ft það að leiðarljósi í
iðeins ljúffenga rétti
lum fyrir lágt verð.
nnum við nú
ð í hádeginu á næstu
undna dagseðils, sem
0 rétti daglega,
ijafnframt
nn, sem hefur að
SSSW ggo
Bjami Ágústsson og
starfsfólk hótelsins
býður ykkur
velkomin.
Hjá okkur er, og
hefurverið, opið
allan daginn,
alla daga,
allt árið um kring.