Morgunblaðið - 14.06.1988, Page 24

Morgunblaðið - 14.06.1988, Page 24
24 ?>[ :uji. ii nn/(Ui:!f< .iiDrí.i/iní.o/. MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 14. JÚNÍ 1988 SUMARBÚÐIR Dagana 22. júlí - 12. ágúst nk. efnir íþróttasamband fatl- aðra til sumarbúða fyrir fatlaða á Laugarvatni. Haldin verða þijú viku námskeið og megináherslan verður lögð á iþróttir og útivist. Sækja þarf um dvöl í sumarbúðunum fyrir 25. júní nk. Allar nánari upplýsingar er unnt að fá á skrifstofu íþrótta- sambands fatlaðra, íþróttamiðstöðinni Laugardal. Síminn á skrifstofunni er 91-83377. Uppþvottalögur og hreingerningalögur. Drjúgir og áhrifaríkir. Handhægar pakkningar. Einkaumboö H öföar til _____fólksíöllum starfsgreinum! fánastöng úr áli 90 mm. - Kynningarverð með fána framað17.júní kr. 16.375." BURSTAFELLHF Bíldshöföa 14 • Sími 38840 fUÆÆÆA s Electrolux Wascator E2 Hreinlega lítill risi fyrir fjölbýlishús, fyrirtæki og minni stofnanir. Sterk idnaðarvél, byggð fyrir mikla notkun og misjafna meðferð. Gæöi, Þekking, Þjónusta A. KARLSSOM HF. BRAUTARHOLTI28 SlMI: 91 -27444 Vissi ekki að heil stétt vekti yfír mér eftir Ingibjörgu R. Guðjónsdóttur í Morgunblaðinu 19. maí síðast- liðinn er grein um „hjúkrunarskort, eðli hans og úrlausnir." Undir yfirskriftinni „Ástæður" er m.a. sagt orðrétt: „Hér mætti einnig nefna að of stór hluti af starfí hjúkrunarfræðinga á sjúkra- húsum fer í að sjá til þess að aðrar heilbrigðisstéttir geri það sem þær eigi að gera. Þessu sinna hjúkrunar- fræðingar á þeim forsendum að þeir séu einu aðilamir sem geti samhæft þá margháttuðu þjónustu sem sjúklingurinn fær. Ef mikil brögð eru að því að aðrar heilbrigð- isstéttir ræki illa störf sín bitnar það iðulega á hjúkrunarfræðingn- um sem þá lendir í alls konar redd- ingavinnu." (Tilvitnun lýkur.) Þar sem ég tilheyri þeim hóp sem kallast „aðrar heilbrigðisstéttir" snýr þessi ástæða hjúkrunarskorts beint að mér. Ég verð að viður- kenna að ég hef aldrei vitað á mínum 12 ára starfsferli hjá Borg- arspítalanum að hjúkrunarfræðing- ar ættu að sjá til þess að ég gerði það sem ég á að gera. Það er ánægjuleg tilfínning fyrir hina allt- of fámennu stétt röntgentækna sem bögglast við að taka myndir sem standast kröfur nútímans á úr sér gengin eldgömul röntgentæki, að vita til þess að heil starfsstétt vaki yfír þeim. Ég vinn bæði beint og óbeint með hjúkrunarfræðingum á hinum ýmsu deildum Borgarspítalans og ég vil taka það skýrt fram að flest- um þeim fullyrðingum sem koma fram í greininni frá 19.5. hef ég ekki kynnst. Sá hroki sem kemur þar fram er heldur ekki neinni starfsstétt til framdráttar. Ég hef alltaf haldið að ef ég „rækti illa störf mín“ bitnaði það á sjúklingunum og mér þykir leitt að heyra að léleg frammistaða mín á vinnustað skuli bitna á alsaklausum hjúkrunarfræðingum sem eru of- hlaðnir störfum, ferlum, stjómun og ábyrgð. Hins vegar skil ég ekki hvaða „reddingavinnu" hjúkrunar- fræðingar lenda í þegar við hin Ingibjörg R. Guðjónsdóttir „Ég verð að viðurkenna að ég hef aldrei vitað á mínum 12 ára starfs- ferli hjá Borgarspítal- anum að hjúkrunar- fræðingar ættu að sjá til þess að ég gerði það sem ég á að gera.“ stöndum okkur ekki í stykkinu. Eru höfundar greinarinnar kannski að meina að hjúkrunarfræðingar gangi í störf iðjuþjálfa, sjúkraþjálfa, röntgentækna, meinatækna, fé- lagsráðgjafa, læknaritara, sálfræð- inga, matvælafræðinga og fleiri heilbrigðisstétta þegar þær rækja illa störf sín? Ég tek undir með sjúkraliðum frá Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri sem skrifa í Morgunblaðið 7.6., að mörg þau „úrræði" sem eru tíunduð í greininni hafa heyrst í mörg ár og ég get ekki séð að tvöföld vakt (16 klst.) á sama sólarhring sé úr- ræði, né að taka sumarfrí á vetuma. Það er sagt í greininni að sjúkra- liðar séu og verði „aðstoðarfólk". Á röntgendeildum m.a. er sér starfs- stétt sem nefnist aðstoðarfólk. Fólk í þessari starfsstétt vinnur mörg flókin verkefni sjálfstætt, án 'þess að aðstoða nokkurn eða fá aðstoð. En í raun og veru eru allar starfs- stéttir á sjúkrahúsum aðstoðarfólk, eða erum við ekki öll að aðstoða sjúklingana til betri heilsu? í öllum úrlausnum greinarhöf- unda frá 19.5. er aðeins einu sinni minnst á bætt launakjör! Ég hef þá skoðun að þar liggi aðalástæðan fyrir skorti á starfandi heilbrigðis- stéttum. Við eigum nefnilega til heilmikið af fólki í heilbrigðisstétt- um sem starfar við eitthvað annað, eingöngu launanna vegna. Það tek- ur stúdent 3V2 ár að verða röntgen- tæknir með BSc-gráðu frá Tækni- skóla íslands og byrjunarlaun þeirra em rétt rúm 50 þúsund! Við starfsfólk á sjúkrahúsum eig- um við mörg vandamál að etja í dag. Starfsfólkinu er haldið svo niðri í launum að stórflótti er úr öllum heilbrigðisstéttum svo og námi í þeim greinum. Stoðdeildum sem geta ekki sinnt hlutverki sínu án þess að hafa flókinn dýran tækjabúnað er skammtað ótrúlega naumt fé. Það er einungis frábær- um tæknimönnum og öðru starfs- fólki að þakka að þær skila ennþá góðum árangri. Það er mitt álit að kominn sé tími til að ræða alvarlega á opin- berum vettvangi um spítala og pen- ingamál þeirra. Spítalar eru nefni- lega ekki fyrir starfsfólkið heldur sjúklinga og því miður getum við öll átt það á hættu að verða sjúkl- ingar einhvem tíma. Sú neikvæða umræða í garð ann- arra heilbrigðisstétta sem kemur fram í greininni er mjög miður, sérstaklega þar sem mikið hefur verið rætt undanfarið um batnandi samskipti þeirra. Að lokum: Ef þau Rúnar Vil- hjálmsson og Guðrún Kristjáns- dóttir geta ekki lagt fram óyggj- andi sannanir fyrir niðrandi um- mælum sínum í garð annarra heil- brigðisstétta lít ég svo á að ég eigi hjá þeim opinbera afsökunarbeiðni. Höfundur er deildarrön tgen tækn- irá tölvusneiðmyndatæki rönt- gendeildar Borgarspítalans og hefur kennt við Tækniskóla Is- lands undanfarin 3 ár. Ecole des Hautes Etudes í París; Prófessorsstaða stofn- uð í íslenskum fræðum FYRIR nokkru var stofnsett prófessorsstaða í fornnorræn- um fræðum við Ecole des Hautes Etudes-háskólann í París. Staðan var veitt frönsk- um fræðimanni, Dr. Francois- Xavier Dillmann. í fréttatilkynningu frá Stofn- un Áma Magnússonar segir að Ecole des Hautes Etudes sé einn af virðulegustu háskólum Frakk- lands, stofnaður árið 1868. Til- gangur hans er sá að efla rann- sóknir í tungumálum, sögu og menningu en sérstök áhersla er lögð á tungur fjarlægra þjóða sem fáséðar eru á námsskrám annarra franskra háskóla. Francois-Xavier Dillmann er 38 ára gamall og nam norræn fræði við háskóla í Svíðjóð og Þýskalandi. Hann varði doktors- ritgerð sína í norrænum fræðum við háskólann í Caen í Normandí árið 1976 og fjallaði sú ritgerð um rúnir í forníslenskum bók- Dr. Fraricois-Xavier Dillmann hefur verið skipaður prófessor í fornnorrænum fræðum við Ecole des Hautes Etudes í París. menntum. Dillmann fékk styrk til framhaldsnáms við háskólann í Munchen og var hann þar jafn- framt stundakennari. Dillmann var gestur Ámastofnunar í Kaupmannahöfn frá árinu 1980 til ársbyijunar 1986 en á þeim tíma samdi hann mikla doktors- ritgerð um galdra og galdra- menn í Islendingasögum og Landnámu. Þessa ritgerð varði hann við háskólann í Caen suma- rið 1986 og í fyrra hlaut hann verðlaun fyrir hana frá Hinni konunglegu akademíu Gustafs Adólfs í Uppsölum. Ritgerðin er væntanleg í bókarformi frá akademíunni eftir tvö ár. Francois-Xavier Dillmann hef- ur dvalist hér á landi síðan 1986 og stundað rannsóknir við Stofn- un Áma Magnússonar. Hann hefur meðal annars unnið að franskri þýðinu á Eddu Snorra Sturlusonar og Ynglingasögu sem kemur út á næsta ári hjá Gallimard-forlaginu í París.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.