Morgunblaðið - 14.06.1988, Qupperneq 25

Morgunblaðið - 14.06.1988, Qupperneq 25
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 14. JÚNÍ 1988 25 ^ WERBLOÐ Á FÖSTUDÖGUM s5^l sg!2& Auglýsingar í Daglegt líf þurfa að hafa borist fyrir kl. 12.00. á föstudögum og í blaðið Á dagskrá fyrir kl. 12.00 á miðvikudögum. - blaö allra landsmanna JltaqgtiiiMjiMfr Áskriftarsíminn er 83033 Jeep Jeep Wagoneer og Cherokee ekki bara glæsilegir heldurgæðin ígegn fyrir þá sem vilja það besta. EGILL VILHJÁLMSSON HF. Smiðjuvegi 4, Kópavogi, símar 77200 - 77202. Heimsbikarmótið í Belfort hefst í dag Skák Margeir Pétursson f dag hefst í Belfort í Frakk- landi annað heimsbikarmótið í skák. Á heimsbikarmótunum tefla alls 25 skákmenn, þeirra á meðal Jóhann Hjartarson sem hefur í dag þátttöku sína í þess- ari keppni. í Belfort tefla 16 stórmeistarar, þeirra á meðal Gary Kasparov heimsmeistari og Anatoiy Karpov, fyrirrennari hans. Líklega er þetta öflugasta heimsbikarmótið, það er í 15. styrldeikaflokki FIDE og meðal- stigin eru 2624. Þetta er lang- sterkasta skákmót sem Jóhann hefur tekið þátt í og líklega erfiðasta raun islensks skák- manns, a.m.k. síðan Friðrik Ól- afsson tefldi á áskorendamótinu í Júgóslavíu 1959. Sem dæmi um styrkleika móts- ins má nefna að þar teflir heims- meistarinn og af þeim átta sem eftir eru í baráttunni um áskoruna- rréttinn á heimsmeistarann 1980 vantar aðeins þá Portisch og Spraggett, sem reyndar á ekki sæti í heimsbikarkeppninni. í fyrstu • umferð mótsins mætir Jóhann Boris Spassky, fyrrum heimsmeistara, en hann er næst- stigalægsti keppandinn. í annarri umferð munu síðan augu allra beinast að skák hans við Anatoly Karpov, því eins og allir vita tefla þeir einvígi í heimsmeistarakeppn- inni í janúar næstkomandi. Upphaflega stóð til að halda þetta mót í Bilbao á Spáni, en Spánveijamir urðu að 'iflýsa mót- inu og hlupu frönsku mótshaldar- amir í skarðið með aðeins fimm mánaða fyrirvara. Jóhann kom mjög tímanlega til Belfort á laug- ardaginn var og líst nokkuð vel á aðstæður. Hann hefur áður teflt í þessari frönsku smáborg, rétt við landamæri Frakklands, V-Þýzka- lands og Sviss. Það var árið 1978 þegar heimsmeistaramót 16 ára og yngri var haldið þar. Töfluröðin í Belfort Dregið var um töfluröð á sunnu- daginn og er hún þannig: 1. Sokolov, Sovétríkjunum 2595 2. Jusupov, Sovétríkjunum 2620 3. Nogueiras, Kúbu 2560 4. Ribli, Ungverjalandi 2620 5. Hiibner, V-Þýzkalandi 2595 6. Timman, Hollandi 2675 7. Speelman, Englandi 2625 8. Spassky, Frakklandi 2565 9. Jóhann Hjartarson 2590 10. Ljubojevic, Júgósl. 2610 11. Andersson, Svíþjóð 2605 12. Beljavsky, Sovétr. 2645 13. Ehlvest, Sovétríkj. 2585 14. Short, Englandi 2630 15. Kasparov, Sovétr. 2750 16. Karpov, Sovétríkj. 2715 Andstæðingar Jóhanns eftir umferðum 1. umf. 14. júní, Spassky með svörtu 2. umf. 15. júní, Karpov með svörtu 3. umf. 16. júní, Ljubojevic með hvítu 4. umf. 18. júní, Andersson með svörtu 5. umf. 19. júní, Beljavsky með hvítu 6. umf. 20. júní, Ehlvest með svörtu 7. umf. 22. júní, Short með hvítu 8. umf. 23. júní, Kasparov með svörtu 9. umf. 25. júní, Sokolov með hvítu 10. umf. 26. júní, Jusupov með svörtu 11. umf. 27. júní, Nogueiras með hvítu 12. umf. 29. júní, Ribli með svörtu 13. umf. 30. júní, Húbner með hvítu 14. umf. 1. júlí, Timman með svörtu 15. umf. 3. júlí, Speelman með hvítu Jóhanns bíða nokkrar erfiðar skákir með svörtu, gegn þeim Kasparov, Karpov, Jusupov og Timman. Ef hann sleppur skamm- laust frá þeim er aldrei að vita hverju hann nær að áorka, en það er auðvitað ekki sanngjarnt að gera kröfur um meira en 50% vinn- ingshlutfall. Staðan í heimsbikar- keppninni Alls verða tefld sex heimsbikar- mót í þessari hrinu, árin 1988 og 1989. Það fyrst fór fram í Brussel í apríl. Þriðja mótið á þessu ári verður hér í Reykjavík í október á vegum Stöðvar 2. Það er alþjóðlega stórmeistarasambandið sem kom þessum mótum á laggirnar og eru verðlaun í hveiju þeirra mjög há, auk þess sem veitt eru heildarverð- laun. Takist einhveijum meistaran- um að vinna öll fjögur mótin sem hann tekur þátt í, vinnur hann samtals 180 þúsund bandaríkjad- ali, eða jafnvirði 7,2 milljóna ísl. króna. Staðan í heildarkeppninni að loknu fyrsta mótinu í Brussel er eftirfarandi. Stigin voru reiknuð þannig út að 17 stig voru veitt fyrir efsta sætið, 16 fyrir það næsta o.s.frv., auk þess sem hver vinningur gaf eitt stig. Þar sem Vaganjan varð að hætta keppni í Brussel fékk hver keppandi hálft stig fyrir skákir sem þeir áttu að tefla við hann. 1. Karpov 27,5 stig. 2-3. Ljubojevic og Salov 25 stig 4-6. Andersson, Beljavsky og Nunn 22 stig 7. Portisch 19,5 stig 8. Speelman 18 stig 9-10. Sokolov og Tal 16 stig 11-13. Nikolic, Seirawan ogTimm- an 13 stig 14-15. Nogueiras og Sax 10 stig 16. Kortsnoj 8 stig Vaganjan varð að hætta í Bruss- el og hefur því ekkert stig og þeir Kasparov, Húbner, Ehlvest, Ribli, Short, Spassky, Jusupov og Jóhann voru ekki með í því móti. 85.40
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.