Morgunblaðið - 14.06.1988, Page 37

Morgunblaðið - 14.06.1988, Page 37
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 14. JÚNÍ 1988 37 )nnur ulík“ tettuðu umhverfi var í kaf i gat verið löng og ströng. Útsýnið úr kafbátnum Geo þegar sýni voru tekin úr hverunum. MorgunbiaðiMurgt:n Schauer Morgunblaðið/Benedikt Stefánsson ifði verið komið fyrir í lest Arvakurs. Hér stumra leiðangursmenn yfir í fulla hnefana. Þeir höfðu fengið vilyrði fyrir Árvakri til stuttrar ferðar að Surtsey um miðjan mán- uðinn og ákváðu í skyndingu að breyta um stefnu. Miðvikudaginn 8. júní var Geo tekinn um borð í Straumsvíkurhöfn og Árvakur sigldi af stað norður. „Við höfum fundið staðinn“ Árvakur kom á Kolbeinseyjar- svæðið aðfaranótt föstudags. Þeg- ar leiðangursmenn voru ræstir í býtið var úfinn sjór og svarta- þoka. Útlitið var ekki bjart, því kafbátinn er ekki hægt að sjósetja í miklum öldugangi. Um hádegisbilið virtist sem veðurguðunum hefði snúist hugur, sjóinn tók að kyrra og sólin braust fram úr skýjum. Um þijúleytið var kafbáturinn hífður af dekkinu og sökkt í sjóinn. Þar var hann festur aftan í gúmbát og dreginn að baujum sem lagðar höfðu verið til að merkja jarðhitasvæðið. Kafbátsveijar ætluðu að reyna að fylgja stjóranum niður á botn, Morgunblaðlð/Iíenedikt títeíánsson Geo tekinn innbyrðis. Að sögn kafbátsverja var erfiðasti hluti hverrar ferðar veltingurinn þegar hann var dreginn í yfirborðinu, tekinn frá borði eða sjósettur. en misstu af tauginni og rak í burtu. Báturinn sökk hratt og brátt tilkynnti Fricke um neðan- sjávartalstöðina að þeir hefðu náð botni á rúmlega 100 metra dýpi. Skyggni var innan við fimm metr- ar og af lýsingu þeirra félaga varð ljóst að þá hafði borið af leið. Kafbáturinn er ekki búinn miðun- artækjum og því erfítt að beina honum á réttan stað af yfírborð- inu. Mínútur og klukkustundir liðu. Kafbáturinn silaðist áfram eftir botninum, eins og maður sem þreifar sig áfram í myrkri skref fyrir skref. Aðrir leiðangursmenn biðu frétta í brúnni. Um fjórum stundum eftir að Geo hvarf í djúp- ið rauf rödd Fricke loks þögnina í talstöðinni: „Jakob, Jakob, Jak- ob, við höfum fundið staðinn. Hér streymir vatnið fram. Þetta er ótrúleg sjón.“ Ekki var laust við að bros léki um varir þeirra Jak- obs og Guðna við þessi orð. Nú var erfiðasti hjallinn að baki. Fricke og Saucher störfuðu í þijár klukkustundir við hverina og tíndu sýni af botninum í litla fötu með vökvadrifnum griparmi bátsins. Ferðin niður átti að vera til könnunar á aðstæðuin, en svo fór að lokum að þeir voru í kafi í sjö klukkustundir og tuttugu mínútur. Þegar þeir félagar stigu upp úr bátnum á þilfari Árvakurs var þeim fagnað eins og þjóðhetjum. Vísindamennirnir voru kampa- kátir yfir sýnishornunum sem Geo hafði meðferðis af hafsbotninum og báru þau líkt og gersemar nið- ur í lest þar sem útbúin hafði verið frumstæð rannsóknarstofa. Það var gengið seint til náða í Árvakri þessa nótt því að mörgu var að hyggja við varðveislu sýn- anna. Á myndbandi úr Geo sást hvemig hafsbotninn var þakinn gróðri og á köflum virtist sem snjór lægi á gijótinu vegna ör- verublómans. Karfi synti inn á milli hveranna og lét sér kastljós kafbátsins vel líka. Af loftbólun- um sem stigu upp hverunum af töldu vísindamennirnir staðfest að vatnið í þeim væri við suðumark. Vatns- og aursýni sogin úr hverunum Um þrjúleytið á laugardag var kafbáturinn ferðbúinn, logn og lítil alda. Nú hafði verið komið fyrir sugu á tækjagrind framan á bátnum sem nota átti til að safna vatni og aur beint úr hverunum í tvo tveggja lítra brúsa. Geo kafaði niður með stjóran- um en þegar báturinn losnaði frá bandinu hreyf straumurinn hann og bar af leið. Fricke og Sauchér lágu í vari á um 180 metra dýpi stundarlangt, þar til straumurinn varð léttari. Þá siluðust þeir á bátnum upp hrygginn og fundu von bráðar hverasvæði með öðrum einkennum en hið fyrra. Sýnatakan gekk fljótt og vel og báturinn kom upp á yfirborðið fjórum stundum eftir að hann fór í kaf. Saucher hjálpaði félaga sínum upp úr hylkinu á þilfari Árvakurs. Fricke var frávita af kvölum. Vísindamennirnir losuðu í flýti brúsana af bátnum og báru sýnin niður í lestina. Mikið lá við að koma sýnum úr vatninu í ræktuii og kanna eiginleika þess áður en það blandaðist efnum úr umhverf- inu. Um miðnættið drógu hásetar á Árvakri upp baujurnar og skipinu var stefnt til Suðureyrar. Líðan Fricke fór ekki batnandi og þeir Saucher töldu aðstæður í sjónum það erfiðar að óvanur maður gæti ekki hlaupið í skarðið. „Við getum í raun hrósað happi. Veðrið lék við okkur allan tímann og Geo gat kafað tvisvar sinnum með góðum árangri. Markmiðinu er náð, nú er aðeins að sjá hvað kemur út úr rannsóknunum," sagði Jakob. Árvakur kom til Reykjavíkur á mánudag með sýnin úr Kolbeins- laugum meðferðis. Vísindamenn- irnir báru hver sinn skerf úr být- um og næstu vikurnar verður unnið af kappi úr gögnunum hér- lendis og í Þýskalandi. Tíminn á eftir að leiða í Ijós mikilvægi upp- götvana í ferðinni. „Við lítum ekki svo á að um hagnýtar rannsóknir sé að ræða. Þær örverur sem við kunnum að finna verða ekki nýtt- ar í efnaiðnaði á morgun, svp dæmi sé tekið. Þetta eru fyrst o§ fremst rannsóknir í þágu vísind- anna gerðar til þess að auka þekk- ingu okkar,“ sagði Jakob Krist- jánsson leiðangursstjóri við blaða- mann. BS

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.