Morgunblaðið - 14.06.1988, Qupperneq 45

Morgunblaðið - 14.06.1988, Qupperneq 45
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 14. JÚNÍ 1988 45 Fjárfestíngar í landbúnaðí eftir Níels Árna Lund Að undanfömu hefur orðið tals- verð umræða um offjárfestingar í ýmsum atvinnugreinum. Til að gefa nokkra mynd af stöðu þess- ara mála í landbúnaði er þessi grein rituð. í skýrslu fjármálaráðherra til Alþingis um ríkisQármál 1987 kemur fram að útgjöld ríkissjóðs til landbúnaðar og niðurgreiðslna á landbúnaðarvörum hefur frá ár- inu 1983 lækkað um 1,6—1,7 milljarð króna, á verðlagi 1987. Arið 1983 voru útgjöld þessi sem hlutfall af vergri þjóðarfram- leiðslu um 2,5% en væru á síðasta ári komin niður í 1,7%. Lækkunin nemur um 0,8 á þessu árabili. Þá hafa fjárfestingar í land- búnaði, fyrir utan fískeldi, dregist verulega saman frá árinu 1976 sem hlutfall af heildarfjárfestingu atvinnuveganna. Á áratugnum 1970—1980 voru fjárfestingar í landbúnaði nálægt 15% af heildarfjárfestingu at- vinnuveganna en féllu niður í 10% og þar undir á þessum áratug. Sé fískeldi talið með hefur fjárfest- ingarhlutfallið numið um 13% sl. ár. Þijú dæmi Sé litið til þriggja fjárfestinga- þátta, þ.e.æs. ræktunar- og girð- inga, fjósa og fjárhúsa, kemur í ljós að samdrátturinn er mjög mikill eða nálægt 70%. Árin 1975 til 1980 nam fjárfest- ing til fyrmefndra viðfangsefna um 1 milljarði króna á ári. Árið 1987 nam íjárfestingin hins vegar tæplega 300 milljónum króna sem er aðeins rúmlega fjórðungur þess sem var á seinni hluta áttunda áratugarins. Svo sem sjá má hafa fjárfesting- ar á þessum sviðum dregist veru- lega saman. Sé litið til þess sam- dráttar sem átt hefiir sér stað í hefðbundnum landbúnaði má með rökum halda því fram að nauðsyn- legt hafí verið að draga þar eitt- hvað úr fjárfestingum, en hins vegar hlýtur jafnframt að vera brýnt að þar eigi sér stað eðlileg endumýjim, hvort heldur það er f húsakosti eða öðmm framkvæmd- um. Sé það ekki gert leiðir það til mjög kostnaðarsamra fram- kvæmda á stuttum tíma þegar að því kemur að ekki er lengur hægt að notast við það sem fýrir er. Fjárfesting vinnslustöðva Á línuritinu um vinnslustöðvar í landbúnaði sést glöggt hvemig fjárfesting í vinnslustöðvum land- búnaðarins hefur þróast. Fjárfest- ing árið 1987 nam tæplega 400 milljónum króna sem er minna en 60% af fjárfestingu ársins á und- an, en þá nam hún rúmlega 630 milljónum króna. Skýring þessa er m.a. sá mikli samdráttur sem orðið hefur í fram- leiðslu hefðbundinna búvara. Jafn- hliða honum er mjög brýnt að huga að endurskipulagningu á starfsemi mjólkurbúa og slátur- húsa þannig að þau aðlagi sig breyttum aðstæðum. Minni vöruinnf lutningur til landbúnaðar Innflutningur fyrir búvöru- samning var á bilinu 3—3,5% af heildarinnflutningi en árið 1987 er talið að innflutningur til land- búnaðar verði aðeins 1,5% af heild- inni. Verulega hefur dregið úr notk- un á innfluttu kjamfóðri og þann- ig hafa bændur stuðlað að því markmiði búvömlaganna að nýta innlend aðföng til framleiðslu bú- vara og hafa jafnframt dregið úr notkun aðfanga. % 100 90 • 80- 70 60- 50- 40 - 30- 20- 10- Fjárfestingar í landbúnaði 1970 - 1987 sem hlutfall af heildarfjárfestingu atvinnuveganna á sama tíma Verömæti reiknaö á verðlagi ársins 1980 ( landbúnadurinTj) HEIMILD: ÞJÓÐHAGSSTOFNUN r UmÝSWGAÞJÓN USTA LANDBUN A DARINS 1 970 1 972 1 974 1 976 1 978 1 980 1 982 1 984 1 986 1 988 Unru itniflu t.n i liyu'r til l<nullkúii<tð<«r si.-m hlutrul 1 *»f lici lduruoru i unf 1 n t n i imj i 4 . 4- 3.5- 3- Z.S- Z' 1.5* 1- 0.5- • O K \/\ MOTKUM ERLEMDKO AÐFOMGA HEFUR HIMNKOÐ UERULEGA A 70 72 74 76 70 OO UZ Ð4 06 ÓR ÚTGJOLD RÍKISSJÓÐS TIL LAMDBÚMOÐAR OG MIÐURGREIDSLMrt SEH HLUTFALL AF UERGRI DJÚÐARFRAHLEIDSLU ÁRIM 1903 TIL 1907 2.5 HLUT- FALL 1903 1904 1905 1906 1907 ÁR FJÁRFESTINGAR í LAMDIUiMAÐ I ÁRIM 1980-1987 Á UERDLAGI ÁRSINS 1907 HILLJ. KR. Þakkir til kórs Flensborgarskóla Kór Flensborgarskóla á tónleikunum í Víðistaðakirkju. Ljósmynd/Á.st. eftírÁrna Gunnlaugsson Það var ánægjulegt framhaid af hátíðahöldum í tilefni 80 ára af- mælis Hafnarfjarðarbæjar, að Kór Flensborgarskóla skyldi gefa bæj- arbúum kost á að hlusta á söng kórs- ins f Víðistaðakirkju á Sjómannadag- inn. En það var ekki aðeins, að kórinn kæmi þar fram undir öruggri og fijálslegri stjóm Margrétar Pálma- dóttur, söngkonu, heldur naut hann einnig stuðnings strengjakvartetts og orgelleiks Helga Bragasonar. Gaf það tónleikunum meiri fyllingu og fegurð. Kórinn og hljóðfæraleikarar fluttu saman Kyrie, Benedictus og Agnus Dei úr messu í G-dúr eftir F. Schubert. Var þeim flutningi og öðrum lögum komið til skila með mikilli prýði af þeim ungmennum, sem þama komu fram. Stjómandinn söng einsöng með kómum í laginu Panis Angelicus eft- ir C. Frank við mikinn fögnuð áheyr- enda. Aðrir einsöngvarar vom Helga Loftsdóttir, Jóhanna Rúnarsdóttir, Þóra Einarsdóttir, Aðalsteinn Ein- arsson og Loftur Erlingsson, öll með góðar raddir, sem beitt var af smekkvísi. Þá lék einn kórfélaga, Rúnar Óskarsson á klarinett við und- irleik Guðrúnar Guðmundsdóttur, píanókennara og tókst samleikur þeirra með ágætum. Lagaval kórsins var smekklegt. M.a. söng kórinn ítölsk lög, sem æfð hafa verið fyrir Ítalíuferðina. Að lok- um flutti kórinn þrjú af lögum Frið- riks Bjamasonar. í síðasta laginu „Þú hýri Hafnarfjörður" tóku við- staddir undir að ósk stjórnandans. Til stóð að Kári K. Þormar, hinn efnilegi pfanóleikari og kórfélagi léki á píanó verk eftir Rachmaninoff. Af því gat ekki orðið, þar sem ekki tókst að fá að láni nægilega gott hljóð- færi. Vonandi eignast Víðistaða- kirkja sem fyrst vandað pfanó og að sjálfsögðu þyrftu fleiri staðir í Hafn- arflrði, sem bjóða upp á tónlistar- flutning, að eignast góð hljóðfæri. Ljóst er, að Margrét Pálmadóttir, sem stofnaði Kór Flensborgarskóla 1981, hefur þegar náð góðum tökum á kómum og athyglisverðum árangri eftir að hún tók aftur við stjórn hans fyrir einu ári. En vafalaust hefur ágætt starf fyrri stjómanda, Hrafn- hildar Blomsterberg, komið þar að góðum notum. Tónleikamir voru nokkuð vel sótt- ir. En vissulega hefðu fleiri Hafnfírð- ingar átt að sækja þessa ágætu og hugljúfu tónleika. Við Hafnfirðingar getum verið stoltir af því unga fólki í bænum okkar, sem gleður sjálft sig og aðra með glæstum árangri í því göfgandi tómstundastarfi, sem iðkun söngs og hljóðfæraleiks er. Þetta starf ber að styðja af alefli. 37 félagar em nú í Kór Flens- borgarskóla og af þeim fara 31 f söngferðalag til ítalfu í sumar. Um leið og hér em fluttar bestu þakkir fyrir eftirminnilega tónleika, er Flensborgarskóla óskað til hamingju með góðan kór. Höfundur er hæstaréttaHögmaður. Níels Arni Lund Á þessu er ljóst að landbúnaður- inn á engan þátt í sívaxandi við- skiptahalla, sem reynt er nú að stemma stigu fyrir. Þar verða aðr- ir að axla ábyrgð. Höfundur er starfsmaður land- búnaðarráðuneytisins. ERT þú að BYGGJA SUMAR- BÚSTAÐ? í eldhúsinn- réttinguna og skápana. starfsgreinum!
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.