Morgunblaðið - 14.06.1988, Side 51

Morgunblaðið - 14.06.1988, Side 51
MORGUNRKSÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 14. JÚNÍ 1988 —Ji- 51 Seðlabankinn og peningamalin eftirFriðrik Eysteinsson í vetur hefur komið fram tölu- verð gagnrýni á Seðlabankann. Sumir hafa meira að segja gengið svo langt að vilja leggja bankann niður. Gagnrýnin hefur að mér virðist aðallega beinst að vangetu Seðlabankans í að stjórna pen- ingamagni í umferð og ónógri gagnaöflun. Það er náttúrulega ekkert skrítið þó Seðlabankinn sé gagn- rýndur. Val á seðlabankastjórum eftir flokkspólitískum línum er nú ekki beinlínis til þess fallið að auka traust almennings á stofnun- inni hvað þá sú fullyrðing Jóhann- esar Nordal að nýi Seðlabankinn væri byggður fyrir peninga sem ekki væru teknir frá neinum! En er hægt að taka peningamál- stjómunina úr höndum Seðlabank- ans og stjómmálamannanna? Ein hugmynd sem vert er að skoða er að einkaaðilar geti gefið út „pen- inga“ sem tryggðir væm með ríkisskuldabréfum „Peningarn- ir“ bæm vexti og væm með sam- svarandi gjalddögum og ríkis- skuldabréfin sem þeir væm tryggðir með. Við þetta myndi annað af tvennu gerast. 1. Pening- ar sem Seðlabankinn gefur út myndu hverfa úr umferð (þeir bera jú ekki vexti og em því ekki jafngóð „fjárfesting") eða 2. Ríkis- skuldabréf myndu bera 0% nafn- vexti. Það myndi ekki skipta máli hvort yrði upp á teningnum áhrif- in á stjórnin peningamagns, að gefnum ákveðnum forsendum yrðu þau sömu. Ef Seðlabankinn hygðist auka peningamagn í um- ferð með því t.d. að kaupa ríkis- skuldabréf þá myndi „peningaút- gáfa“ einkaaðila dragast saman sem því næmi (þ.e. færri ríkis- skuldabréf væri hægt að nota sem tryggingu) og áhrifin á peninga- magn yrðu engin því sama pen- ingamagn yrði í umferð og áður. Áhrifin á verðlag yrðu þá einnig engin. Áhrif Seðlabankans á pen- ingamagn og jafnframt verðlag Fríðrik Eysteinsson „Sú hugmynd sem ég hef reifað hér er vel þess virði að hún sé skoðuð. Eitt aðalvanda- málð í hagstjórn á Is- landi, þ.e. stjórn pen- ingamála, væri úr sög- unni.“ yrðu því akkúrat engin. Þeir sem hlynntir væru valda- eða áhrifa- leysi Seðlabankans hefðu því haft sitt fram. Sú hugmynd sem ég hef reifað hér er vel þess virði að hún sé skoðuð. Ejtt aðalvandamálð í hag- stjórn á íslandi, þ.e. stjórn pen- ingamála, væri úr sögunni og stjórnmálamenn gætu snúið sér að því að leysa merkilegri mál eins og t.d. hvort taka ætti upp gamla bílnúmerakerfið aftur eða að gera nýja breytingu á breyttu bráða- birgðalögunum frá um daginn. !) Byggt á grein Neil Wallace MA Legal Restrictions Theory of the Demand for „Money“ and the Role of Monetary Policy“. Höfimdur er rekstrarhagfræðingur. LibbyV Stórgóöa tómatsósan Framsýnir fjármálast jórar stunda f ramvirk gjaldeyrisviðskipti Framvirk gjaldeyrisviðskipti er einn liður í margþættri þjónustu Alþjóðasviðs Landsbankans við íslensk fyrirtæki sem kaupa eða selja vörur og þjónustu í erlendum gjaldeyri. Framvirk viðskipti felast í því að viðkomandi fyrirtæki semur við Landsbankann um að tryggja fast gengi milli tveggja erlendra gjaldmiðla, á ákveðnum tíma eða tímabili. Nánari upplýsingar um notagildi slíkra samninga, tryggingar og kostnað, veita starfsmenn Alþjóðasviðs Landsbankans í Aðalbankanum, Austurstræti 11. Einnig sérfræðingar Hagdeildar, Laugavegi 7. L Landsbanki íslands Banki allra landsmanna

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.