Morgunblaðið - 24.06.1988, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 24.06.1988, Blaðsíða 1
80 SIÐUR B/C STOFNAÐ 1913 141. tbl. 76. árg. FOSTUDAGUR 24. JUNI 1988 Prentsmiðja Morgunblaðsins Bandaríkin: Jackson bakar Duk- akis enn vandræði Klofningur á iandsfundi vegna Israels? Washington, Daily Telegraph. ÚTLIT er fyrir að Michael Dukakis, forsetaframbjóðandi Demókrata- flokksins, sé síður en svo kominn á lygnan sjó, þó svo hann hafi tryggt sér útnefningu flokks síns. í gær bárust fregnir af þvi að flokksþing demókrata í sjö ríkjum hygðust styðja blökkumannaleiðtogann Jesse Jackson í afstöðu hans gagnvart ísrael, en Jackson er fylgjandi stofn- un sjálfstæðs ríkis Palestinumanna. Dukakis á þegar í vök að verjast gegn Jackson, en hinn síðarnefndi hefur hamrað á því að undanförnu Tíbet: Kínverjar herða tökin Pcking, Daily Telegraph. KÍNVERJAR hafa aukið herstyrk sinn í Tíbet og afráðið að hefja áróðursherferð þar til þess að „varðveita einingu fóstuijarðar- innar“. Að sögn tíbeska útvarps- ins í Lhasa var ný deild herlög- regluþjóna stofnuð í höfuðborg- inni i síðustu viku. Deild þessari er ætlað að sinna „fyrirvaralaus- um atvikum í baráttunni gegn aðskilnaði," sagði i fréttum út- varpsins. Ostaðfestar fregnir hafa borist af fjölda uppþota eftir óeirðir í mars síðastliðnum, þegar Tíbetar risu upp gegn oki Kínveija, sem innlimuðu landið árið 1951, tveimur árum eftir byltingu kommúnista. Allar fréttir hafa þó verið í óljósara lagi frá í mars, en talið er að um 30 manns hafi fallið í óeirðunum þá. Landið hefur verið nær lokað síðan. I Tíbet er þegar að minnsta kosti um 300.000 manna kínverskt herlið og í höfuðborginni Lhasa hefur gífurlegur viðbúnaður verið af hálfu lögreglu og hers allt frá í mars. að Dukakis beri að bjóða sér að verða varaforsetaefni sitt. Telja sumir stjórnmálaskýrendur að Jackson ætli að notfæra málefni Palestínuaraba sér til framdráttar í þessari viðleitni. Slíkt kynni að ýfa enn frekar væringar í flokknum milli gyðinga og annarra Israelsvina annars vegar og stuðningsmanna Jacksons hins vegar, en í kosningabaráttu sinni árið 1984 kallaði hann New York- borg eitt sinn ,júðabæli“. Jackson hefur hvatt til stofnunar sjálfstæðs ríkis Palestínuaraba, en um leið skyldi tryggja öryggi landa- mæra ísraels. Dukakis, sem kvæntur er gyðingi, er á hinn bóginn þeirrar skoðunar að þess skuli ekki vænst af ísraelríki að það skili hemámi sínu. Sovétríkin: Reuter Ottast um líf300 manns eftir skriðufall Óttast er að um 300 manns hafi látist eftir að um hálf milljón tonna aurs og grjóts rann niður eftir fjallshlíð og á tyrkneskt þorp nærri Svartahafi. Tíu klukkustundum eftir hamfarirnar höfðu aðeins þijú lík fundist og átján, sem komust lífs af. Á myndinni að ofan má sjá hvar skurðgrafa dregur flak af vörubifreið upp úr aurnum. Sjá ennfremur síðu 25. Rauði herinn sendur til róta Kákasusfjallgarðs Gorbatsjov talinn ætla að ganga skrefi lengra í fijálsræðisátt á flokksráðstefnunni Moskvu, Reuter. HERDEILDIR Rauða hersins eru nú komnar til héraðsins Nag- orno-Karabakh í Azerbajdzhan og annarra svæða við rætur Jóhann héltjöfnu Jóhann Hjartarsson hélt jöfnu í skák sinni við heimsmeistarann Garrí Kasparov á öðru heimsbikarmótinu í skák í Belfort í gær. Þetta er í fyrsta skipti sem Jóhann teflir við Kasparov. Sjá skákskýringu á síðu 5. Kákasus þar sem þjóðernisólgu hefur gætt að undanförnu, að því er Pravda, málgagn sovéska kommúnistaflokksins, greindi frá í gær. Versnar ástandið þar dag frá degi, en íbúar héraðsins, sem flestir eru kristnir Armenar, vilja segja sig úr lögum við Az- erbajdzhana og sameinast Arm- eníu á ný. Þá bárust fregnir af þvi að Míkhaíl Gorbatsjov hygðist ganga lengra í fijálsræðisátt á flokksráðstefnu kommúnista- flokksins í næstu viku en ráð var fyrir gert. „Herdeildir hafa verið sendar til ijölda borga og bæja, þar á meðal í Nagomo-Karabakh," sagði í Prövdu án þess að greint væri frá því hvenær horsveitimar hefðu verið sendar þangað eða hversvegna. I greininni voru stór orð ekki spör- uð og sagði að ástandið væri síður en svo að færast í eðlilegt horf, þvert á móti versnaði það í sífellu og yrði brátt óviðráðanlegt væri ekkert að gert. „Það lítur út fyrir að ástandið geti ekki versnað, líkt og að Armen- ar séu allir sem einn í leiðslu og fjöl- menni dag eftir dag í fjöldagöngur og á mótmælafundi," sagði í grein- inni. „Aðeins friður og ró, festa og djúpstæður skilningur á ástandinu getur komið í veg fyrir hinar óæski- legustu afleiðingar.“ Mikil þjóðemisólga hefur verið við rætur Kákasus á þessu ári og deila Armenar og Azerbajdzhanar hart um landamæri Sovétlýðveldanna, sem verið hafa umdeild allt frá borg- arastyijöldinni, sem sigldi í kjölfar valdaráns bolsévikka árið 1917. Ólga þessi náði hámarki í febrúar þegar Armenar hvöttu stjómvöld í Moskvu til þess að sinna bænum sínum um endurheimt héraðsins og lögðu áherslu á kröfur sínar með gífurlegum mótmælagöngum í Jere- van, höfuðborg Armeníu, en flokks- broddar kommúnista í Armeníu tóku öllum að óvörum undir kröfumar. Azerbajdzhanar fengu Nagorno- Karabakh að launum árið 1918 eftir að þeir buðu út her til aðstoðar Rauða hernum við innrás í Armeníu og Georgíu, sem lýst höfðu yfir sjálf- stæði. Háttsettur embættismaður í Moskvu, Júríj Skljarov, sagði á blaðamannafundi í gær að á flokks- ráðstefnu kommúnistaflokksins, sem hefst á þriðjudag, myndi Míkhaíl Gorbatsjov Sovétleiðtogi gera helstu breytingartillögur, sem fram hafa komið á ályktanadrögum flokksráð- stefnunnar frá í maí, að sínum, en þær eiga það sammerkt að ganga mun lengra í frjálsræðisátt en frum- drögin. Hann lagði áherslu á að ráð- stefnufulltrúarnir 5.000 myndu ekki kjósa um drögin eða breytingatillög- umar, heldur yrðu þau umræðu- gmndvöllur ráðstefnunnar. Hins vegar verða allar ákvarðanir ráð- stefnunnar bindandi. Sú breytingatillaga, sem einna mesta athygli hefur vakið, eru ákvæði um aldurstakmörk embætt- ismanna, bæði hvað varðar raunald- ur og starfsaldur. Irland: Kastalar seldir í heilu lagi til Japans? Dublin, Reuter. JAPANSKIR kaupsýslumenn vilja nú óðir og uppvægir kom- ast yfir irska kastala sem þeir hyggjast flytja til Japans og nota sem hótel. Japanimir hafa pantað tvo kastala og fundu írskir fasteigna- salar þrjá kastala frá Viktoríu- tímanum sem koma til greina. Gert er ráð fyrir að framkvæmd- imar við flutning kastalana muni kosta um 800 milljónir íslenskra króna. Á síðustu ámm hefur orðið mjög vinsælt hjá útlendingum að festa sér hallir á írlandi. Sjald- gæfara er þó að kaupendurnir taki þær með sér heim.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.