Morgunblaðið - 24.06.1988, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 24.06.1988, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 24. JÚNÍ 1988 Skipulagsstj 6m; Skipulagi Fossvogs dals verði frestað SKIPULAGSSTJÓRN hefur lagt til við félagsmálaráðherra að skipulagi í Fossvogsdal verði frestað í fimm ár á meðan sveita- stjórnir Kópavogs og Reykjavík- ur komi sér saman um skipulag í dalnum. Þetta var niðurstaða fundar skipulagsstjórnar þar sem fjallað var um aðalskipulag Reykjavíkur fyrir 1984-2004. Að öðru leyti var lagt til að verði samþykkt með smávægilegum breytingum. Að sögn Stefáns Thors skipu- lagsstjóra er ástæða fyrirvarans um Fossvogsdal sú að hugmyndir sveit- arfélaganna um skipulag dalsins stangast á. „í tillögu að aðalskipu- lagi Kópavogs er lagt til að Foss- vogsdalur verði útivistarsvæði en í aðalskipulagi Reykjavíkur er lagt til að í dalnum verði Fossvogs- braut," sagði Stefán. „9. október 1973 gerðu þessi sveitarfélög samn- ing með sér um það að mörk milli sveitarfélaganna myndu færast sunnar ef samkomulag næðist um að leggja Fossvogsbraut og aðrir kostir gæfust ekki. í einni grein samningsins segir að næstu tvö ár skuli nota til að kanna umferðar- mál á höfuðborgarsvæðinu og hvort nauðsynlegt sé að leggja brautina og það skuli gert ef bæði sveitarfé- lög verði sammála um það og um að umferðarvandinn verði ekki leystur á annan hátt,“ sagði skipu- lagsstjóri. „Bæjarstjóm Kópavogs vill meina að ekkert hafí gerst þessi tvö ár, sveitarfélögin séu ósammála og því sé þessi samningur ekki leng- ur í gildi. Borgarstjóm Reykjavíkur telur hins vegar að þessi samningur standi ennþá, það sé í raun búið að breyta mörkunum og að bæjar- yfírvöld í Kópavogi séu búin að skrifa upp á lagningu Fossvogs- brautar. Þetta er spuming um gildi þessa samnings, í honum eru ákvæði um gerðardóm og skipu- lagsstjóm getur ekki skorið úr í þessu máli. Því þótti eðlilegt að veita frest til að fá fram niðurstöðu í málinu," saðgi Stefán Thors skipu- lagsstjóri. Slegið Morgunblaðið/Júlíus Landsliðið reynir á raddböndin ■ ö -v M Í P*, i I . jmii \ >,, |||§ J|| ■k M t'| j ] m ■; ■ m é ÍSLENSKA landsliðið í handknattleik brá sér inn í Stúdió Stemmu í gær og kyijaði þar hvatn- ingarlag eftir Valgeir Guðjónsson fyrir Ólympíuleikana í Seoul inn á plötu. „Það er óhætt að segja að söngur landsliðsins fór fram úr björtustu vonum tónlistamanna og lagið á eftir að vekja mjög mikla athygli í sumar,“ sagði Ólafur Jónsson, sem hefur umsjón með útgáfu lagsins fyrir hönd HSÍ. Landsmenn verða hins vegar að bíða fram í ágústbyijun eftir að heyra hvort handknattleiksmennirnir eru jafn lagvissir og þeir eru skotvissir. á þorskveiðar með lægra fiskverði á sumrin? Borgarstjóri í Færeyjum: Er indælt þrátt fyr- ir þokuna „ÞETTA er ósköp indælt þrátt fyrir þokuna sem við höfum fengið,“ sagði Davið Oddsson borgarstjóri, en i gær hófst fjög- urra daga heimsókn hans til Færeyja í boði bæjarstjórans í Þórshöfn. Að lokinni móttökuathöfn á flug- vellinum í Vogey og hádegisverði var haldið á bæjarskrifstofumar og skoðuð ný sýning á hugsanlegum flugvelli í Þórshöfn. Þá tók Atli Dam, lögmaður, á móti hópnum í Þinganesi þar sem landsstjómin hefur aðsetur. Klukkan 18.30 var lagt af stað í skoðunarferð til Kirkjubæjar, sem er eitt elsta þorp- ið í Færeyjum, og snæddur kvöld- verður. Borgarstjórinn og föruneyti hans skoðar Þórshöfti f dag, en heimsókninni lýkur á sunnudag. SÉRSTAKT „sumarverð" á fiski, það er hlutfallslega lægra verð en á öðrum tímum ársins, gæti dregið úr veiðum á sumrin, þegar gæði fisksins eru slökust og erfið- ast að vinna hann f frystihúsunum vegna sumarfrfa, að mati Árna Benediktssonar og Kristjáns Ragnarssonar. Þeir sögðu báðir f samtali við Morgunblaðið, að nokkur vandkvæði fylgdu þvf hve mikill hluti fiskaflans væri veidd- ur á sumrin og þvf þyrfti að breyta. Svo virtist sem lægra fisk- verð á sumrin gæti leyst málið. Guðrún Hallgrímsdóttir, deildar- stjóri hjá Rfkismati sjávarafurða, skýrði frá því í síðasta fréttabréfi stofnunarinnar, að mikil verðmæti töpuðust yfir sumarmánuðina, þar sem þorskafli væri þá meiri en heppi- legt væri fyrir vinnsluna. Gæði væru slakari en aðra tfma ársins og nýting í vinnslunni minni. „Kannski væri bezt að draga úr veiðum á sumrin með því að greiða lægra veið fyrir fískinn, en hærra aðra hluta ársins, þegar fískurinn er betri og betur gengur að vinna hann. Sá gaili er hins vegar á þess- ari hugmynd að þá þyrfti að ákveða fískverð til eins árs í senn,“ sagði Arni Benediktsson, framkvæmda- stjóri SAFF, „og það þykir mörgum anzí langur tfmi.“ Ámi sagði, að það hefði lengi verið áhyggjuefni hve mikill hluti aflans bærist á land nokkra mánuði ársins. Hins vegar hefð; þetta jafnazt nokkuð með til- komu togaranna, sem skiluðu aflan- um jaftiar á land en bátamir. Engu að sfður bærist óþarflega mikill hluti aflans á Iand á sumrin, þegar fískur- inn væri hvað erfíðastur í vinnslu. Hins vegar væri það undanteking að fiskur skemmdist vegna hita um borð í togurunum. Stjómendur vinnslunnar vildu gjarnan að dregið yrði úr sumarveiðinni, hugsanlega með lægra fískverði þá. Kristján Ragnarsson, fram- kvæmdastjóri LÍU, sagði, að auð- veldara væri að veiða fískinn á sumr- in en á öðmm árstímum. Þess vegna bærist meira að landi þá. Hins vegar ylli mikill afli á sumrin vandkvæðum í vinnslunni. Fiskurinn væri þá lak- ari að gæðum og smærri. Því mætti sjálfsagt láta eitthvað af honum eiga sig og vaxa meira áður en hann yrði tekinn. Aukinnar samhæfingar eða stjómunar á þessu með einhveijum hætti virtist því þörf. „Við höfum því boðið upp á það, að fískverð verði lægra á sumrin en hærra á öðmm Inflúensufaraldurinn, sem upp kom hér á landi i byijun aprfl er nú í rénun að sögn Ólafs Ólafsson- ar landlæknis. Um 30 þúsund manns hafa nú verið bólusettir við flensunni. Þrír stofnar hafa greinst hér á landi, A-Singapore, A-Leningrad og B-Ann Arbor og var bólusett gegn þeim öllum að sögn landlæknis. Olafur sagði að hlutfall bólusettra hér á landi væri mun meira en á öðmm Norðurlöndum og að bóluefn- ið veitti töluvert góða vemd gegn flensunni. Landlæknir kvaðst hafa kynnt sér nánar innflúensufaraldur þann, sem upp hefði komið á Nýja- Sjálandi af svokölluðum A-Christ- church stofni, og greint hefur verið frá. Samkvæmt upplýsingum frá talsmanni Farsóttaskrifstofunnar í Genf, væri enn ekki vitað hvort hér væri um um nýjan stofn að ræða eða einhvem undirflokk, sem áður væri þekktur. Verið væri að rannsaka veimna. Ólafur sagði að fylgst yrði með þróun þessara mála og gerðar árstímum, en þá yrði að miða við eitthvert meðalverð. Þessu hefur fískvinnslan hins vegar hafnað," sagði Kristján. viðeigandi ráðstafanir ef hér væri um nýjan stofn að ræða og líkur taldar á, að veikin bærist hingað til lands. Ef hins vegar hér væri á ferð- inni einhver undirflokkur væri ekki ástæða til að breyta um bóluefni. Hann sagði að varðandi fréttaflutn- ing um dauðsföll af völdum veikinnar þá hefði fulltrúi Farsóttarskrifstof- unnar í Genf ekki viljað gera mikið úr því. Algengt væri að innflúensa flýtti fyrir andláti gamals fólks og lasburða. Margrét Guðnadóttir, yfírlæknir á Rannsóknarstofu Landspftalans í veirufræðum, sagði í samtali við Mprgunblaðið, að allir þrír stofnam- ir, sem áður er getið, hefðu borist til landsins á svipuðum tíma og hefðu allir greinst á stuttum tíma í apríl- mánuði síðastliðnum. Allir þessir stofnar hefðu áður stungið sér niður hér á landi en það sem hefði verið óvenjulegt nú var að þeir komu allir á sama tíma. Þar af ieiðandi hefðu orðið mikil veikindi af þeirra völdum, sem náðu hámarki í apríl og maí. Kjarnakljúfur í geimnum: Enn er óútreiknanlegt hvar hann muni lenda Infiúensan 1 rénun: Um 30 þúsund manns hafa verið bólusettir SOVÉSKI kjarnakljúfurinn, sem mistókst að senda út í ómælis- víddir geimsins, er það stór og þéttur í sér að líklegt er að brot úr honum muni ná i gegnum gufuhvolf jarðarinnar. Hann inniheldur 50 kíló af úran 235. Venjulega brenna gervihnettir og minni loftsteinar upp í háloft- unum vegna loftviðnámsins. Ekki er hægt að reikna út hvar hann muni lenda, þar sem braut hans breytist undir lokin. Þessar upplýsingar veitti Þorsteinn Sæ- mundsson stjarnfræðingur, þeg- ar Morgunblaðið spurði hann um ferðir kjamakljúfsins. Kjamakljúfurinn tilheyrði sov- éskum njósnagervihnetti, sem var á braut umhverfís jörðu í rúmlega 200 kílómetra fjarlægð. Slíkir gervihnettir missa tiltölulega fljótt hæð á braut sinni um jörðu og þeg- ar hætta var á að þessi, sem hér um ræðir, félli til jarðar átti að losa frá honum kjamakljúfínn og senda áfram út í geiminn. Það mistókst og kljúfurinn fór ekki lengra en í um 800 kflómetra ijarlægð frá jörðu. Þar er hann nú á sporbraut, en enn hefur ekki tekist að reikna brautarhalla hans og þar af leið- andi ekki nákvæmlega hvenær hann fellur inn í gufuhvolfíð og til jarðar. Guðjón Petersen hjá Almanna- vömum ríkisins sagði að ákaflega litlar líkur væru á að kjamakljúfur- inn lenti hér á landi, þótt það væri vissulega mögulegt. Fari svo, er fyrst og fremst hætta á iíkamlegum meiðslum vegna fallsins og geisla- bruna. í nálægð við geislavirka efn- ið, þ.e. innan nokkurra metra, er hætta á mikilli geislun. „Öll snert- ing og nálægð er hættuleg fólki," sagði hann. Þá mun geislavirka efnið menga jarðveg, ef það fellur á land. Hættan er mest ef hluturinn fellur í þéttbýli, álíka mikil hætta af fallinu sjálfu og af geislun. Guð- jón sagðist vera í stöðugu sam- bandi við erlenda aðila sem fylgjast með ferðum kjamakljúfsins, m.a. í Danmörku og í Bandaríkjunum. Það var síðast að frétta af kljúfnum í gær, að reiknað er með falli hans síðar en upphaflega, eða í ágúst til september. Þorsteinn Sæmundsson sagði að það væru fyrst og fremst Sovét- menn sem hafa kjamorkuknúna gervihnetti á braut um jörðu. „Það er mjög slæmt að menn skuli hafa verið að senda geislavirka hluti út, nú orðið eru það eingöngu Rússar." Landsbankinn: Helgi Bergs segir upp HELGI Bergs bankastjóri Lands- bankans hefur sagt starfi sínu lausu frá næstu áramótum. Hann sendi bankaráði Landsbankans bréf þessa efnis í liðinni viku. í samtali við Morgunblaðið sagði Helgi að sér þætti orðið tímabært að létta af sér störfum. Óráðið væri hvað hann tæki sér fyrir hend- ur. „En ég hef alls ekki ákveðið að gefa frá mér allt veraldarvafstur og fara bara að hugsa um eilífð- ina,“ sagði Helgi Bergs. Hann er á 68. aldursári. Helgi Bergs

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.