Morgunblaðið - 24.06.1988, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 24.06.1988, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 24. JÚNÍ 1988 7 1319 öku- menn kærð- ir í maí LÖGREGLAN í Reykjavík kærði í maimánuði 724 ökumenn fyrir of hraðan akstur. 20 þeirra voru sviptir ökuréttindum. Þá voru 89 ökumenn kærðir fyrir ölvunar- akstur og 46 voru staðnir að því að aka sviptir réttindum. AIls voru 1319 ökumenn kærðir fyrir ýmis umferðarlagabrot í maimánuði en 723 í fyrra. Að sögn Ómars Smára Armanns- sonar aðalvarðstjóra í umferðardeild lögreglunnar hefur kærum fyrir allar tegundir umferðarbrota fjölgað frá því í fyrra. Mest er fjölgunin vegna hraðaksturs og flölgaði slíkum kær- um milli ára úr 301 í 724. Finnsk blöð um heimsókn forsætisráðherra: Aukin menningartengsl ávinn- ingur heimsóknar ráðherrans í UMFJÖLLUN finnskra blaða um opinbera heimsókn Þorsteins Páls- sonar forsætisráðherra til Finn- lands, kemur fram að helsti ávinn- ingur hennar séu aukin menning- artengsl milli landanna. Fjallað er um veru íslands í Atlantshafs- bandalaginu, en Þorsteinn lýsti yfir áhyggjum af öryggi á Norð- ur-Atlantshafinu i ræðu, sem hann hélt á blaðamannafundi í tilefni heimsóknarinnar. í leiðara fínnska blaðsins Uusi Suomi, sem birtist laugardaginn 11, júní, er fjallað um heimsókn Þorsteins Pálssonar. Þar kemur fram að heim- sóknin hafí styrkt samband íslands og Finnlands og að nauðsynlegt sé fyrir Finnland að efla norræna sam- vinnu. Vitnað er í ræðu Þorsteins hjá Paasikivi-félaginu _en þar lagði hann ríka áherslu á að ísland sækist ekki eftir aðild að Evrópubandalaginu. Bent er á að þessi afstaða íslands sé þýðingarmikil fyrir Finnland til styrktar Fríverslunarbandalagi Evr- ópu. Þá kemur fram að viðhorf íslend- inga og Finna til menningararfleifðar sinnar sem nú sætir þrýstingi frá Evrópu, sé svipuð. Er vitnað til orða Þorsteins um að varðveisla og efling eigin tungu, þjóðemis og menningar hafí úrslitaþýðingu um það hvort Is- landi takist að varðveita sjálfstæði sitt. Síðan er vikið að stefnu íslands í öryggismálum og bent á að vegna landfræðilegrar legu sinnar sé landið þýðingarmikið fyrir Atlantshafs- bandalagið. „ísland hefur leitað eigin lausna með tilliti til sögulegra og landfræðilegra sjónarmiða. Það hefur samt á allan hátt unnið að fram- gangi slökunarstefnunnar og er skýr- asta dæmi þess leiðtogafundur risa- veldanna í Reykjavík. Annað dæmi er sú yfirlýsing Þorsteins Pálssonar forsætisráðherra að íslendingar vilji að hafsvæðið umhverfís ísland teng- ist kjarnorkuvopnalausu svæði.“ í frétt í sama blaði er haft eftir Þorsteini að það sé mikilvægt að austur og vestur ræði um öryggi hafsvæðanna á norðurslóðum. ísland fylgdist með athöfnum Sovétmanna á Norðurlöndum og ráðfærði sig um hugsanlegar aðgerðir við bandamenn sína í Atlantshafsbandalaginu en meirihluti fslendinga væri hlynntur aðild að bandalaginu og veru banda-. ríska vamarliðsins á landinu. Þá kemur og fram að fískur og fiskafurðir séu yfir 50% af útflutn- ingi landsins og að verðfall á fiski á heimsmarkaði geti haft áhrif á íslenskt efnahagslíf. f frétt í Turun Sanomat kemur meðal annars fram, að Finnsk- íslenski menningarsjóðurinn njóti góðs af heimsókn forsætisráðherra, þar sem forsætisráðherrar landanna hafí ákveðið að veita auknu fé til sjóðsins. Vitnað er til ummæla Þor- steins um auknar ferðir sovéskra kafbáta búnum kjamorkuvopnum á Norður-Atlantshafínu, en kjamorku- HIN árlega sumarferð Varðar verður farin laugardaginn 2. júlí nk. Er ferðinni heitið í Þórsmörk. Far- ið verður af stað frá Valhöll kl. 8.00 og ekið að Hellu þar sem dmkkið er morgunkaffi og Jónas Bjarnason formaður Varðar mun ávarpa gest- ina. Síðan verður ekið inn í Þórsmörk og hádegisverður snæddur. Þar mun forsætisráðherra og formaður flokks- ins, Þorsteinn Pálsson alþingismaður fyrir Suðurland, heilsa gestum og síðan mun aðalfararstjórinn Höskuld- slys á fískimiðum við landið gæti eytt öllum fískistofnum sem ísland byggir efnahag sinn á. I frétt í Helsingin Sanomat segir að íslendingar muni ekki grípa til harðra aðgerða vegna aukinna um- svifa sovéskra herskipa og flugvéla á Norður-Atlantshafí, en fylgst væri náið með þróun mála. Haft er eftir Þorsteini að íslendingar tryðu ekki á einhliða yfirlýsingar um kjarnorku- vopnalaus svæði á Norðurlöndum, það yrði einnig að taka til athugunar hafsvæðin er umlykja landið. ur Jónsson forseti Ferðafélags ís- lands lýsa staðháttum. Á heimleiðinni verður drukkið síðdegiskaffí við Stóra-Dímon og þar mun séra Halld- ór Gunnarsson í Holti, Vestur-Eyja- fjallahreppi ávarpa gesti. Áætlaður komutími til Reykjavíkur er kl. 20.00. Þórsmörkin er ein af perlum íslenskrar náttúru og býður upp á fjölbreytt útilíf. Boðið verður upp á skipulagðar skoðunar- og gönguferð- ir fyrir þá sem vilja. Einnig er stórt útigrill á staðnum gestum til afnota. (Fréttatilkynning) Varðarferð í Þórsmörk Kjaramál rædd á afmælisfundi Prestafélagsins AÐALFUNDI Prestafélagsins, sem haldinn var í Fella- og Hóla- kirkju, lauk á þriðjudaginn, en félagið er 70 ára i ár. Á afmælis- fundi Prestafélagsins á mánudag- inn var einkum rætt um starfskjör presta og samþykkt að skipa nefud til að leita nýrra leiða til að semja um kjör presta. Sigurður Sigurðarson, sem var endurkjörinn formaður félagsins, sagði í samtali við Morgunblaðið að aðalsamningar BHM hefðu aldrei verið látnir gilda um presta og þó að launataxtar þeirra væru þokka- legir væri yfírvinna ekki borguð að neinu marki, en margir prestar byggju við mikið vinnuálag og óreglulegan vinnutíma. A afmælisfundinum voru lagðar fram álitsgerðir átta starfshópa sem unnið hafa að athugun á starfs- kjörum presta í vetur og var ákveð- ið að stofna nefndina til að halda áfram því starfi og koma með tillög- ur um úrbætur. Fimm manna stjóm Prestafé- Iagsins var endurkjörin á aðalfund- inum. Auk Sigurðar Sigurðarsonar eiga þar sæti Valgeir Ástráðsson, varaformaður, Vigfús Þór Árnason, ritari, Jón Dalbu Hróbjartsson, gjaldkeri, og Flóki Kristinsson. A hátíðafundi í Neskirkju á mánu- dagskvöld voru þrír heiðursfélagar Prestafélagsins kjörnir: herra Pétur Sigurðsson, biskup íslands, Ólafur Skúlason, vígslubiskup, ogSigurður Guðmundsson, vígslubiskup. f 1 Hn Frá hátíðafundi Prestafélagsins í Neskirkju Morgunblaðið/Einar Falur FRA STUÐNINGSMONNUM YIGDÍSAR FINNBOGADÓTTUR Á kjördag, laugardaginn 25. júní, höfum yið skrifstofur til aðstoðar kjósendum sem hér segir: Aðalskrifstofa Suðurlandsbraut 14. Kosningastjórn og kosningasjóður, sími 31236. Kjörskrá og upplýsingar um kjörstaði, sími 681200 (6 línur). Bílaskrifstofa, sími 38600 (5 línur) og 84060. Skrifstofa Garðastræti 17. Samband við kjördæmi utan Reykjavíkur. Kosningasjóður. Bílaskrifstofa. Símar 11651,17765,17823,17985,18829,18874. HAFIÐ SAMBAND VIÐ SEM FLESTA OG HVETJIÐ ÞÁ TIL AÐ KJÓSA MÆTUM ÖLL Á KJÖRSTAÐ X- Vigdís Finnbogadóttir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.