Morgunblaðið - 24.06.1988, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 24.06.1988, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ, PÖSTUDAGUR 24. JÚNÍ 1988 11 Morgunblaðið/Ami Sæberg Gamla hafnarvogin hefur verið tekin niður í vesturhöfninni og verð- ur ný tölvustýrð vog sett upp á sama stað við vigtarhúsið. Reykjavíkurhöfn: Tölvustýrð hafnar- vog verður sett upp HAFNARVOGIN við Granda- garð í vesturhöfninni hefur verið tekin niður og verður ný tölvu- stýrð vog sem tekur 60 tonn, sett upp í hennar stað. A vegum Reykjavíkurhafnar er ennfrem- ur unnið að endurbótum við Grandagarð og Fiskislóð. Að sögn Vignirs Albertssonar byggingafræðings, verður nýja hafnarvogin tengd tölvukerfí Reykjavíkurhafnar í Hafnarhúsinu og verða allir reikningar skrifaðir út þaðan eftir að vogin hefur verið tekin í notkun. Þá verður hafnar- varslan í Vesturhöfninni flutt í end- umýjað húsnæði í vigtarhúsinu og verður hún opin í 16 klukkustundir alla daga. Verbúðir númer 37 til 41 við Grandagarð hafa verið rifnar niður og Fiskislóð tengd við Grandagarð. Við Fiskislóð, norðan við verbúðim- ar, hefur verið opnað bifreiðastæði fyrir 80 bíla og rutt geymslusvæði fyrir höfnina en fyrirtæki og ein- staklingar hafa í auknum mæli leit- að eftir slíkri aðstöð við höfnina að sögn Vignirs. Allri umferð út f Ör- fírisey verður framvegis beint um Fiskislóð og léttir þar með um- ferðarþunga af athafnarsvæði físki- hafnarinnar. Krabbameinsfélagið: Almar Grímsson tek- ur við formennsku ALMAR Grímsson apótekari var kjörinn formaður Krabbameins- félags íslands á aðalfundi félags- ins fyrir skömmu. Hann tekur við formennsku af Gunnlaugi Snædal prófessor, sem hafði ver- ið formaður síðan 1979. Gunn- laugur gaf ekki kost á sér nú. Á aðalfundinum voru honum þökk- uð vel unnin störf í þágu félags- ins. Almar Grímsson hefur verið í stjóm félagsins síðan 1985, síðasta árið sem varaformaður. Aðrar breytingar á stjóm Krabbameins- félags Islands vom þær að Guðrún Agnarsdóttir alþingismaður, Jón Þorgeir Hallgrímsson yfirlæknir og Ragnar Pálsson forstöðumaður vom kosin í stjóm. Úr stjóminni gengu, auk Gunnlaugs Snædal, þau Lilja Olafsdóttir framkvæmdastjóri og Ólafur Örn Amarson yfirlæknir. Fyrir í stjórninni vom Auður Guð- Leiðréttíng’ í Morgunblaðinu þriðjudaginn 21. júní birtist frétt um aðgerðir kennara við Ölduselsskóla undir fyrirsögninni „Ákveðið að ganga á fund ráð- herra.“ Þar segir að kennarar hafí ákveðið að ganga á fund mennta- málaráðherra og skora á hann að breyta afstöðu sinni varðandi ráðn- ingu Sjafnar Sigurbjömsdóttur. Þá segir ennfremur að kennarar hafi ákveðið að ganga á fund Sjafnar og freista þess að fá hana til að taka ekki við stöðunrti. Hið rétta er að kennarar héldu fund þar sem ákveð- ið var, að ef gripið yrði til aðgerða þá kæmi til greina að ganga á fund menntamálaráðherra og Sjafnar Sig- urbjömsdóttur. Ákvörðun um slíkt hefur hins vegar ekki verið tekin. Beðist er velvirðinar á mistökunum. Mengnn hefur minnkað til muna og er mæld vikulega - segir Einar Guðmundsson, tæknilegur framkvæmda- stjóri álversins ,ÁLVERIÐ hefur starfsleyfi samkvæmt lögum og þarf því ekki að sækja um annað, eins og forstöðumaður hollustu- verndar ríkisins virðist telja. Ýmsar endurbætur hafa verið gerðar á mengunarvörnum fyr- irtækisins siðan skýrsla Holl- ustuverndar var unnin fyrir tveimur árum og mjög h'efur dregið úr flúormengun í út- blæstri frá þurrhreinsistöðv- um,“ sagði Einar Guðmundsson, tæknilegur framkvæmdastjóri álversins. Eins og fram kom í Mojrgun- blaðinu á þriðjudag telur Ólafur Pétursson, forstöðumaður holl- ustuvemdar ríkisins, að mengun frá álverinu sé of mikil. Auka þurfí eftirlit með mengunarvöm- um og setja mörk fyrir útblást- ursmengun í starfsleyfi sem fyrir- tækið ætti að fá. Álitið byggir hann á skýrslu hollustuvemdar sem að sögn Einars Guðmunds- sonar var unnin upp úr gögnum ÍSAL um mengunarmælingar sumarið 1986. Einar segir að í framhaldi af mælingunum fyrir tveimur ámm hafí ýmsu verið breytt í þurr- hreinsistöðvum fyrirtækisins. Nú sé ryk í útblásturslofti frá stöðvun- um undir mörkum álversins og flúormengun sveiflist milli eins og tveggja kg af flúoríði á hvert tonn af áli. Flúoríð í útblásturslofti frá þurrhreinsistöðvum hafí aðeins tvisvar á árinu farið upp fyrir tvö kg á áltonn, en var yfir fímm kg þegar verst var. Um brennisteinsdíoxíð í út- blæstri segir Einar að það sem fari út í andrúmsloftið frá álverinu sé aðeins brot af þeim brenni- steinssamböndum sem berast út í andrúmsloftið hérlendis og basísk- ur jarðvegur eins og á íslandi hafí aðeins gott af efninu. Að sögn Einars er ryk- og flú- ormengun frá þurrhreinsistöðvum álversins mæld vikulega af starfs- mönnum ÍSAL. Hins vegar fer flú- or og ryk ekki gegnum stöðvam- ar, heldur beint út í andrúmsloft- ið, þegar opna þarf kerin vegna gangsetningar eða annars. Þá sagði Einar að á síðasta stjómar- fundi álversins hafí verið ákveðið að framkvæma næsta vor aðra umfangsmikla mælingu á mengun frá fyrirtækinu. jónsdóttir húsmóðir, Björgvin Lút- hersson stöðvarstjóri, Erlendur Ein- arsson fyrrverandi forstjóri, Gunnar M. Hansson forstjóri, Matthías Jo- hannessen ritstjóri, Sigurður Bjömsson læknir, Sigursteinn Guð- mundsson yfírlæknir, Tómas Ámi Jónasson læknir og Vigdís Magnús- dóttir hjúkrunarforstjóri. Stjóm Krabbameinsfélagsins hefur nú komið saman og kosið í framkvæmdastjóm félagsins. Framkvæmdastjórn heldur fundi einu sinni til tvisvar í mánuði. í henni em, auk formanns, þau Sig- urður Bjömsson varaformaður, Gunnar M. Hansson gjaldkeri, Guð- rún Agnarsdóttir ritari og Jón Þor- geir Hallgrímsson meðstjórnandi. Öll störf í stjóm og nefndum Krabbameinsfélagsins em ólaunuð. Mundu nú hvar tréskórnir með sveigjanlegu sólun- um og öryggissólunum fyrir hál gólf eru fáanlegir! Ekta leður (og það af betra taginu), ásamt trébotnum, tryggir heilbrigða fætur sem geta „ANDAÐ" rétt. Tréð er varið gegn vætu, þar sem sólinn nær upp með hliðunum. Sveigjanlegur sóli tryggir öruggan og þægilegan gang. Mjúkur bólstraður kantur. Með fótlagi, sem tryggir nægjan- legt rými fyrir tærnar og styður fótinn undir il. Jogclog KRINGWN KI5IM0NM S. 689212 TOPP, SEDRDTN VELTUSUNDI 1 21212 Oomua Madica, Simi 18519. Bakpokar Það getur verið erfitt að velja sér bakpoka. Stærðir, efni og útlit er mjög mismunandi. Karrimor kann réttu tökin á öllum þeim þáttum sem prýða þurfa góðan bakpoka. Skátabúöin selur karrimor bakpoka sem henta þörfum allra. Mundu að ráðleggingar okkar eru byggðar á reynslu. SKÁTABÚÐIN Snorrabraut 60 sími 12045 Þurrhreinsistöðvar álversins:

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.