Morgunblaðið - 24.06.1988, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 24.06.1988, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 24. JÚNÍ 1988 Morgunblaðið/KGA „Að hætta lífinu fyrir 100 dollara er algjör geggjun," segir Peter J. Demos. Hann er hér við hlið vélarinnar sem hann var að feija til London. Feijuflug: Annað hvort eru flugmenn- irnir klárir eða kjánar Rætt við Peter J. Demos f erj uf lugmann á Norður Atlantshafsleiðinni „ÞAÐ eru aðeins til tvær tegundir af mönnum sem vinna við að ferja flugvélar milli landa, hinir reyndu og kláru sem vita hvað þeir eru að gera og kjánarnir sem vita það ekki. Vandamálið er að of mikið er af kjánunum í þessu núna,“ segir Peter J. Demos feijuflugmaður á Norður Atlantshafsleiðinni i samtali við Morgun- blaðið en hann hefur unnið við þetta starf siðan 1963 og á nú sitt eigið ferjuflugsfyrirtæki. Vél hans bilaði á leiðinni frá ís- landi tU London og bíður hann nú hér eftir varahlutum í hana. Peter J. Demos er fæddur i Grikklandi en flutti mjög ungur vestur um haf til Bandaríkjanna. Að lokinni skólagöngu þar gekk hann i landgöngulið Bandaríkjaflota en eftir það hefur hann unnið við að feija flugvélar milli landa. Flugáhugann fékk hann snemma á æfinni, var byijaður að fljúga strax i menntaskóla. Peter er lágvaxinn snaggara- legur náungi, kvikur í hreyfíng- um. Handtak hans er þétt og fast. Hann hefur mjög ákveðnar skoð- anir á málum sem snerta hann og er óhræddur við að viðra þær. Til dæmis er hann sannfærður um að slys á ferjuflugleiðinni yfír Norður Atlantshafið muni halda áfram að gerast nema leiðir verði fundnar til að draga úr þátttöku kjánanna með setningu laga eða reglugerða þar um. Lög og reglu- gerðir hverskonar af hálfu stjóm- valda eru hinsvegar eitur í beinum hans, enda segist hann vera dygg- ur stuðningsmaður einstaklings- frelsisins. Sem fyrr segir á hann sitt eig- ið feijuflugsfyrirtæki, Orient Air, og hefur starfað við það undanfar- in 20 ár. A þessum tíma hefur hann flogið alls um 400 sinnum yfír Kyrrahafið og Atlantshafið og hingað til íslands hefur hann komið um 50 sinnum. Aðspurður um hvort honum sjálfum finnist leiðin yfír Norður Atlantshafíð vera erfíð segir hann svo ekki vera, allavega hvað lengdina á því flugi varðar, en hún er 1300 sjómílur. „Þetta er ekki erfitt flug í mínum augum. Leiðin milli San Fransico og Honolulu og þaðan til Pago Pago er erfítt flug í mínum augum, 2500 sjómílna vegalengd. Eitt sinn sat ég í flug- vél í 23 tíma á þeirri leið,“ segir Peter J. Demos. „Það er veðurfar- ið á Norður Atlantshafsleiðinni sem gerir hana erfiða og á vet- uma er þetta tvímælalaust hættu- legasta feijuflugsleið sem til er í heiminum. Sonur minn er í þessu starfí með mér og hann hefur farið sjö sinnum þessa leið. Vandamálið hjá mönnum sem far- ið hafa leiðina eitt, tvö, þijú og upp í tíu skipti er að þeir telja sig hafa svörin við öllu er viðkemur henni en þú byijar ekki að læra inn á leiðina fyrr en eftir tíunda til fímmtánda skiptið. Þama ligg- ur munurinn á hinum reyndu og kjánunum, hinir reyndu gera að vísu mistök en þeir gera aldrei sömu mistökin tvisvar. í hvert sinn sem ég flýg læri ég eitthvað nýtt en samt hef ég ekki öll svör- in þótt ég hafí flogið 400 sinnum yfír úthaf.“ Isinn g-etur drepið þig- Er við spuijum Peter hvaða atriði það séu er gera leiðina yfír Norður Atlantshafíð svo hættu- lega sem raun ber vitni segir hann að það sé eins og að spurja Nóa hve margir regndropar hafí verið í syndaflóðinu. Vandamálin séu óteíjandi. „Ég hef aldrei lýst yfir neyðar- ástandi á þessari leið en ég ienti í slíku í gær er ég kom hingað. Ég var búinn að fljúga í hálfan annan tíma frá Reykjavík er vélin fór að standa á sér. Ég átti um tvo möguleika að velja, reyna að ná til Færeyja sem hefði tekið um klukkutíma en hafði þann ókost að sennilega fengi ég ekki við- gerðarmann. Skotland var of langt í burtu svo hinn möguleikinn var að snúa við aftur sem ég gerði. í ljós kom að leiðsla í vél- inni var ónýt," segir Peter. „Það er veðurfarið sem skapar vandamálin á þessari leið. Sumir telja þrumuveður hið versta sem þeir lenda í er þeir fljúga en í mínum huga er ísing það hættu- legasta og hún er algeng á þess- ari leið. Ég er hræddur við ísinn því hann getur drejjið þig fljótar en nokkuð annað. A vetuma þeg- ar mjög kalt er í veðri og þú legg- ur upp frá Goose Bay í Kanada mætir þú engum skýjum á leið- inni fyrr en þá flýgur framhjá Grænlandsjökli og yfir Gojf- strauminn milli Grænlands og ís- lands. Við strauminn dettur kuld- inn kannski úr mínus þijátíu gráð- um í mínus fímmtán gráður og neðar. A þessu svæði er mikið af skýjum og í þeim er raki sem myndar ísingu. Segjum að þú fljúgir rétt yfír skýjunum í ellefu þúsund fetum. Er þú nálgast ís- land segir flugumferðarstjórn að þú hafír leyfi til að fara úr ellefu þúsund fetum og niður í sjö þús- und fet. Er þú kemur niður í níu þúsund fet flýgur þú inn í skýja- bakkann og ísingin byijar að myndast. Hitastigið er komið upp í mínus fjórar gráður. Þú veist að þú verður að fara niður í þrjú þúsund fet til að losna við ísinn. Þú biður um leyfí til að lækka flugið í þá hæð en flugumferðar- stjóm segir þér að bíða átekta. Þú þarft oft að bíða í nokkrar mínútur eftir staðfestingu flug- umferðarstjórnar nema um neyð- artilvik sé að ræða, menn þar eru kannski að sinna öðru aðkallandi verkefni í augnablikinu. Margir kjánanna eða þeir reynslulausu bíða og lenda fljótlega í erfiðleik- um vegna ísingar. Hinir reyndari hinsvegar fara strax niður og segja flugumferðarstjóm, allt í lagi ég bíð átekta í þijú þúsund fetum. Þetta er í lagi á flugleið þar sem nær engin umferð er hvort eð er. Ef þú ert hinsvegar að fljúga yfír Chicago þar sem flugvélar eru um allt og færð skipun um að bíða átekta þá ger- ir þú það hiklaust hvað sem taut- ar og raular." Að hætta lífinu fyrir 100 dollara í máli Peter kemur fram að kjánamir séu oft á tíðum reynslu- litlir flugmenn sem em að safna flugtímum svo þeir geti fengið starf hjá einhveiju af stóru flugfé- lögunum. „Sumir þessara manna hafa ekki nema 300 flugtíma að baki og í mínum augum þekkja þeir varla vélamar sem þeir fljúga. Ég og sonur minn vorum um dag- inn að flytja tvær vélar frá Goose Bay til London með viðkomu hér. Á flugvellinum í Goose Bay hittum við einn af kjánunum. Hann var með stáltunnu í vél sinni undir aukaeldsneyti en tunnunni var illa komið fyrir og benti ég honum á það. Við feðgamir lögðum síðan af stað samhliða þessum manni frá Goose Bay og flugum i boga yfír suðurenda Grænlandsjökuls og hingað. Maðurinn aftur á móti fór hina hefðbundnu leið. Við vor- um að klára kvöldverð á hótel Loftleiðum er hann kom inn til lendingar og sá sem þjónustaði vél hans sagði mér að hann hefði aðeins átt 11 lítra af bensíni eftir í vélinni. Við fórum að tala við þennan mann og sonur minn spurði hann hvað hann fengi fyrir að fljúga vélinni yfir hafið. Hann svaraði því að hann hefði fengið 500 dollara fyrir útgjöldum og mætti svo eiga afganginn. Ég spurði hann hvort það væri rétt skilið hjá mér að ef kannski 100 dollarar yrði afgangs þá væri það laun hans fyrir verkið. Hann ját- aði því. Þetta er geggjun, að hætta lífinu fyrir 100 dollara, al- gjör geggjun." A undan Chase Osborne í máli Peter kemur fram að hann hitti Chase Osborne og Owen McCauley ásamt tveimur öðmm feijuflugmönnum í Goose Bay skömmu fyrir hið örlagaríka flug þeirra til íslands. Raunar lagði hann af stað í sitt flug sam- hliða þeim hingað en var um hálf- um öðrum tíma fljótari til lands- ins. Hann segir að hann hafi hlust- að á fjarskiptin hjá þeim og sann- færst um að þarna vom á ferð- inni menn sem vissu lítið hvað þeir vom að gera. Hann lýsti hluta af fjarskiptum þeirra á þennan hátt. -Hvar ertu? -Ég er við skýin. -Hvaða ský? -Þetta litla bústna sem lítur út eins og_ vindill. -ÓOÓ, ég sé þig. í hvaða hæð ertu? -Ég er á leiðinni til þín. í hvaða hæð ert þú? -Beygðu til vinstri. Ég sé þig. -Heyrðu ég missti sjónar á þér. -Hægðu á þér. -Ef ég fer hægar dett ég niður. -Ég sé þig aftur, æ nei ég missti þig. -Hver er stefna þín? -Hún er 120. -Jesús, mín er 80. -Ég á í vandræðum með ísingu. „Ég hlustaði á þetta mgl um stund en slökkti síðan á talstöð- inni minni, það var eins og þarna væri fjögurra manna nefnd á samningafundi um hvaða stefnu þeir ættu að taka,“ segir Peter. Stjórnvöld grípi í taumana Þegar umræðan snýst í hvað sé til ráða til að koma í veg fyrir að reynslulausir eða reynslulitlir flugmenn séu að feija flugvélar á leiðinni yfir Norður Atlantshafið segir Peter að þótt hann hati stjómvöld í hvaða formi sem er verði þau samt að grípa hér inn í, annars haldi slysin áfram að gerast á þessari leið. „íslendingar ættu að hafa reglugerð um þetta flug, eða gefa út sérstakt leyfí til þeirra sem ætla að stunda það. Éinnig ætti að setja suma af þessum mönnum í geðrannsókn til að athuga hvort þeir eru með fulla fímm. Mér er alvara. Á þessari leið fljúga ekki aðrir en reyndir atvinnumenn eða kjánar. Það er ekkert þar á milli. Annaðhvort ertu góður eða ömur- legur. Mér er sama hvemig per- sóna flugmaður er svo lengi sem hann stofnar lífí annarra ekki í hættu. Út á miðju Atlantshafi stofnar hann ekki lífí annarra en sjálfs sín í hættu en þegar hann flýgur yfír borg eru allir íbúar hennar í hættu ef hann veit ekki hvað hann er að gerat,“ Sem dæmi um þann §ölda manna sem leggur stund á feiju- flug segir Peter að fyrir nokkrum árum hafí verið að meðaltali um 3 auglýsingar í fagtímatritum þar sem feijuflugsfyrirtæki auglýstu þjónustu sína. Núna séu þetta 35 auglýsingar að jafnaði. „Þama auglýsa fullt af aðilum sem segja að þeir séu með yfír 10 ára reynslu í faginu og maður hefur aldrei heyrt af þeim fyrr“. Laglegxistu stúlkurnar Peter hefur komið hingað um 50 sinnum frá því að hann hóf þetta starf sitt og lætur hann vel af landinu. „Við strákamir í mínu fyrirtæki emm algerlega sam- mála um eitt og það er að hér á landi eru laglegustu stúlkur í heimi. Hinsvegar eru þær Ijótustu í Finnlandi og Nýja Sjálandi," segir hann og hlær við. „íslendingar em einnig alveg einstaklega vinalegir í viðmóti og það er hlutur sem maður á ekki að venjastí öðmm löndum. Matur- inn hérna er yfirleitt mjög góður en dýr og hótelið hér er algjör okurbúlla. Að öðm leyti er vart hægt að hafa það betra sem feiju- flugmaður en hér á íslandi." -FRI

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.