Morgunblaðið - 24.06.1988, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 24.06.1988, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 24. JÚNÍ 1988 Tíbetbúar verða ekki sjálfstæðir - segja kínversk yfirvöld Peking. Reuter. TILLAGA Dalai Lama um að Tíbet fengi sjálfstjórn hlaut eng- an hljómgrunn meðal kínverskra yfirvalda. Dalai Lama, sem nú er á ferða- lagi um Evrópu, lagði til í síðustu viku að Tíbet fengi sjálfstjóm en að stjómvöld í Peking fæm með yfirstjóm utanríkismála og hefðu her í landinu. Fyrstu opinbem við- brögð Kínveija birtust á þriðjudag þegar kínverskur diplómat sagði á blaðamannafundi í Genf að „ekki ætti að leyfa Tíbet að fá neins kon- ar sjálfstæði". Dalai Lama flúði frá Tíbet eftir misheppnaða uppreisn gegn kínverskum stjómvöldum árið 1959, en flestir Tíbetbúar bera djúpa lotningu fyrir honum. Honum hefur verið boðið að snúa aftur gegn því að hann láti af öllum áróðri fyrir sjálfstæði Tíbets. Friðarviðræður í Kairó: Rætt um brott- flutning Kúbu- manna frá Aneróla Kairó^ Reuter. ^ * TILLÖGUR Suður-Afríku- ríkjamenn geta þó ekki talist hlut- manna um brottflutning kú- lausir því að þeir styðja angólsku banska herliðsins frá Angóla verða efstar á baugi í friðarvið- ræðunum, sem hefjast í Kairó í Egyptalandi í dag. Fór fyrsta -PciIHiU/1 Keuter Hefnerá hættuslóðum Hugh Hefner, sem frægur er fyrir að ritstýra karlmannatímaritinu Playboy, safnar hispurs- meyjum eins og aðrir frímerkjum eða sjaldgæf- um steinum. Tímarit hans birtir ávallt margar myndir af fáklæddum stúlkum og sækja þær fast að fá garpinn til að birta af sér myndir. Það grillir í Hefner, ofurlítið vinstra megin við miðju, á myndinni sem tekin var nýlega er von- góðar fyrirsætur söfnuðust saman þegar velja skyldi eftirlætis-leikfélaga Playboys (og væntan- lega ritstjórans) úr hópnum í tilefni af 35 ára afmæli tímaritsins. Góðgjarnir lesendur hljóta að vona að Hefner takist að vetja heiður sinn verði honum ógnað. lota viðræðnanna fram í London í siðasta mánuði en með þeim er einnig stefnt að þvi, að Suð- ur-Afríkumenn veiti Namibíu fullt sjálfstæði. Vopnaleitartækjiim komið fyrir í bandarískum unglingaskólum New Yoric, Reuter. SKÓLAYFIRVÖLD i New York ætla að taka í notkun vopnleitar- tæki í nokkrum unglingaskólum í borginni með haustinu. Tækin, sem hingað til hafa einungis verið notuð við vopnaleit á flugvöll- um og við öryggisvörslu í dómshúsum, eiga að koma í veg fyrir að unglingunum takist að smygla vopnum inn i skólana. Vopnaleit- artækin eru liður í áformum yfirvalda til að stemma stigu við vaxandi ofbeldi og fíkniefnaneyslu í bandarskum skólum. Hk Botha, utanríkisráðherra Suður-Afríku, sagði í gær á frétta- mannafundi í Kairó, að hann hefði í fórum sírrum tillögur um brott- flutning kúbanska herliðsins frá Angóla en talið er, að það telji um 50.000 manns. Kvaðst Botha vera hóflega bjartsýnn á árangur af viðræðunum en mikil sókn kúban- skra og angólskra hermanna í átt að landamærum Namibiu hefur varpað nokkrum skugga á þær. Angólastjóm hefur áður skýrt frá sínum hugmyndum um brott- flutning kúbanska herliðsins og vill, að það fari brott á fjórum árum. Suður-Afríkustjóm vill hafa brottflutningstímann miklu styttri. Angóla- og Kúbustjóm leggja áherslu á, að Namibía fái fullt sjálf- stæði í samræmi við ályktanir Sameinuðu þjóðanna og Banda- rflgastjóm, sem vill hvorttveggja, að Kúbumenn fari frá Angóla og Namibía fái sjálfstæði, hefur haft milligöngu í viðræðununi. Banda- skæmliðahreyfinguna Unita í stríðinu við Angólastjóm. A síðasta ári var tilkynnt um 15.000 ofbeldisverk í unglinga- skólum New York-borgar þar sem vopn komu að einhveiju leyti við sögu. Reiknað er með að í ár verði ofbeldisverk af þessu tagi jafnvel enn fleiri. Ofbeldisverkin sem framin em í skólunum em að ýmsu tagi. Oft skjóta nemendur á félaga sína eða stinga þá, vopnað- ir glæpamenn sitja stundum fyrir nemendum í skólanum og ekki er óalgengt að hópar nemenda og ráðíst á staka nemendur. Kennarar verða einnig fyrir of- beldi.Á nokkmm dögum seint í maí slösuðust t.a.m. 4 kennarar alvarlega. Einn fékk slysaskot í fótiegginn, annar var laminn með homaboltakylfu, sá þriðji varð fyr- ir hnífsstungu og púðurkerling lenti á þeim Qórða. Kennumm er að vonum ekki rótt. „Kennarar em í uppnámi, þeir em áhyggjufullir og dauðhræddir," sagði Sandra Feldman, formaður kennarasam- taka borgarinnar, nýlega á blaða- mannafundi. Til þess að stemma stigu við ofbeldinu hafa skólayfirvöld boðað nýja stefnu i skólunum þar sem gert er ráð fyrir að þeir nemendur sem staðnir em að því að ráðast á starfsmenn skólanna verði um- svifalaust reknir úr skóla í stað þess að þeim sé einungis vísað úr skóla um stundarsakir eða gert að flytjast í annan skóla. Að sögn borgarstjóra og yfir- manns skólamála í borginni verður öryggisgæsla í skólunum einnig hert. Löggæsla verður aukin, öflugum öryggislásum verður komið fyrir á dyrum skólastofanna og neyðarbjöllur verða settar upp í öllum herbergjum. Vopnaleitar- tækin hljóta þó að flokkast undir róttækustu aðgerðir yfirvalda en þeim verður með haustinu komið fyrir j tilraunaskyni í fimm skólum. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem komið hefiir til tals að setja upp vopnaleitartæki í bandarískum unglingaskólum því að snemma árs 1980 komu fram slíkar hug- myndir en ekkert varð úr fram- kvæmdum. Færanlegt vopnaleitartæki hef- ur verið notað í skólum í Detroit síðustu ár og svipað tæki hefiir einnig verið notað í Chicago. Enda þótt skólayfirvöld í New York vilji helst komast hjá því að nota vopnaleitartæki þá virðast tækin nú vera eina færa leiðin til draga úr ofbeidi í skólum. „Við verðum að reyna þennan kost“ lét Ed Muir, sérfræðingur kennarasam- takanna í öryggismálum hafa eftir sér fyrir stuttu „þetta er slæmt fyrir ímynd skólanna út á við- en það eru bamamorð líka“. En ofbeldisverk á bömum i skól- um eru ekki einkamál skólakerfis- ins. Þau eiga sjaldnast rætur sínar að rekja til þess sem gerist í skóla- stofunni heldur til veruleikans fyr- ir utan. Osjaldan eiga eiturlyf ein- hvem hlut að máli. Atlantshafsherstjórn NATO: Nýr aðmíráQ skipað- ur 1 stað Baggetts Júgóslavía: Bíliðnaðarverka- menn í verkfalli LEE Baggett, flotaforingi, sem verið hefur yfirflotaforingi Atl- antshafsbandalagsins, NATO, á Atlantshafssvæðinu (SACLANT) síðan 1985, lætur af störfum á árinu. Arftaki hans verður Frank B. Kelso II., sem er flotaforingi og gegnir nú stöðu yfirmanns Atlantshafsflota Bandaríkjanna en er einnig næst-æðsti yfirmað- ur Atlantshafsherstjórnar Bandaríkjanna. Kelso tekur við hinni nýju stöðu sinni síðar á árinu. Aðalstöðvar SACLANT eru í borginni Norfolk í Virginíu-ríki, Bandaríkjunum. Stjómsvæðið nær frá Norður-Íshafínu suður að nyrðri hvarfbaug og frá austurströnd Bandaríkjanna inn á Noregshaf. Baggett flotaforingi hefur verið í flotanum í 38 ár og lætur af störf- um vegna aldurs. Hann var hátt- settur yfirmaður í flotum Banda- ríkjamanna á Miðjarðarhafi og Kyrrahafl en tók við núverandi starfi sínu í nóvember 1985. Baggett er ákafur stuðningsmað- ur nýrra áherslna í flotastefnu Bandaríkjanna sem fela í sér að reynt verður að loka siglingaleiðum Sovétmanna inn á Atiantshaf frá Kóla-skaganum svo að þeir fá ekki ráðrúm til að trufla liðs- og birgða- flutninga NATO austur yflr Atl- antshafíð. Hann sagðist nýlega vera þess fullviss að NATO myndi halda velli á haflnu hvað sem á dyndi í mögulegum átökum NATO og Var- sjárbandalagsins. Samt sem áður -£i 1 Frank B. Kelso II. telur hann að bandalagið gæti ekki náð því markmiði sínu að flytja tíu bandarísk herfylki til aðstoðar Evr- ópumönnum kæmi til ófriðar. Belgrad, Reuter. RÚMLEGA 2000 júgóslavneskir verkamenn i biliðnaði i borginni Maribor, sem verið hafa í verk- falii, komu á miðvikudag saman úti á götum borgarinnar til þess að hlýða á forsætisráðherra Sló- veníu, Dusan Sinigoj, sem búist var við að kæmi til fundar við þá. Verkamennimir krefjast umtalsverðrár launahækkunar. Þetta er í annað sinn á tveimur dögum sem starfsfólk TAM-fyrir- tækisins hefur uppi mótmæli á göt- um úti en á þriðjudaginn fóru 4000 starfsmenn fyrirtækisins í kröfu- göngu um götur borgarinnar og kröfðust 50% kauphækkunar. Yfir- menn fyrirtækisins telja sig ekki geta orðið við kröfum starfsmann- anna. Á föstudag í síðustu viku komu um 1000 verkamenn saman fyrir framan þingið í Belgrad til að mót- mæla lélegum launakjörum og eru það mestu götumótmæli í Júgó- slavíu síðan landið var gert að kommúnistaríki árið 1945. Talið er að harkalegar efnahagsráðstafanir, sem forsætisráðherra ríkisins hratt af stað í síðasta mánuði m.a. til að stemma stigu við 149% verðbólgu í landinu, hafi ýtt undir mótmæli verkalýðsins í landinu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.