Morgunblaðið - 24.06.1988, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 24.06.1988, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 24. JÚNÍ 1988 25 Skriðuföll í Tyrklandi: Ottast um líf þrjú hundruð þorpsbúa Ankara, Reuter. ÓTTAST var um líf þrjú hundr- uð manna í gær eftir að skriður höfðu fallið á Catak, tyrkneskt þorp við Svartahaf, að því er haft var eftir talsmanni Rauða hálfmánans i Tyrklandi. Talsmaðurinn sagði að þrjú lík hefðu fundist í þorpinu eftir að um 500.000 tonn af auri og gijóti hefðu hrunið af fjalli á tvö þéttset- in veitingahús, bifreiðar og skóla í þorpinu. Skriðuföllin urðu um áttaleytið í gærmorgun og ekki var vitað hvort nemendur hefðu verið í skó- lanum, en kennsla átti að hefjast klukkan níu. Björgunarstarf hefur tafist talsvert vegna frekari skriðufalla, jarðvegshruns og flóða. „Ég sá fjallið nálgast mig,“ sagði Zeki Ilhan, einn þeirra 18 sem hafa bjargast úr aurnum. „Ég heyrði mikinn skruðning og tók til fótanna," sagði ferðamaður, sem hafði farið úr öðru veitinga- 100.000 manna mót- mælafundur í Ríga húsinu skömmu áður. „Þegar ég leit aftur fyrir mig sá ég hvorki veitingahúsið né mennina fjóra sem hlupu með mér.“ Að sögn Alaattins Yaniks, emb- ættismanns við vegagerðina, kann að taka meira en hálfan mánuð að hreinsa til eftir skriðuna. „Fjallið er hreint og beint ógn- vekjandi þar sem það stendur, því rigni áfram kunna nýjar skriður að fara af stað. Björgunarsveitim- ar verða að fara afskaplega var- lega,“ sagði hann við blaðamenn í Catak. Miklar rigningar hafa verið í Tyrklandi í þessum mánuði. Þrett- án manns fórust og 550 heimili eyðilögðust í flóðum í Ankara 12. júní. TILSOLUM.BENZ 500SE BHH ffiBfij ", Til sölu M. Benz 500 SE1982, lítið ekinn, með öllum fáanlegum aukaútbúnaði. Stórglæsilegurvagn. Upplýsingar í síma 78900 frá kl. 14.00. London. Reuter. BREZKA sjónvarpsstöðin ITN sýndi í fyrrakvöld mynd, sem hún sagði vera af mótmæla- fundi í Ríga í Lettlandi þar sem um 100.000 manns kröfðust þess að landið yrði gert að sjálf- stæðu ríki. Á myndunum mátti sjá gífurleg- an mannfjölda og bar fólkið mót- mælaspjöld og borða þar sem kraf- ist var sjálfstæðis frá Sovétríkjun- um. Margir báru rauðhvítan fána Lettlands. ITN hafði eftir aðstandendum mótmælafundarins að um eitt- hundrað þúsund manns hefðu tek- ið þátt. Ennfremur að þúsundir Mótmæli breiðast út í borg- umBurma Rangoon, Reuter. MÓTMÆLI gegn stjórn Ne Wins einræðisherra í Burma hafa breiðst út til tveggja borga, þar á meðal Mandalay, eftir að níu manns höfðu látist í óeirðum í Rangoon, höfuðborg landsins á þriðjudag. Stjómin hefur þegar lokað flest- um háskólum í Rangoon eftir að níu manns, þar af sex lögreglu- menn, höfðu látist í „eyðilegging- aræðinu“, eins og stjómin kallar óeirðirnar. Útgöngubann er nú í Rangoon eftir myrkur, verslanir vom lokaðar og starfsemi lagðist niður í fyrirtækjum í gær. Lýst hefur verið yfir neyðarástandi í hafnarborginni Pegu. Útvarpstöð í Burma greindi frá því að 77 manns hefðu verið hand- teknir í óeirðunum á þriðjudag, þegar nemendur beittu bareflum, sverðum og teygjubyssum gegn lögreglunni. Nemendurnir héldu á spjöldum þar sem „nasistastjómin í Burrna" var fordæmd. Erlendir stjórnarendrekar segja að matvælaskortur og miklar verð- hækkanir hafí komið óeirðunum af stað. Sameinuðu þjóðirnar telja að Burma sé vanþróaðasta land heimsins, en þegar Ne Win komst til valda fyrir 26 ámm og kom á „burmiskum kommúnisma" var Burma eitt helsta hrísgijónaút- flutningsland heimsins. manna hefðu tekið þátt í samskon- ar mótmælafundum í öðmm Eystrasaltsborgum. Ekki kom fram hvenær mót- mælafundurinn var haldinn, en dagblað í Lettlandi skýrði frá því á þriðjudag að efnt hefði verið til mótmælafundar nú í vikunni í minningu 30.000 Letta, sem vom fórnarlömb nauðungarflutninga og hreinsana, sem Jósef Stalín, fyrmrn einræðisherra, stóð fyrir 1941 og 1949. Blaðið gat ekki um stærð fundarins, en í mynd ITN mátti sjá fundarmenn leggja blóm- sveiga til minningar um fórnarlöm hreinsananna. Einn ræðumanna, sem kom fram í myndinni, for- dæmdi nauðungarflutningana og ástandið í Eystrasaltsríkjunum. „Ástandið er hverfult í Sovétríkj- unum. Þessi fundur er aðeins einn af mörgum, sem nú em haldnir um allt land,“ sagði hann. Breski herinn: Kafararí silfurleit London, Reuter. NOKKRIR kafarar úr breska hernum fara í næstu viku til eyjarinnar Reunion á Indlandshafi. Markmiðið er að leita að silfri sem týndist þar skömmu fyrir aldamótin. Fjársjóðurinn hvarf í hafið með skipinu Warren Hastings sem árið 1897 var á leið til Ind- lands frá Suður-Afríku með um 1000 hermenn er það lenti í óveðri og sökk. Mannbjörg varð en silfrið glataðist. Ekki er vitað með vissu hve mikill fjársjóðurinn er en rætt um „nokkra sekki.“ NÍÐSTERK ÞUNGAVIGTARLÍNA MERKI UM GÓBAN ÚTBÚNAÐ ssiiaœsi! UTILIF Sími82922 Við eigum stóraf mæli 6 75 s ara (o) og þess vegna bjóðum við SEGLAGERÐIN ÆGIR Eyjaslóð 7, sími 621780. af öllum vörum. Aldrei meira úrval af sólbekkjum, stól- um, húsgögnum, reyrhúsgögnum og yfir 50 gerðir og stærðir af tjöldum. Aldrei meira úrval og betra verð. OPIÐ LAUGARDAG KL. 11-17 OGSUNNUDAG KL. 13-16.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.